Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað Louisa Matthíasdóttir „Hin tæra sýn“ 1963-1990 Sölusýning í Studio Stafni Ingólfstræti 6 Opið alla daga frá 14.00-17.00 Ný heimasíða studiostafn.is Sýningin stendur til 20. nóvember É g geri mér engar vonir um að fá skaðann bættan, en það sem mér blöskrar mest er fram- koman hjá starfsfólki Iceland Express,“ segir Helgi Harðar- son en hann segir að hann og eigin- kona hans sitji nú eftir um 400 þús- und krónum fátækari eftir að hafa reitt sig á þjónustu Iceland Express. Ekkert hægt að gera fyrir konuna Helgi segir að kona hans hafi flogið með Iceland Express til Kaupmanna- hafnar síðastliðinn mánudag og það- an hafi hún ætlað að fljúga til Bang- kok í Taílandi og síðan til Malasíu þar sem hún á ættingja. Flugi Iceland Ex- press til Kaupmannahafnar seinkaði og missti konan því af fluginu í báð- um tilfellum, að sögn Helga. „Hún hringdi í mig alveg miður sín frá Kastrup. Þar var henni tjáð af starfs- manni Iceland Express að þeir gætu ekkert gert fyrir hana og hún þyrfti bara að kaupa sér nýja flugmiða. Það er ekki hægt að fá ódýrt flug til Bang- kok og Malasíu með svona litlum fyr- irvara og þetta kostaði okkur tæpar 400 þúsund krónur.“ Eiginkona Helga er taílensk og talar mjög takmarkaða ensku. „Hún var þarna á flugvellinum hálfmállaus og þeir hefðu í það minnsta getað aðstoðað hana um hvernig hún ætti að bera sig að við að kaupa flugmið- ana, en þeir sýndu henni bara hroka og dónaskap.“ Hafði safnað fyrir ferðinni í ár Helgi segir að hún hafi verið búin að safna sér fyrir ferðinni út í rúmlega ár og leggja samviskusamlega fyrir í hverjum mánuði. „Konan mín er með um 150 þúsund krónur í laun á mánuði svo þetta er mjög mik- ill peningur fyrir hana,“ segir hann. Helgi segist hafa sett sig í samband við skrifstofu Iceland Express og kveðst ekki vera ánægður með við- mótið sem hann fékk frá starfmanni fyrirtækisins. „Þegar ég hringdi og talaði við konu sem starfar þarna fékk ég þau svör að þau tækju að sér að flytja farþega frá A til B og að þeim kæmi þetta ekkert við. Við sitjum uppi með skuldir vegna seinkunar hjá þeim og mér var svarað með hroka,“ segir Helgi ósáttur. Hann ítrekar að hann og eigin- kona hans geri sér engar vonir um að fá fjárhagslegt tjón sitt bætt, en vill benda fólki á að oft er betra að kaupa dýrara far en að eiga það á hættu að þurfa að borga margfalt meira en upphaflega stóð til vegna mistaka fyrirtækis sem býður upp á aðeins ódýrari fargjöld. „Ef ég get varað eina manneskju við því að stunda viðskipti við þetta flugfélag og forða henni frá því að lenda í því sama og við lentum í er ég ánægður.“ Engin ábyrgð Samkvæmt Heimi Skarphéðinssyni, lögfræðinema hjá Neytendasam- tökunum, ber konan sjálf ábyrgðina þegar hún kaupir tengiflug hjá öðru flugfélagi. „Þá er hún með tvo miða. Iceland Express ber þá í rauninni ekki ábyrgð á því að koma henni alla leið til Taílands. Hún er bara með samning við Iceland Express um að þeir komi henni til Kaup- mannahafnar. Síðan er því samn- ingssambandi lokið og við tekur nýr samningur við annað flugfélag um að koma henni til Taílands.“ Heimir bendir þó á að það sé regla í Montreal-samningnum svokallaða að flytjandi beri ábyrgð á tjóni sem verður vegna tafa í flutningi, en segir að aldrei hafi reynt á það fyrir dómi hér á landi, þar sem það svari sjaldn- ast kostnaði. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Iceland Express, tekur í sama streng og segir flugfélagið ein- ungis bera ábyrgð á að koma farþega á milli A og B. „Þetta er eitthvað sem fólk verður að hafa í huga, ef það er að fara í lengri ferðir, að gæta þess að það sé gott bil á milli. Það getur alltaf eitthvað óvænt komið upp.“ n Hjón 400.000 krónum fátækari vegna seinkunar Iceland Express n Missti af tveimur flugferðum til Asíu n Hafði safnað fyrir ferð í ár Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ósáttur Helgi Harðarson og eiginkona hans sitja uppi með 400.000 króna skuld eftir að hafa stundað viðskipti við Iceland Express. Meirihluti vill Vaðlaheiðargöng n Tæplega 1.300 bílar daglega um Víkurskarð K önnun sem félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri gerði dagana 9. til 16. október síð- astliðinn leiddi í ljós mikill meirihluti Akureyringa er hlynntur gerð Vaðlaheiðarganga, eða 86 pró- sent. Tæp 5 prósent svarenda voru andvíg. Þá sögðust 73 prósent Akur- eyringa telja að ferðum þeirra austur fyrir Vaðlaheiði myndi fjölga með til- komu ganganna. Greint var frá nið- urstöðum könnunarinnar á forsíðu Akureyrar vikublaðs á fimmtudag. Ef Vaðlaheiðargöng verða að veru- leika þarf ekki lengur að fara um Vík- urskarð til að komast á milli Akur- eyrar og Húsavíkur. Í frétt Akureyrar vikublaðs kemur fram að á síðasta ári hafi 1.256 bílum verið ekið dag- lega um Víkurskarð en til saman- burðar hafi 988 bílum verið ekið um Öxnadalsheiði á hverjum degi. „All- ar rannsóknir benda til að göngin muni styrkja landshlutann sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði,“ segir í fréttinni. Endurútreikningi á arðsemi ganganna er lokið og telja forsvars- menn Vaðlaheiðarganga ehf. að veg- gjöld komi til með að standa undir öllum kostnaði við þau. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það á Alþingi hvort farið verði í fram- kvæmd ganganna, en þar er hart tek- ist á um úthlutun fjármagns til vega- mála. 506 Akureyrarbúar svöruðu könnuninni sem gerð var í gegnum síma. Spurt var: „Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.“ solrun@dv.is Akureyri Meirihluti Akureyringa er hlynntur gerð Vaðlaheiðarganga. Töpuðu hundruðum þúsunda á seinkun Maðurinn enn ófundinn Leit að sænskum ferðamanni, sem hefur verið týndur frá því á mið- vikudag, fór fram á fimmtudags- kvöld á Sólheimajökli. Áður hafði verið leitað á Fimmvörðuhálsi. Þá þurfti að fækka í leitarhópnum þar sem Sólheimajökull er sprunginn, myrkur hafði lagst yfir og veður var enn með versta móti til leitar. Aðeins þrautþjálfaðir fjallaleitarmenn áttu þá að halda leitinni áfram. Mað- urinn skildi ekki eftir ferðaáætlun en það má til dæmis gera á upplýs- ingasíðu Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, safetravel.is. Búist var við því að leitað yrði fram eftir nóttu að- faranótt föstudags, þegar blaðið fór í prentun. Þorgerður Katrín: Vill ekki svara DV leitaði eftir viðbrögðum Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur við spurningum varðandi tilfærslu á hlutabréfum Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar í eignarhalds- félagið 7. hægri ehf. Þorgerður neitaði að ræða við blaðamann DV og því fengust engin svör. Kristján, sem er fyrrverandi framkvæmda- stjóri viðskiptabankasviðs Kaup- þings, mun að öllum líkindum ekki verða dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings skuld sem hann stofnaði til vegna hlutabréfakaupa í bankan- um á árunum fyrir hrunið. 7 hægri ehf. var úrskurðað gjaldþrota í fyrra og skilur félagið eftir sig rúmlega 2 milljarða króna skuldir, þar af eru rúmlega 1.900 milljóna skuldir við Kaupþing. Meðal þess sem blaðamaður leit- aði eftir var hvort Þorgerði Katrínu hafi, sem varaformanni Sjálfstæðis- flokksins, ekki verið ljós hættan sem íslenskt efnahagslíf stóð frammi fyrir og ef hún hafði vitneskju þess efnis, hvort hún hafi borið upplýsingarnar áfram til eiginmanns síns, þar sem hann losaði sig undan ábyrgðinni á kúluláninu í sama mánuði og for- ysta flokksins fékk upplýsingar sem bentu til þess að persónuleg fjármál þeirra hjóna væru í stórhættu. Þor- gerður kaus að tjá sig ekki, en þess má geta að henni var einnig boðið að svara spurningum í tölvupósti en hún sagði það vera vinnureglu sína að svara ekki spurningum blaða- manna í tölvupósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.