Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 44
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 12 NÓV 11 NÓV 13 NÓV Kvöldstund með Kevin Smith Hollywood-stjarnan Kevin Smith ætlar að halda sitt heimsfræga uppistand í Eldborgarsal Hörpu. Kevin Smith hefur eytt síð- ustu 15 árum af lífi sínu að gera bíómyndir eins og Clerks, Mall- rats, Chasing Amy, Dogma, Jay and Silent Bob Strike Back, Jersey Girl, Clerks II og Zack and Miri Make a Porno. Uppistandið hefst klukkan 20.00. Af fingrum fram Jón Ólafsson fær til sín gesti og laðar fram þægilega og létta stemningu eins og honum einum er lagið. Hann og Páll Óskar halda aukatónleika klukkan 20.30 á föstudags- kvöldið í Salnum í Kópavogi. Miðaverð er 3.300 krónur. Útgáfutónleikar Árstíða Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu annarrar hljóðversplötu sinnar með tónleikum í Hofi á Akureyri kl. 21. Á þessum tónleikum njóta Árstíðir liðsinnis tveggja strengja- leikara og verða tónleikarnir öllu glæsilegri fyrir vikið. Útgáfutónleikar Mannakorns Mannakorn verður með útgáfutónleika í Háskólabíói á laugardags- kvöldið klukkan 20. Aðgangseyr- ir er 4.900 kr. Rússarnir koma Meginþema tónleika Karlakórsins Hreims er rússnesk karlakóratón- list. Kórnum til halds og trausts eru söngvararnir Hera Björk Þórhalls- dóttir og Gissur Páll Gissurarson, píanistinn Sólveig Anna Jónsdóttir, mandólín- og gítarleikarinn Borgar Þórarinsson, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara úr röðum kór- manna. Tónleikar Hreims verða í Hofi kl. 15. Afmælistónleikar Gylfa Ægissonar Gylfi Ægisson heldur upp á 65 ára afmælið sitt með því að flytja bestu lögin sín í bland við gamanmál í Salnum í Kópavogi. Bubbi á landsbyggðartúr Bubbi mætir með kassagítarinn og leikur bæði gamalt efni og nýtt auk þess að ræða við áhorfendur um málefni líðandi stundar. Á sunnudagskvöldið verður hann í Hlégarði í Mosfellsbæ. Aðgangs- eyrir er 2.500 kr. Útgáfutónleikar Sveins Dúu Hjörleifssonar Útgáfutónleikar í tilefni af útkomu fyrstu einsöngsplötu Sveins Dúu Hjörleifssonar verða í Hofi kl. 20. Sveinn Dúa syngur þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn eða Fjárlögum, auk laga eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Björg- vin Guðmundsson. 44 11.–13. nóvember Helgarblað „Hljóðfæraleikurinn er upp á tíu“ „Óslípaður demantur sem óhætt er að mæla með“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Svefns og vöku skil Árstíðir Uncharted 3: Drake’s Deception M argir hafa kannski spurt sig hver þessi Sveinn Dúa sé sem syngur með jóla­ gestum Björgvins í ár. Sveinn Dúa Hjörleifsson er einn af efnilegri tenórum Íslands en hann útskrifaðist á þessu ári úr námi í óperu­ söng. Honum hefur gengið afskaplega vel og verkefnin flæða inn. Þá gaf hann ný­ verið út plötuna Værð þar sem hann syngur þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn. Sveinn Dúa býr í Vín í Austur­ ríki en er búinn að vera hér heima í tvo mánuði og verður í mánuð til viðbótar. Aðspurð­ ur hver maðurinn sé svarar Sveinn Dúa: „Ég er bara norð­ anmaður sem býr núna í Vín. Ég lærði óperusöng í Reykja­ vík. Ég ætlaði reyndar í Stýri­ mannaskólann en þetta end­ aði svona. Núna vinn ég við að syngja og nýt mín vel. Ég verð hér heima í mánuð til við­ bótar og svo fer ég til Linz að syngja. Svo fer ég bara aðeins að flakka um heiminn,“ segir Sveinn Dúa. Ætlaði á sjóinn Það vakti athygli blaðamanns þegar Sveinn sagðist upphaf­ lega hafa ætlað í Stýrimanna­ skólann. Hann útskýrir. „Eftir grunnskólann fór ég fljótlega á sjóinn. Ég byrjaði hjá Gæsl­ unni og var þar í rúmt ár. Eftir það fór ég svo í Stýrimanna­ skólann. Mér finnst gott að vera á sjó og á meðan ég var í skólanum var ég á ýmsum fiskiskipum og fannst það ynd­ islegt. En þetta breyttist þegar ég fór að sjá möguleikann í söngnum og því ákvað ég að leggja hann fyrir mig. Fljótlega eftir það byrjaði ég að læra sönginn,“ segir Sveinn Dúa sem viðurkennir að fljótlega hafi komið í ljós að hann væri hæfileikum gæddur. „Ég byrjaði að syngja með Karlakór Reykjavíkur og söng þar í fimm ár. Þá kom í ljós að ég hafði eitthvað til brunns að bera í þessum efnum. Maður vildi bara sjá hversu langt maður kæmist og það var bara ein leið til að komast að því. Svo er maður búinn að vera heppinn í þessu því það er svo margt sem þarf annað en bara góða rödd og hæfileika. Mað­ ur þarf að leggja hart að sér og vinna vel á undan sér. Undir­ búa næstu verkefni langt fram í tímann þó maður sé ekkert að fara að syngja í þeim fyrr en kannski eftir nokkra mán­ uði.“ Óperuhúsin eru úti „Ég vinn bara við að syngja í dag,“ segir Sveinn Dúa að­ spurður hvort hann sé að kenna eða í öðrum hjáverk­ um. „Ekkert nema að syngja. Þetta er bara eins og hver önnur vinna þannig lagað. Maður vaknar á morgnana og undirbýr sín verk,“ segir hann. Sveinn fær sæg af verkefnum en er það ekkert óvanalegt fyrir svo ungan og nýútskrif­ aðan tenór? „Já og nei. Það er kannski óvanalegt hér heima en úti fá þeir sem vinna vinn­ una sína tækifæri.“ Hann býr í Vín en lítur alltaf á Ísland sem miðpunkt í lífi sínu. „Ég bý í bænum þegar ég er á Íslandi. Vín er samt heim­ ilið mitt þó ég fari nú reynd­ ar ekki aftur þangað fyrr en í febrúar. Maður lítur á það sem miðpunkt og auðvitað Ís­ land líka. Það er gaman þegar maður er svo heppinn að fá verkefni hérna heima. Það heldur manni lengur hérna. En ég vil líka búa úti og byggja mér upp feril þar því úti eru óperu­ húsin,“ segir Sveinn Dúa. Íslensk dægurlagaklassík Fyrir nokkrum vikum gaf Sveinn út plötu í samstarfi við Hjört Ingva Jóhanns­ son sem er hvað þekktastur fyrir að spila á píanóið í hinni vinsælu hljómsveit Hjalta­ lín. Platan heitir Værð en þar syngur Sveinn Dúa þjóð­ þekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn við útsetningar Hjartar sem spilar einnig á píanóið. „Hjörtur er vel gefinn músíkant og spilaði með mér í öllum útsetningum, hvort sem þær voru eftir hann eða í gömlu útsetningunum,“ segir Sveinn Dúa en hvernig lýsir hann plötunni? „Þetta er svona dægurlaga­ klassík, ekki háklassík. Þetta eru gömul íslensk lög eins og Dalakofinn og Minni karla og kvenna sem allir syngja á þorrablótum en Hjalti út­ setti það mjög flott. Síðan eru einnig klassísk lög eins og Svanasöngur á heiði sem er reglulega á plötum. Platan er svona dægurlagaleg en samt klassísk. Sigríður Thorlacius er með mér í einu lagi á plöt­ unni líka.“ Sveinn Dúa hélt í vikunni vel heppnaða útgáfu­ tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem platan var tekin upp. Hann verður svo með aðra út­ gáfutónleika í Hofi á Akureyri á sunnudagskvöldið klukkan 20.00. Gaman að fá boðið frá Bó „Bó bara hringdi í mig,“ segir hann um aðdraganda þess að hann syngi með jólagestum Björgvins Halldórssonar sem er orðinn einhver stærsti tón­ listarviðburður hvers árs hér heima. „Það vildi nú þannig til að hann hringdi á óheppi­ legum tíma þannig að ég bað hann um að hringja aftur í mig. Ég sagði því ekki já alveg strax,“ segir Sveinn Dúa og hlær við. „Það er alveg sama hversu góð tilboð maður fær, maður verður að vita hvað allir eru að hugsa. En þetta er æðislegt og bara algjör snilld að þeir skuli bjóða manni,“ segir hann en gefur ekk­ ert upp um hvað hann muni syngja. „Ég bara veit ekki hvort ég megi gefa það upp en það verður rosa fallegt. Þetta verður bara mjög gaman held ég. Við vorum þarna í mynda­ tökunni um daginn og mér fannst góð ára yfir hópnum.“ En hvað er svo næst hjá Sveini? „Ég er með mína tónleika á sunnudaginn og svo eru nokkur önnur gigg í mánuðinum. Ég er til dæmis að syngja með karlakórnum í Skálholti og svo er ég að undirbúa næstu verk. Þetta er allt samt voða ljúft. Maður Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Viðtal Sveinn Dúa Hjörleifsson er 27 ára nýútskrifaður tenór sem er að gera það gott. Hann ætlaði upphaflega í Stýrimannaskólann en ákvað að sjá hvað hann kæmist langt í söngnum þegar í ljós kom að hann er miklum hæfileikum gæddur í þeim efnum. Hann gaf nýverið út plötuna Værð og syngur ásamt stórskotaliði söngvara á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. Ætlaði á sjóinn en endaði í óperunni Á sjó Sveinn Dúa entist ekki í sjómennskunni og gerðist tenórsöngvari. mynd EyþÓr Árnason „Á meðan ég var í skólanum var ég á ýmsum fiskiskipum og fannst það yndislegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.