Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 37
37Helgarblað 4.–6. nóvember 2011
„Allrar athygli verð og þarft innlegg í
umræðuna um kynferðislegt ofbeldi“
„Óslípaður demantur sem
óhætt er að mæla með“
Í
slenska óperan er flutt í
Hörpu og hefur hleypt
fyrstu sýningunni af stokk-
unum. Töfraflauta Moz-
arts var frumsýnd þar fyrir
hálfum mánuði – við misjafnar
undirtektir, heyrist mér. Ein-
hverjir voru búnir að ákveða
að þetta yrði allt ómögulegt
áður en þeir sáu sýninguna.
Sú hefur ekki orðið raunin.
Þetta er mjög þokkaleg sýn-
ing, snoturlega sviðsett og á
heildina litið vel sungin, þó
að maður hafi sjaldnast tekið
nein andköf af hrifningu. Sem
við viljum helst gera í óper-
unni. Töfraflautan er raunar
ekki hefðbundin ópera að því
leyti að þar skiptast á sungin
atriði og töluð, og var leikurinn
í þeim síðarnefndu sjaldan
mikið til að hrópa húrra fyrir
að þessu sinni. Okkar ágætu
söngvurum veitti flestum
ekkert af því að taka sér tak í
leikrænni tjáningu. Mætti Ís-
lenska óperan vel athuga að fá
til sín færan leiklistarkennara,
nú þegar hún er komin í höfn
– í bili alltént. Líkast til best
að fá til þess einhvern kláran
útlending sem kann að vinna
með söngvurum.
Annmarkar
Eldborgarsalarins
Dómar um þessa fraumraun
Óperunnar í Hörpu virðast
nokkuð litaðir af skoðunum
á því hversu vel eða illa Eld-
borgarsalurinn hentar fyrir
óperusýningar. Það er sjálfsagt
óhjákvæmilegt. Annmarkar
hans liggja í augum uppi. For-
svarsmenn Óperunnar, sem
hafa verið að tjá sig um þessi
mál á síðustu dögum, eru auð-
heyrilega í nokkurri vörn og
þau rök, sem þeir hafa borið
fram, eru ekki öll sannfærandi.
Ég nefni aðeins þá skoðun sem
Stefán Baldursson óperustjóri
lýsir í leikskrárgrein, að það sé
eiginlega bara kostur að vera
laus við allt þetta tæknidót
sem erlend óperuhús séu full
af. Þá sé minni hætta á því að
tæknin taki völdin og drekki
listinni í brellum, auk þess sem
það reyni svo á hugkvæmni
leikstjóra og annarra listrænna
stjórnenda, að finna lausn sem
henti hverri einstakri sýningu.
Eftir þessu að dæma virðist
Stefán telja í lagi að halda hér
uppi óperusviði sem kalli sí-
fellt á neyðarlausnir. En leit að
neyðarlausnum getur líka ver-
ið tímafrek og dregið athygli
manna frá því sem er kjarni
máls. Þá má benda á að slíkar
reddingar eru ekki nýtt fyrir-
bæri í íslenskri leikhússögu. Í
Iðnó þurftu menn áratugum
saman að finna neyðarlausnir
til þess að geta sýnt góð leikrit
og oft tókst leikstjórum og ekki
síst senógröfum það ótrúlega
vel. Engum datt þó í hug að
líta á Iðnó sem framtíðarhús
handa Leikfélagi Reykjavíkur.
Stærsti plúsinn, sem ég sé við
vistaskiptin úr Gamla bíói í
Hörpu, er fjölgun á áhorfenda-
sætum sem auðveldar rekstur.
Engin ástæða er til að vanmeta
það. Fyrir mína parta vildi ég
þó ekki þurfa að njóta óperu-
sýninga þarna ofan af öðrum
eða þriðju svölum – eins þótt
ég viti að hljómburðurinn efst
uppi er frábær.
Undir það get ég hins vegar
tekið með óperustjóranum að
sambýli Óperunnar við aðrar
greinar tónlistarinnar í því
stórkostlega húsi, sem Harpan
svo sannarlega er, og aðgang-
ur að fleiri sölum en Eldborg-
inni, á að opna ýmis tækifæri.
En það breytir ekki því að
Eldborgin er í óbreyttri mynd
fráleit framtíðaraðstaða fyrir
íslenska óperu. Og eitt verð ég
að nefna enn: að sögn Stefáns
fékk Óperan einungis tíu daga
til að undirbúa sýninguna á
sviðinu sjálfu (viku, sagði ein-
hver mér raunar, en ég kýs að
trúa óperustjóranum). Slíkt er
auðvitað með öllu óviðunandi.
Nógu er aðstaðan gölluð, þó
að starfsliðið þurfi ekki að vera
í blóðspreng á lokasprettinum
við að pússla showinu saman.
Hér hlýtur að vera við innra
skipulag hússins að sakast sem
hægur vandi ætti að vera að
bæta úr.
Neyðarlausn
Sviðsetning Ágústu Skúla-
dóttur á Töfraflautunni er að
sjálfsögðu neyðarlausn, en
hún er hreint ekki slæm sem
slík. Ágústa kemur verkinu
óbrengluðu til skila ásamt
samstarfsmönnum sínum og
það er út af fyrir sig afrek. Á
heildina litið eru myndræn
áhrif sýningarinnar þó ekki
heillandi; það er of augljóst
að verið er að fela hliðar- og
bakveggi með ýmsum ráðum.
Fjórir risastórir trjástofnar, æði
klossaðir í lögun, ramma inn
sviðið sitt til hvorrar handar,
en á baksviðið er varpað upp
óræðum myndum sem taka
ýmsum breytingum og eru
þær flestar dökkar og drunga-
legar ásýndum. Í sviðslýsingu
eru ofanljós, kyrrstæð hliðar-
ljós og eltiljós ríkjandi. Ofan-
ljósunum er sums staðar vel
beitt, einkum í síðari hluta
sýningarinnar, en skarpir geisl-
ar hliðarljósanna, sem mynda
breiða rák þvert yfir sviðið,
verða fljótt mjög leiðigjarn-
ir, auk þess sem þeir líkt og
þröngva leikurum inn í sviðs-
miðjuna. Búningar og leikgervi
eru skrautleg, að ekki sé sagt
skræpuleg, og sumt orkar nán-
ast sem skrípó. Hvað í ósköp-
unum hafði til dæmis komið
fyrir hárið á henni Pamínu
sem minnir mest á heysátu
sem hefur fokið til í stormi?
Og af hverju var Sarastró með
þetta dátabrjóst? Eða Papa-
genó með höfuðfjaðrir sem
minntu á pönkarakamb? Ég
gat yfirleitt ekki komið auga á
neina sérstaka línu í búning-
um og gervum, nema þetta
hafi allt bara átt að vera ein-
hvern veginn „öðru vísi“.
Íslenska óperan gefur að
þessu sinni fleiri en einum
söngvara tækifæri til að syngja
þrjú af burðarhlutverkun-
um. Það er lofsvert, eins þótt
tveir þeirra syngi aðeins einu
sinni samkvæmt heimasíðu
Óperunnar; miklu skiptir að
sem flestir af þeim söngvur-
um okkar, sem á annað borð
eiga erindi upp á óperusvið,
fái að spreyta sig. Á frumsýn-
ingu söng Sigrún Hjálmtýs-
dóttir Næturdrottninguna og
Finnur Bjarnason Tamínó og
á annarri sýningu sungu Alda
Ingibergsdóttir og Garðar
Thór Cortes sömu hlutverk.
Þeir Garðar og Finnur munu
skiptast á að syngja Tam-
inó, en annars syngur Sigrún
Næturdrottninguna. Á frum-
sýningunni gætti sýnilegs
öryggisleysis hjá henni, bæði
í leik og söng, og vantaði tals-
vert upp á að hún glansaði í
kólóratúrunum í hinni frægu
aríu drottningar í öðrum
þætti; þessu mómenti sem við
bíðum alltaf svo spennt eftir
þegar við förum á Töfraflaut-
una. Má vera að Sigrún hafi
verið plöguð af einhverjum
glímuskjálfta sem hún nær
vonandi að losa sig við síðar.
Alda Ingibergsdóttir skilaði
sama hlutverki af tæknilegu
öryggi og fágun. Ég hef ekki
heyrt hana syngja áður, svo ég
muni, og mér finnst sjálfsagt
að gefa henni fleiri tækifæri á
óperusviðinu.
Ástríðan logar ekki
Finnur söng Tamínó vel, en
nokkuð mátti heyra að honum
er tamara að syngja á öðrum
málum en íslensku; ég geri
ráð fyrir að það hafi átt þátt í
því að u-hljóðið í enda orða
rann stundum út í ö hjá hon-
um (hugur varð hugör og svo
framvegis) sem er ekki fal-
legt. Þetta á hann vel að geta
lagað. Garðar Thór var líka
ágætur Tamínó; húsið virðist
henta rödd hans vel, ég man
varla eftir því að hafa heyrt
hana hljóma öllu betur. Vart
verður þó sagt að ástríðan hafi
beinlínis logað í túlkun þeirra
Finns og Garðars á þessum
ævintýraprinsi sem er þó all-
tént að berjast við ill öfl til þess
að ná í stúlkuna sem hann
elskar.
Jóhann Smári Sævars-
son syngur Sarastró; hann
hefur hljómfagra og kröft-
uga bassarödd sem nýtur sín
mjög vel á efra sviðinu, en
því miður nær hún ekki nógu
langt niður í þau undirdjúp,
sem Mozart sendir hana ofan
í, og varð óþægilega klemmd
á lágsviðinu, hætti bókstaf-
lega að hljóma þar. Ég sé á vef
Óperunnar að Bjarni Thor
Kristinsson syngur hlutverkið
einu sinni; sá ætti að hafa alla
þá dýpt sem það útheimtir. En
mikið hefði nú verið gaman
að fá að heyra hann Kristin
okkar Sigmundsson syngja
þessa glansrullu bassanna; ef
ég man rétt var hann einhvern
tímann af vísum manni jafnvel
talinn með bestu Sarastróum
okkar tíma. Það hefði sannar-
lega verið viðeigandi að hafa
þennan höfuðsnilling íslenskr-
ar óperulistar á sviðinu við
þetta tækifæri og þess óskandi
að við fáum að njóta hans þar
sem allra, allra fyrst.
Þóra ber af
Aðrir söngvarar eru mjög
góðir. Þóra Einarsdóttir ber
vissulega af sem Pamína sem
kemur ekki á óvart miðað við
frammistöðu hennar að und-
anförnu; hún er hreint út sagt
yndisleg í hlutverkinu og sam-
söngur þeirra Garðars Thórs í
dúetti þeirra undir lok annars
þáttar var gullfallegur. Ágúst
Ólafsson bregst ekki fremur en
fyrri daginn sem Papagenó, en
mætti slípast til í leiklistinni.
Snorri Wium var skemmtileg-
ur Mónóstatos og Valgerður
Guðnadóttir hreint afbragð í
litlu hlutverki Papagenu. Hirð-
meyjar Næturdrottningarinn-
ar og reglubræður Sarastrós
skiluðu sínu einnig mjög vel.
Kórinn var frábær. Sjálfsagt er
ekki við því að búast að hljóm-
sveitin hljómi jafn fagurlega
ofan úr gryfjunni og hún gerir
af sviðinu, en þó hygg ég að
þar megi vel við una, alltént
þar sem ég sat fyrir miðjum
sal. Tónar Mozarts liðu ljúft
fram undan tónsprota Daní-
els Bjarnasonar, þó að víst hafi
maður heyrt kröftugri sveiflur
í flutningi á þessari undur-
samlegu tónlist, svo full af
angurværri ljóðrænu, dimmu
drama og himneskri þrá sem
hún er.
Ég hef stundum minnst á
það í skrifum mínum um Ís-
lensku óperuna, að mér þyki
forráðamenn hennar ekki
alltaf sinna almennri kynningu
á óperulistinni nógu vel, til
dæmis með samstarfi við skóla
eða aðrar slíkar stofnanir. Nú
er lag að bæta úr því. Tilkoma
Hörpunnar býður upp á enda-
laus tækifæri fyrir íslenska tón-
list á öllum sviðum og í þeirri
framsókn á Óperan vitaskuld
að taka fullan þátt.
Töfraflautan
hljómar í Hörpu
Raunir unglingsins
Ópera
Jón Viðar
Jónsson
Töfraflautan
eftir W. A. Mozart
Líbrettó: Emanuel Schikaneder.
Þýðing söngtexta: Böðvar Guð-
mundsson, Þorsteinn Gylfason,
Þrándur Thoroddsen og Gunnsteinn
Ólafsson. Þýðing og aðlögun
leiktexta: Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Söngvarar: Þóra Einarsdóttir, Finnur
Bjarnason / Garðar Thór Cortes,
Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári
Sævarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir /
Alda Ingibergsdóttir, Snorri Wium,
Valgerður Guðnadóttir.
Leikmynd: Axel Hallkell Jó-
hannesson.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Búningar: Filippía I. Elísdóttir.
Brúðugerð: Bernd Ogrodnik.
Sýnt í Eldborg í Hörpu
Þóra bar af Hreint út sagt yndisleg í hlutverkinu og samsöngur þeirra
Garðars Thórs í dúetti þeirra undir lok annars þáttar var gullfallegur.
Ekki líta undan
eftir Elínu Hirst
Uncharted 3:
Drake’s Deception
það en það breytti lífi mínu að
fara þarna út,“ segir hún. Vin-
konurnar tóku upp heimildar-
mynd um heimilið meðan á
dvöl þeirra stóð. Heimilið er
rekið með fjárframlögum sem
koma meðal annars að miklu
leyti frá Íslendingum. Börnin
bíða þess ekki að vera ætt-
leidd heldur búa á heimilinu
og eru styrkt til náms. Í mynd-
inni er fylgst með nokkrum
þeirra. „Þetta þróaðist út í það
að við fylgdumst með fjórum
börnum á mismunandi aldri
sem lenda í alls konar gleði og
sorg. Við fylgjum þeim eftir í
þrjá mánuði.“
Anna Svava segir það
hafa verið erfitt að kveðja
börnin að dvöl lokinni. „Það
var alveg hræðilega erfitt að
kveðja. Ég fæ enn tár í augun
þegar ég tala um þetta. Þegar
maður kynnist einhverjum
svona vel þá vill maður fylgja
þeim eftir. Ég vildi bara að
ég væri milljónamæringur,
þá gæri ég farið út einu sinni
á ári.“
„Við erum að
tala um kraft-
galla, hvítar galla-
buxur, landabrúsa
og þetta helsta.
m
y
N
d
ir
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i
„Madonna. Sérstaklega platan
Confessions on a Dance Floor.“
Hvaða tónlist kemur
þér í gott skap?
Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona