Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 52
S pjaldtölvur hafa rutt sér til rúms hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Tvær tölv- ur standa framar öðr- um – iPad frá Apple og Galaxy Tab frá Samsung. Tölvurnar eru að mörgu leyti líkar – til dæm- is í útliti – en á annan hátt varla samanburðarhæfar. Apple hef- ur hingað til verið algjörlega leiðandi á spjaldtölvumark- aðinum en fyrsta útgáfa iPad- tölvunnar var fyrsta spjald- tölvan sem naut vinsælda á almennum markaði. Suður- kóreska tæknifyrirtækið Sam- sung hefur fylgt Apple fast á eft- ir en mikið stríð geisar á milli fyrirtækjanna, sem berjast fyrir dómstólum beggja vegna Atl- antshafsins vegna ýmissa mála er varða vörur fyrirtækjanna. Með forskot á pappírum Á pappírum hefur Galaxy Tab forskot á iPad. Tölvan er með stærri og betri skjá, meira vinnsluminni, betri mynda- vélar og er léttari. Galaxy Tab er þægileg að mörgu leyti og er gott að nota hana. Tölv- an keyrir á Android 3, sem gengur jafnan undir nafninu Honey comb, en það var sér- staklega hannað með spjald- tölvur í huga. IPad keyrir hins vegar á iOS 5-stýrikerfinu frá Apple sem notað er fyrir öll snjalltæki bandaríska tækni- fyrirtækisins. Android er opn- ara og getur hver sem er – jafn- vel þótt hann hafi ekki tilskilda þekkingu – fiktað í grunnin- um á stýrikerfinu sjálfu. Það er hins vegar ekki jafn auðvelt með iOS. Það er hægt en það er ólöglegt. Þægilegt að vafra Tölvurnar eru báðar mjög þægilegar til að vafra á net- inu. Galaxy Tab er samt aðeins þægilegri en innbyggður vafri tölvunnar, Chrome frá Google, er aðeins þægilegri en Saf- ari-vafrinn sem er innbyggð- ur í iPad. Það er þá ekki held- ur hægt að skoða flash í iPad en það er hægt með hjálp smá- forrits í Galaxy Tab. Stærstu ís- lensku vefmiðlarnir eru hins vegar farnir að sýna myndbönd með HTML5-tækni en hún virkar óaðfinnanlega í iPad. Eftir að hafa flakkað aðeins um netið á báðum tölvunum virðist vera meira í boði af sér- hæfðum lausnum fyrir iPad en Galaxy Tab. Með sérhæfðum lausnum á ég við smáforrit sem leysa heimasíður af hólmi. Það er þó til ógrynni af slíkum lausn- um fyrir Android-stýrikerfið líka, og þar af leiðandi fyrir Ga- laxy Tab. Hægari en iPad-tölvan Þeir sem prófa tölvurnar kom- ast fljótt að sömu niðurstöðu og ég – iPad er talsvert liprari en Galaxy Tab. Tölvan er líka kannski aðeins einfaldari en Galaxy Tab en skjáborðið á iPad er aðeins með flýtileiðum inn í forrit en sýnir ekki brot úr for- ritunum eða efni sem hægt er að sækja í gegnum þau eins og hægt er að láta forrit gera í Gal- axy Tab. Leikir og forrit í Gal axy Tab eru hins vegar alls ekki hæg eða svifasein og virðist sem þetta eigi bara við um skjáborð- in. Þegar komið er inn í ein- staka forrit er tölvan ekki eftir- bátur iPad varðandi hraða. Svipaðar tölvur á mismunandi verði Tölvurnar eru að mörgu leyti sambærilegar. Apple leggur meira upp úr einfaldleika en krafti og getu á meðan Sam- sung virðist leggja meira upp úr fjölbreytileika og opnu um- hverfi. Það er þó talsverður verðmunur á tölvunum. Sam- sung Galaxy Tab 10.1 með 16 gígabæta minni kostar 109.900 krónur samkvæmt vefsíðu Samsung setursins en Apple iPad 2 með 16 gígabæta minni kostar 84.990 krónur. Munur- inn nemur því 24.910 krónum – sem verður að viðurkennast að er talsvert mikið. Hvorug tölv- anna sem voru skoðaðar voru búnar 3G-tengimöguleika en hægt er að kaupa báðar tölv- urnar með þeim möguleika. Mismunandi í hendi Ég lét tölvurnar ganga um ritstjórnarskrifstofu DV og spurði álits. Allir sem próf- uðu tölvurnar voru sammála um lipurleika iPad-tölvunn- ar. Þó voru flestir spenntir yfir því að hægt væri að spila flash á Galaxy Tab. Einnig var rætt að þægilegra væri að meðhöndla iPad-tölvuna en Galaxy Tab vegna bakhliðar tölvunnar. Bakhlið iPad er úr málmi en bakhlið Galaxy Tab er úr plasti. Það er þó líkleg- ast smekksatriði sem er mjög persónubundið. Það er erfitt að fara yfir alla eiginleika tölvanna en þær eru hvor um sig búin fleiri eigin- leikum en ég hef fjallað um hér. Þetta eru þó þeir eiginleik- ar sem flestir myndu nýta sér í tölvunum. Það er líka erfitt að skera úr um hvora tölvuna fólk ætti að kaupa sér þar sem þær eru ólíkar í ýmsum mikilvæg- um atriðum þrátt fyrir að vera sambærilegar í notkun á flest- um sviðum. Galaxy Tab er þó klárlega opnari og býður upp á meiri fjölbreytileika á meðan iPad býður upp á einfaldara og liprara viðmót. 52 | Tækni 11.–13. nóvember Helgarblað Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni iPad 2 liprari en Galaxy Tab n DV gerir samanburð á Galaxy Tab 10.1 og iPad 2 n Tæplega 25.000 króna munur á verði tölvanna n Spjaldtölvur til að vafra um á netinu og horfa á myndbönd Myndavélapróf n Myndavélin í Galaxy Tab er talsvert betri en myndavélin í iPad. Myndavélarnar virka þó mjög vel og er hægt að fanga augnablik með báðum vélunum með ágætum – ef þú gerir ekki kröfu um annað en að skoða myndina í tölvunni. Það ætti að vera leikur einn að prenta út eða láta framkalla myndir sem þú tekur á Galaxy Tab en þær verða líklega kornóttar og lélegar úr iPad. Galaxy Tab: Myndavél að framan 2MP, myndavél að aftan 3MP iPad: Myndavél að framan 0.3MP (640×480), myndavél að aftan 1MP (720p) iPad Galaxy Tab B andaríska hugbúnaðarfyrir- tækið Adobe hefur ákveðið að hætta þróun á Flash fyrir snjalltæki. Þetta var tilkynnt í vikunni en héðan í frá mun fyrir- tækið aðeins senda frá sér öryggis- uppfærslur fyrir þær útgáfur Flash sem þegar hafa verið gefnar út. Eng- ar nýjar útgáfur verða gefnar út. Í staðinn ætlar fyrirtækið að beina sjónum sínum að þróun á HTML5- lausna. HTML5-lausnir virka á öllum snjalltækjum sem eru á markaði í dag en það gerir Flash ekki. Apple hefur aldrei boðið upp á stuðning fyrir Flash í iOS-stýrikerfi sýnu en stýrikerfið er meðal annars notað til að keyra iPhone og iPad. Þetta mun hafa leikið stórt hlutverk ákvörðun Adobe um að beina sjónum sínum að HTML5 en ekki Flash. Steve heitinn Jobs, forstjóri Apple, var mjög andvígur því að leyfa notkun á Flash í iOS en hann sagði of marga galla fylgja því að hafa opið á Flash-forrit, myndbönd og þess háttar. Leiða má líkur að því að Adobe hafi haft skoðun Jobs til hliðsjónar þegar ákvörðunin var tekin og þess vegna ákveðið að ein- beita sér að HTML5. Reikna má með að notkun á Flash fari minnkandi á kom- andi misserum og að áðurnefndar HTML5-lausnir taki yfir. Ekki meira Flash n Hugbúnaðarfyrirtækið Adobe breytir til Áhrifamikill Adobe virðist hafa farið að ráðum Steve Jobs. iPad2 Galaxy Tab
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.