Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 23
Erlent | 23Helgarblað 4.–6. nóvember 2011
Afmælistilboð
15-40% afsláttur
Laugavegi 176 www.lindesign.is Lín Design Sími 5332220
Opið laugardag
11-16 lokadagur
www.lindesign.is
sendum frítt á pósthús
n Gríska ríkið skuldar jafnvirði um 4,8 milljóna króna á hver Grikkja n Neyðaraðstoð til
Grikkja nemur um 35 billjónum króna n Fóru geyst í lántökur eftir að hafa tekið upp evru
Þess vegna eru
grikkir í vanda
G
ríska ríkið er gífurlega skuld-
sett og sér ekki fyrir endann
á efnahagsvandræðum rík-
isins nema ráðist verði í um-
fangsmiklar og sársaukafull-
ar niðurskurðaraðgerðir. Leiðtogar
Frakklands, Þýskalands og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins eru áhyggjufullir
vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar
en niðurskurðaráform og aðhaldsað-
gerðir hafa verið gagnrýndar harka-
lega heima fyrir í Grikklandi. En af
hverju er Grikkland í vandræðum?
Skulda tugi billjóna króna
Í grunnatriðum hafa Grikkir lifað um
efni fram um margra ára skeið. Það
hefur verið staðan frá því áður en
landið hóf þátttöku í evrusamstarf-
inu árið 2001. Þegar Grikkir tóku upp
evruna var eins og olíu hefði ver-
ið hellt á eldinn og fór ríkið að taka
meira fé að láni og auka útgjöld sín.
Skuldir gríska ríkisins hafa vaxið jafnt
og þétt á síðustu árum og eftir efna-
hagskreppuna sem varð árið 2008
hafa tekjustofnar ríkisins hrunið og
skuldirnar nú margfalt það sem rík-
ið getur mögulega greitt af þeim. Í
dag skuldar ríkið um 340 milljarða
evra, jafnvirði rúmlega 54 billjóna ís-
lenskra króna.
Á sama tímabili, eða um það bil
síðustu tíu árum, tvöfölduðust laun
opinberra starfsmanna á sama tíma
og skattaafslættir og undanskot und-
an skatti jukust mikið. Það má því
með sanni segja að Grikkir hafi eng-
an veginn verið í stakk búnir til að
takast á við þrengingar í efnahags-
málum – hvað þá nær algjört hrun.
Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu
George Papandreou, forsætisráð-
herra Grikklands, hefur sýnt vilja
til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna krafna evruþjóðanna um að-
haldsaðgerðir sem ríkissjóður lands-
ins þarf að ráðast í til að fá áframhald-
andi fjárhagsaðstoð. Litið hefur verið
til Íslands vegna atkvæðagreiðslunn-
ar en Íslendingar kusu tvívegis um
Icesave-samningana en leiðtogar
stærstu evruríkjanna óttast að sama
niðurstaða fáist og fékkst í þjóðarat-
kvæðagreiðslunum um Icesave kjósi
Grikkir um neyðarpakkann – skýrt
og ákveðið nei. Nú lítur hins vegar út
fyrir að Papandreou muni hætta við
þjóðaratkvæðagreiðsluna en hann
vill að stjórnarandstaðan styðji við
aðgerðirnar sem ráðast þarf í.
Líklegt þykir að Grikkir myndu
fella neyðarpakkann í þjóðarat-
kvæðagreiðslu en svo virðist vera
sem flestir Grikkja hafi engan hug
á því að standa við skuldbindingar
ríkisins. Heildarskuldir gríska rík-
isins samsvara því að hver og einn
einstaklingur skuldi jafnvirði um 4,8
milljóna króna umfram þær pers-
ónulegu skuldir sem einnig eru mik-
ið vandamál.
Billjóna króna neyðaraðstoð
Hinar þjóðirnar á evrusvæðinu og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sam-
þykktu í maí á síðasta ári að láta
Grikki hafa 110 milljarða evra
neyðarlán. Í júlí síðastliðnum var
svo ákveðið að láta Grikki hafa 109
milljarða evra til viðbótar vegna
vandans. Strangari skilyrði voru
hins vegar sett fyrir því láni sem
ekki hefur verið greitt út. Meðal
þess sem felst í 109 milljarða evra
neyðarpakkanum er um 20 pró-
senta afskrift lánardrottna gríska
ríkisins. Aukin niðurskurðarkrafa
fylgir einnig nýja neyðarpakkan-
um.
Helsti tilgangurinn með þess-
um stóru neyðarpökkum er ekki
endilega að bjarga Grikklandi sem
slíku frá greiðsluþroti heldur að
bjarga evrusvæðinu í heild sinni.
Greiðsluþrot Grikklands myndi
að mati margra hagfræðinga vera
upphafið að endalokum evrusam-
starfsins. Grikkland er ekki eina
landið á evrusvæðinu sem berst
við miklar skuldir því Írar, Spán-
verjar og Ítalir hafa þurft að leita
aðstoðar annarra Evrópusam-
bandsríkja og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins eftir aðstoð.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Íbúafjöldi: 11,32 milljónir
Skuldir ríkisins: 54 billjónir króna
Skuld á hvern íbúa: 4,8 milljónir króna
Neyðaraðstoð: 34,79 billjónir króna
Staðreyndir
um Grikkland
Grípa til aðgerða Leiðtogar stærstu iðnríkja evrusvæðisins hafa fundað stíft um
björgunaraðgerðir til hjálpar Grikklandi en greiðsluþrot ríkisins gæti haft veruleg áhrif á
evrulöndin. MyNd ReuteRS
Treysta á guð
Fulltrúadeild bandaríska þingsins
tók sér tíma frá ýmsum mikilvæg-
um verkefnum til að ræða og kjósa
um hvort einkunnarorð Banda-
ríkjanna ættu að fá að halda sér.
Einkunnarorðin, In God We Trust,
eða við treystum á guð, eru meðal
annars rituð á Bandaríkjadal. Þetta
er alls ekki í fyrsta skipti sem kosið
er um hvort einkunnarorðin eigi að
fá að standa en það var gert bæði
árið 2002 og árið 2006. Aðeins níu
þingmenn greiddu atkvæði með til-
lögunni um að fella einkunnarorðin
niður en 395 þingmenn vildu halda
þeim. Barack Obama Bandaríkjafor-
seti gagnrýndi hins vegar umræðuna
og atkvæðagreiðsluna mikið og kall-
aði eftir því að þingið héldi áfram
að vinna að því að skapa störf fyrir
Bandaríkjamenn og koma landinu
út úr efnahagsþrengingum.
Vilja Silvio
Berlusconi frá
Enn eykst þrýstingur á að Silvio Ber-
lusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segi
af sér. Á fimmtudag kölluðu sex fyrr-
verandi stuðningsmenn ríkisstjórn-
arinnar á ítalska þinginu eftir því að
Berlusconi segði af sér. Ástæðan er
ekki skrautlegt líferni forsætisráð-
herrans heldur stóri efnahagsvand-
inn sem landið stendur frammi fyrir.
Ítalir hafa verið í miklum vandræð-
um frá efnahagshruninu árið 2008
og hafa ekki náð að koma landinu
út úr þeim. Sjálfur hefur Berlus-
coni neitað að stíga til hliðar til að
hægt verði að mynda einhvers konar
þjóðstjórn til að leysa úr vandan-
um. Hann segist ekki ætla að stíga
til hliðar nema boðað verði til nýrra
kosninga og það segir hann vera óá-
byrgt á meðan ekki sé búið að leysa
úr vandanum.
Forðast ákvörðun George Pap-
andreou ætlar að láta Grikki kjósa um
neyðarpakka evruríkjanna og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Hann forðast að taka
ákvörðun sjálfur en gríska þjóðin er ekki sátt
við niðurskurðaráform ríkisins. MyNd ReuteRS