Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. nóvember Helgarblað Ó li fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Stóra-Skip- holti á Bráðræð- isholtinu, vestast í Vesturbænum. Foreldr- ar hans voru Jón Jónsson afgreiðslumaður, og k.h., Þórunn H. Eyjólfsdóttir húsmóðir. Jón var eldheitur KR-ing- ur eins og allir synir hans fjór- ir. Hann starfaði lengi við Essó bensín- og smurstöðina í Hafnarstræti og þar vann hann hetjudáð er hann bjargaði manni úr eldsvoða. Sjálfur slasaðist hann þó svo illa á fæti við björgunina að hann gekk haltur síðan. Hann lét það samt ekki aftra sér frá því að fara á Melavöllinn og fylgjast með sínum mönnum í viðureignum þeirra við Fram, Val og Víking. Tveir þekktir Vesturbæingar, þeir Pétur Pétursson útvarpsþulur og Jón- as stýrimaður, áttu síðar eftir að rifja það upp, að þegar Jón kom af vell- inum hefði mátt sjá á göngulagi hans hvernig KR hefði gengið. Hann haltr- aði aldrei meir en þegar KR tapaði, en sveif eins og engill heim á leið þegar KR-ingar höfðu borið sigur úr býtum. Synir Jóns í Stóra-Skipholti, þeir Sigurjón járnsmíðameistari, Há- kon, málarameistari og efnilegur list- málari, Óli B. knattspyrnuþjálfari og Guðbjörn, klæðskerameistari og knattspyrnuþjálfari hjá KR og loks hús- vörður þar, léku allir með meistara- flokki KR og urðu margfaldir Íslands- og Reykjavíkurmeistarar en þeir eru í hópi þekktari liðsmanna KR. Óli B. átti auk þess eftir að verða þekktasti og sig- ursælasti knattspyrnuþjálfari landsins á sínum þjálfaraferli. Þeir Stóra-Skipholts-bræður eru nú látnir en þeir náðu allir háum aldri. Sú saga varð fleyg í Vesturbænum fyrir fáeinum árum að þeir hefðu brugðið sér bæjarleið austur fyrir fjall og hefðu þeir farið í fólksbíl sem einn þeirra ók. Ekki vildi betur til en ökumaðurinn ók út af og var lögreglan kölluð á stað- inn. Enginn slasaðist, en þegar lögregl- an fór að spyrjast fyrir um aldur þeirra kom í ljós að þeir voru samanlagt meira en þrjú hundruð og áttatíu ára. Óli vann við uppskipun úr togurum á sínum yngri árum en stundaði síðan verslunarstörf hjá Jes Zimsen og veið- arfæradeild Geysis. Þá starfaði hann um skeið hjá Essó en var starfsmað- ur Vegagerðar ríkisins í allmörg ár og til sjötíu og fimm ára aldurs er hann lét af störfum. Óli stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykja- vík og lauk þaðan prófum, stundaði nám í íþrótta- kennslu við Íþróttakenn- araskólann á Laugar- vatni og útskrifaðist sem íþróttakennari 1946 og stundaði framhaldsnám í knattspyrnuþjálfun í Þýska- landi og Bretlandi, fyrstur Íslendinga. Hann hóf knatt- spyrnuþjálfun 1944 og var knatt- spyrnuþjálfari í þrjátíu ár. Lengst af þjálfaði hann meistaraflokk KR en auk þess meistaraflokk Keflvíkinga og Vals. Þá var hann landsliðsþjálfari öðru hverju. Óhætt er að fullyrða að Óli var sigursælasti knattspyrnuþjálfari hér á landi á sínum tíma. Hann gerði meist- araflokk KR að Íslandsmeisturum sjö sinnum, Valsmenn tvisvar og Keflvík- inga einu sinni, en það var í fyrsta sinn sem ÍBK hreppti titilinn. Sjálfur lék Óli knattspyrnu með KR í tuttugu ár og varð þrisvar sinnum Ís- landsmeistari með meistaraflokki KR. Öll félagsstörf Óla snérust um KR, KSÍ og knattspyrnuna. Hann sat í tæknideild KSÍ í fjölda ára og var for- maður hennar um árabil. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ og æðsta heið- ursmerki KSÍ, heiðurs krossi, sem veit- ist aðeins undir sérstökum kringum- stæðum þeim mönnum sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetan- legt gagn. Börn Óla og Guðnýjar Guðbergs- dóttur, eru Hólmfríður María hár- greiðslumeistari, kona Guðmundar Hallvarðssonar, fyrrv. formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur og fyrrv. alþm., Jón Már rafeindavirki, og Jens Valur, starfsmaður hjá Símanum. Jón, faðir Óla var sonur Jóns, b. í Hólakoti á Álftanesi, bróður Guð- rúnar í Hlíðarhúsum, langömmu Jóns Gunnars Zoëga, fyrrv. for- manns Vals. Jón í Hólakoti var sonur Jóns, smiðs og b. í Starkaðarhúsum í Flóa og í Hólakoti Ingimundarson- ar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi Jóns- sonar. Móðir Ingimundar var Guð- rún Snorradóttir. Móðir Guðrúnar var Þóra, systir Ingimundar á Hól- um, langafa Magnúsar á Hrauni í Ölfusi, langafa Aldísar, móður Ell- erts B. Schram, KR-ings og fyrrv. for- seta ÍSÍ. Annar bróðir Þóru var Ari í Götu, langafi Sigurðar í Ásmúla, langafa Felixsona, Gunnars, Harðar og Bjarna. Ó lafur Oddsson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1963 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands 1970. Magistersritgerð hans fjallaði um Norðurreið Skagfirðinga vorið 1849 og birtist í Sögu XI ,1973. Á námsárunum var Ólafur virkur í félagsstörfum og var m.a. ritari skóla- félags MR og sat í stjórn Framtíðar- innar. Á háskólaárunum var hann formaður Mímis, félags stúdenta í ís- lenskum fræðum og sat í stúdenta- ráði Háskóla Íslands, m.a. sem vara- formaður. Síðar sat Ólafur í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur um hríð og var formaður þess 1982–83. Ólafur var íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík á ár- unum 1970–2008. Á þeim tíma var hann m.a. í nokkur ár deildarstjóri í íslensku og sat í skólastjórn og próf- stjórn skólans. Hann sat í stjórn Fé- lags kennara við skólann og var formaður þess um skeið og sat í fulltrúaráði Hins íslenska kennara- félags um tíma. Eftir að Ólafur hætti kennslu sinnti hann ýmsum verkefn- um í þágu skólans til dauðadags. Ólafur samdi ýmis rit til kennslu í MR, m.a. Gott mál – Ábendingar um algengar ritvillur og hnökra á máli og stíl, 2004, og kennslubókina Ormurinn langi – Leiftur úr íslensk- um bókmenntum 900–1900, 2005, (með Braga Halldórssyni og Knúti Hafsteinssyni). Þá var Ólafur nán- asti samstarfsmaður Sigurðar Nor- dal við útgáfu Þjóðsagnabókarinn- ar 1971–73. Ólafur vann ýmis störf á vegum Íslenskrar málnefndar, m.a. fyrir Orðanefnd rafmagnsverkfræð- inga. Hann hafði umsjón með þætt- inum Daglegt mál í Ríkisútvarpinu á árunum 1982, 1989 og 1993. Þá liggja eftir Ólaf fjölmargar blaða- og tíma- ritsgreinar um margvísleg málefni. Ólafur átti sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum Alþingis, ráðu- neyta og fleiri aðila, m.a. var hann formaður í stjórn Bókmenntakynn- ingarsjóðs, formaður í stjórn Ör- nefnastofnunar Íslands 1998–2006 og formaður verðlaunanefndar Gjaf- ar Jóns Sigurðssonar 1998–2003. Hann sat um skeið í framkvæmda- stjórn Dags íslenskrar tungu og var formaður dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hann var einnig formaður í stjórn Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins um tíma og formaður í stjórn Minningarsjóðs dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Fjölskylda Ólafur kvæntist 16.7. 1977 Dóru Ingvadóttur, f. 26.9. 1945, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Útvarpsins. Hún er dóttir Ingva Samúelssonar, f. í Sauð- eyjum á Breiðafirði 17.7. 1914, d. 31.10. 1997, vélvirkja, og Önnu Krist- ínar Friðbjarnardóttur, f. í Laxárdal í Bæjarhreppi 26.8. 1906, d. 15.3. 1998, húsmóður. Dætur Ólafs og Dóru eru Guð- rún Pálína Ólafsdóttir, f. 15.3.1977, viðskiptafræðingur, gift Per Matts Henje, f. 8.8.1971, viðskiptafræðingi en dætur þeirra eru Júlía Guðrún Lovisa og Katla Kristín Elisabet. Helga Guðrún Ólafsdóttir, f. 19.4. 1979, viðskiptafræðingur en sam- býlismaður hennar er Jón Freyr Magnússon, f. 10.5. 1978, löggiltur endurskoðandi og er dóttir þeirra Ólöf. Dóttir Dóru og fósturdóttir Ólafs er Anna Kristín Pétursdóttir, f. 18.4. 1969, gift Hirti Þór Grjetarssyni, f. 2.10.1968, en börn þeirra eru Hall- dóra Kristín, Ingibjörg Anna og Hjörtur Andri. Bræður Ólafs, sammæðra, eru Helgi Jónsson, f. 16.8. 1952, prófess- or og læknir, búsettur í Reykjavík; Jón Jóhannes Jónsson, f. 21.7. 1957, dós- ent og yfirlæknir í Reykjavík. Systkini Ólafs, samfeðra, eru Davíð Oddsson, f. 17.1. 1948, rit- stjóri Morgunblaðsins, búsettur í Reykjavík; Haraldur Oddsson, f. 15.4. 1951, d. 24.1. 1972; Lillý Valgerður Oddsdóttir, f. 27.6. 1952, fyrrv. rit- ari í Ráðhúsi Reykjavíkur, búsett í Reykjavík; Runólfur Oddsson, f. 29.6. 1956 , framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík; Vala Agnes Oddsdóttir, f. 24.4. 1965, flugfreyja og tækniteikn- ari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Oddur Ólafs- son, f. í Reykjavík 11.5. 1914, d. 4.1. 1977, barnalæknir, og Guðrún P. Helgadóttir, f. 19.4. 1922, d. 5.7. 2006, dr. phil., skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Ætt Oddur var sonur Ólafs, ljósmyndara í Reykjavík, bróður Guðrúnar, lang- ömmu Unnar Guðjónsdóttur ballet- meistara. Ólafur var sonur Odds, hreppstjóra á Vestri-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bróður Magnúsar gjörtl- ara, silfursmiðs á Stóru-Vatnsleysu, afa Ólafs Túbal listmálara. Oddur var sonur Eyjólfs, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð Oddssonar, b. á Fossi á Rangárvöllum Guðmundssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdótt- ir, b. á Fossi á Rangárvöllum Bjarna- sonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Margrétar var Ingunn Jónsdóttir, ættföður Bol- holtsættar Þórarinssonar. Móðir Odds læknis var Valgerður Haraldsdóttir Briem, b. í Búlands- nesi, bróður Valdimars, vígslubisk- ups og skálds, og Sigríðar, móður Ólafs Davíðssonar, náttúrufræðings og þjóðsagnasafnara, og Ragnheiðar, móður Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Haraldur var sonur Ólafs Briem, timburmeistara á Grund í Eyjafirði, bróður Jóhönnu, móður Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Hafstein, skálds og ráð- herra. Kristjana var auk þess móðir Láru, ömmu Jóhanns Hafstein for- sætisráðherra, föður Péturs Hafstein, sagnfræðings og fyrrv. hæstaréttar- dómara. Bróðir Ólafs timburmeist- ara var Eggert Briem, sýslumaður á Reynistað í Skagafirði, faðir Eiríks prestaskólakennara, afa Eiríks Briem rafmagnsveitustjóra, en systir Eiríks prestaskólakennara var Kristín, amma Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra. Bróðir Eiríks prestaskóla- kennara var Páll Briem amtmaður, afi Sigurðar Líndal lagaprófessors. Ólafur var sonur Gunnlaugs Briem, ættföður Briemættar. Guðrún skólastjóri var systir Ing- vars Júlíusar, stórkaupmanns og for- stjóra, föður Júlíusar Vífils borgar- fulltrúa. Guðrún var dóttir Helga, yfirlæknis á Vífilsstöðum, bróður Soffíu, ömmu Sveinbjarnar I. Bald- vinssonar rithöfundar. Helgi var sonur Ingvars, pr. á Skeggjastöð- um Nikulássonar. Móðir Ingvars var Oddný, systir Páls, langafa Megasar. Bróðir Oddnýjar var Jón, langafi Jón- atans, föður Halldórs, fyrrv. forstjóra Landsvirkjunar. Oddný var dóttir Jóns, dýrðarsöngs í Haukatungu Pálssonar. Móðir Helga var Júlía, systir Páls, langafa Sigríðar, móður Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra HAFRÓ. Annar bróðir Júlíu var Jón, afi Jóns Helgasonar, skálds og pró- fessors í Kaupmannahöfn. Systir Júl- íu var Ingiríður, langamma Sigurð- ar, afa Þórðar heitins Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands. Júlía var dóttir Guðmundar, b. á Keldum og ættföður Keldnaættar, bróður Stefáns á Vestri-Kirkjubæ, langafa Magneu, ömmu Ólafs Ísleifssonar hag fræðiprófessors. Guðmundur var sonur Brynjólfs, b. í Vestur-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ, bróður Ólafs, b. á Fossi, langafa Odds á Sámsstöð- um, afa Odds læknis. Stefán var son- ur Bjarna, ættföður Víkingslækjar- ættar Halldórssonar. Móðir Guðrúnar skólastjóra var Guðrún, systir Páls, föður Lárusar leikara. Guðrún var dóttir Lárusar, smáskammtalæknis í Reykjavík Páls- sonar, b. í Arnardranga í Landbroti Jónssonar. Móðir Páls var Guðný Jónsdóttir eldprests Steingrímsson- ar. Útför Ólafs var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 10.11. sl. Ólafur Oddsson Menntaskólakennari f. 13.5. 1943 - d. 3.11. 2011 Óli B. Jónsson Knattspyrnuþjálfari f. 15.11. 1918 – d. 8.2. 2005 Merkir Íslendingar Andlát Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.