Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 36
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 5 NÓV 4 NÓV 6 NÓV Dúndurfréttir og Eiríkur Hauks Hljómsveitin Dúndurfréttir hefur stillt saman strengi sína ásamt rokkaranum Eiríki Haukssyni en í sameiningu ætla þeir að halda alvöru rokktónleika í Hofi á Akur- eyri. Þar ætla þeir að flytja það besta úr sögu rokksins í bland við perlur Eiríks í gegnum tíðina. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 4.400 krónur. Matarleikhúsið Völuspá Samstarfsverkefni leikhússins Republique í Kaupmannahöfn, Norræna hússins og Dill veitinga- staðar. Sýningin byggir á ævafornum textum Völuspár og norrænni matar- menningu. Um er að ræða sýningu þar sem skilningarvitin spila saman, sjón, heyrn og tilfinning ásamt bragði og ilman. Hefst klukkan 20 og kostar 19 þúsund krónur. Skálmöld á Nasa Þungarokkssveitin Skálmöld heldur tónleika á skemmtistaðn- um Nasa. Auk hljómsveitarinnar koma fram á tónleikunum Otto Katz Orcheztra og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. Húsið er opnað klukkan 22 og aðgangseyrir er 2.000 krónur. Blótgoðar Einleikur Þórs Tulinius, Blótgoðar, er sýndur á sögulofti Land- námsseturs í kvöld. Í leikritinu bregður hann fram skemmtilegum myndum af því sem fram hefði getað farið á Alþingi dagana fyrir og eftir að ákveðið var að taka upp kristni á Íslandi. Sýningin hefst klukkan 20 og miðaverð er 3.500 krónur. Bubbi í Grindavík Söngvarinn Bubbi Morthens heldur tónleika í Grindarvíkurkirkju í kvöld. Tónleikarnir eru liður í hausttónleika- ferð Bubba um landið. Hann flytur gamlar og góðar perlur í bland við ný lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og það kostar 2.500 krónur inn. Jón Jónsson á Akranesi Söngvarinn og sjarmörinn Jón Jónsson heldur tónleika á Akranesi í kvöld. Jón er á ferð um landið og spilar lög af plötu sinni Wait for Fate sem kom út í sumar. Tónleik- arnir byrja klukkan 21 og miðaverð er 2.000 krónur. Útgáfutónleikar Sveins Dúu Útgáfutón- leikar Sveins Dúu Hjörleifs- sonar, Værð, verða haldnir í Salnum í Kópavogi, í dag. Hann syngur þar þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn eða Fjárlögum, auk laga eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Björgvin Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 2.500 krónur. Bubbi í Njarðvík Bubbi Morthens spilar í Ytri-Njarð- víkurkirkju í kvöld. Tónleikarnir eru liður af tónleikaferðalagi hans um landið. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.500 krónur. 36 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað „Fyndin, áferðarfalleg og verulega ógeðsleg“ „Við gengum bæði skæl- brosandi út af myndinni“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Raunir unglingsins Headhunters Kvikmynd Midnight in Paris Kvikmynd A nna Svava segir að sér hafi fundist það erfitt að vera ung- lingur, kannski eins og öllum finnist. „Ég var eiginlega of venjuleg. Ég var aldrei nein týpa en lang- aði það alveg rosalega. Ég var mjög venjuleg í útliti en var alltaf að reyna að standa upp úr, en það gekk ekkert. Ég var hvorki sæt né ljót, bara ofur- venjuleg. Ég reyndi allt til að breyta því. Ég reyndi að fara í svakalega megrun en það gekk ekki upp hjá mér. Náði að halda það út í tíu daga en gafst svo upp,“ segir Anna Svava og skellir upp úr. Leik- ritið sem ber nafnið Dagbók Önnu Knúts – helförin mín er byggt á dagbókarskrifum hennar og annarra ráðvilltra unglinga frá þessum við- kvæma aldri í lífi fólks. „Við Gunnar Björn Guðmunds- son skrifuðum þetta upp úr dagbókunum mínum frá því ég var 13, 14 og 15 ára,“ en Gunnar Björn er líka leik- stjóri sýningarinnar. „Síðan fengum við líka lánaðar dag- bækur frá öðrum frá þessum tíma og það var alveg ótrúlega skemmtilegt að sjá að þetta var eins og það væri sama manneskjan að skrifa þetta allt.“ Umfjöllunarefni sýningar- innar er raunir og hugarheim- ur unglingsins. Aðallega út frá hennar eigin hugarheimi en Anna Svava eyddi sínum unglingsárum í Fossvogin- um. „Við erum að tala um kraftgalla, hvítar gallabuxur, landabrúsa og þetta helsta,“ segir hún um sín unglingsár og tekur það fram að þetta sé þó engin unglingasýning og alls ekki fyrir viðkvæma. Dagbækurnar skrifaði hún þegar henni leið vel eða illa. „Það var eiginlega eng- inn millivegur. Annaðhvort var ég stórkostlega glöð eða þá að eitthvað hræðilegt var að gerast. Það var aldrei bara: „Já, það er góður dagur í dag,“ heldur alltaf eitthvað rosalegt. Annaðhvort „Ég hata mömmu mína í dag“ eða „ég er svo ástfangin að ég get ekki labbað og strákurinn er með annarri,“ segir hún hlæjandi. Ekki stressuð yfir skaupinu Anna Svava útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 2007. Síðan þá hefur hún tekið sér ýmislegt fyrir hendur. „Ég var í ár á Akureyri, var síðan í ár í Stundinni okkar og lék þar Fransínu mús. Síðustu tvö ár hef ég síðan mest verið að skrifa. Mér finnst ótrú- lega skemmtilegt að skrifa. Vinnuferlið í leiklistinni hefur mér alltaf fundist skemmti- legasti hlutinn, þegar maður er að skapa persónurnar og svona. Það er svolítið líkt því að skrifa,“ segir Anna Svava en hún er einmitt einn af handritshöfundum síðustu tveggja áramótaskaupa ásamt því næsta. Hún segir vinnuna við skaupið mjög skemmti- lega þó vissulega fylgi mikil pressa því að vera höfundur þessa vinsælasta sjónvarps- efnis ársins. „Maður getur alltaf falið sig á bak við það að við erum sex að skrifa þetta,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta hafi verið mest stressandi fyrsta árið. „Það var mesta pressan þá. Ég þorði ekki einu sinni að horfa á skaupið með fjöl- skyldunni minni. Fór bara ein til vinkonu minnar. Svo gekk það svo vel að ég er ekkert stressuð núna,“ segir hún. Handritið að áramótas- kaupinu 2011 er tilbúið. „Við vorum að skila handritinu í síðustu viku,“ segir hún og er leyndardómsfull um inni- haldið. „Það er best að segja bara ekki neitt. Þetta er eins og með jólapakkana, það má ekkert segja.“ Þó að handritið sé tilbúið er samt gert ráð fyrir auka- tökudögum ef eitthvað stór- fenglegt gerist þessa síðustu tvo mánuði ársins. „Tökur hefjast núna 10. nóvember en svo er gert ráð fyrir tveimur tökudögum í enda desember sem eru yfirleitt notaðir líka.“ Erfitt að kveðja börnin Anna Svava upplifði mikið ævintýri í sumar þegar hún lét langþráðan draum rætast og fór í hjálparstarf til Tógó í Afr- íku. „Ég fór ásamt Ástu Briem vinkonu minni og kvikmynda- gerðarkonu. Við vorum að vinna í þrjá mánuði á barna- heimili á vegum samtakanna Spes. Það voru 102 börn á heimilinu og ég veit að það er kannski klisjukennt að segja Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir slær í gegn í gamanleik sem fjallar um líf hennar sem venjulegrar unglingsstúlku sem þráir að standa upp úr að einhverju leyti. Síðustu tvö ár hefur hún einbeitt sér meira að skriftum en leik og er meðal annars ein af höfundum síðustu tveggja áramótaskaupa ásamt skaupi þessa árs. Viðtal Viktoría Hermannsdóttir „Ég var eiginlega of venjuleg. Ég var aldrei nein týpa en langaði það alveg rosalega. Venjulegur unglingur Anna Svava segist hafa verið mjög venjulegur unglingur. Hvorki sæt né ljót og hún þráði að skara fram úr. Ekki stressandi lengur Anna Svava er ekki lengur stressuð yfir viðbrögðum við skaupinu þar sem hinum tveimur hafi verið vel tekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.