Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 48
48 | Lífsstíll 11.–13. nóvember Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Uppeldis- bækur og nýjar græjur Katrín Brynja Hermannsdóttir mælir með: ...Mac-tölvu „Þetta var ekki ást við fyrstu sýn, ég varð meira svona skotin í útlitinu. En eftir að kynnin urðu náin, þá elska ég Mac-tölvuna mína og sé ekkert annað.“ ...iPhone „Ég er að uppgötva að nýjar græjur eru svolítið „my thing“ og þar sem ég er ástfangin af Apple þá er iPhone tæki sem ég skil aldrei eftir. Þetta er frábær græja.“ ...uppeldisbókum „Sem ófull- komið foreldri þá blaða ég, stundum í skelfingu, í uppeldisbókum og reyni að finna lausn á alls kyns geðshrær- ingum og öðrum uppákomum sem geta átt sér stað inni á barnaheimili. Annars renni ég býsna hýru auga til bókarinnar gulu, Þúsund bjartar sólir, en hef ekki lagt í hana ennþá.“ ...The Help „Þessi mynd náði að snerta tilfinningaskal- ann breitt. Ég hló, skellihló, varð pirruð og þerraði tár. Mynd sem mann langar að eiga.“ ...Sporthúsinu „Ég mæli með einkaþjálfun hjá Garðari mínum í Sporthúsinu en auk þess á ég í ástar- haturssambandi við brennslutækin. Sem hreinræktuð kuldaskræfa, þá eru útihlaup bara iðkuð yfir allra heitustu mánuðina.“ ...All Saints „Mér finnst ég aldrei flottari en í íslenskri hönnun sem hefur hitt mig í hjartastað, en í töff- arabúðina All Saints hafa fjári margir dollarar farið.“ ...kaffi latte „Ég fór ung að drekka kaffi og gleðst yfir góðum latte. Það er fátt sem toppar gott spjall og full- kominn latte.“ ...Myconceptstore.is „Undanfar- ið hef ég gert mér upp erindi í búðina Myconceptstore í Kópavoginum. Þar er hægt að skoða ævintýralega fallega hluti, fá hugmyndir og kjafta við eigandann sem er mikil smekk- manneskja.“ R ikka lærði matargerð í hinum virta Le Cor- don Bleu-matreiðslu- skóla í London og hefur síðan þá kynnt matargerð af ýmsum toga fyrir Íslendingum. Nú gefur hún út bókina Heimsrétti sem inni- heldur uppskriftir að frægum réttum sem einkenna matar- gerð nokkurra landa. En er Rikka jafndugleg að laga mat heima hjá sér og í vinnunni? „Já, stundum þeg- ar ég er að brasa eitthvað yfir daginn kem ég heim með af- ganga. Svo á ég alltaf eitthvað til í frystinum.“ Dagarnir eru ansi annasamir hjá Rikku um þessar mundir. Hún er í upp- tökum í myndveri og fylgir eftir nýrri bók. „Í gær vann ég lengi, kom seint heim, nennti ekki út í búð og reif eitthvað úr frystin- um, það getur verið krefjandi að elda slíkan mat,“ segir Rikka og kímir. „En það kemur alltaf á óvart hvað hægt er að laga úr því sem til er á heimilinu og það er bara fínt að reyna á hugmyndauðgina, alltof marg- ir segjast ekki eiga neitt en eiga svo í raun búrið fullt af mat.“ Vont skap – vondur matur Best finnst Rikku þó að koma heim eftir annasaman dag og hugleiða yfir pottunum. „Mér finnst ekkert betra, ég næ þá að fara yfir daginn og hugleiða framhaldið á því sem ég er að gera. Ég hef náð lagni í því að hugleiða yfir pottunum,“ segir Rikka og hlær. Hún hefur þó ekki grátið ofan í matinn? „Nei, ég held að ég sé svolítið hörð af mér. Ég hef hins vegar verið í vondu skapi að búa til vondan mat. Það gerist ekki oft að ég er í vondu skapi. En þegar ég er illa fyrir kölluð þá smakkast mat- urinn öðruvísi. Hann verður verri. Ef ég er ekki með fulla ástríðu fyrir því sem ég geri eða er ekki með hugann allan við matseldina þá verður mat- urinn ekki jafngóður.“ Sonurinn vill truffluolíu og súrar gúrkur Rikka á tvo syni sem hún seg- ir reglulega góða og skemmti- lega hjálparkokka og sæl- keragenið virðist hafa gengið í erfðir. „Sá eldri er fimm ára og sá yngri er þriggja og hálfs. Þeim finnst þetta báðum gaman, sá eldri er mikill sæl- keri. Hann veit hvar allt er í eldhúsinu, ef ég segi við hann, réttu mér hvítlaukinn þá fer hann og nær í hann,“ segir hún létt í bragði. Eru þeir ekkert matvandir? „Nei, sá eldri er ánægður ef hann fær truffluolíu út á mat- inn sinn. Truffluolíu og súrar gúrkur. Það eru líklegast ekki mörg börn á hans aldri ánægð með slíkt,“ segir Rikka og hlær. Kannski er þetta fíkn Rikka hefur að sögn vina og samstarfsmanna mikla ástríðu fyrir því að elda og fá að miðla kunnáttu sinni um matargerð. Hún er því stundum lengur í vinnunni en hún ætlaði sér. Hún er líka þekkt fyrir að mæta vel í ræktina og þá hug- leiðir hún á hverjum degi. „Ég hef ástríðu fyrir því sem ég er að gera og ég vinn mikið. Það er ekkert endilega eitthvað til að hrósa sér fyrir að vera allt- af í vinnunni. Kannski er þetta fíkn, mér finnst ég alltaf vera í vinnunni. En ég er alltaf til staðar þegar ég er með börn- unum mínum, vinum og fjöl- skyldu. Þetta er góð regla sem mér hefur blessunarlega tek- ist að hafa í heiðri. Ég hugleiði líka í 20 mínútur á hverjum degi. Það jafnast á við tveggja klukkustunda hvíld. Ég hef stundað hugleiðslu í 15 ár og mér finnst það hjálpa mér. Það er gott að kúpla út, róa hug- ann, þá safnast minna fyrir af streitu. Þetta er mín leið til þess að ná tökum á annasamri til- veru.“ Syndgar alla daga Hvernig syndgar þú í mat? „Mér finnst ég alltaf vera svolítið í því að syndga. Það felst í hugarfarinu hvað er hollt og óhollt, og skammtastærð- inni auðvitað. Ég leyfi mér að borða góðan mat og ef hann er mjög óhollur, borða ég hann samt, en fæ mér kannski minna á diskinn.“ Uppskriftin sem Rikka læt- ur lesendum DV í té er sænsk súkkulaðikaka og hvít súkku- laðikaka með rjómaosti. Súkku laðikakan er hefðbundin og Rikku langaði til þess að búa til sína útgáfu sem er létt og fersk. Kladdkaka Fyrir 6 – tími 30 mín. n 1oo gr smjör n 180 gr sykur n 100 gr súkkulaði, 56% n 2 egg n 70 gr hveiti n 1 msk. vanillusykur n 4 msk. kakó n Smjör til að smyrja formið að innan n 2 tsk. brauðrasp Hitið ofninn í 160 gráður. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti. Hrærið kakó, egg, hveiti, vanillusykur og sykur saman í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið. Smyrjið form sem er 24 sentímetrar í þvermál að innan og stráið brauðraspi í botninn og upp á hliðarnar. Hellið deiginu í formið og bakið í 24 mínútur, hvorki meira né minna. Stráið flór- sykrinum yfir hindberin og maukið þau. Berið kökuna fram með hindberjamauk- inu og þeyttum rjóma. Hvít kladdkaka n 150 gr rjómaostur n 180 gr sykur n 100 gr smjör n 100 gr hvítt súkkulaði n 180 gr hveiti n 2 tsk. vanillusykur n 1 tsk. lyftiduft n 1/2 tsk. salt n Rifinn börkur af 1/2 límónu n Smjör til að smyrja formið að innan n 2 tsk. brauðrasp Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið form sem er 24 sentí- metrar í þvermál að innan og stráið brauðraspi í botninn og upp á hliðarnar. Þeytið rjómaostinn og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið sam- an í potti. Setjið hveiti, van- illusykur, lyftiduft, salt og límónubörk saman við rjóma- ostblönduna og hrærið súkk- ulaðiblöndunni saman við. Hellið deiginu í skál og bakið í 24 mínútur. Hugleiðir dag hvern Hugleiðir á hverjum degi Rikka hugleiðir yfir pottunum en líka með sjálfri sér. Ég hef stundað hugleiðslu í 15 ár og mér finnst það hjálpa mér. Það er gott að kúpla út, róa hugann, þá safnast minna fyrir af streitu.“ Friðrika Geirsdóttir segist hugleiða yfir pottunum. Þegar hún er illa fyrirkölluð smakkast maturinn hennar ekki jafnvel og ella. Rikka gefur lesendum DV uppskrift að sænskri kladdköku úr nýrri bók sinni Heimsréttum og ræðir um annasamt líf og hjálparkokkana sína tvo sem reynast henni vel í eldhúsinu. Sænsk kladdkaka Góð með hindberjum og rjóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.