Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 11.–13. nóvember Helgarblað Minnisverðustu augnablikin Kallaði kjósendur fífl Silvio Berlusc­ oni var í miklum ham fyrir ítölsku þingkosningarnar árið 2006. Hann gekk svo langt að segja að allir þeir sem myndu ekki kjósa hann væru „fífl“. „Ég trúi því ekki að það séu margir þarna úti sem muni kjósa gegn því sem er þeim fyrir bestu,“ sagði hann. Berlusconi tapaði. Árið 2008 lét hann aftur til sín taka og sagðist ekki trúa að „Ítalir væru svo miklir fávitar að falla í þá gildru“ að kjósa andstæðinga hans. Móðgaði Finna Árið 2005 vakti Silvio Berlusconi granna okkar í Finn­ landi þegar hann sagðist „hafa þurft á öllum sín­ um flagarahæfi­ leikum að halda“ til að sannfæra finnska forsetann, Tarju Halonen, um að Matvælastofn­ un Evrópusam­ bandsins ætti að vera á Ítalíu en ekki í Finnlandi. Þetta var ekki eina móðgunin í garð Finna því hann gagnrýndi einnig matargerð þeirra og sagði að finnskur matur væri nánast óætur. Ítalski sendiherrann í Finnlandi var kallaður á teppið í kjölfarið. Ítalir fengu svo Matvæla­ stofnunina til sín og var hún opn­ uð í borginni Parma. Þingkonan og vonda skapið Silvio er þekktur fyrir óheflaða framkomu og árið 2009 gagnrýndi hann þing­ konuna Mercedez Bresso. Gagnrýnin var býsna óvægin. „Vitið þið af hverju Bresso er alltaf í svona vondu skapi? Af því að á morgn­ ana, þegar hún fer á fætur, horfir hún á sig í speglinum áður en hún setur á sig farða og sér sjálfa sig. Þá er dagurinn ónýtur.“ Þessi orð féllu ekki vel í kramið hjá Ítölum og komust vinsældir hans í sögulegt lágmark í kjölfarið. Sólbrúnn Obama Þegar Berlusconi fór í heimsókn til Rússlands árið 2008 sagði hann að Barack Obama Bandaríkjaforseti myndi örugglega eiga góð samskipti við Rússa í framtíð­ inni. Ástæðan væri sú að Obama væri „ungur, myndar­ legur og sólbrúnn“. Árið 2009 sagði hann einnig að for­ setafrúin, Michelle Obama, væri „sólbrún“. Fallegir ritarar Árið 2003 fór Silvio Berlusconi í heimsókn í Kaup­ höllina í New York. Þar hélt hann ræðu um kosti þess að fjár­ festa á Ítalíu. Lágir skattar eða önnur fríðindi voru ekki efst á blaði. „Við höfum fallega ritara, frábærar stelpur og fáa kommúnista.“ Þingmaðurinn og nasistinn Þó að Berlusconi hafi oft skotið langt yfir markið í bröndurum sínum gekk hann lengra en nokkru sinni þegar hann bauð þýskum þing­ manni Evrópu­ þingsins hlutverk nasista í ítalskri kvikmynd. Þing­ maðurinn Martin Schultz hafði gripið fram í fyrir Berlusconi þegar hann var að halda ræðu. Berlusconi missti stjórn á skapi sínu en baðst síðar afsökunar. Ú tlit er fyrir að Silvio Berlus­ coni, forsætisráðherra Ít­ alíu, muni láta af embætti á næstu vikum eða mánuðum. Berlusconi tilkynnti sjálfur í vikunni að hann ætlaði að láta af embætti um leið og lög um stöðug­ leika í efnahagsmálum yrðu sam­ þykkt á ítalska þinginu. Þá tilkynnti Berlusconi að hann ætli ekki að bjóða sig fram í næstu kosning­ um sem verða að öllum líkindum haldnar fljótlega eftir áramót. Þar með virðist sem 17 ára þátttaka hans í stjórnmálum renni bráðlega sitt skeið. DV lítur yfir farinn veg og stiklar á stóru um feril Berluscon­ is sem óhætt er að segja að sé með litríkari stjórnmálamönnum sam­ tímans. Spilaði á bassa Silvio Berlusconi fæddist í Mílanó árið 1936 og er nýorðinn 75 ára. Fað­ ir hans, Luigi, var bankastarfsmaður og móðir hans, Rosa, var heimavinn­ andi. Berlusconi þótti afburðagóð­ ur námsmaður og útskrifaðist hann með hæstu einkunn úr lögfræði frá Háskólanum í Mílanó árið 1961. Áhugi hans á tónlist kom snemma í ljós og spilaði hann á bassa í hljóm­ sveit með félögum sínum. Þá samdi hann opinbert stuðningsmannalag ítalska knattspyrnufélagsins AC Mil­ an, en Berlusconi er einmitt eigandi félagsins. Hagnaðist á kapalsjónvarpsstöð Þó að Berlusconi hafi í seinni tíð verið þekktastur fyrir þátttöku sína í stjórnmálum varð hann fyrst þekktur fyrir viðskipti sín og ítök í fjölmiðl­ um á Ítalíu. Berlusconi þykir snjall stjórnmálamaður og ekki síður snjall í viðskiptum eins og auðæfi hans bera vott um. Samkvæmt lista For­ bes­tímaritsins er hann í sæti 118 yfir ríkustu menn heims og í þriðja sæti yfir auðugustu menn Ítalíu. Ríki­ dæmi Berlusconis má rekja aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar þegar hann fjárfesti í umfangsmiklu bygg­ ingarverkefni í Segrate, úthverfi Míl­ anó. Berlusconi fór þó fljótlega að sinna einu af sínum helstu áhuga­ málum: fjölmiðlum. Árið 1973 stofn­ aði hann lítið kapalsjónvarpsfyrir­ tæki, Telemilano, sem þjónustaði íbúa í Segrate­hverfinu. Hann fjár­ festi í tveimur sjónvarpsstöðvum til viðbótar og árið 1977 hóf fyrirtæki hans að senda út á landsvísu. Þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Rekst­ urinn gekk vel og árið 1978 stofnaði hann fjölmiðlasamsteypuna Finin­ vest. Fimm árum seinna, eða árið 1983, var hann kominn í hóp ríkustu Ítala. Ört stækkandi ítök hans í ítölsk­ um fjölmiðlum voru þó ekki öllum að skapi, enda varð fyrirtæki Berluscon­ is fljótt ráðandi á ítölskum markaði. Dómsmál um þetta hafa velkst um í ítölsku réttarkerfi og í sumar var Fin­ invest sektað um 560 milljónir evra, eða um 90 milljarða króna. Sektin var til komin vegna mútugreiðslna þeg­ ar Fininvest náði yfirráðum yfir fjöl­ miðlafyrirtækinu Mondadori árið 1991, en fyrirtækið var helsti sam­ keppnisaðili Fininvest. Kemur alltaf aftur Eftir að Berlusconi hafði komið sér kirfilega fyrir sem fjölmiðlamógúll hóf hann afskipti af stjórnmálum árið 1994. Þá stofnaði hann stjórn­ málaflokkinn Áfram Ítalía (ít. Forza Italia) fyrir ítölsku þingkosningarn­ ar 1994. Það er skemmst frá því að segja að flokkurinn vann góðan sigur og varð Berlusconi forsætisráðherra í kjölfarið. Hann neyddist þó til að stíga til hliðar aðeins sjö mánuðum síðar þegar vantrauststillaga var bor­ in upp á þinginu. Berlusconi hafði þó ekki sagt sitt síðasta því sjö árum síðar, árið 2001, varð hann forsætis­ ráðherra í annað sinn þegar kosn­ ingabandalag hans, Casa della Lib­ artá, vann sigur. Berlusconi lét aftur af embætti 2006 eftir ósigur í þing­ kosningunum en tók svo við embætti forsætisráðherra í þriðja sinn 2008, þá af Romano Prodi. Síðan þá hefur Berlusconi gegnt embættinu en sem fyrr segir bendir allt til þess að Ber­ lusconi láti enn og aftur af embætti. Og það sem meira er: hann mun lík­ lega ekki eiga afturkvæmt. Vandamálið of stórt Þó að Berlusconi hafi nánast alltaf tekist að halda sjó í því ölduróti sem hefur einkennt hans pólitíska fer­ il er vandamálið sem hann stendur frammi fyrir nú of stórt. Ítalía glím­ ir við mikinn skuldavanda eins og á við um fleiri ríki á evrusvæðinu. Yfir­ vofandi brotthvarf Berlusconis hefur þó ekki aukið tiltrú á ítalska mark­ aði. Til þess er vandamálið of stórt; skuldastaða ítalska ríkisins er ósjálf­ bær og vaxtabyrðin of þung saman­ borið við hagvöxt. Á næsta ári þarf Ítalía að standa skil á rúmlega 300 milljörðum evra auk vaxta. Morgun­ korn Glitnis setti þetta í samhengi og benti á að þetta sé svipuð upphæð og sem nemur heildarskuldum gríska ríkisins – og eru Grikkir þó í miklum vanda. Berlusconi tilkynnti að hann myndi láta af embætti eftir að ríkis­ stjórn hans missti meirihluta sinn í atkvæðagreiðslu um fjárlög. Þó að flestir séu á því að Berlusconi þurfi að stíga til hliðar er ítalskur almenn­ ingur ekki endilega á sama máli – af fenginni reynslu. „Ég á ekki von á því að Berlusconi hætti. Hann mun ef til vill finna leið til að halda völdum,“ sagði Maria Bello, íbúi í Róm, við ít­ alska sjónvarpsstöð. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Berlusconi þykir snjall stjórnmálamaður og ekki síður snjall í viðskiptum eins og auðæfi hans bera vott um Níu líf orðfima flagaraNs n Silvio Berlusconi hefur sjaldan séð það svartara en nú n Fékk hæstu einkunn í lögfræði n Orðfimur með eindæmum en hefur oft komið sér í klandur Ætlar að hætta Hinn litríki stjórnmálaleið- togi Silvio Berlusconi hefur tilkynnt að hann láti af embætti forsætisráðherra á næstunni. Konurnar í lífi Berlusconis n Berlusconi er sjálftitlaður flagari og hefur hann ekki síst þótt umdeildur vegna kvennamála sinna. Hann kvæntist fyrstu eiginkonu sinni, Cörlu Elveriu Dall’Oglio, árið 1965. Þau eignuðust tvö börn saman en skildu árið 1985. Talið er að rekja megi skilnaðinn til sambands Berlusconis við leikkonuna Veronicu Lario, en hann kvæntist henni árið 1990. Þau eignuðust þrjú börn saman. Lario sótti um skilnað frá eiginmanni sínum árið 2009, en áður hafði hún skotið föstum skotum að Berlusconi í fjöl- miðlum vegna áhuga hans á yngri konum. n Berlusconi hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni vegna ásakana um að hann hafi borgað ófullveðja stúlkum fyrir kynlíf. Ein þessara stúlkna er kölluð Ruby hjartaþjófur en hún var einungis 17 ára þegar hann á að hafa sængað hjá henni í einni af svallveislum sínum. Samkvæmt málskjölum á hann að hafa greitt henni 13 sinnum fyrir kynlífsþjónustu en samtals voru 33 stúlkur keyptar til að taka þátt í veislunum. Saksóknara- embættið í Mílanó hefur haft málið til rannsóknar en Berlusconi hefur neitað sök. Hann segist ekki hafa þrek til að stunda allt þetta kynlíf sökum aldurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.