Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 25
Umræða | 25Helgarblað 11.–13. nóvember
M
ikill ágreiningur ríkir um
hvort stór hluti lánasamn-
inga á Íslandi sé löglegur
og, ef hann er það, hverjir
löglegir eigendur hans
séu. Óvíst er því hver skuldi hverjum
hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög
um breytingu á lögum um vexti og
verðtryggingu“ nr. 151 frá 2010, sem
sett voru til að eyða óvissunni eftir að
Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán
ólögleg, tóku aðeins á hluta óviss-
unnar og nú er greint á um hvort lög-
in sjálf brjóti þjóðréttarskuldbinding-
ar. Landslög eru skýr um hvað skuli
gera við slíkar aðstæður. Neytand-
inn, sem er lántakandinn, skal njóta
vafans. Lög um neytendalán nr. 121
frá 1994 24. gr. segja: „Eigi má með
samningi víkja frá ákvæðum laga
þessara né reglugerða, sem settar
kunna að verða samkvæmt lögunum,
neytanda í óhag.“ Í 5. gr. Neytenda-
verndartilskipunar Evrópuráðsins,
93/13/EBE, sem innleidd er á Íslandi,
segir: „Í vafamálum um túlkun skil-
mála gildir sú túlkun sem kemur
neytendanum best.“ Hver á þá að
framfylgja því að neytandinn njóti í
raun vafans og hvaða úrræði hefur sá
valdhafi til að tryggja að svo sé?
Glæpsamleg vanræksla
Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli
Innanríkisráðuneytið, á að framfylgja
lögum um að neytandinn njóti vafans
og í þessu tilfelli hefur hann heimild
til að stöðva lánainnheimtur þar til
dómar taka af allan vafa. Samkvæmt
3. gr. laga um lögbann og dómsmál
til að vernda heildarhagsmuni neyt-
enda nr. 141 frá 2001, getur Innan-
ríkisráðuneytið „leitað lögbanns
eða höfðað dómsmál til að vernda
heildarhagsmuni íslenskra neytenda“.
Ráðherra getur jafnframt útnefnt ís-
lensk félagasamtök sem gæta hags-
muna neytenda á ákveðnu sviði, t.d.
Hagsmunasamtök heimilanna, til að
beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í
ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni
innanríkisráðherra, Einari Árnasyni
ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjalta-
dóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi
Helgadóttur skrifstofustjóra, er ljóst
að yfirmenn Innanríkisráðuneytisins
ætla að gera sig seka um glæpsam-
lega vanrækslu. Þau ætla ekki að setja
lögbann á lánainnheimtur sem brjóta
lagalegan rétt neytenda til að njóta
vafans. Þess í stað eru sýslumenn,
sem heyra undir Innanríkisráðu-
neytið, iðnir við að hjálpa fjármála-
fyrirtækjum að gera eigur lántakenda
upptækar og setja á uppboð.
Vafi um lögmæti
Það er kominn tími til að aðrir en
Geir Haarde séu dregnir persónulega
til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi.
Stjórnendur Innanríkisráðuneytisins
eru persónulega ábyrgir fyrir því að
vanrækja að „leita lögbanns eða hefja
dómsmál til verndar heildarhags-
munum íslenskra neytenda“. Þar sem
flestar fjölskyldur á Íslandi tóku hús-
næðislán og eru enn að borga af þeim
þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg,
hver eigi þau og hvað skuli greiða af
þeim, þá eru heildarhagsmunir neyt-
enda að fá lögbann á lánainnheimtur
sem ágreiningur er um þar til dóm-
stólar taka af allan vafa, t.d. hvort
löglegt sé að endurútreikna gengis-
tryggð lán án samþykkis lántakenda.
Ef dómstólar dæma bönkunum í hag
verða lántakendur að greiða upp það
sem þeir greiddu ekki á lögbannstím-
anum. En þangað til eiga lántakendur
að njóta vafans og lögbann skal sitja
á lánainnheimtum eins og lög kveða
á um.
Leita leiða til að stefna
ráðuneytisstjóra
Við leitum að fólki og félagasam-
tökum sem vilja snúa vörn í sókn.
Við erum að leita allra tiltækra leiða
til að draga persónulega til ábyrgðar
alla þá einstaklinga sem valda lán-
takendum fjárhagslegum skaða með
aðgerðum eða vanrækslu sem leitt
hefur til þess að neytandinn nýtur
ekki vafans eins og skýrt kveður á um
í lögum. Sökum friðhelgi Ögmundar
erum við að leita leiða til að stefna
fyrst Ragnhildi Hjaltadóttur ráðu-
neytisstjóra til skaðabóta vegna van-
rækslu í starfi og það er bara byrj-
unin. Að stefna fólki til skaðabóta
kostar aðeins 15.000 krónur og er því
ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk
til að sækja rétt sinn. Það er kom-
inn tími til að draga einstaklinga til
ábyrgðar og fá þá til að finna skað-
ann á eigin skinni.
Lögbann á lánainnheimtur
GODDI.IS
Auðbrekku 19, 200 Kóp.
Sími. 544 5550
Kerrur ýmsar gerðir,
Sánavörur í úrvali
Princess arinofn, kr. 295.000,-
Sturtu/baðkar SP-609A,
130x130sm kr. 214.000,-
Sturta SP-905AL, baðkar m/
sturtu 170x80sm. kr. 230.000,-
Baðkar SP-004 m/hitastilli
172x88sm. kr. 128.000,-
SP-302C, sturta m/gufu
96x96sm. kr. 194.000,-
Slöngubátur 390sm og 430 sm.
kr. 295.000,- og 335.000,-
Góð kaup
Þ
orvaldur Gylfason, fulltrúi
í stjórnlagaráði, fordæmdi
í kjallaragrein í DV nýverið
„einkalegan efniságreining“
af minni hálfu um frumvarp
stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar-
skrár og þá skoðun mína að það sé
ekki hnökralaust. Tilefnið er erindi
sem ég flutti á málstofu lagadeildar
Háskóla Íslands 4. nóvember sl. og
fjallaði um hlutverk forseta Íslands
í tillögum ráðsins. Þar lýstu einnig
viðhorfum sínum og skiptust á skoð-
unum þrír þátttakendur í pallborði
og fundargestir í uppbyggilegum og
góðum umræðum.
Úrræði til valdtemprunar
Á fundinum lýsti ég meðal annars
efasemdum um það nýmæli að for-
seti Íslands fái vald til að neita að
staðfesta tillögu ráðherra um skip-
un dómara telji hann persónulega
að skilyrða um hæfni og málefna-
leg sjónarmið hafi ekki verið gætt.
Skuli Alþingi þá samþykkja skipun
dómara með 2/3 hluta atkvæða. Ég
gagnrýndi að með þessu yrði kastað
fyrir róða reglum um ítarlega og
vandaða málsmeðferð um skipun
dómara sem bætt var í dómstóla-
lög á síðasta ári. Samkvæmt þeim
er aðkoma Alþingis nú tryggð til
að sporna við misnotkun pólitísks
valds, eftir að ráðherra fær umsögn
faglegrar dómnefndar um hæfni
umsækjenda. Um þessar lagabreyt-
ingar skapaðist góð sátt að undan-
genginni ítarlegri skoðun. Þorvaldur
telur hins vegar að stjórnarskrár-
bundin aðkoma forseta að skipun
dómara sé óhjákvæmileg með vísan
til kenninga um valddreifingu. Al-
þingi, í rassvasa framkvæmdarvalds-
ins, geti nefnilega afnumið dóm-
stólalögin. Svo virðist sem Þorvald
skorti yfirsýn eða tengi ekki saman
þau margvíslegu úrræði sem tillögur
stjórnlagaráðs ráðgera til að tempra
meðferð valds. Honum yfirsést til
dæmis að samkvæmt þeim geta
ekki aðeins forsetinn heldur einnig
10% kjósenda ákveðið að skjóta
lögum sem Alþingi hefur samþykkt
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðför að
sjálfstæði dómstóla sem fólgið væri
í slíkri rassvasalagasetningu yrði
væntanlega skotið í þjóðaratkvæði
eftir þessum stjórnskipulegu leið-
um. Slíkt hefur verið gert af mun
minna tilefni og væri skynsamlegri,
árangursríkari og gagnsærri leið til
valdtemprunar.
„Næstum örugglega aldrei“
Valddreifingarkenningunni slær Þor-
valdur fram eins og hann telur henta
sínum málstað. Það er reyndar al-
þekkt, enda birtist kenningin í marg-
víslegum og ólíkum myndum í stjórn-
skipun lýðræðisríkja eftir samhengi
og stjórnskipunarhefðum á hverjum
stað þótt kjarni hennar sé sá sami. Á
sama tíma fordæmir Þorvaldur að ég
telji ósamræmi fólgið í því að heimild
10% kjósenda til að krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu um lög séu settar
efnislegar skorður, og taki t.d. ekki
til fjárlaga og laga um skattamálefni,
á meðan heimildir forseta í þeim
efnum verði áfram ótakmarkaðar.
Þorvaldur telur óþarft að takmarka
heimild forseta til að neita undirritun
laga um þessi efni því „slíkt hefur for-
setinn auðvitað aldrei gert og myndi
næstum örugglega aldrei gera það“.
Þessi rök dæma sig sjálf og meiri mót-
sögn við kjarna valdreifingarkenn-
ingar er sennilega vandfundin. Góðar
vonir um að valdhafar misbeiti ekki
valdi sínu duga nefnilega skammt
þegar á reynir.
Vanhæfiskenning á villigötum
Það eru vonbrigði að sjá svo ofsa-
kennd viðbrögð við rökstuddri
gagnrýni á fáein afmörkuð atriði
í frumvarpi stjórnlagaráðs. Enn
dapurlegri eru staðhæfingar um
að ég sé ekki til þess fallin að ræða
tillögur ráðsins sem „aðili að mál-
inu“ þar sem ég sat í stjórnlaga-
lefnd og kom á fundi stjórnlaga-
ráðs auk fjölda annarra. Að mati
Þorvaldar er mér og öðrum sem
hann velur að kalla aðila máls-
ins hollast að þegja og geyma að
lýsa einkaskoðunum um málið
þar til í ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðslu um frumvarpið. Hér beitir
Þorvaldur óskiljanlegri vanhæfisk-
enningu sem hann hefur sjálfur
mótað til að kynda undir skoðana-
fordæmingu í samfélaginu. Önnur
kenning af sama meiði, sem hann
hefur haldið mjög á lofti er fáheyrð
í lýðræðisríkjum. Samkvæmt henni
eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á
Alþingi vanhæfir til að fjalla efnis-
lega um frumvarp til nýrrar stjórn-
arskrár þar sem stjórnarskráin fjalli
m.a. um störf þeirra sjálfra. Þessar
kenningar notar Þorvaldur til gera
þá sem eru á öndverðum meiði
við hann sjálfan tortryggilega og
útiloka þá þar með frá skoðana-
skiptum. Eftir sömu röksemdum
ætti hann væntanlega sjálfur að
vera vanhæfur til frekari þátttöku
í opinni umræðu um frumvarp
stjórnlagaráðs vegna setu sinnar
í því, en slíkt væri að sjálfsögðu
fjarstæðukennt. Það grefur undan
grunnstoðum lýðræðisins að ala á
ranghugmyndum um að sumum sé
réttast að þegja um skoðanir sínar
á stjórnarskrá ef þeir hafa komið að
tillögugerð um efni hennar vegna
starfa sinna eða sérþekkingar.
Þátttökuréttur allra
Frumvarp stjórnlagaráðs er nú til
umfjöllunar á Alþingi eins og ákveð-
ið var í upphafi þessa einstæða ferlis
við endurskoðun stjórnarskrár. Ég tel
margt vera þar til bóta en sumt til hins
verra. Eins og öllum sem starfa við
kennslu og rannsóknir á stjórnskip-
un í háskólum landsins er mér bæði
rétt og skylt að taka afstöðu til þess í
opinni og málefnalegri umræðu. Sem
betur fer hafa margir lýst ánægju sinni
með framtak háskólanna að efna til
fundaraðar þar sem fræðimenn, full-
trúar stjórnlagaráðs, alþingismenn og
allir aðrir í samfélaginu geta skipst á
skoðunum um tillögurnar, gagnrýnt
þær og rökrætt. Tilraunir til þagga
niður í þeim og knýja fram ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp-
ið á þessu stigi án þess að þjóðin geti
tekið upplýsta afstöðu eru óásættan-
legar.
Að sjálfsögðu á gildistaka nýrrar
stjórnarskrár að vera háð samþykki
meirihluta kjósenda í landinu með
bindandi niðurstöðu eins og þegar
núgildandi stjórnarskrá var sam-
þykkt árið 1944. Stjórnlagaráð sá þó
ekki ástæðu til að gera tillögu um
það grundvallaratriði að þjóðin skuli
eiga lokaorðið í þessu mikilvæga
máli. Ég vona að sá hnökri og önnur
atriði í frumvarpi ráðsins fái þá at-
hygli og umfjöllun sem þau verð-
skulda á komandi vetri í umræðu
þar sem allir eiga þátttökurétt.
Um vanhæfi til að gagnrýna
Aðsent
Björg
Thorarensen
„Það er kominn
tími til að
draga einstaklinga
til ábyrgðar og fá þá
til að finna skaðann
á eigin skinni
Aðsent
Sturla Jónsson vörubílstjóri
Arngrímur Pálmason fyrrverandi sölumaður
Afhjúpun