Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 11.–13. nóvember VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kanarí í vetur Síðustu sætin! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 5 71 46 1 1/ 11 Verð frá 124.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 21 nótt 29. nóv. - 20. des. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 134.900 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð 72.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Flugsæti Flug fram og til baka *Verð án Vildarpunkta 82.900 kr. Innifalið: flug og flugvallarskattar 29. nóvember Beint flug með Icelandair Aðeins hjá VITA Úrval gististaða í boði. bankans á einu ári. Engir stjórnendur bankanna tveggja voru sektaðir pers- ónulega eða sóttir til saka í málunum. Samanburðurinn við Íslands Hér ber að setja þessa þróun í Banda- ríkjunum í samhengi við íslenska efnahagshrunið. Vegna þess að ís- lenska ríkisstjórnin ákvað að reyna ekki að bjarga íslenska bankakerfinu – sem einungis hefði verið hægt með stórfelldum lántökum hjá erlendum aðilum, eins og til dæmis með Rússal- áninu fræga og eða láni frá J.P. Morgan sem var til umræðu – hefur uppgjör- ið við hrunið hér á landi verið með allt öðrum hætti en í Bandaríkjun- um. Hagsmunir íslenska ríkisvaldsins og fyrrverandi eigenda og stjórnenda Glitnis, Kaupþings og Landsbankans fóru ekki saman vegna þess að ákveð- ið var að reyna ekki að bjarga banka- kerfinu með öllum mögulegum ráð- um. Ákveðið var að stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu og losuðu nýju bankarnir sig við flesta af æðstu stjórnendum gömlu bankanna. Í kjölfarið á þessu var ákveðið að fara í uppgjör við árin fyrir hrunið þar sem markmiðið var að snúa við sem flestum steinum. Helstu afleiðingarn- ar af þessari hugsun stjórnvalda á Ís- landi voru stofnun embættis sérstaks saksóknara, ákæruvalds sem er ætl- að að gera upp við glæpi í hruninu, og útgáfa skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Ein afleiðingum þessara aðgerða eru hugtök eins og „Nýja Ís- land“ og „Gamla Ísland“ sem gjarnan eru notuð í opinberri umræðu hér á landi. Inntakið í hugsuninni á bak við þessi hugtök er að íslenska efnahags- hrunið eigi að marka mikil skil í Ís- landssögunni á milli einhvers sem var vont og spillt og þess sem er betra og gegnsærra. Hagsmunir hins opinbera Fyrir vikið liggur fyrir greinargóð heimild, þó hún sé vitanlega ekki lýta- laus, um ástæður og aðdraganda ís- lenska efnahagshrunsins sem kost- uð var með skattfé almennings og sem allir íbúar í landinu geta nálgast og glöggvað sig á til að leita svara við spurningum um ástæður hrunsins. Önnur afleiðing er sú að meira en 200 mál eru nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og tengjast meira en 100 þeirra bankahruninu. Tvær ákærur hafa verið gefnar út frá því embættið var stofnað og leiddi önnur þeirra til sektar í undirrétti, mál Bald- urs Guðlaugssonar, en hin til sýknu, Exeter Holdings-málið. Báðum mál- unum hefur verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Þá liggur fyrir að búist er við rannsóknarlokum í tíu málum fyr- ir lok þessa árs og má ætla að gefnar verði út ákærur í einhverjum þeirra. Með öðrum orðum má segja að ein af afleiðingum þess að ekki var ákveð- ið að bjarga íslensku bönkunum með fjárveitingum frá hinu opinbera um haustið 2008, líkt og gert var í Banda- ríkjunum, er að hér á landi fer nú fram alvöru uppgjör við orsakir og lögbrot íslenska efnahagshrunsins. Slíkt upp- gjör fer ekki fram í Bandaríkjunum þó svo að líklegt sé að þeir glæpir sem framdir voru í bankakerfinu þar séu stærri og alvarlegri en hér á landi auk þess sem þeir höfðu víðtækari afleið- ingar fyrir fleira fólk og fleiri þjóðríki. Í skötulíki Ástæðan er sú að það þjónar ekki hagsmunum hins opinbera í Banda- ríkjunum að snúa við öllum steinum í rannsóknum sínum á bönkunum sem ríkisvaldið þar í landi hefur átt þátt í að bjarga með himinháum fjárveit- ingum. Málaferli gegn lykilstjórnend- um fjármálafyrirtækja eins og Gold- man Sachs, Citibank og J.P. Morgan gætu haft neikvæðar afleiðingar fyrir þessi fyrirtæki og þar með unnið gegn þeim björgunaraðgerðum sem stjórn Bandaríkjanna hefur farið í eftir efna- hagskrísuna árið 2008. Ein af afleið- ingunum af þessum skorti á uppgjöri í Bandaríkjunum er til dæmis að öllum líkindum þau mótmæli sem við höf- um orðið vitni að upp á síðkastið í fjár- málahverfinu í New York, Wall Street. Algert uppgjör við efnahagskrísuna í Bandaríkjunum er því andstætt þeirri leið sem farin var þegar bankakerfinu þar í landi var bjargað með skattfé. Þess vegna er að mörgu leyti heppi- legra fyrir Bandaríkjamenn að horfa fram á veginn frekar en að gera upp við lögbrotin í aðdraganda efnahags- krísunnar þar í landi. Hvað ef? Ef íslenska ríkistjórnin hefði reynt að fara í björgunaraðgerðir svipaðar þeim sem Bandaríkjastjórn fór í má ætla að uppgjörið við efnahagshrunið væri svipað hér á landi – reyndar mynd- um við þá varla tala um efnahagshrun heldur frekar efnahagskrísu – og í Bandaríkjunum. Sömu lykilstjórnend- ur væru þá að einhverju leyti ennþá í bönkunum og hið opinbera hefði ekki talið sig hafa eins mikinn hag að því að uppgjör við árin 2003 til 2008 færi fram. Ríkið væri auk þess skuldsett- ara en það er vegna þeirra lána sem það hefði þurft að taka til að bjarga ís- lensku bönkunum frá falli. Þar að auki, líkt og höfundar greinarinnar í New York Review of Books benda á í tilfelli Bandaríkjanna, er ekki gefið að stór- felldar björgunaraðgerðir á íslensku bönkunum haustið 2008 hefðu bjarg- að þeim til langframa. Hruni þeirra hefði hugsanlega aðeins verið frestað. Uppgjörið við árin 2003 og 2008 væri í skötulíki og félagsleg óánægja hér á landi væri meiri fyrir vikið. Fátt hefði breyst og við hefðum lítið sem ekkert lært af hruninu – kannski höfum við ekki lært mikið af því en þeim mun meiri upplýsingar sem koma fram þeim mun meiri líkur eru á því að hér verði byggt upp heilbrigðara fjármála- kerfi í framtíðinni. Lesandi getur velt því fyrir sér, meðal annars í ljósi þessa, hvort sú leið sem var farin – að reyna ekki allar mögulegar leiðir til að bjarga íslensku bönkunum – hafi verið heppileg eða ekki. Mikilvægi uppgjörs Í lok greinar sinnar í The New York Review of Books segja þeir Madrick og Partnoy að það sé mikilvægt fyrir bandarískt samfélag að þeir fjármála- menn sem frömdu lögbrot fyrir efna- hagskrísuna 2008 verði sóttir til saka. Þeir segja að þetta sé mikilvægt til að almenningur haldi áfram að treysta bankakerfinu og bankamönnum. „Ef fjármálafyrirtæki á Wall Street verða ekki sótt til saka fyrir stórfelld fjár- málamisferli mun tortryggni almenn- ings út af stefnu stjórnvalda í Wash- ington í garð bankamanna aðeins aukast, sem og vantrú fólks á að hægt sé að koma lögum yfir þá sem eru auðugir og valdamiklir.“ Hér á Íslandi er líklegt að þessi gagnrýni eigi ekki við, líkt og í Banda- ríkjunum, vegna þess að líklegt er einhverjir af þekktustu fjármála- og bankamönnum landsins verði sótt- ir til saka fyrir þau lögbrot sem þeir frömdu í aðdraganda og eftir ís- lenska efnahagshrunið. Það ferli hef- ur nú þegar hafist hér á landi, öfugt við í Bandaríkjunum, og fleiri ákærur munu líta dagsins ljós fyrir lok þessa árs. n Ólík uppgjör Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, er fyrsti einstaklingurinn sem er dæmdur fyrir lögbrot í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað eftir hrunið. Angelo Mozilo er einn af þeim fjármálamönnum í Bandaríkjunum sem verið hefur til rannsóknar fyrir fjármálamisferli. Hann slapp frá málinu með greiðslu sektar. Þ ingfesting í máli Agné Krata- viciuté var í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Ágne var viðstödd þinghaldið ásamt verjanda sínum. Hún naut aðstoðar túlks sem túlkaði fyrir hana ákæruna á litháísku. Samkvæmt ákæru lést barnið af völdum kyrking- ar. Þegar dómari spurði Agné hvort hún væri sek eða saklaus af ákærulið- um brotnaði hún saman og sagði: „Ég er ekki sammála þessu, því ég drap barnið ekki.“ Hún neitar því sök. Lést af völdum kyrkingar Ákæran á hendur Agné varpar ljósi á þá hrikalegu atburði sem áttu sér stað í júlí þegar fullborið sveinbarn fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón á Laugavegi. Ljóst er að barnið fæddist lifandi og er Agné ákærð fyrir mann- dráp með því að hafa veitt drengnum tvo skurðáverka á andlit með bitvopni og banað honum síðan með því að þrengja að hálsi hans uns hann lést. Drengurinn fannst eftir að barnsfaðir Agné og fyrrverandi kærasti hafði far- ið með hana á sjúkrahús vegna mik- illa blæðinga. Þar var læknum ljóst að skömmu áður hafði Agné alið barn. Sjálf þrætti hún fyrir það og sam- kvæmt heimildum DV hélt hún því til streitu þar til rannsókn málsins var á lokastigi. Svo virðist sem enginn hafi vitað að Agné var barnshafandi og óljóst er hvort hún hafi verið meðvit- uð um það sjálf. Hún hafði verið við vinnu á hótelinu þennan dag, þeg- ar hún kvartaði undan kviðverkjum og fæddi síðar barnið ein og óstudd í einu af herbergjum hótelsins. Farið fram á annað geðmat Agné var klædd í dúnúlpu og galla- buxur og sat niðurlút við hlið verj- anda síns. Hún er 22 ára, ungleg útlits og með heiðblá augu. Vera blaða- manna í dómsalnum virtist trufla hana og sagði túlkur hennar við dóm- ara að Agné vildi vita hvaða konur þetta væru sem sátu í salnum. Dómi svaraði að þinghaldið væri opið og ekki þyrfti að upplýsa hana um það. Verjandi Agné fer fram á að gert gert verði geðmat á henni af dóm- kvöddum matsmanni, en Agné var úrskurðuð til að sæta geðrannsókn við rannsókn málsins og komst sá matsmaður að þeirri niðurstöðu að Agné sé sakhæf. Hann fer einnig fram á að þinghaldið verði lokað en dómari hefur ekki tekið afstöðu til þess. Agné er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Ef hún hún verður fundin sek um manndráp af ásetningi á hún yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. n Verjandi fer fram á geðmat á Agné n Brotnaði saman í dómssal Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Ég drap barnið ekki“ Neitar sök Agné Krataviciuté huldi andlit sitt þegar hún mætti í dóms- sal á fimmtudag. MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.