Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 11.–13. nóvember Bókanir í síma 511 6200 og á mottaka@hotelodinsve.is Hótel Óðinsvé - Þórsgata 1 - 101 Reykjavík - 511 6200 mottaka@hotelodinsve.is - www.odinsve.is HAFÐU ÞAÐ GOTT Í BÆNUM Ómótstæðilegt verð! Ein nótt 12.700 kr. á mann Innifalið: Gistinótt, jólahlaðborð og morgunverður. Gildir: 19. nóvember – 22. desember 2011 Tilboð m.v. 2 gesti í herbergi Við bjóðum þér og þínum að njóta hátíðlegra daga í miðborg Reykjavíkur fyrir jólin. Þú getur sinnt jólainnkaupunum í þægilegri gönguferð um miðbæinn og notið kvöldsins á víðfrægu jólahlaðborði okkar. Svo færðu góðan nætursvefn á glæsilegum herbergjum og ljúffengan morgunverð sem stendur alltaf fyrir sínu. Hótel Óðinsvé kynnir frábært tilboð á gistingu og jólahlaðborði um LÍN. Ég veit að þetta er ekki róm­ antískasta tegund stefnumóts sem hægt er að hugsa sér, en svona var þetta bara hjá okkur.“ Fyrsta verkefni Hönnu Birnu í Sjálf­ stæðisflokknum var starf kosninga­ stjóra fyrir Árna Sigfússon. Vilhjálmur og Þór Sigfússon, bróðir Árna, höfðu verið vinir síðan í framhaldsskóla. „Upp úr því fékk hún vinnu í Valhöll og þá fóru pólitísku hjólin að snúast hjá Hönnu Birnu. Hún varð aðstoðar­ framkvæmdastjóri flokksins og sinnti ýmsum störfum innan Sjálfstæðis­ flokksins. Hún var meðal annars fram­ kvæmdastjóri þingflokksins áður en hún fór sjálf í framboð í borginni árið 2002.“ Óhrædd við átök Hann segir að hún víki sér aldrei und­ an erfiðum ákvörðunum. „Hún er allt­ af tilbúin. Ef það er eitthvað óuppgert, sama hversu óþægilegt það er, þá vík­ ur hún sér ekki undan því að taka slag­ inn,“ segir hann og bætir við að þó að hún deili stundum hressilega við and­ stæðinga sína þá taki hún í höndina á þeim á eftir. Hún láti pólitískar deilur ekki verða persónulegar. „Hún getur verið í samstarfi við alls konar fólk sem er ekki með henni í liði.“ Hann vill meina að Hanna Birna beiti miklu frekar á rökfestu en yfir­ gangi og frekju. „Hún er rosalega fylgin sér og er sífellt hugsandi. Stund­ um getur verið ögrandi að vera í sam­ skiptum við þannig fólk. Hún hefur tilhneigingu til að vera skrefinu á und­ an manni. Ef við förum til dæmis að kaupa gardínur þá byrja ég að hugsa um málið þegar ég er komin í gardínu­ búðina. Hún er á þeim tímapunkti búin að hugsa út allar hliðar inn­ kaupanna, skanna markaðinn og fara í gegnum hvað passar best við sófann og svo framvegis,“ segir hann og hlær. Sækir orku í það sem er jákvætt Það er ekki alltaf létt að vera í farar­ broddi í stjórnmálum, sem geta oft orðið ljót eins og Hanna Birna þekkir sjálf úr borgarstjórn. Þar hafa meiri­ hlutaskipti verið tíð undanfarin ár og margir hafa deilt harkalega með til­ heyrandi fjölmiðlasirkus. Aðspurður hvort allt vesenið sem fylgir því að vera stjórnmálamaður hafi mikil áhrif á Hönnu Birnu, svar­ ar Vilhjálmur: „Hún verður betri í að brynja sig fyrir því eftir því sem ald­ urinn færist yfir, eða henni tekst að minnsta kosti betur að leyna því. Hún er auðvitað bara mannleg eins og aðr­ ir. Almennt er hún uppteknari af því jákvæða en því neikvæða. Ég held að hún sæki orku í það sem er jákvætt og því að sjá að hún geti stuðlað að já­ kvæðum breytingum. Ég held að við aðstandendurnir tökum þetta oft meira inn á okkur. Við erum ekki í hringiðunni. Við lesum eitthvað og setjum það ekki endilega í rétt samhengi. Við erum oft sár fyrir hennar hönd. Hún nær meira að líta framhjá því.“ Hann segir hins vegar að stjórn­ málaleiðtogar megi ekki deyfa sig al­ veg fyrir gagnrýni. „Þú vilt að stjórn­ málamenn skynji samfélagið, hafi ástríður og sterka réttlætiskennd, en fólk verður líka að geta tekið slaginn og staðið af sér mótbyr. Það sem skiptir þó meginmáli er að fólk hafi gaman af þeim atgangi sem fylgir stjórnmálun­ um og ég verð að viðurkenna að mín kona er sjaldan jafnlifandi og þegar hún tekst á við flókin úrlausnarefni í pólitíkinni.“ Ekki sama harðlínu- manneskjan og áður Einn þeirra sem hefur unnið með Hönnu Birnu á undanförnum árum segir að hún hafi verið meiri harðlínu­ manneskja á árum áður, en í seinni tíð hefur hún verið opnari fyrir því að hlusta á sjónarmið annarra. „Það er óhætt að segja að hún hafi breyst mik­ ið á undan förnum árum sem stjórn­ málamaður. Hún er rétt rúmlega fer­ tug og stjórnmálamenn á þeim aldri eru ekki uppteknir af því hvernig hlut­ irnir voru gerðir fyrir 10 eða 20 árum.“ Heimildarmaðurinn bendir á að Hanna Birna sé óhrædd við að skipta um skoðun. Hún hafi til að mynda ver­ ið hörð á því að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni, en hún hafi síðan verið óhrædd að viðurkenna að hún hafi skipt um skoðun á því máli. Einn heimildarmaður lýsir henni sem nokkurri jarðýtu í daglegu starfi. Í þeim skilningi að hún keyri hlut­ ina beint áfram og mikill kraftur sé í henni. Þegar þessi lýsing er borin und­ ir annan samstarfsmann hennar, vill hann ekki taka undir hana. Hann segir að Hanna Birna reyni frekar að sætta ólík sjónarmið. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir þekkir Hönnu Birnu í vinnu,leik og starfi. „Í starfi sínu er hún einstaklega heiðar­ leg og mikil prinsippmanneskja. Hún ígrundar alltaf vel ákvarðanir áður en þær eru framkvæmdar og fær sjónar­ mið lykilaðila sem hún starfar með. Þetta virði ég mjög við hana,“ segir hún. Fljót að sjá spaugilegu hlutina „Ef ég á að súmmera hana upp þá er þetta ofsalega vönduð og gegnheil manneskja,“ segir Halldór Halldórs­ son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann kynntist Hönnu Birnu fyrst í kringum 1994 þegar þau unnu bæði á vettvangi Sjálfstæðis­ flokksins. „Hanna Birna er þannig einstaklingur sem maður tók strax eftir. Það er kraftur í henni og það er gaman að taka þátt í verkefnum með henni. Eftir að ég varð formaður sam­ bandsins og hún settist í stjórn þess, hefur samstarf okkar aukist. Fyrir mér er hún glögg. Hún er góður greinandi og fljót að sjá hluti sem er mikilvægt að draga fram. Það finnst mér alveg gríðarlegur kostur. Hún þarf ekki alltaf að tala mikið um hlutina, en ef henni finnst vanta eitthvað upp á hlutina þá er hún fljót að koma með það,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann að hún geti alveg sett hnefann í borðið þegar hún þurfi þess. Þegar hann er beðinn um að lýsa persónu Hönnu Birnu, segir hann strax að hún hafi mjög góða nærveru. „Mér finnst hún voðalega þægileg í umgengni. Hún er skemmtileg kona og ég hef oft verið með henni á ferð­ um um landið. Það stendur upp úr hjá mér varðandi hana að hún er ekki bara fljót að greina hlutina í vinnu, heldur er hún líka fljót að sjá spaugilegu hlut­ ina í umhverfinu og tilverunni.“ Þessi lýsing Halldórs rímar ágæt­ lega við lýsingu annars samstarfs­ manns Hönnu Birnu, sem segir: „Hún er miklu léttlyndari en menn halda. Hún hefur mjög gaman af því að vera einhvers staðar í gleði og getur alveg verið mikill húmoristi.“ „Einlæglega fannst henni þetta vont“ „Hanna Birna hefur alltaf haft ákveðn­ ar skoðanir og er fljót að komast að niðurstöðu. Það er ekkert japl og jaml hjá henni,“ segir Ásta Þórarinsdóttir, vinkona Hönnu Birnu til nær 20 ára. Ásta segir að Hanna Birna sé mikið fyrir að greina umhverfi sitt og það sem hún sé að fást við en þegar hún komist að niðurstöðu þá haggi henni ekkert. Það þýði þó alls ekki að hún valti yfir þá sem hafa aðrar skoðanir. Hún sé alltaf til í að líta málin frá öðru sjónarmiði. „Hún er svolítið nördaleg með þetta, að þurfa að greina allt en það hjálpar henni kannski við að kom­ ast að niðurstöðu. Þetta er líklega það eina sem ég gæti mögulega sagt „nei­ kvætt“ um hana. Að sé hægt að kalla hana nörd stundum.“ Hún bætir við að Hanna Birna sé hress og skemmti­ leg og hlæi oft hátt. Einnig að hún geti tekið gríni um sjálfa sig sem sé mikill kostur. „Það er miklu skemmtilegra að umgangast þannig fólk. Hún er líka mjög traust vinkona.“ Er talið berst að ákvörðun Hönnu Birnu um að fara í framboð segir Ásta að það hafi verið mikil og stór ákvörð­ un. „Það er mikil ákvörðun í þessum íhaldssama flokki að fara gegn sitjandi formanni. Þau eru á svipuðum aldri og þekkja mikið af sama fólkinu. Einlæg­ lega fannst henni þetta vont. Hún fékk bara svo mikinn þrýsting og hvatn­ ingu. Eftir að hún tók ákvörðunina hefur ekki komið hik á hana. Þá var hún búin að ná að greina umhverfið,“ segir Ásta hlær. Borgarstjóraskipti Hanna Birna afhendir Jóni Gnarr lyklana að Ráðhúsinu. Borgarstjórnarkosningar 2010 Oddvitar flokkanna rýna í fyrstu tölur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nýr borgarstjóri Hanna Birna þegar hún settist í borgarstjórastólinn árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.