Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 24
E f þú nennir ekki – eða hefur ekki tíma til – að lesa 2.000 bls. Í 9 bindum Rannsóknar- nefndar Alþingis til að skilja, hvers vegna Ísland hrundi, eins og hendi væri veifað úr fjórða sæti ríkustu þjóða heims niður í stöðu langlegusjúklings í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), þjakað af skuldum, atvinnuleysi og landflótta – þá er þetta tilvalin bók handa þér. Hér hefur þú söguna alla í hnotskurn á 238 blaðsíðum og á ensku í kaupbæti. Þetta er m.ö.o. til- valin jólagjöf handa vinum og ætt- ingjum í útlöndum, ekki síst handa þeim, sem flúið hafa landið og eru enn að reyna að átta sig á því, fyrir hverju þeir urðu. Þessi bók er sérstök í vaxandi flóru hrunbókmennta. Flestar hinar lýsa hruninu utan frá og eftir á. Ekki þessi. Hún segir söguna, eins og hún gerðist, innan frá, eins og höfundur- inn fylgdist með atburðarásinni sem víxlari á Kauphöllinni. Hann lýsir aðdraganda hrunsins og eftirköstum með vísan til eigin reynslu og út frá kynnum af fólki, sem sjálft tók þátt í hrunadansinum. Hvernig þeir rændu þá innan frá Þetta er þarna allt saman. Hverjir einkavæddu fiskinn í sjónum og keyptu sér með því pólitískan stuðn- ing á landsbyggðinni? Og fjármögn- uðu í upphafi ofvöxt bankanna, ásamt hinum verðtryggðu lífeyris- sjóðum, eftir að formenn helminga- skiptaflokkanna höfðu einkavina- vætt ríkisbankana í hendurnar á pólitískum skjólstæðingum sínum. Sagan af því, hvernig hinir nýju eig- endur bankanna rændu þá innan frá, með því að ausa út veðlausum lánum til eigin fyrirtækja og vensla- manna, er rækilega tíunduð. Höfundurinn lýsir því vel, hvern- ig bankarnir voru að lokum afhjúp- aðir sem dæmigerð Ponzi-féfletting. Um leið og erlenda lánardrottna fór að gruna, hvernig allt var í pottinn búið, og hættu þar með að endur- fjármagna skuldasúpuna, var spila- borgin hrunin. Þegar upp var staðið, í október 2008, höfðu útlendingar tapað u.þ.b. 50 milljörðum doll- ara á ævintýrinu. Gjaldþrot íslensku bankanna þriggja nær inn á listann yfir 11 stærstu gjaldþrot fjármálasög- unnar. Persónulegt gjaldþrot Björg- ólfs Guðmundssonar er ekki bara Íslandsmet – það nær því að vera Bretlandsmet, þar sem Lundúna- borg er ein helsta fjármálamiðstöð heimsins enn í dag. Skv. Moody's var gjaldþrot íslensku bankanna „96% af öllum gjaldþrotum í Evrópu á árinu 2008“. Er nema von, að forseti lýð- veldisins skyldi hafa haft þessa snill- inga í hávegum? Vegir réttvísinnar órannsakanlegir Listinn yfir brot íslensku bankster- anna á reglum, skráðum jafnt sem óskráðum, sem gilda um stjórnun og áhættustýringu í rekstri fjármála- fyrirtækja, er langur. Allar meirihátt- ar viðskiptaákvarðanir voru teknar á grundvelli „innherja-vitneskju“ og markaðsmisnotkun – sýndarvið- skipti til að halda uppi verði hluta- bréfa og bókhaldshagræðing „virtra endurskoðenda“ í sama skyni – var regla fremur en undantekning. Í Bandaríkjunum – háborg hins eftir- litslausa ránfengs-kapítalisma – er rökstuddur grunur um afbrot af þessu tagi næg ástæða til tafarlausr- ar ákæru og nauðungarvistunar á bak við lás og slá. Og eignir slíkra manna eru þegar í stað „frystar“, hvar sem til þeirra næst. – Á Íslandi hefur ein undirtylla í ráðuneyti verið sakfelld. Vegir réttvísinnar virðast vera órannsakanlegir, rétt eins og vegir drottins. Hvað varð um alla þessa pen- inga – heyrir maður oft spurt. Skyldi hinn sérstaki saksóknari, sem á að stýra leitinni, renna á þá slóð, áður en yfir lýkur? Tæpir tveir milljarðar evra voru greiddir út í arð til eig- enda bankanna á árunum 2002– 2008. Eitthvað af Landsbankaþýf- inu, sem kennt er við Icesave, er að sögn kunnugra að finna í grunn- inum á Hörpu. Annars má trúlega rekja slóðina um skattaparadísir gegnum Lúxemborg til Sviss, arab- ísku furstadæmanna (þar sem búa vinir Kaupþingsmanna) og til Asíu (Hong Kong, Singapúr og Malasíu). Mbl. taldi sig vita (í feb. 2009) af inn- eignum Íslendinga í nokkrum skat- taparadísum að upphæð 437 millj- ónir evra árið 2007, 50 sinnum meira en fimm árum áður. Ábyrgir þingmenn sitja enn Sama ár er talið, að fjármuna- eign Íslendinga í Hollandi og Lúxemborg hafi numið 6,14 milljörðum evra. Mbl. hefur líka upplýst, að dótturfyrirtæki íslenskra banka í Lúxemborg hafi stofnað hundruð eignar- haldsfélaga á eynni Tortólu fyrir íslenska skjólstæðinga. Vitað er, að Kýpur og eyjan Mön voru eft- irsóttir felustaðir fyrir illa fengið fé íslenskra fjárplógsmanna (vitað er um 58 skúffufélög af þessu tagi á Kýpur og 78 á Mön). Alla vega er ekki vitað til þess, að neinn hinna íslensku fjármála- snillinga, sem skildu eftir sig 120 milljarða skuld, handa erlend- um lánardrottnum og íslensk- um skattgreiðendum að greiða á næstu árum, séu á flæðiskeri staddir. Og hvað er að frétta af stjórn- málamönnunum, sem áttu að gæta hagsmuna almennings á áratugnum fyrir hrun, en ýmist sofnuðu á verð- inum eða voru beinlínis á mála hjá fjárglæframönnunum og hvöttu þá til dáða? Einn situr á ritstjórastóli Morgunblaðsins í skjóli kvótaauðs- ins, þar sem hann sýslar við þá iðju að falsa söguna frá degi til dags. Annar situr úti í Kaupmannahöfn, sem Íslendingar trúðu forðum daga, að væri byggð fyrir arðinn af íslensku einokunarversluninni – í skjóli Nor- ræna ráðherraráðsins. Sá þriðji situr á Bessastöðum og stefnir á fimmta kjörtímabilið sem forseti lýðveldis- ins. Alþingi taldi sér sæma að stefna einum þeirra – fyrrverandi forsætis- ráðherra – fyrir landsdóm, en hlífa öllum hinum, sem sannanlega áttu hlut að máli. Á Alþingi sitja enn fjöl- margir þingmenn, sem bera sinn hlut hinnar pólitísku ábyrgðar á því, hvernig fór, og greiddu þar atkvæði um að velta þeirri ábyrgð yfir á einn mann. Ábyrgð skipstjórans á strandi skips er vissulega mikil. En í því til- viki eru alla vega haldin sjópróf, þar sem enginn er fyrirfram undanþeg- inn ábyrgð. Svo skyldi engan undra, að Alþingi er rúið trausti. Peningarnir tóku völdin Hvað með stjórnmálaflokkana, sem báru höfuðábyrgð á hruninu? Þeir hafa skipt um ásýnd forystu- manna, en forðast eins og heitan eldinn að gera upp við afglöp for- tíðarinnar. Þeir bjóða upp á nýja menn til forystu, sem báðir eru í nánum tengslum við viðskiptaklík- urnar, sem leiddu Ísland í glötun. Og það er einmitt þarna, sem hundur- inn liggur grafinn. Krossvenslin voru ekki bara milli helstu viðskiptaklíkn- anna innbyrðis, heldur milli þeirra og forystu „helmingaskiptaflokk- anna“ – Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins. Fyrst var það pólitíkin, sem úthlutaði gæðunum til skjól- stæðinga sinna í viðskiptalífinu. En á örskotsstundu reis skepnan gegn skapara sínum. Peningarnir tóku völdin og stjórnmálamenn og flokkar voru á mála viðskiptajöfranna. Þannig þáði t.d. Sjálfstæðisflokkurinn 60 millj- ónir í kosningasjóð sinn frá Lands- bankanum og FL Group, nokkrum dögum áður en ný lög tóku gildi, sem bönnuðu framlög til stjórn- málaflokka hærri en 300 þúsund. Og þeir eru ófáir stjórnmálamenn- irnir, sem áttu pólitískt líf sitt undir pólitískum styrkjum ólígarkanna. Einstaka þingmenn hafa horfið af þingi við smán, en flestir þeirra, sem helst komu við þessa sögu, sitja sem fastast. Sumir hafa þegar náð endur- kjöri, eins og ekkert væri við þá að sakast. Það segir reyndar meira um kjósendur þeirra en þá sjálfa. Og svarar um leið hinni spurningunni um, hvort almenningur hafi lært eitthvað af hruninu. Finnur líklega sá fyrsti S-hópurinn, sem réð yfir leifun- um af viðskiptaveldi SÍS, nýtti sér valdastöðu Framsóknarflokksins 1995–2007 til að tryggja sinn hlut í helmingaskiptunum (Búnaðarbank- inn-Kaupþing, Samvinnutryggingar- VÍS, fyrir utan þeirra hlut í gjafa- kvótum sjávarútvegsins). Helstu tengiliðirnar voru Finnur Ingólfs- son, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson í Samskipum. Finnur nýtur líklega þess vafasama heiðurs að vera fyrsti stjórnmálamaðurinn, sem nýtti sér pólitísk tengsl sín til þess að verða auðkýfingur á mælikvarða hinnar nýríku forréttindastéttar, sem varð til upp úr einkavinavæð- ingunni. Bókarhöfundur lýsir því vel, hvað var í húfi við að tryggja S- hópnum yfirráðin yfir Kaupþingi (bls. 45): „Eins og vænta mátti var gróða- vonin mikil. Markaðsvirði Kaup- þings- Búnaðarbanka sameiginlega var um 500 milljónir evra í janú- ar 2003. Tíu mánuðum síðar hafði markaðsvirðið náð 910 milljónum, sem þýðir að S-hópurinn hafði grætt því sem næst 10 milljónir evra á mánuði, frá því að þeir komust yfir bankann.“ Samtvinnun stjórnmála og bissness Á bls. 163 er tafla, sem lýsir vel tengslum Sjálfstæðisflokksins og Landsbankans í aðdraganda hruns- ins. Sagan sú byrjar með því, að for- maður Sjálfstæðisflokksins á stóli forsætisráðherra tryggði Björg- ólfum yfirráð yfir Landsbankanum og áskildi sér í leiðinni, að „talsam- bandið við flokkinn“ væri óslitið, eins og Styrmir Gunnarsson orðaði það. Þessu til staðfestingar var fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og helsti fjáraflamaður í aldarfjórðung, Kjartan Gunnarsson – annar nán- asti samstarfsmaður formannsins – gerður að varaformanni bankaráðs- ins og næstráðandi með Björgólfi. Listi yfir helstu stjórnendur Landsbankans, eins og hann leit út daginn sem bankinn fór á hausinn, er nánast samhljóða skrá yfir fyrr- verandi formenn eða stjórnarmenn Heimdallar, SUS, Vöku og Orators (en þessi félög mynda hina hefð- bundnu útungunarvél „apparatsíka“ Flokksins) og aðstoðar- og vensla- menn ráðherra Flokksins. Sérstaka athygli vekur, að fyrrverandi að- stoðarmaður Geirs Haarde og for- maður SUS stýrði markaðssetningu Icesave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi (og hafði í undirbúningi að opna útibú í ellefu löndum, en féll á tíma), auk þess sem einn vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins var honum til aðstoðar við þetta verk- efni. Sjálfur var aðalbankastjórinn (þessi sem lýsti Icesave sem „tærri snilld“), gamall stjórnarmaður í Vöku, ásamt með sjálfum forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Það er leitun að skýrari dæmum um samtvinn- un stjórnmála og bissness, þar sem stjórnmálamennirnir eru á mála hjá viðskiptaforkólfunum, en einmitt þessu. Frændhygli, klíkukapítalismi, pólitísk spilling. „The old scool tie“ kemur víðar við sögu en í stássstof- um bresku yfirstéttarinnar. Icesave-reikningurinn til Valhallar Það er varla von, að Fjármálaeftir- litið hafi gengið hart eftir því, að Icesave-reikningarnir yrðu reknir í formi dótturfélags (en ekki útibúa) á ábyrgð tryggingarsjóða viðkomandi landa – en ef svo hefði verið, væru engir Icesave-reikningar á borðum íslenskra skattgreiðenda. Það er því engan veginn út í hött að leggja það til – ef og þegar Icesave-reikningarn- ir berast – að senda þá rakleitt upp í Valhöll til greiðslu. Þaðan komu þeir og þangað ætti að senda þá. Hafa Íslendingar lært eitthvað af óförum sínum? Hefur eitthvað breyst, sem máli skiptir, sem tekur á orsökum vandans, fremur en bara afleiðingunum? Hafa þeir sem sannanlega báru pólitíska ábyrgð á óförum þjóðarinnar, viðurkennt sína sök? Er búið að koma lögum yfir fjárglæframennina? Eða eru þeir flestir enn á sínum stað – þótt sumir kjósi að láta lítið fyrir sér fara í bili – og bíða færis? Lesendur geta sjálfir svarað þessum spurningum út frá eigin reynslu. En sýna ekki endur- teknar skoðanakannanir, að Sjálf- stæðis-Framsóknarflokkurinn, fengi hreinan meirihluta á Alþingi, ef kosið yrði á morgun? Segir það ekki allt, sem segja þarf? Verður Íslands óhamingju allt að vopni? Niðurstaða: Saga hrunsins sögð á mannamáli, eins og höfundur upp- lifði hana sjálfur sem verðbréfasali. Upplýsandi og lærdómsrík bók, auðlesin og spennandi, enda efnið reifarakennt. Tilvalin jólagjöf handa vinum og vandamönnum í útlönd- um – líka handa þeim sem flúið hafa land. 24 | Umræða 11.–13. nóvember Helgarblað Aðsent Jón Baldvin Hannibalsson Afhjúpun Stýrðu banka Listi yfir helstu stjórnendur Landsbankans, eins og hann leit út daginn sem bankinn fór á hausinn, er nánast samhljóða skrá yfir fyrrverandi formenn eða stjórnarmenn Heimdallar, SUS, Vöku og Orators og aðstoðar- og venslamenn ráðherra Flokksins. „Peningarnir tóku völdin og stjórnmálamenn og flokkar voru á mála viðskiptajöfranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.