Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 4.–6. nóvember 2011 enginn á því, en starfið átti ekki við hann. Hann hélt til Noregs til að stunda nám í þjóðhátta- fræði við háskólann í Osló. Þar gaf hann út sína fyrstu plötu og hann hóf feril sinn sem tónlist- armaður. Marilyn Monroe hin mjúka og minnismiðinn Hitler Síminn pípir. Megas fær sms. „Ég þarf aðeins að skreppa,“ segir hann. Tekur nokkra fimm- þúsundkalla úr boxi á borðinu og fer út. Hann er ekki lengi. Kemur aftur og sest. Kveikir sér í Marlboro-sígarettu. Á borðinu er yfirfullur öskubakki. Hann reykir mikið hann Megas. Nánast viðstöðulaust. Stofan er reykmettuð. „Ég þarf að opna glugga,“ segir vinkona hans. „Ég get ekki þolað allan þennan reyk.“ Hún stendur upp og opnar lít- inn glugga sem er hulinn arg- entínska fánanum. Hann hefur Megas á hvolfi. Undir fánanum eru nokkur búddalíkneski. Á veggnum við hliðina eru nokkrar myndir af Marilyn Monroe. „Marilyn er verndari heimilisins,“ segir Megas. „Hún er mjúk og hrein.“ Fyrir ofan grænan flauels- sófann vekur athygli að Megas hefur hengt upp þrjár mynd- ir af Hitler. „Þetta eru svona minnismiðar þessar ljósmynd- ir. Um menn og vald yfir öðrum mönnum og gangi lífsins. Stór hluti mannkyns lifir lífi þar sem hinir fáu vilja að hinir mörgu lifi eftir þeirra duttlungum og eru tilbúnir að beita svívirðilegum aðferðum til að fá vilja sínum framgengt. Viljinn til þess að stjórna öðru fólki og segja því hvernig það eigi að lifa lífi sínu er hvimleitt afl.“ Hefur frægðin aldrei stigið Megasi til höfuðs? „Nei,“ seg- ir Megas. „Ég hef aldrei verið frægur. Frekar alræmdur. Það stígur engum til höfuðs að vera alræmdur.“ Fjögurra ára og sextíu og sjö ára „Ég er fjögurra ára,“ svarar Megas spurður hvað hann sé orðinn gamall. „Ég verð alltaf fjögurra ára. En samkvæmt hefðbundnu tímatali er ég reyndar orðinn 67 ára.“ Spurður hvort eitthvað tímabil sé honum meira að skapi en annað á ferlinum verður honum ekki svarafátt. Það er sjöundi áratugurinn. „Þá var ýmsum bönnum aflétt og ekki búið að finna upp ný í staðinn, það var allt opið,“ seg- ir Megas. „Og það leið svolítill tími áður en önnur voru sett í staðinn til að halda hippunum niðri. Stríðið gegn hippunum og gegn efnum hefur kostað okkur mikið,“ segir Megas. „Stríð gegn eiturlyfjum er gagnslaust, ekkert vinnst í því annað en að niðurlægja menn og skaða heilsu þeirra. Að nota lyf sem eru kölluð eitur er nátt- úruleg leið til að stilla kvalir. Guð plantaði ópíumjurtinni á okkar jörð til þess að stilla kvalir. Sama með kókaínlaufin sem vaxa hátt í Andesfjöllum. Þar þjóna þau tilgangi sínum. Þegar gengið er hátt í fjöllun- um líða menn út af. Til bjargar koma kókalaufin. Menn tyggja þau og komast lífs af.“ Trúir hann þá á guð? „Það er efi. Trúarbrögð eru auðvitað óskiljanleg. Þau eru fyrst og fremst sögur sem hljóta samþykki fjöldans. Jesús Krist- ur var femínisti. En Páll post- uli, lærisveinn hans, sagði hins vegar öllum konum að þegja. Ég get ekki sagt að ég trúi öðru en því að það sé þess virði að fara fram úr á morgnana.“ Ég er ekki ljóðmælandinn Megas kann öðrum fremur að koma við kaunin á fólki. Um hann er kjaftað og skrafað. Hann hefur líka oft verið rit- skoðaður. Árið 1974 stóð til að Meg- as kæmi fram í sjónvarpsþætti þar sem Ómar Valdimarsson spjallaði við tónlistarmenn. Megas mætti í sjónvarpssal með lepp fyrir öðru auganu og þátturinn tekinn upp. Hann sáu þó landsmenn ekki fyrr en mörgum árum seinna. En svo fór að aðdáendum Megasar fjölgaði hraðar en andstæð- ingum hans og urðu ákaflega margir þegar platan Á bleikum náttkjólum kom út árið 1977. „Ég er ekki ljóðmælandinn, það vissu margir ekki. Ég er ekki leikstjórinn eða ljóðmæl- andinn. Ég tala hins vegar oft við þá og hlusta. Hina.“ Það hefur slaknað á kjafta- sögunum í seinni tíð. Með meira frjálsræði í samfélaginu var Megas tekinn í sátt. Nú er helst að það sé talað um að hann sé ekki heill heilsu. Er það rétt. „Nei, ég er bara við þokkalega heilsu. Táp og fjör og frískir menn,“ segir Megas og þegir svo drykklanga stund. Það er sagt að Megas hafi farið í blóðskipti til að bæta heilsuna eins og Mick Jagger og Keith Richards. Er það lyga- saga? „Já, það er lygasaga. Það er svo margt í blóðinu sem má missa sín en svo er svo margt annað sem verður að halda í,“ segir Megas. „Ég þurfti að fara til útlanda og þurfti að svíkja alls konar fólk á meðan. Mig minnir að ég hafi þess vegna sagt bróður mínum að ég hafi farið í blóð- skiptiaðgerð. Annars held ég að blóðið í mér sé fyrsta flokks. Þótt ég viti ekkert í hvaða blóð- flokki ég er.“ Litlir sætir strákar Megas segist vinna mest þegar það sést ekki. „Þá vinnur djúp- vitundin og það er mikilvægt. Þegar ég ranka við mér og vinn þá get ég sótt í hana. Áður en ég leggst í bælið er ég búinn að ná mér í þær upplýsingar sem leik- stjórinn vill. Ég breyti þeim svo í hreina kvoðu. Klæði hana í íslensk föt í erlendum búningi. Ég læt sem ég sé hann eða hún. Læt djúp- vitundina vinna verkið fyrir mig og sinni handavinnunni seinna.“ Er tungumálið frekar verk- færið en gítarinn? „Já, lýríkin er mikilvæg. Ég tek mjög vel eftir hvað fólk seg- ir og hvernig það tekur til orða. Ég er ekki með stór eyru að ástæðulausu. Ég skráset orðin, þau rata í djúpvitundina. Fólk gerir oft þau mistök að rugla mér saman við ljóðskáldið og þess vegna hneykslast fólk á mér. Ég er ekki að skrifa um reynslu mína. Ég er að skrifa lýrískan texta um það sem ég horfi á og það sem ég skynja. Það getur verið alls kyns ógeð með í því og fyrirlitning sem ég er enginn talsmaður fyrir. Lag- ið litlir sætir strákar er til dæm- is samið um sérstaka og dæmi- gerða kvenfyrirlitningu sem ég verð oft vitni að og fer fyrir brjóstið á mér. Karlar sem segja allar konur helvískar. Ég spurði einn þeirra af hverju hann fengi sér þá ekki lítinn sætan strák í staðinn. Á sömu stundu fraus allt.“ Nýr diskur Vinnuaðferð Megasar virðist virka vel. Hann er afkastamik- ill og segir 2–3 ár líða á milli platna. Árið 2007 kom það skýrt í ljós því hann gaf út tvær plöt- ur með nýju efni. Á plötunum safnaði Megas í kringum sig af- skaplega hæfileikaríkum hópi tónlistarmanna sem var kall- aður Senuþjófarnir en sveitina skipuðu Sigurður Guðmunds- son, Nils Olof Törn qvist, Mik- ael Svensson og Guðmundur Kristinn Jónsson, allir kennd- ir við reggísveitina Hjálma auk Guðmundar Péturssonar gítar snillings. Úr því samstarfi komu plöturnar Frágangur og Hold er mold. Megas hefur nýverið gefið út plötu með þeim Rúnari Þór og Gylfa Ægissyni. Honum fell- ur ákaflega vel að vinna með þeim félögum. „Við suma menn stillist maður saman við. Aðra ekki. Stundum skiptir það máli og stundum ekki. Mér finnst gott að vera með Gylfa og Rúnari. Það er alltaf létt yfir þeim og mér finnst það gera mér gott. Þeir eru góður félagsskapur þeir skilja mig og ég þá.“ Þeir þremenningar, Gylfi, Rúnar Þór og Megas, gáfu í vikunni út geisladiskinn GRM Þrjár stjörnur þar sem þeir syngja saman gömul lög eft- ir hvern annan auk nýrra laga. Útsetningar og hljóðfæraleikur á plötunni er í höndum Geim- steinsgengisins en þeir félagar gefa út diskinn í minningu Rúnars Júlíussonar. Félagarnir fagna útgáfunni með tónleik- um í Salnum um miðjan des- ember. „Svo komum við líklega til með að spila eitthvað um landið, förum austur og vest- ur, suður og norður. Aðspurður um tildrög samstarfsins segist Megas einfaldlega hafa komið þegar á hann var kallað. „Rúnar Þór og Gylfi hafa unnið töluvert saman síðustu ár, haldið tón- leika saman og þar fram eftir götunum, og mig dreymdi um að syngja Minningu um mann. Það er lag sem ég hef dálæti á.“ Hvernig er veröldin að hætti Megasar? Megas hefur talað mikið um vald og boð og bönn, honum virðist ekki þóknast skipu- lag heimsins sérlega vel og sú staðreynd sem hann nefnir að stór hluti mannkyns lifi lífi sem hinir fáu boða. Hvernig er annars veröldin að hætti Meg- asar? „Sú veröld er ekkert öðru- vísi en hún er nú. En það er ekki jafnmikið af fólki í henni og sumu þeirra er ofaukið. Sér í lagi þeirra sem eltast við völd. Veröld að hætti Megasar myndi kosta ansi mikið blóð- bað.“ Veröld Megasar Abbast upp á Megas Megas á heima í miðbænum og þegar hann fer út um helgar verður hann fyrir áreiti drukkins fólks. Honum finnst leiðinlegt að sjá fólk gera sig að fífli og þegar fólk talar við hann eins og fífl. „Þá verð ég reiður. Þá sé ég mig eins og fólkið sér mig. Og það er óþarfi.“ MyNd Sigtryggur Ari „Að nota lyf sem eru kölluð eitur er náttúruleg leið til að stilla kvalir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.