Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað Þ essi ólýsanlega fram- kvæmdagleði og þessi hæfi- leiki til að hrífa fólk með sér í hvaða vitleysu sem er lýs- ir honum best,“ segir Oddur Snær Magnússon, æskuvinur Her- manns Fannars Valgarðssonar, sem varð bráðkvaddur þegar hann var úti að skokka aðfaranótt miðvikudags. Hermann Fannar var 31 árs og skilur eftir sig fjögurra ára son og eig- inkonu. Mikil sorg ríkir í Hafnarfjarð- arbæ og víðar en Hermann var mikill Hafnfirðingur og dyggur stuðnings- maður FH. Fjölmargir vinir og kunningjar Hermanns minntust hans á sam- skiptavefnum Facebook í kjölfar þess að út spurðist að hann hefði verið skokkarinn sem fannst látinn. „Betri dreng hefur þetta land ekki af sér alið,“ segir einn vinur hans með- al annars. Hermann var mikill stuðn- ingsmaður FH og var samverustund haldin í Kaplakrika á miðvikudags- kvöldið þar sem fjölmargir syrgðu góðan vin. Hermann fæddist í Hafn- arfirði 22. febrúar árið 1980 en sjálfur lýsti hann sér sem „strangtrúuðum Hafnfirðingi“. Athafnamaður með meiru Hermann Fannar kom víða við á starfsferli sínum og var duglegur við að halda mörgum boltum á lofti í einu. Hann byrjaði árið 1998 sem út- varpsmaður á útvarpsstöðinni X-inu en þar starfaði hann með hléum al- veg fram til síðasta dags. Hann starf- aði einnig fyrir vefhönnunarfyrir- tækið Atómstöðina frá árinu 1999. Hermann var líka í eigin atvinnu- rekstri en hann átti tvö kaffihús, Ný- lenduvöruverzlun Hemma & Valda og Tíu dropa, tölvuvöruverslunina Macland og gistiheimilið Reykja- vík Backpackers. Þeir Valdimar Geir Halldórsson, sem voru viðskipta- félagar, hugðust meðal annars setja upp gistiheimili í ætt við Reykjavík Backpackers á Akureyri. Féll í kramið alls staðar DV ræddi við vini og samstarfs- menn Hermanns Fannars en einn þeirra sagði að Hermann hafi verið „endalaust hress og aktífur gaur“ og að hann hafi alls staðar fallið vel í kramið. „Það var ekki sálu sem lík- aði illa við hann,“ sagði samstarfs- maður úr útvarpinu. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri á X-inu, starfaði með Hermanni í um tíu ár. Hann segir að það hafi alltaf verið gaman að hitta Hermann og allt- af hafi verið „bros og kátína í hon- um.“ Máni segir Hermann hafa ver- ið atorkumikinn snilling. „Hann gat fengið endalaust af hugmyndum.“ Máni segir líka að Hermann hafi verið afar skapgóður drengur. „Það þurfti að ganga virkilega mikið á til að hann æsti sig. Ég gat aldrei æst hann upp þó ég væri að gera grín að FH. Hann tók því bara með brosi á vör – með FH-tattúið sitt. Hann var þannig týpa.“ Eins og áður segir var Hermann atorkusamur maður. Hann starf- aði undanfarin ár með viðskiptafé- laga sínum, Valdimar Geir, en þeir fengust við ýmis verkefni af ólíkum toga. Til marks um kraftinn og hug- myndaauðgina í þeim félögum má nefna að fyrir fáeinum vikum spurð- ist út að þeir hygðust stofna flug- félag. Þær fyrirætlanir voru þó að- eins á hugmyndastigi og bar hann þær í til baka í viðtali í Morgunút- varpi Rásar 2. Hress og drífandi persónuleiki Hermann var stundum kallaður Hemmi feiti en ekki vegna holdafars- ins. „Hann var einmitt ekki feitur en þetta byrjaði í einhverju gríni í Lond- on þar sem við vorum allir strákarnir af gamla X-inu,“ segir Máni aðspurður um þetta viðurnefni sem fylgdi hon- um í fjöldamörg ár. Þessi létta lund Hermanns sem vinum og samstarfsmönnum hans ber saman um hefur líklegast hjálpað honum í starfi. Hann var drífandi og sat aldrei auðum höndum en hann stóð að baki stofnun tveggja kaffihúsa, gistiheimilis og tölvuverslunar. „Þeg- ar Hemmi fékk hugmynd fór hann bara strax í málið. Hann sat aldrei auðum höndum. Hann hélt alltaf ein- hvern veginn ótrauður áfram. Hemmi er svona týpan sem við þurfum til að koma okkur út úr kreppu. Hann var þannig gæi, gerði bara hlutina,“ segir Máni um drifkraftinn í Hermanni. Vinur vina sinna „Hann veigraði sér aldrei við að gera eitthvað – sama hvað fólkið í kringum hann sagði,“ segir Oddur Snær um æskuvin sinn. Oddur segir að Her- mann hafi líka verið heill karakter og vinur vina sinna. „Það var aldrei eitt- hvað óheilt í karakternum hans. Það skein bara af persónu hans hversu heill hann var í öllum samskiptum. Það sést best á þeim gífurlega vin- afjölda sem hann var búinn að sanka að sér,“ segir Oddur. Tryggðin við Hafnarfjörð og íþróttafélagið FH segir Oddur að sé lýsandi fyrir hversu tryggur Hermann hafi verið. „Tryggðin náði ekki bara til vina hans heldur líka fótboltafélags- ins FH. Ég man til dæmis eftir því þeg- ar ég fór með honum þegar hann fékk sér FH-tattú á kálfann,“ segir Oddur sem segist ekki vita til þess að Her- mann hafi séð eftir því að fá sér húð- flúr. „Ég held að Hermann hafi ekki séð eftir neinu sem hann gerði.“ Týpan sem kemur okkur út úr kreppu n Hermann Fannar Valgarðsson lést aðfaranótt miðvikudags n Var drífandi, jákvæður einstaklingur sem sat aldrei auðum höndum n Skilur eftir sig fjögurra ára son og eiginkonu„Hann var drífandi og sat aldrei auðum höndum Drífandi athafnamaður „Hann veigraði sér aldrei við að gera eitthvað – sama hvað fólkið í kringum hann sagði,“ segir æskuvinur Hermanns. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hermann Fannar Valgarðsson Fæddur 22. febrúar 1980 Dáinn 9. nóvember 2011 Hæstiréttur staðfesti dóminn: Bæjarfulltrúar sýknaðir Hæstiréttur Íslands staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í nóvember í fyrra og sýknaði bæjarfulltrúa Kópavogs, þau Guðríði Arnardóttur, Hafstein Karlsson og Ólaf Þór Gunnarsson, í meiðyrðamáli sem hjónin Brynhild- ur Gunnarsdóttir og Guðjón Gísli Guðmundsson höfðuðu gegn þeim. Málið tengdist grein sem bæjar- fulltrúarnir þrír rituðu í Morgun- blaðið 12. júní 2009 þar sem stjórn- sýslan í Kópavogi var harðlega gagnrýnd. Tilefni þeirra skrifa var umfjöllun DV þar sem flett var ofan af viðskiptum Kópavogsbæjar við út- gáfufyrirtækið Frjálsa miðlun. Það fyrirtæki er í eigu Brynhildar, sem er dóttir Gunnars Birgissonar, fyrrver- andi bæjarstjóra Kópavogs, og Guð- jóns Gísla, eiginmanns Brynhildar. Frjáls miðlun hafði fengið greidd- ar 50 milljónir frá Kópavogsbæ í stjórnartíð Gunnars fyrir verkefni sem var úthlutað án útboðs auk þess sem sum verkefnin voru aldrei kláruð. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Brynhildur hafði fengið rúmar 11 milljónir greiddar frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna meðan Gunnar faðir hennar sinnti stjórnarfor- mennsku í sjóðnum. Fjárhæðirnar voru greiddar vegna ýmiss konar þjónustu sem tengist útgáfustarf- semi. Eins og margir muna lét Katrín Jakobsdóttir það verða eitt sitt fyrsta verk sem þá nýskipaður mennta- málaráðherra að reka stjórn sjóðsins og skipa nýja. Í spillingarumræð- unni sem fylgdi í kjölfarið fór svo að Gunnar hrökklaðist úr bæjarstjór- astóli Kópavogs. Bjarni hittir Cameron Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, mun eiga fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga breska Íhalds- flokksins, á föstudagsmorgun. Á meðal þess sem þeir munu ræða eru horfur í efnahagsmálum Evrópu og ástand alþjóðlegra fjármálamark- aða en Bjarni mun einnig sækja ráð- stefnu leiðtoga íhaldsflokka í Lund- únum. Þetta er í annað sinn sem Cameron og Bjarni ræða saman, en þeir áttu einnig fund síðasta haust. Mbl.is greinir frá þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.