Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað H anna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, býður sig fram gegn Bjarna Benediktssyni til formanns flokksins. Kos- ið verður um formann á landsfundi flokksins sem fer fram í Laugardalshöll 17. til 20. nóvember. Þrátt fyrir að hafa verið borgarstjóri er hún að vissu leyti óskrifað blað í stjórnmálum. Henni er lýst sem mikilli forystukonu sem einn- ig er heimakær, tveggja barna móð- ir í Fossvoginum sem þurfti að íhuga hvaða áhrif framboð hefði á fjölskyld- una. Engir miðjubarnskomplexar Hanna Birna er 45 ára og alin upp í Hafnarfirði. Hún er dóttir Kristjáns Ár- mannssonar járnsmiðs og Aðalheiðar Björnsdóttur móttökufulltrúa. Hún á eina eldri systur og einn yngri bróður. Í viðtali við DV árið 2009 ræddi Hanna Birna um systkin sín og sagði: „Ég á svo ljúf systkini að það voru aldrei átök milli okkar. Við erum líka svo nálægt í aldri og það náin að það voru eng- ir miðjubarnskomplexar.“ Þá sagði hún einnig að hún kæmi frá pólitísku heimili þar sem stjórnmál voru mikið rædd. Hún hafi ekki alist upp í flokks- pólitísku samhengi en aftur á móti alin upp í talsverðri pólitískri meðvitund. Féll ung fyrir Vilhjálmi Hanna Birna er gift Vilhjálmi Jens Árnasyni heimspekingi, en þau hafa verið saman í rúm 20 ár. Þau kynnt- ust þegar Hanna Birna var í BA-námi í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, en hún lauk námi 1991. Vilhjálmur var á þeim tíma ritstjóri Stúdentablaðsins og tók virkan þátt í stúdentapólitík- inni. Í viðtali við DV árið 2009 sagði Hanna Birna frá því þegar hún kynnt- ist eiginmanni sínum. „Ég var ásamt félögum mínum að selja einhvern varning þar sem við vorum að safna til námsferðar stjórnmálafræðinema til London. Við fórum nokkur í viðtal til ritstjórans vegna málsins og það skipti engum togum, ég hitti draumaprins- inn og örlögin voru ráðin.“ Hanna og Vilhjálmur Jens hafa ver- ið gift frá árinu 1995 og eiga tvær dæt- ur, Aðalheiði, sem er þrettán ára, og Theódóru Guðnýju, sem er sjö ára. Fjölskyldan býr í raðhúsi neðarlega í Fossvoginum. Hanna Birna hefur sagt frá því að vegna annríkis í vinnunni hafi ýmsir þættir heimilislífsins á borð við elda- mennsku frekar verið í höndum Vil- hjálms. Í ýmsum viðtölum í gegnum tíðina hefur hún síðan gefið aðeins gleggri mynd af móðurinni og mann- eskjunni Hönnu Birnu – ekki stjórn- málamanninum Hönnu Birnu. Hún hefur sagt að uppáhaldsmatur henn- ar sé íslenskur fiskur og sushi. Þeg- ar hún er ekki í vinnunni hefur hún gaman af lestri góðra bóka, ferðalög- um og stjórnmálapælingum. Þá hefur hún sagt frá því að kvikmyndir Woody Allen séu í uppáhaldi hjá henni. Vill samvinnu Hanna Birna hefur viðrað vilja sinn til að sætta ólík sjónarmið í pólitík – hún vilji ástunda svokölluð samvinnustjór- nmál sem ganga út á að ólíkar fylkingar komast að niðurstöðu sem flestir geta verið sáttir við í stað þess að einfaldur meirihluti ráði. Hanna Birna hefur sagt að hennar helsti styrkleiki sem stjórnmálamaður sé „getan til að leiða saman ólík sjónarmið“. Það hljómar óneitanlega fallega og því leitaði DV til þeirra sem hafa starfað náið með henni til þess að fá því svarað hvort að hún sé í raun svona samvinnuþýð eða hvort þetta sé innantómt hjal stjórn- málamanns. Einn heimildarmaður, sem hefur unnið með Hönnu Birnu, segir að hún sé harðdugleg og það sé virkilega gott að eiga við hana sam- starf. Hann segist alveg geta kvittað upp á að Hanna Birna leiti raunveru- lega samráðs við þá sem hafa aðrar skoðanir en hún. „Þetta er alls ekki lýðskrum,“ segir heimildarmaðurinn. Í borgarstjóratíð Hönnu Birnu sló oft í brýnu með henni og minnihlut- anum, en þó fór það orð af henni að hún hafi raunverulega leitað sátta við ólíka hagsmunahópa og samtök við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar. Segja má að þar hafi hún raunverulega látið verkin tala. Í aðdraganda síðustu borgarstjórn- arkosninga varð henni tíðrætt um samstarf við aðra flokka. Þegar Sam- fylking og Besti flokkurinn mynduðu meirihluta var Hönnu Birnu boðið að verða forseti borgarstjórnar sem tákn um samvinnu. Hanna Birna sagði af sér eftir að- eins 10 mánaða samstarf á þeim for- sendum að samstarf við meirihlut- ann hefði verið erfitt. Meirihlutinn í borgarstjórn svaraði gagnrýninni hins vegar með því að segja að samstarfið við minnihlutann hefði verið erfitt. Lítil samvinna þar. Heimildamaður DV úr borgarstjórn segir að merkjan- legur munur sé á Hönnu Birnu nú og í upphafi kjörtímabils. Augljóslega hafi dregið af henni í borgarstjórn og það sé engu líkara en hún nenni síður að veita meirihlutanum harða andstöðu. Síðasta vetur fékk DV að fylgjast með störfum Jóns Gnarr borgarstjóra í einn dag. Þann dag fór meðal annars fram vikulegur samráðsfundur með oddvitum minnihlutans. Allir sem sátu fundinn vildu leyfa DV að taka mynd á fundinum nema Hanna Birna. Að fundinum loknum gekk Hanna Birna upp að blaðamanni og sagði: „Þú skrifar sko ekkert um það að ég hafi verið á þessum fundi!“ Aldrei frí frá pólitíkinni Vilhjálmur Jens, eiginmaður Hönnu Birnu, segir mikinn stjórnmála- áhuga hennar og nánustu vanda- manna stundum gera henni erfitt að taka ekki vinnuna með sér heim. „Það gerir henni örugglega stundum erfitt fyrir við að kúpla sig frá vinnunni. Það má vel vera að hún vildi það gjarnan. Stundum velti ég því fyrir mér hvort það væri hentugra að maður væri bara maki sem bíður með inniskóna og pípuna, líkt og hefðin var,“ segir hann og bætir því við að auðvitað fylgi starfi hennar mikið álag. Í gamla daga hafi heimilið verið griðastaður fólks, en það er ekki endilega þannig í dag. „Jafnvel þó hún sé önnum kafin, þá tökum við til jafns þátt í heimilislífinu. Hún er mikil mamma og sameiginlega forgangsröðum við í þágu stelpnanna okkar.“ Vilhjálmur segir að Hanna Birna sé mjög einbeitt og hún var mikill náms- maður. „Hún er lestrarhestur í grunn- inn og sækir mikið í hvíld í gegnum lestur,“ segir hann. Sem fyrr segir kynntust Vilhjálmur og Hanna Birna í háskólanum. Hann segist hafa fallið fyrir því hvað hún var alltaf rökföst og klár. Hann hlær þegar hann rifjar þetta upp, en segir að þetta hafi verið það sem kveikti í honum. Vilhjálmur segir hana vera trygglynda og heiðarlega. „Maður veit alltaf hvar maður hefur hana,“ segir hann. Vilhjálmur segir að Hanna Birna sé heimakær en félagslynd. Hann tekur undir lýsingar annarra viðmælenda blaðsins sem segja hana vera meiri húmorista en fólk almennt heldur. Þau stunda engin sérstök áhuga- mál á borð við laxveiði eða skíða- mennsku saman. „Það er miklu meira bara samvera með fjölskyldu og vin- um og hún slakar vel á með því að lesa,“ segir hann. Kosningastjóri Árna „Þegar ég kynntist henni þá var hún ekki jafnákveðin varðandi stjórnmála- skoðanir sínar og hún er nú. Hana langaði mest í einhvers konar fræði- mennsku. Ég var aftur á móti aðeins að reyna fyrir mér í pólitík og félags- málum og var búinn að vera virkur í Vöku. Ég held að ég hafi endanlega fallið fyrir henni er við sátum nætur- langt í bíl fyrir framan heimili foreldra hennar í Hafnarfirðinum og ræddum n Hanna Birna býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins n Tveggja barna móðir í Fossvoginum n Alin upp á pólitísku heimili n „Vönduð og gegnheil manneskja“ „Það sem skiptir þó meginmáli er að fólk hafi gaman af þeim atgangi sem fylgir stjórn- málunum og ég verð að viðurkenna að mín kona er sjaldan jafnlifandi og þeg- ar hún tekst á við flókin úrlausnarefni í pólitíkinni. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Nærmynd „Nördið“ sem heillaði heimspeking Með fjölskyldunni í leikhúsi Hanna Birna ásamt eiginmanni sínum og dætrum þeirra. Mynd frá 2009. Landsfundur 1999 Hanna Birna ásamt Sveini Skúlasyni og Kjartani Gunnarssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. SKjÁSKoT MorgunBLAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.