Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
L
íney Jóhannesdóttir rithöf-
undur fæddist að Laxamýri
í Suður-Þingeyjarsýslu og
ólst þar upp til ellefu ára
aldurs, en fór þá, eft-
ir lát móður sinnar, í fóstur
til hjónanna Páls Stefáns-
sonar, stórkaupmanns
frá Þverá, og Hallfríðar
Proppé Stefánsson.
Líney lauk prófi
frá Kvennaskólanum í
Reykjavík og stundaði
síðan nám í félagsfræði
hjá Ölvu Myrdal í Stokk-
hólmi.
Líney starfaði m.a. hjá Raf-
orkumálastofnun og við mæðra-
eftirlit á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur auk húsmóðurstarfa. Hún
stundaði ritstörf um árabil og samdi
m.a. barnabækurnar Æðarvarpið,
útg. 1961; Í lofti og læk, útg. 1962,
og Síðasta sumarið, útg. 1969. Hún
skráði, ásamt Þorgeiri Þorgeirssyni,
æviminningar sínar, Það er eitthvað
sem enginn veit, útg. 1975. Auk þess
samdi hún skáldsögurnar Kerlinga-
slóðir, útg. 1976, og Aumingja Jens,
útg. 1980. Þá hefur birst eftir hana
fjöldi smásagna í blöðum og tíma-
ritum auk þess sem Líney stundaði
þýðingar.
Eiginmaður Líneyjar var Helgi M.
Bergsson, hagfræðingur og forstjóri,
en börn þeirra eru Páll læknir, Jó-
hannes Bergur bankamaður
og Líney skólastjóri.
Líney átti fimm bræður
sem allir létust í bernsku
en systur hennar komust
á efri ár. Þær voru Soffía;
Snjólaug Guðrún; Mar-
grét Stefanía; Jóna Krist-
jana, móðir Benedikts
Árnasonar leikstjóra, föð-
ur Einars borgarfulltrúa,
og Sigurjóna.
Foreldrar Líneyjar voru
Jóhannes Baldvin Sigurjónsson,
óðalsbóndi á Laxamýri, og Þórdís
Þorsteinsdóttir húsfreyja. Jóhann-
es Baldvin var bróðir Jóhanns Sig-
urjónssonar skálds, og Snjólaugar,
móður Sigurjóns Sigurðssonar lög-
reglustjóra, föður Jóhanns Sigur-
jónssonar, forstjóra Hafró. Snjólaug
var einnig amma Magnúsar Magn-
ússonar, rithöfundar og dagskrár-
gerðarmanns hjá BBC og Sigurðar,
yfirlæknis og prófessors.
Þ
orgeir fæddist að Hæli í
Hreppum og ólst þar upp við
almenn sveitastörf. Foreldrar
hans voru Gestur Einarsson,
bóndi á Hæli í Gnúpverja-
hreppi, og k.h., Margrét Gísla-
dóttir húsfreyja.
Þorgeir lauk gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum
á Akureyri, stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í
Reykjavík, embættisprófi
í læknisfræði við Háskóla
Íslands og stundaði fram-
haldsnám í Danmörku.
Þorgeir var héraðslækn-
is í Árneshéraði í stríðslok, í
Neshéraði 1947–50, Húsavík-
urhéraði 1950–58 og Hvolshéraði
1958–65 og heimilislæknir í Reykjavík
1965–90.
Þorgeir var alls staðar vinsæll lækn-
ir og alþýðlegur sem ekki var sjálfgefið
í þá daga. Hann sat í stjórn Læknafé-
lags Reykjavíkur og í heilbrigðisráði Ís-
lands.
Þorgeir söng fyrsta tenór í MA-
kvartettinum en söngfélagar hans þar
voru þeir Gestur, bróðir hans, Jón frá
Ljárskógum, og Jakob Hafstein. MA-
kvartettinn söng við miklar vinsældir á
árunum 1932–42.
Eftirlifandi eiginkona Þorgeirs er
Ása Guðmundsdóttir húsmæðrakenn-
ari, en synir Þorgeirs og Ásu eru lækn-
arnir Guðmundur hjartasérfræðingur,
Gestur,hjartasérfræðingur, og Eiríkur
augnlæknir.
Systkini Þorgeirs: Gísli, safnvörður
á Þjóðminjasafninu; Einar, bóndi að
Hæli; Steinþór, bóndi og alþm.
að Hæli; Hjalti ráðunautur,
og Ragnheiður, húsfreyja á
Ásólfsstöðum í Gnúpverja-
hreppi.
Föðurbróðir Þorgeirs
var Eiríkur alþm. og föður-
systir hans var Ingveldur,
móðir Einars Ingimund-
arsonar, fyrrv. alþm. Önn-
ur systir Gests var Ragn-
hildur, amma Páls Lýðssonar
forstjóra. Þriðja systir Gests var
Sigríður, móðir Einars Sturluson-
ar óperusöngvara. Gestur var sonur
Einars, b. á Hæli Gestssonar, og Stein-
unnar, systur Guðrúnar, móður Guð-
nýjar, móður Brynjólfs Bjarnasonar,
heimspekings og ráðherra, en systir
Guðnýjar var Torfhildur, langamma
Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun-
blaðsins. Steinunn var dóttir Vigfúsar,
sýslumanns á Borðeyri, Thorarensen
og Ragnheiðar Melsted.
Í móðurætt var Þorgeir hins veg-
ar af Urriðafossætt, Fjallsætt, Reykja-
ætt og af Finsenum, ætt Finns biskups
Jónssonar.
Ó
li fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann stundaði sjó-
mennsku á fiskiskipum á sín-
um yngri árum og var um
skeið fararstjóri á Spáni, Ítalíu,
Jamaíku og víðar, og síðar fararstjóri
og skíðakennari í Sviss og Austurríki.
Hann var einnig stöðvarstjóri í Jeddah
í Sádi-Arabíu fyrir Arnarflug þegar fé-
lagið stundaði pílagrímaflug þaðan.
Óli var blaða- og fréttamaður á
hinum ýmsum fjölmiðlum nánast all-
an sinn starfsferil. Hann hóf ferilinn
kornungur á Vísi árið 1962, var síðan
blaðamaður við Morgunblaðið, Helg-
arpóstinn, hjá Frjálsu framtaki við
ýmis tímarit og var ritstjóri vikublaðs-
ins Fólks og ritstjóri tímarits Arnar-
flugs Örninn flýgur.
Óli var auk þess lengi fréttmaður
við ljósvakamiðla, m.a. á Bylgjunni og
visir.is. Síðustu árin var hann frétta-
maður í erlendum fréttum á Stöð 2.
Óli upplifði og sagði frá mörgum
stórviðburður á sínum langa frétta-
mannsferli. Hann fór tvisvar sem
sjálfboðaliði á samyrkjubú í Ísrael og
þegar sex daga stríðið hófst, 1967, var
hann staddur í Ísrael. Í þorskastríðinu
1976 var hann fyrst um borð í varð-
skipunum Tý og Þór þegar breskar
freigátur sigldu á þau og síðar sama ár
um borð í bresku freigátunum Gurkha
og Falmouth þegar þær sigldu á ís-
lensku varðskipin.
Óli tók virkan þátt í félagsstörf-
um. Hann var m.a. formaður frosk-
mannafélagsins Syndasela, formað-
ur félagsins Ísland-Ísrael, formaður
Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í
fulltrúaráði Sólheima.
Fjölskylda
Eftirlifandi eiginkona Óla er Vil-
borg Halldórsdóttir, f. í Reykjavík
25.9. 1937, fyrrv. læknaritari, búsett
í Reykjavík. Foreldrar Vilborgar voru
Halldór Gíslason, f. 19.8. 1899, d.
7.12. 1999, skipstjóri, og k.h., Sigríð-
ur Jenný Magnúsdóttir, f. 30.7. 1909,
d. 6.9. 1978, húsmóðir.
Fyrri kona Óla var Sigurdís Laxdal
Eggertsdóttir, f. 31.1. 1946, verslunar-
maður, búsett í Kópavogi.
Sonur Óla og Sigurdísar er Jón
Gunnar Ólason, f. 1965, tölvunar- og
viðskiptafræðingur og aðstoðarinn-
kaupastjóri hjá N1.
Dóttir Jóns Gunnars og Þrúðar
Hjelm er Eva Dögg Hjelm, f. 20.7.
1983, en sonur Evu Daggar er Þráinn
Berg Hjelm, f. 9.6. 2007.
Dætur Jóns Gunnars og Guð-
bjargar Ágústsdóttur eru Indíana
Rut, f. 15.5. 1997, og Karitas Ósk, f.
17.3. 2003.
Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdótt-
ur er Jón Þór Ólason, f. 8.2. 1974,
lögmaður og kennari við Háskóla
Íslands en sambýliskona hans er
Elín Björg Harðardóttir sjúkraþjálf-
ari og eru börn þeirra Tryggvi Garð-
ar, f. 13.4. 2003, og Arna Sif, f. 21.5.
2009.
Systkini Óla eru Jón Örn Jónsson,
f. 30.3. 1938, fyrrv. ráðuneytisstjóri og
fyrrv. hagfræðiprófessor við Háskól-
ann í Regina í Saskatchewan í Kanada
en kona hans er Guðrún Mjöll Guð-
bergsdóttir húsmóðir; Ingvi Hrafn
Jónsson, f. 27.7. 1942, sjónvarpsstjóri
ÍNN, búsettur í Reykjavík, en kona
hans er Ragnheiður Sara Hafsteins-
dóttir húsmóðir; Sigtryggur Jónsson,
f. 14.6. 1947, fasteignasali, búsettur í
Reykjavík, en kona hans er Guðlaug
Helga Konráðsdóttir, deildarstjóri í
gjaldeyrisdeild Íslandsbanka; Mar-
grét Jónsdóttir, f. 26.12. 1955, starfs-
maður við umönnun fatlaðra, búsett
í Reykjavík.
Foreldrar Óla voru hjónin Jón Sig-
tryggsson, f. á Akureyri 10.4. 1908,
d. 11.2. 1992, læknir og tannlækn-
ir, stofnandi og fyrsti prófessor við
Tannlæknadeild Háskóla Íslands, og
k.h., Jórunn (Lóa) Tynes, f. á Siglu-
firði 28.2. 1913, d. 23.3.1978, hús-
móðir.
Ætt
Systir Jóns, samfeðra, var Sigríður,
móðir Hannesar Péturssonar skálds.
Jón var sonur Sigtryggs, veitinga-
manns á Akureyri Benediktssonar, b.
á Hvassafelli í Eyjafirði, bróður Sig-
ríðar, langömmu tónlistarmannanna
Ingimars og Finns Eydal. Benedikt
var sonur Jóhannesar, b. á Sámsstöð-
um í Eyjafirði Grímssonar, græðara
á Espihóli í Eyjafirði Magnússonar.
Móðir Jóhannesar var Sigurlaug,
systir Jósefs, langafa Stefaníu, ömmu
Odds Helgasonar, sjómanns og ævi-
skrárritara. Sigurlaug var dóttir Jó-
sefs, b. á Ytra-Tjarnarkoti Tómasson-
ar, langafa Kristjáns, afa Jónasar frá
Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóns,
langafa Sigrúnar, móður Kristjáns
Karlssonar, skálds og bókmennta-
fræðings. Jósef var líka langafi Jó-
hannesar, afa Jóhanns Sigurjóns-
sonar skálds. Þá var Jósef langafi
Ingiríðar, langömmu Steins Stein-
ars. Loks var Jósef langafi Finns Jóns-
sonar ráðherra. Móðir Sigurlaugar
var Ingibjörg, systir Gunnars, afa
Tryggva Gunnarssonar bankastjóra,
og Kristjönu, móður Hannesar Haf-
stein, skálds og ráðherra. Móðir Sig-
tryggs var Sigríður Tómasdóttir, b. á
Holti í Eyjafirði Jónssonar, bróður
Magnúsar í Laufási, föður Jóns for-
sætisráðherra. Annar bróðir Tómasar
var Jón, langafi Rögnvalds Sigurjóns-
sonar píanóleikara. Systir Tómasar
var Margrét, langamma Bjargar,
móður Magnúsar Thoroddsen, fyrrv.
hæstaréttardómara. Móðir Tómasar
var Sigríður, systir Tómasar, langafa
Davíðs, föður Ingólfs grasafræðings.
Systir Sigríðar var Rannveig, amma
Páls Árdals skálds, afa prófessor-
anna Steingríms J. Þorsteinssonar
og Páls Árdals og langafa Guðmund-
ar Emilssonar söngstjóra. Rannveig
var einnig langamma Kristínar Sig-
fúsdóttur rithöfundar. Sigríður var
dóttir Davíðs, b. á Völlum í Eyjafirði,
bróður Jósefs í Ytra-Tjarnarkoti og
Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar
skálds. Jónas var einnig langafi Frið-
bjarnar, afa Ólafs Jóhannessonar for-
sætisráðherra og langafi Kristínar,
ömmu Kristjáns Thorlacius, fyrrv.
formanns BSRB.
Móðir Jóns var Margrét, systir
Kristínar listmálara, móður Helgu
Valtýsdóttur leikkonu og Huldu,
fyrrv. blaðamanns. Önnur systir
Margrétar var Jónína, móðir Gunn-
ars G. Schram prófessors. Margrét
var dóttir Jóns, skipstjóra í Arnarnesi
í Eyjafirði Antonssonar, b. í Arnarnesi
Sigurðssonar, veitingamanns á Akur-
eyri Benediktssonar, b. í Grjótgarði
á Þelamörk Jónssonar, bróður Þor-
gríms, langafa Gríms Thomsen. Syst-
ir Benedikts var Þuríður, langamma
Hólmfríðar, langömmu Ingimars
Ingimarssonar, fyrrv. fréttamanns
Sjónvarpsins. Móðir Jóns var Mar-
grét Jónsdóttir, systir Friðriks, lang-
afa Gunnars J. Friðrikssonar, for-
manns VSÍ. Móðir Margrétar var
Guðlaug Sveinsdóttir, hálfsystir Ein-
ars, alþm. á Hraunum, langafa Þur-
íðar Pálsdóttur óperusöngvara og
Einars skólastjóra Pálsbarna. Guð-
laug var dóttir Sveins, b. á Haganesi
Sveinssonar.
Jórunn var dóttir Ole Tynes,
norsks útgerðarmanns á Siglufirði,
sem Óli fréttamaður var skírður eft-
ir. Bróðir Ole Tynes var Karl Peter-
sen Tynes, skósmiður, m.a. í Alaska,
faðir Ölmu Sölvínu, móður Ragnars
Páls Einarssonar myndlistarmanns,
Sverris Einarssonar, læknis í Svíþjóð,
og Önnu Sigríðar Einarsdóttur leik-
konu.
Móðir Jórunnar var Indíana
fagra, systir Kristínar, ömmu Njarð-
ar P. Njarðvík og langömmu Júlíusar
Hafstein. Indíana var dóttir Péturs,
b. á Skáldalæk Gíslasonar, vinnu-
manns í Hrísey Brandssonar, b. á
Ystabæ í Hrísey Þorkelssonar. Móð-
ir Gísla vinnumanns var Ingibjörg
Gísladóttir, b. á Hnjúki í Svarfaðar-
dal og í Ystabæ í Hrísey Gíslasonar,
og Hallfríðar Bjarnadóttur. Móðir
Indíönu var Jórunn, systir Jóns, b. á
Jarðbrú, afa Guðjóns B. Ólafssonar,
forstjóra SÍS. Jórunn var einnig systir
Gunnhildar, langömmu Ingibjargar,
móður Jóns L. Árnasonar stórmeist-
ara, Björns kennara og Ásgeirs Árna-
sonar, skákmanns og lögmanns.
Jórunn var dóttir Hallgríms, b. á
Stóru-Hámundarstöðum, bróður
Þorláks, langafa Björns Th. Björns-
sonar, rithöfundar og listfræðings.
Hallgrímur var sonur Hallgríms, b.
á Stóru-Hámundarstöðum Þorláks-
sonar, dbrm. á Skriðu í Hörgárdal
Hallgrímssonar, bróður Gunnars,
afa Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra og langafa Hannesar Hafstein.
Annar bróðir Þorláks var Jón í Lóni,
langafi Pálínu, móður Hermanns
Jónassonar forsætisráðherra, föður
Steingríms forsætisráðherra, föður
Guðmundar alþm. Systir Þorláks í
Skriðu var Ingibjörg, kona Jósefs, b.
í Kasthvammi Tómassonar, ættföð-
ur Hvassafellsættar. Móðir Jórunnar
var Filippía Stefánsdóttir.
Útför Óla Tynes fór fram frá Foss-
vogskirkju í Reykjavík 3.11. sl.
Óli Tynes Jónsson
Fréttamaður f. 23.12. 1944 – d. 27.10. 2011
Líney Jóhannesdóttir
Rithöfundur f. 5.11. 1913 – d. 18.7. 2002
Þorgeir Gestsson
Læknir f. 3.11. 1914 – d. 19.6. 2005
Merkir Íslendingar
Merkir Íslendingar
Andlát
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson