Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 28
28 | Viðtal 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
H
ún er bæði vinaleg og
virðuleg gatan, sem
Megas býr við. Ein af
þessum götum mið-
bæjarins sem rækt
hefur verið lögð við. Sjálft hús-
ið er á fjórum hæðum. Megas
býr í risinu. Á stigaganginum
er grátt, nýlegt og fínt teppi,
listaverk á hvítmáluðum veggj-
um. Bjart. Allt á sínum stað.
Ómur af bókmenntaþættinum
Kiljunni gegnum hurð.
Eftir því sem ofar dregur
byrjar settleikurinn að riðlast.
Hlutir og húsgögn virðast hafa
fundið sér nýjan og samheng-
islausan stað ofarlega í stiga-
ganginum. Bókastaflar mynda
skúlptúra. Lampar og stólar.
Teboð brjálaða hattarans kem-
ur snögglega upp í hugann.
Hér hefur öllu verið snúið á
hvolf. Að minnsta kosti hefur
óreiða lekið út í skipulagið og
blandast því. Í efstu þrepunum
verður allt í einu myrkur. Ljós-
in virka ekki hérna uppi. Meg-
as opnar hurð í myrkrinu og
býður gestina velkomna.
Horfir ekki ópíndur
á sjónvarp
Hann er handleggsbrotinn og
hjá honum í heimsókn er ung
vinkona hans. Hún er með
svart hár og í því eru rauðar
strípur. Situr við tölvu og er að
skoða fréttir.
Megas býður okkur til stofu.
Hún er lítil. Tveir notalegir sóf-
ar og stofuborð þar sem sést
varla í auðan blett. Sígarettur,
lyfjaumbúðir, verkjalyf og ró-
andi lyf, tölva, símar og alls
kyns snúrur, minnismiðar og
reikningar.
Það eru líka reikningar á
gólfinu. Á vegg eru risastórir
Kenwood-hátalarar af gömlu
gerðinni og í hillum á öllum
veggjum eru myndasögur. Lík-
lega hundruð myndasagna.
Þær liggja líka í stöflum á gólf-
inu. Það er ekkert sjónvarp.
Megas segist ekki horfa óp-
índur á sjónvarp. Á kvöldin vill
hann frekar blaða í myndasög-
unum sínum.
„Ég hef safnað þeim frá því
ég var lítill drengur,“ útskýrir
Megas. „Það síðasta fékk ég
aðeins fyrir nokkrum dög-
um.“
„Hann var nýlega búinn að
handleggsbrjóta sig,“ segir vin-
kona hans. „Hann fór samt og
bögglaðist í föt og fór skjálfandi
út í búð að ná í myndasöguna
sína.“
Gerpla og Elvis Presley
Þarna eru líka Íslendingasög-
ur. Í gömlum og nýjum bún-
ingi. Gísla saga Súrssonar og
Gerpla. Gerpla er í uppáhaldi
hjá Megasi.
„Tvennt var það sem mark-
aði tímamót hjá mér,“ segir
Megas. „Þegar ég heyrði les-
ið upp úr Gerplu í útvarp-
inu og þegar ég heyrði Elv-
is Presley syngja. Það gerðist
eitthvað mjög mikilvægt innra
með mér. Ég man enn hversu
spenntur ég varð að heyra
skáldið lesa Gerplu í útvarp-
inu. Ég var ellefu ára gamall
og las Kiljan eftir það af mikilli
áfergju.“
Næstu misseri kom rokkið
með Elvis Presley inn í líf hans.
Hann heillaðist af Elvis og tók
upp gítarinn. „Ég byrjaði að
búa til laglínur og tók upp gít-
ar. Fann að þetta kom af sjálfu
sér. Eins og úr maganum.“
Fyrsta lagið samdi hann
13 ára, Gamla sorrý Grána.
Hann hóf síðan píanónám
eins og Einar Már eldri bróðir
hans. „Ég lærði á píanó vegna
skyldu. Áður en ég heyrði í Elv-
is vildi ég bara teikna og hafði
ekki áhuga á tónlist.“
Erkifemínisti Íslands
Megas fæddist 7. apríl 1945,
um það bil þegar síðari heims-
styrjöldinni var að ljúka, sonur
skáldkonunnar Þórunnar Elfu
Magnúsdóttur og Jóns Þórðar-
sonar, kennara og rithöfundar.
Á veggnum fyrir ofan Megas er
ljósmynd af Guðrúnargötu 7 í
Norðurmýrinni þar sem hann
ólst upp. Hann segist vera al-
inn upp í mæðraveldi og sé
þess vegna einn helsti erki-
femínisti landsins. „Ég er samt
ekki hrifinn af Stóru systur. Þar
erum við komin að Orwell og
stóra bróður sem fylgist með.
Auk þess er bannað að vera í
dulargervi.“
„Er það?“ spyr vinkonan.
„Ég sem ætlaði að klæða þig í
dulargervi svo við getum farið
út í friði.“
Fá þau engan frið?
„Nei, það er sífellt verið
að abbast upp á Megas,“ seg-
ir hún. „Hann fær til dæmis
ekki að vera í friði ef hann vog-
ar sér út um helgar. Alls staðar
er drukkið fólk sem talar við
hann eins og hann sé trúður,
eða eitthvað frík.“
Það er auðsýnilegt að Meg-
as er þessu sammála. „Það er
alltaf leiðinlegt að sjá fólk gera
sig að fíflum,“ segir hann. „Og
þegar fólk talar við mig eins og
fífl. Eða talar við mig með ein-
hverja hugmynd í kollinum
um hver ég er. Svarar stund-
um jafnvel fyrir mig. Þá verð
ég reiður. Þá sé ég mig eins
og fólkið sér mig. Og það er
óþarfi.“
Á vegginn við hliðina á ljós-
myndinni af Guðrúnargötu
hefur Megas sett nokkrar út-
klipptar smáauglýsingar úr
Fréttablaðinu. Nánar tiltekið
nuddauglýsingar. „Ég klippti
þær út því að nú er þetta mjög
verðmætt. Nú eru svona aug-
lýsingar nefnilega bannaðar.“
Á veggnum eru fáeinar
teikningar. Það vita það ekki
allir að Megas er myndlistar-
maður. Hann teiknar ennþá
segir hann. „Þegar ég er hvatt-
ur til þess með efnahagslegum
rökum.“ Snemma kom í ljós
hversu drátthagur Megas er.
Hann teiknaði lon og don þeg-
ar hann var drengur. Það liggur
rautt pennastrik eins og á milli
A og B á milli ástríðunnar fyrir
því að teikna og myndasögu-
áhugans og frá æskuárunum
er til fjöldi teikninga af ýmsum
toga sem hann hefur haldið til
haga. En tónlistin hafði vinn-
inginn mest alla ævi Megasar.
Það var strax um 1960 að Meg-
as hellti sér út í þjóðlagapæl-
ingar.
Það allra glæpsamlegasta
Á svipuðum tíma fór hann
reyndar að vinna í banka.
Hann vann um hríð sem gjald-
keri í Landsbankanum í deild
sem sá um erlend viðskipti og
kröfur. „Það er það glæpsam-
legasta sem ég hef gert á minni
ævi,“ segir Megas. „Ég var með
slifsi og fínn í tauinu.“ Hann
getur ekki sagt að stjórnend-
um bankans hafi lynt við hann.
„Þeir voru sífellt að spyrja hvort
ég væri í einhverju. Starfs-
mannastjórinn sem var ágætur
svaraði fimlega: „Ekki er hann
að minnsta kosti nakinn.“
Ég held þeir hafi viljað að ég
væri heima hjá mér að reikna
á kvöldin. En það vildi ég ekki.“
Megas hætti að lokum í
bankanum. Það furðar sig
Megas kann öðrum fremur að koma við
kaunin á fólki. Um hann er kjaftað og skraf-
að. En honum er sama um allan kjaftagang.
Nýtir hann í skrifin. Tungumálið er verkfæri
hans frekar en gítarinn. Megas tekur eftir því
hvað fólk segir og hvernig það tekur til orða.
„Ég er ekki með stór eyru að ástæðulausu,“
segir hann. Ég skráset orðin, þau rata í djúp-
vitundina. Fólk gerir oft þau mistök að rugla
mér saman við ljóðskáldið og þess vegna
hneykslast fólk á mér.“ Kristjana Guð-
brandsdóttir fór í heimsókn til Megasar.
Veröld Megasar
„Veröld að hætti Megasar myndi
kosta ansi mikið blóðbað