Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Nýju haustvörurnar streyma inn Stærðir 40-60. Sleppur við 155 milljónir króna Eignar­ haldsfélag Guðmundar Ólasonar, sem kenndur er við Milestone, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Guð­ mundur starfar hjá MP banka en vann áður hjá fjárfestingarbankan­ um Sögu. Hann er til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara í Sjóvár­ málinu svokallaða. Félagið skuldaði rúmar 1.700 milljónir króna í lok árs 2009 en eignirnar voru aðeins upp á 16 milljónir. Lítið sem ekkert fæst því upp í kröfurnar en Guðmundur heldur þrátt fyrir þetta 155 milljóna arði sem hann tók út úr félaginu árið 2008. Sleppa við 1.900 milljóna kúlulán Kristján Arason mun að öllum líkindum ekki verða dæmdur til að greiða þrota­ búi Kaupþings skuld sem hann stofnaði til vegna hlutabréfakaupa í bankanum á árunum fyrir hrunið. Mál Kristjáns er sambærilegt við mál Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, sem í síðustu viku var í héraðsdómi dæmdur til að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða króna hluta­ bréfaskuld. Kristján færði hlutabréf­ in yfir í einkahlutafélag átta mán­ uðum fyrir hrun, nógu snemma til að sleppa við að borga 1.900 milljóna króna kúlulán. Aftur ákært fyrir vanrækslu DV greindi frá því í október að eftir­ lit hefði verið með búfjárhaldi á Stór­ hóli frá árinu 2000 vegna ítrekaðrar vanræslu á bú­ fénaði. Árið 2009 kærði Matvælaeft­ irlitið ábúendur á bænum til lögreglu fyrir grófa vanræslu á skepnum. Þá var féð meðal annars mjög vanfóðr­ að og hræ af dauðum lömbum lágu í forinni á gólfum fjárhússins. Dóms­ sátt var gerð og samið um greiðslu sektar. Ábúendur á Stórhóli hafa nú í aftur verið ákærðir fyrir vanhirðu á sauðfé; of margt fé er í fjárhúsum á bænum og skepnurnar fá lítið eða lélegt hey. Þá hefur veikum dýrum hefur ekki verið sinnt. Fréttir vikunnar í DV w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 7.–8. nóvem ber 2011 mánudagur/þriðjudagur 12 8 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Guðmundur Ólason, forstjÓri milestone Hannes Smárason Heldur 3 milljarða arði Lýður og Ágúst Guðmundssynir Halda 5 milljarða arði Ólafur Ólafsson Heldur 1,5 milljarða arði Hann slapp með 155 milljÓnir n Var stjórnar- maður í Glitni og seldi í bankanum n Félag hans fór í 1.700 milljóna þrot – slapp með arðinn 4 Svört skýrsla SÞ boðar hamfarir 6 Sjórinn ógnar byggðinni á Íslandi Sýslumaðurinn á Akranesi rannsakar atvik í sumarhúsi 8 Álitsgjafar velja tvífara Kolbeinn kafteinn og Gylfi Ægisson 22 „Ég var afvega- leiddur“ Atli Gíslason gerir upp við VG 16 Enginn í afmæli dóttur- innar Móðir í Garði berst gegn einelti 10 Lögga kærð fyrir brot gegn stúlkubarni 4 | Fréttir 9. nóvember 2011 Mi ðvikudagur Opið virka daga frá 9.00-18.00 og lau. frá 10.00-16.00 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is Þurrkgrindur bæði úti og inni minni grindin tekur allt að 10 kg stærri grindin tekur allt að 20 kg 2 stærðir Glitnir gegn Jóni Ásgeiri: Vilja 70 millj- ónir frá Jóni Glitnir banki telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi hlut- hafi í bankanum, skuldi 375 þús- und pund, jafnvirði um 70 milljóna króna, í málskostnað vegna kyrr- setningarbeiðni bankans á hendur honum. Sjálfur telur hann sig hafa staðið í skilum á málskostnaðar- greiðslum en hann hefur greitt 150 þúsund pund vegna málsins. Jón Ásgeir fékk leyfi til að selja kyrrsetta eign á Íslandi til að standa straum af kostnaðinum. Eignin sem Jón Ásgeir seldi var einbýlishús hans á Laufás- vegi 69 í Reykjavík. Móðir Jóns Ás- geirs keypti húsið fyrir um 90 millj- ónir króna. Húsið var hluti af þeim eignum Jóns Ásgeirs sem kyrrsettar voru að beiðni Glitnis. Aðalmeð- ferð fór fram í málinu á þriðjudag en leysa þarf málið hér á landi áður en hægt er að klára dómsmál sem snýr einmitt að málskostnaðargreiðslun- um í Bretlandi. n Íbúi í Djúpavogshreppi hefur áhyggjur af ástandinu n Gagnrýnir Bændasamtö kin fyrir að hafa sig ekki frammi n Bóndi af öðrum bæ ákærður fyrir að liðsinna ábú endum M aður er búinn að horfa upp á þetta í öll þessi ár og það er ekkert hugsað um velferð dýranna. Mál- ið stoppar hjá dómstól- unum og á meðan heldur féð áfram að svelta. Það er það sem mér þyk- ir svo vont í þessu,“ segir maður úr sveitinni í Djúpavogshreppi sem þekkir til aðstæðna á bænum Stór- hóli í Álftafirði. DV greindi frá því í október að eftirlit hefði verið með búfjárhaldi á Stórhóli frá árinu 2000 vegna ítrek- aðrar vanrækslu á búfénaði. Árið 2009 kærði Matvælaeftirlitið ábú- endur á bænum til lögreglu fyr- ir grófa vanrækslu á skepnum. Þá var féð meðal annars mjög van- fóðrað og hræ af dauðum lömbum lágu í forinni á gólfum fjárhússins. Dómssátt var gerð í málinu og var ábúendum gert að greiða 80 þús- und krónur í sekt en fengu að halda búskap áfram með óbreyttu sniði. Annar ábúenda á Stórhóli hefur nú í annað sinn verið ákærður fyr- ir vanhirðu á sauðfé og snýr ákæran meðal annars að því að of margt fé sé í fjárhúsum. Þá hefur ánum einn- ig verið gefið of lítið hey eða hey af lélegum gæðum og veikum dýrum hefur ekki verið sinnt. Ákært er bæði fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald. Samkvæmt upplýsing- um frá sýslumanninum á Eskifirði voru matsmenn kallaðir til í mál- inu fyrir Héraðsdómi Austurlands 8. nóvember og er þeim meðal annars ætlað að meta hvað fjárhúsið hentar mörgum ám. Ekkert heyrist í Bændasam- tökunum Íbúinn úr sveitinni, sem ekki vill láta nafns síns getið, bendir á að þrátt fyrir að málalyktir verði þær fyrir Héraðsdómi Austurlands að ábúanda verði bannað að halda búfé þá muni hann líklega áfrýja til Hæstaréttar. Það taki einhverja mánuði og meðan haldi féð áfram að svelta. Hann gagnrýnir Bændasamtökin fyrir að hafa ekki haft nein afskipti af málinu. „Þarna eru átta hundr- uð fjár. Öll dýrin eru pínd. Þarna eru líka hundar og hænur sem ekki fá vatn,“ segir maðurinn sem hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Svo eru rollurnar það veikburða þegar þær fæða lömbin að þær drepast,“ bætir hann við. Honum finnst mjög skrýtið að bændastéttin sjálf hafi sig ekki frammi í málinu, sem setur svartan blett á stéttina að hans mati. Bóndi ákærður fyrir liðsinni Maðurinn bendir á að aðrir bænd- ur hafi hjálpað ábúanda á Stór- hóli til dæmis við að koma und- an fé þegar eftirlitsmenn koma til að skoða. En ábúandi á Hraun- koti í Hornafirði er einnig ákærður í sama máli fyrir að tekið við ám af Stórhóli þrátt fyrir að honum ætti að vera það ljóst að ekki væri hægt að tryggja þeim húsaskjól eða hey á bænum. Voru ærnar í svo slæmu ásigkomulagi við Hraunkot að aflífa þurfti nokkrar þeirra. Maðurinn segist ekki vita hvaða hag aðrir bændur hafi af því að lið- sinna ábúanda á Stórhóli á þennan hátt. Þá vill hann meina að bænd- ur á bæjunum í kringum Stórhól hundsi vandamálið. „Ég talaði um þetta við bændur í kring en það er hræðsla við að gera eitthvað, þeim finnst þeir of nálægt. Mér finnst það dálítið mikið þannig. Svo eru ættartengsl líka.“ Tóku skiltið niður Fram kom í umfjöllun DV í októ- ber að sláturhús víli ekki fyrir sér að taka inn búfé til slátrunar frá bæjum þar sem bændur hafa orðið uppvísir að illri meðferð á dýrum. Á meðan bændur hafa leyfi til að halda búfénað þá virðast sláturhús- in ekki gera athugasemdir. Þær upplýsingar fengust frá Mat- vælaeftirlitinu að allt fé sem kemur inn í sláturhús sé heilbrigðisskoð- að. Þá fer einnig fram skoðun eftir slátrun. Íbúinn í sveitinni bendir hins vegar á að þrátt fyrir skelfileg- an aðbúnað dýranna á Stórhóli þá braggist lömbin vissulega yfir sum- arið. Þar af leiðandi standist þau heilbrigðisskoðun sláturhússins á haustin. Hann fullyrðir þó að meiri- hluti fjárins sé mjög ljótur á vorin og rennir nýjasta ákæran stoðum undir þá fullyrðingu. Aðalmeðferð fer fram í málinu þegar matsmenn hafa lokið störf- um sínum og er þess krafist að ábú- endum á Stórhóli verði bannað að eiga og halda búfé. „Þarna eru átta hundruð fjár. Öll dýrin eru pínd. Þarna eru líka hundar og hænur sem ekki fá vatn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Leiðrétting: Smáralind ekki á kaf Smáralind færi ekki í kaf ef yfirborð sjávar hækkaði um sex metra, líkt og lesa mátti út úr frétt í mánudagsblaði DV. Þar var rætt við Sigurð Þ. Ragnars- son veðurfræðing. Í fréttinni var haft eftir Sigurði að bráðnun Grænlands- jökuls gæti sett Smáralind í kaf, vegna hækkunar yfirborðs sjávar. DV barst í kjölfarið ábending um að gólfflötur Smáralindar stæði í 22 metrum yfir sjávarmáli. Sigurður vill taka fram við DV að þegar hann talaði um að Smáralind gæti farið á kaf hefði hann vitanlega átt við afleiðingar af bráðnun Græn- landsjökuls og annarra jökla. Þá gæti yfirborð hækkað um mun meira en sex metra. Ekki er þó fullyrt um hversu langan tíma það gæti tekið enda greinir vísindamenn á um slíkt. Í fréttinni var haft eftir Sigurði að væri útblæstri landa í Evrópu deilt niður á íbúafjölda landanna menguðu Íslendingar sexfalt meira en meðaltal Evrópusambandsríkjanna. Hið rétta er að mengun Íslendinga er tæplega 60 prósent meiri á mann en meðaltal- ið á hvern íbúa í Evrópusambandinu. Beðist er velvirðingar á þessu. Greiðslunum ekki rift n Máli gegn Karli Wernerssyni vísað frá dómi M áli þrotabús Milestone á hendur Karli Wernerssyni, fyrrverandi aðaleiganda félagsins, var vísað frá í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, þriðjudag. Þá var Milestone ehf., gert að greiða Karli Wernerssyni 600 þúsund krón- ur í málskostnað. Málið snérist um greiðslur á verðmætum sem Karl fékk í aðdraganda gjaldþrots Milestone. Þrotabúið krafðist þess að fjórum greiðslum á árunum 2007 til 2009, samtals að fjárhæð rúmlega 504 millj- óna króna, yrði rift. Þá var Karl krafinn um rúmlega 418 milljónir króna. Hér- aðsdómur taldi hins vegar að frestur til málshöfðunar hafi verið runninn út þegar þrotabú Milestone höfðaði mál- ið 9. nóvember í fyrra. Málinu var því vísað frá dómi. Milestone á rætur sínar að rekja til þess að Werner Rasmusson apótekari greiddi börnunum sínum fimm fyrir- framgreiddan arf árið 1999. Þrjú þeirra stofnuðu síðar Milestone, þau Karl, Steingrímur og Ingunn. Milestone byrjaði á að kaupa nokkur apótek árið 2004. Árið 2005 keypti félagið svo meirihluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Þá má segja að stórveldistíð Milestone hefjist. Í lok árs 2006 stofnaði Milestone svo fjárfestingabankann Askar Capi- tal sem opnaði skrifstofur víða um lönd og átti hann að verða einn stærsti banki sinnar tegundar í Evrópu. Þegar Glitnir var yfirtekinn haustið 2008 má segja að dagar félagsins hafi verið tald- ir því Milestone hafði átt fimm pró- senta hlut í bankanum. jonbjarki@dv.is Sleppur Karl Wernersson þarf ekki að reiða fram 504 milljónir króna eins og Milestone krafðist. Mörg hundruð kindur svelta á stórhóli Vanhirða Ábúendur á Stórhóli í Álftafirði og Hraunkoti í Hornafirði hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald. MynD úr Safni Kúlulánamenn w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 9.–10. nóvember 2011 miðvikudagur/fimmtudagur 12 9 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Sloppin Þorgerður og KriStján halda húSinu Sakar Siv um lygar Þorsteinn Húnbogason leitar sannana 8 n 1.900 milljóna kúlulán hverfur n Kristján heldur 48 milljóna arði n Samt ekki ábyrgur fyrir láninu n Starfsmenn Kaupþings halda arðgreiðslum af hlutabréfum Hreiðar Már Slitastjórnin getur ekki sótt á hann Sigurður Einarsson Heldur arðgreiðslu Ingvar Vilhjálmsson Ekki fordæmisgefandi Vildu ekki að Guðrún Ebba færi í meðferð 10–11 Veldu bestu dekkin Vann fyrir sér með dansi Baltasar Kormákur Gæðakönnun á vetrardekkjum 14–15 22 Mörg hundruð kindur svelta á Stórhóli n Ábúendur aftur kærðir n Nágrannar hafa áhyggjur Lögregla innsiglar Grand Spa „Mjög hissa á þessu,“ segir eigandinn 3 2–3 4 Viðbrögð fjölskyldu fordæmd 1 2 3 A llt að 70 prósenta verðmun­ ur verður á flugi til og frá Ís­ landi þegar EasyJet hefur flug til Íslands á næsta ári. Þá verður ódýrara að skella sér í helgarferð til London en að fljúga til Akureyrar. „Því meiri sam­ keppni því betra,“ segir lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. Auðveldara að komast frá landinu EasyJet hefur sent frá sér tilkynn­ ingu um að félagið muni hefja flug til landsins í mars á næsta ári. Flog­ ið verður þrisvar í viku; þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga og stefnt er að því að fljúga allt árið um kring. Flug fram og til baka mun kosta tæp­ ar ellefu þúsund krónur, eða 58,81 pund en skattar og gjöld eru innifal­ in. Með þessari viðbót við má segja að veruleg samkeppni sé komin í flugsamgöngum og geri landsmönn­ um kleift að komast til og frá landinu á ódýrari máta. „Öll samkeppni er fagnaðar- efni“ „Það er fagnaðarefni almennt að fleiri flugfélög hafa áhuga á að fljúga til Íslands,“ segir Árni Gunn­ arsson, stjórnarformaður Samtaka ferðaiðnaðarins, spurður um við­ brögð  við tilkynningu flugfélagins. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög­ fræðingur hjá Neytendasamtök­ unum, tekur í sama streng og seg­ ir að öll samkeppni hljóti að vera fagnaðarefni. „Flugsamgöngur eru okkur Íslendingum gífurlega mik­ ilvægar og við komumst ekki frá landinu án þeirra.“ Hún segir þó að erfitt sé að segja til um hvernig þetta muni þróast, hve tíðar flug­ ferðirnar verði, hvernig þjónustu EasyJet muni bjóða og hvort um byrjunartilboð sé að ræða. „Við eig­ um eftir að sjá hvernig þetta fellur að þörfum Íslendinga en þetta hlýt­ ur að vera jákvætt.“ Dýrara að fljúga til Akureyrar Með tilkomu EasyJet má einnig ætla að sólarlandaferðir landans geti orðið ódýrari kostur. Marg­ ir hafa notfært sér ódýrari sólar­ landapakka hjá erlendum ferða­ skrifstofum en það hefur þó alltaf kostað töluverðan pening að fljúga til og frá landinu. Nú ætti slíkt að verða enn ódýrari kostur fyrir Ís­ lendinga. Til gamans má benda á að flug frá Reykjavík norður til Akureyrar í lok maí kostar 21.704 krónur báðar leiðir og því verður mun ódýrara að fljúga til London með EasyJet en að fljúga innanlands. Mikill verðmunur Samanburður á ferðum með Easy­ Jet, Icelandair og Iceland Express leiðir í ljós að langódýrast er að kaupa miða hjá EasyJet. DV setti inn eftirfarandi bókanir og miðast þær við bókunardaginn 10.11.2011 og gengi þess dags. Einnig skal tek­ ið fram að þegar um tengiflug er að ræða hjá EasyJet var ekki tekið tillit til þess hvort flugferðir pöss­ uðu saman. Það þarf því að hafa það í huga að ef flugferðirnar passa ekki gætu farþegar þurft að kaupa gistingu í London. Einungis voru fundin lægstu verðin í kringum mánaðamótin maí og júní. Eins skal tekið fram að EasyJet rukk­ ar aukalega fyrir farangur en fyr­ ir eina tösku þarf að greiða rúmar 5.000 krónur sem bætast við verðin sem hér eru gefin. Hafa má í huga að líklegt verður að teljast að ís­ lensku flugfélögin lækki sín verð til að mæta samkeppni EasyJet. EasyJet allt að 70 prósentum ódýrara n EasyJet kynnir flug til Íslands n Opnar nýja og ódýra ferðamöguleika fyrir Íslendinga n Innanlandsflug er dýrara en flug til London EasyJet Flugfélagið mun bjóða upp á flugmiða til London á um það bil 6.000 krónur. n Flugfélagið á heimahöfn á Luton-flug- velli í Bretlandi og mun félagið fljúga frá Keflavík og til Luton. Flugvöllurinn er í um það bil 25 mínútna lestarferð frá London og frá honum flýgur EasyJet til 36 annarra áfangastaða í Evrópu og Mið-Austurlönd- um. Flugfélagið er einnig með starfsemi á Gatwick og Stanstead og flýgur þaðan til ríflega 120 áfangastaða. Miðasala er nú þegar hafin en EasyJet mun hefja flug frá Íslandi 27. mars næstkomandi. Félagið var stofnað árið 1995 af Sir Stelios Haji-Ioannou en það hefur verið leiðandi á markaði lággjaldaflugfélaga. Félagið er næststærsta lággjaldaflugfélag í heimi á eftir írska félaginu Ryanair. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Berlín í byrjun júní Icelandair: 74.830 kr. Iceland Express: 66.730 kr. EasyJet: 22.400 kr. (KEfLAvÍK-LutOn-BErLÍn) Alicante tvær viku í lok maí/byrjun júní Icelandair: 71.220 kr. (BEInt fLug) Iceland Express: 59.730 kr. (BEInt fLug) EasyJet: 36.867 kr. (KEfLAvÍK-LutOn-ALIcAntE) London Helgarferð í lok maí/byrjun júní Icelandair: 39.240 kr. Iceland Express: 36.230 kr. EasyJet: 12.004 kr. Staðreyndir um EasyJet Borgar 150 milljónir Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi eigandi Vífilfells, hætti, tveimur dögum fyrir dómshald í Hæstarétti, við að áfrýja máli gegn Landsbank­ anum vegna sjálfsábyrgðar á víxli sem hann hafði skrifað undir. Þor­ steinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu til að greiða 150 milljónir vegna víxilsins. Hann skaut málinu til Hæstaréttar, en fór svo fram á að málið yrði fellt niður. Þetta þýðir að dómur héraðsdóms stendur og Þorsteinn mun þurfa að greiða Landsbankanum 150 millj­ ónir króna með vöxtum auk þess sem hann greiðir 400 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Rann á döðlu en fær ekki bætur Hæstiréttur sýknaði Haga hf., sem meðal annars reka Hagkaupsverslan­ irnar, af því að bera skaðabótaábyrgð á slysi sem varð í Hagkaupsverslun á Eiðistorgi árið 2005. Kona sem var viðskiptavin­ ur í versluninni rann þá á döðlu sem var á gólfinu við ávaxtaborð og slasaðist. Konan var óvinnufær í um 10 daga á eftir. Hún sagðist fyrir dómi enn finna fyrir afleiðingum slyssins og hafa orðið fyrir talsverðu tjóni og óþægindum vegna þess. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu konunnar en Hæstiréttur metur málið sem óhapp og það sé ekki hægt að rekja til van­ rækslu starfsmanna búðarinnar, held­ ur verði að telja að um óhappatilviljun sé að ræða. „Dirty Night“ Kópavogsbær íhugar að kæra til lögreglu skemmtistaðinn Players og skipuleggjendur samkomu með klámfengnu ívafi, sem fyrir­ huguð er á staðnum um helgina. Í auglýsingu stendur að til standi að halda „Dirty Night“. Með fylgja myndir af fáklæddum konum og karlmönnum sem drekka áfengi af líkömum þeirra. Skemmtunin sjálf brýtur ekki í bága við lög um skemmtanahald og því ekki hægt að stöðva hana. Bærinn íhugar að kæra auglýsinguna, sem nú hefur verið fjarlægð af vefnum, til lög­ reglu fyrir brot á jafnréttislögum. Þeir telja að aug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.