Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Soffía Sæmundsdóttir Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næstu uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opnun kl. 15 laugardag 12. nóvember Allir velkomnir Vefuppboð 16 – myndlist 12. - 28. nóvember Listaverk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar eru á uppboðinu. Þorvaldur Skúlason Veruleikans hugarsvið Vefuppboð 14 – erlendir listamenn Lýkur 14. nóvember Vefuppboð 15 – bækur 12.11. - 3.12. 2011 Rúmlega 200 bækur verða boðnar upp, m.a. frumútgáfa af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway. John Lennon S tefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Álftafirði, hefur í tvígang verið ákærð fyrir brot á lögum um dýra- vernd og búfjárhald. Hún er meðal annars ákærð fyrir að halda of margt fé í fjárhúsum sínum en henn- ar skýring á því er sú að Djúpavogs- hreppur hafi ekki staðið sig í smala- mennsku árið 2010. Hún hafi því þurft að taka fé aftur í hús um miðjan vet- ur sem undir venjulegum kringum- stæðum hefði farið í sláturhús að hausti. Stefanía er einnig ákærð „fyrir að hafa vanrækt að tryggja góðan að- búnað, meðferð og fóðrun sauðfjár á bænum,“ eins og segir í ákærunni. Þar á meðal „fyrir að hafa gefið ánum of lítið hey eða af lélegum gæðum, með þeim afleiðingum að meirihluti fjár- ins var vanfóðraður. Enn fremur fyrir að hafa látið líða hjá að reyna lækn- ingu eða aflífa veika og slasaða gripi á bænum, en í ljós kom að lamb var með stóran skurð á kviði og annað heltekið af liðabólgu...“ Er þess krafist að Stefaníu verði bannað að eiga eða halda búfé. Kennir lélegu heyi um Stefanía vill meina að hún sé borin röngum sökum og að ástandið á bú- fénaði á Stórhóli sé langt frá því að vera í jafn slæmt og látið er í veðri vaka. „Ég hef aldrei pínt neina skepnu og aldrei svelt neina skepnu,“ fullyrð- ir Stefanía í samtali við DV. Stefanía viðurkennir að ærnar hjá henni hefðu mátt vera feitari en segir þar lélegu heyi um að kenna. Hún bendir á hún hafi ekki verið ein um að lenda í því. „Þeir sem eru með þetta mál halda að það sé bara aðalatriðið að troða svo í dýrin að þau geti alls ekki stað- ið heldur sitji á rassgatinu og blási út. Svoleiðis líður kindunum illa. Ég veit alveg hvernig á að fóðra fé. En hitt er svo annað mál að heyin voru ekki al- veg nógu góð í fyrra. Það var ekki það að við gæfum þeim ekki að éta,“ segir Stefanía. Féð í verra ástandi eftir vörslusviptingu Um sex hundruð ær eru nú í fjárhús- unum að Stórhóli, að sögn Stefaníu, en samkvæmt ákærunni voru þar 764 ær í mars síðastliðnum þrátt fyrir að aðeins væri húsakostur fyrir 684. Mest hafa um tólf hundruð ær verið á Stór- hóli að sögn Stefaníu. Að beiðni lög- reglu hafa nokkur hundruð kindur verið teknar úr vörslu Stefaníu síð- astliðið ár og nokkrar kindur aflífaðar vegna hors. Sjálf segist hún aldrei hafa séð féð sitt í jafnslæmu ástandi og eftir að það var tekið af henni með vörslu- sviptingu í vor og komið fyrir á öðrum bæjum. Matsmenn voru kallaðir til í mál- inu í Héraðsdómi Austurlands þann 8. nóvember síðastliðinn og er þeim meðal annars ætlað að meta hvað fjárhúsið hentar mörgum ám. Sam- kvæmt upplýsingum frá sýslumann- inum á Eskifirði fer aðalmeðferð fram í málinu þegar þeirri vinnu er lokið. Bannað að taka þátt í smalamennsku Stefanía fullyrðir að hún hafi aldrei verið með of margar ær í vor og kær- an hefði aldrei komið til nema af því að Djúpavogshreppur stóð sig ekki í smalamennskunni í fyrrahaust. Hreppurinn hefur haft yfirumsjón með smalamennsku á svæðinu síð- astliðin ár og segir Stefanía að þeim á Stórhóli hafi verið bannað að koma með í fyrra. Það stangast á við það sem Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði í viðtali við Sjónvarpið í desember árið 2010 en þar kom fram að hjónin á Stórhóli hefðu ekki sinnt smalamennskunni sem skyldi. „Djúpavogshreppur er að rukka okkur um 360 þúsund krónur fyrir vangoldin dagsverk í smalamennsku á sama tíma og ég þarf að standa í þessu,“ segir Stefanía. Hún vill meina að sum löndin hafi verið smöluð seint og illa og jafnvel ekki. Það hafi orðið til þess að fé frá henni var á fjalli langt fram eftir vetri og jafnvel fram á vor. Stefanía segist hafa fundið tugi kinda úti í mars rétt áður en eftirlitsmenn komu að skoða aðstæður á bænum. „Þá töldu þeir of margt fé í húsunum. Við vorum nýbúin að finna þetta fé, ég sagði þeim það en þeir trúa bara engu sem maður segir. Það er eina skiptið sem kannski mætti segja að of margt fé hafi verið í húsinu.“ Annar bóndi meðákærður Stefanía fann einnig tugi kinda úti í janúar og fór með hluta af fénu suð- ur í Hraunkot í Hornafirði til að koma í veg fyrir að of margt væri fjárhúsun- um. En ábúandi þar er einnig ákærður fyrir hlutdeild í háttsemi Stefaníu með því að hafa „veitt liðsinni sitt í verki og tekið fé í sína vörslu, án þess að geta veitt því húsaskjól eða nægilegt hey eða það var af lélegum gæðum,“ eins og segir í ákærunni. Í ákærunni kemur fram að ærnar, um sjötíu talsins, hafi verið utandyra í lokuðu girðingarhólfi í nágrenni bæjarins og þurfti að aflífa nokkrar þeirra vegna hors. Stefanía segir skýringuna á því vera að um hafi verið að ræða ærnar sem voru á fjalli allan veturinn og viðurkennir að það fé hafi verið grindhorað. Hún segist hafa átt hey í fínum gæðum í Hraun- koti fyrir ærnar sem hún ætlaði sér að selja. Salan hafi hins vegar ekki geng- ið eftir og því voru kindurnar lengur í girðingunni en upphaflega var ætlað. „Það vita allir að það er ekki gott fyrir fé að vera í girðingu úti allan vet- urinn þó það hafi skjól. Ég er ekki vit- lausari en það. Ég var bara í svo mikl- um vandræðum því ég vildi ekki lóga fénu. Ég ætlaði að selja það.“ Mikið álag á líkama og sál Aðspurð segist Stefanía vera góður bóndi sem sinni dýrunum sínum vel. „Já, ég er það nefnilega, það er nú málið. Það hugsar enginn betur um veiku kindurnar sínar en ég. Það held ég að dýralæknirinn hljóti að geta staðfest með öllum þeim lyfj- um sem ég kaupi af honum til að bjarga kindunum. Hverri einustu, líka hrútum.“ Stefanía segir að lögfræðing- ur hennar sé bjartsýnn á að þau vinni málið en síðast þegar hún var ákærð, árið 2009, þá lauk málinu með dómsátt og sekt upp á 80 þús- und krónur. Falli málið ekki henni í hag í héraði ætlar hún að áfrýja því til Hæstaréttar. „Ég er ekki að biðja neinn um að vorkenna mér en það er búið að fara alveg skelfilega með mig. Þetta er mikið álag að þurfa að gera þetta; tauganna, hjartans og tilfinning- anna vegna og þetta er ömurlegt. Það er algjörlega búið að eyðileggja mannorð mitt. Ég næ því aldrei aft- ur. Það sem börnin mín mega þola og vita að það sé verið að segja ósatt um mömmu þeirra sem hugsar svo vel um dýrin sín.“ Mikill óþefur af lambshræjum Eftirlit hefur verð með búfjárhaldi á Stórhóli allt frá árinu 2000 en árið 2009 var Stefanía ákærð fyrir svipuð brot á lögum um dýravernd og bú- fjárhald og hún er ákærð fyrir nú. Þá voru aðstæður í fjárhúsunum á bæn- um mjög slæmar. „Mikil for var á gólf- um, nokkur lambshræ lágu á gólfum í húsunum og mikill óþefur var í lofti vegna rotnandi hræja, en þar fund- ist 12 lambshræ í ámokstursskóflu af dráttar vél, 1 lambshræ við heyrúllu og tvö hundshræ í kerru, allt í ná- grenni fjárhúsa og hluti af beinagrind af hrossi við íbúðarhúsið að Stórhóli.“ Stefanía gekkst við ákærunni og ját- aði brot sín fyrir dómara. Í samtali við DV segist hún þó aðeins hafa verið að kaupa sér frið, en lögfræðingur henn- ar hafi mælt með að hún tæki ekki sáttinni. Hún segist hafa nagað á sér handarbökin síðan, fyrir að hafa ekki hlustað á hann. „Ég hef aldrei pínt eða svelt skepnu“ n Stefanía á Stórhóli segist hugsa vel um dýrin sín n Viðurkennir að féð hefði mátt vera feitara n Ákærð fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Pínir ekki dýr Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli, fullyrðir að hún hafi aldrei pínt dýr. Hún segist hugsa vel um allar veiku kindurnar sínar. M y n d ú r SA Fn i / S ig tr yg g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.