Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 38
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. nóvember Helgarblað A rnór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Ártúnsholtinu og í Grafarvoginum. Hann var í Ártúnsskóla, Árbæjar- skóla og Húsaskóla, stundaði nám í kjötiðn við Menntaskólann í Kópa- vogi (Hótel- og matvælaskólann) og lauk sveinsprófi þaðan 2001, stund- aði síðan nám við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi 2008 og stundar nú nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Arnór var í unglingavinnunni á sumrin, starfaði við kjötiðn hjá Kjötsmiðjunni ehf. í Reykjavík á sumrin og með námi frá 1997–2009. Hann hefur auk þess ekið leigubíl með háskólanáminu. Fjölskylda Eiginkona Arnórs er Oddný Lára Eiríksdóttir, f. 22.11. 1979, BA í sál- fræði og MA í mannauðsstjórnun og starfsmaður við fjárhagssvið Seðlabanka Íslands. Börn Arnórs og Oddnýjar Láru eru Sigurður Snorri, f. 23.12. 2007; Þorgerður Bryndís, f. 27.9. 2009. Sonur Oddnýjar Láru og stjúp- sonur Arnórs er Fannar Snædal, f. 25.6. 2001. Sonur Arnórs frá fyrra sambandi er Bjarki Freyr, f. 9.3. 2002. Hálfbróðir Arnórs, sammæðra, er Brynjar Óðinsson, f. 15.9. 1977, húsa- smiður og háskólanemi, búsettur í Reykjavík. Alsystir Arnórs er Fjóla Dögg Blomsterberg, f. 1.8. 1987, háskóla- nemi, búsett í Reykjavík. Foreldrar Arnórs eru Birgir Blom- sterberg, f. 8.11. 1960, kjötiðnaðar- meistari, búsettur í Reykjavík, og Bryndís Halldóra Jónsdóttir, f. 4.3. 1961, dagmóðir í Reykjavík. S æmundur fæddist í Reykjavík, ólst upp á Ísafirði til sjö ára ald- urs en síðan í Kópavogi. Hann var í Seljaskóla og Granda- skóla, stundaði nám við Borgarholts- skóla og lauk þaðan sveinsprófi í bif- reiðasmíði. Sæmundur starfaði á réttinga- verkstæðinu Varma í Kópavogi á unglingsárunum og til 2006. Þá stofnaði hann réttingaverkstæðið B&T – Rétting og sprautun, og hefur starfrækt það síðan við Skemmuveg 44 í Kópavogi. Fjölskylda Eiginkona Sæmundar er Anna Lilja Sigurðardóttir, f. 24.7. 1982, bókari. Börn Sæmundar og Önnu Lilju eru Sigurður Gísli Sæmundsson, f. 31.12. 2003; Markús Andri Sæ- mundsson, f. 2.1. 2006; Elín Elísabet Sæmundsdóttir, f. 11.4. 2011. Bræður Sæmundar: Sigurjón Már Birgisson, f. 25.7. 1972, markaðs- fulltrúi hjá Vodafone, búsettur á Akranesi; Markús Sævar Gíslason, f. 28.4. 1983, d. 4.7. 2007, var starfs- maður hjá GA Smíðajárn. Foreldrar Sæmundar eru Gísli Sigurjónsson, f. 13.9. 1949, bifreiða- smiður, búsettur í Hafnarfirði, og Jó- hanna Halldóra Bjarnadóttir, f. 16.11. 1950, húsmóðir. S veinbjörg fæddist á Blöndu- ósi en ólst upp á Hvamms- tanga. Hún var í Grunnskóla Hvammstanga, stundaði nám við Háskólann á Bifröst, lauk þaðan BS-prófi í viðskiptafræði 2010 og er nú að ljúka MSc-prófi í alþjóðavið- skiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Sveinbjörg vann í rækju á Hvammstanga á unglingsárunum og afgreiddi í söluturni á Hvammstanga um skeið. Hún starfaði við sambýli á Hvammstanga í nokkur sumur og hefur starfaði við afleysingar hjá Fæðingarorlofssjóði í tvö sumur. Sveinbjörg æfir blak með Birn- unum á Hvammstanga og hefur stundað Boot Camp-æfingar á fullu. Fjölskylda Systkini Sveinbjargar eru Hannes Þór Pétursson, f. 4.3. 1976, verkstjóri við SKVH á Hvammstanga; Sigrún Dögg Pétursdóttir, f. 2.6. 1980, grunnskóla- kennari, búsett á Hvammstanga; Magnús Atli Pétursson, f. 29.1. 1987, nemi við Keili í Reykjanesbæ; Birgir Tómas Birgisson, f. 28.10. 1995, nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki; Diljá Sif Péturs- dóttir, f. 3.1. 1997, grunnskólanemi. Foreldrar Sveinbjargar eru Pétur Ingvar Jóhannesson, f. 23.11. 1950, verktaki, búsettur á Hvammstanga, og Þorbjörg Fríða Sigurbjartsdóttir, f. 18.3. 1958, starfsmaður við Brauð- og kökugerðina á Hvammstanga. A uður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnar- nesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1971 og síðar prófi í við- skipta- og rekstrarfræðum við Endur- menntunardeild Háskóla Íslands 1995. Hún hóf síðar leiðsögumannanám á háskólastigi við Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan árið 2010. Auður starfaði við Útvegsbank- ann með hléum á árunum 1971–80, við Iðnaðarbankann 1980–81, var að- stoðarframkvæmdastjóri og fram- kvæmdastjóri við gerð þriggja íslenskra kvikmynda 1981–83, starfaði hjá Út- vegsbankanum sem gjaldkeri og síðar aðalféhirðir fram að sameiningu bank- anna, í ársbyrjun, 1990, var deildar- stjóri í þjónustudeild Íslandsbanka frá 1990 og síðan við útibúaþjónustu hans til 1993 og var þjónustustjóri Íslands- banka í Hafnarfirði 1994–2000. Auður hefur verið leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á Akureyri, einkum af skemmtiferðaskipum, frá 2009. Auður sat í stjórn Heimdallar 1969– 70, var formaður Æskulýðsráðs Sel- tjarnarness 1977–81, sat í varastjórn og stjórn Sambands íslenskra banka- manna 1987–95 og var þar ritari, var fulltrúi SÍB í samstarfsnefnd um Reikni- stofu bankanna og sat í ýmsum fleiri nefndum. Auður sat í stjórn Norðurlands- deildar Gigtarfélags Íslands á árunum 2005–2011. Fjölskylda Auður giftist 22.1. 1972 Helga Gests- syni, f. 4.1. 1949, lektor. Hann er sonur Gests Þórðarsonar, f. 6.9. 1907, d. 21.2. 1984, lengst af gjaldkera hjá I. Brynjólfs- son & Kvaran, og k.h., Kristínar Helga- dóttur, f. 17.3. 1916, d. 11.9. 2007, kaup- konu og eiganda Sápuhússins hf. Börn Auðar og Helga eru Jón Gestur Helgason, f. 6.10. 1974, verkefnastjóri hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála á Akureyri en kona hans er Gerður Ring- sted og er dóttir hans Rebekka Rut Jóns- dóttir, f. 17.8. 1999; Kristín Helgadóttir, f. 24.5. 1976, viðskiptafræðingur hjá Íslandsbanka á Akureyri, en maður hennar er Sigurður Hrafn Þorkelsson og eru börn þeirra Birta Eir Sigurðardóttir, f. 16.6. 1999, Helgi Hrafn Sigurðsson, f. 23.3. 2005, og Gísli Freyr Sigurðsson, f. 12.11. 2007. Systkini Auðar eru Guðmundur Kristinn Guðmundsson, f. 9.1. 1955, búsettur í Regina í Kanada, kvæntur Vigdísi Sigtryggsdóttur frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi og eiga þau tvö börn; Helga Kristín Guðmundsdóttir, f. 25.12. 1955, sjúkraliði í Reykjanesbæ, gift Stef- áni Sigurðssyni, forstjóra Slippstöðv- arinnar í Njarðvík, og eiga þau fjórar dætur; Þórdís Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1968, listamaður og rafeindavirki í Kópavogi en maður hennar er Sigurður Vignir Guðmundsson listmálari og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Auðar voru Guðmundur Jónsson, f. 13.11. 1929, d. 11.11. 2010, píanóleikari í Reykjanesbæ, og Hulda Auður Kristinsdóttir, f. 13.2. 1932, d. 24.9. 2000, gæðastjóri Fiskistofu. Seinni kona Guðmundar er Ingi- björg Þorbergs, söngkona og tónskáld. Ætt Guðmundur var sonur Jóns, verslunar- stjóra í Reykjavík Guðmundssonar, b. á Breiðabólstað í Ölfusi Guðmunds sonar, b. í Lambhaga Guðmundssonar, b. í Fróðholtshjáleigu Guðnasonar, bróður Gests, b. í Vorsbæ, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar banka- stjóra. Móðir Guðmundar á Breiða- bólstað var Arndís Jónsdóttir frá Stóra- Hofi, systir Guðlaugar, langömmu Jóns Dalbú sóknarprests, en hálfbróðir Arn- dísar, sammæðra, var Jón, b. á Stóra- Hofi, langafi Kristínar, móður Þórðar heitins Friðjónssonar, forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar. Móðir Jóns versl- unarstjóra var Þórdís, dóttir Tómasar Ólafssonar, b. á Vestra-Fróðholti, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hamrahól í Holtum Gunnarssonar, b. á Sandhóla- ferju, bróður Rannveigar, langömmu Magdalenu, langömmu Jónasar Krist- jánssonar, fyrrv. ritstjóra DV. Móðir Guðmundar píanóleikara var Kristín, dóttir Pálma Péturs, sjómanns í Reykjavík Sigurðssonar, í Móakoti á Vatnsleysuströnd Sigurðssonar. Móðir Pálma Péturs var Lilja Þórðardóttir, frá Vémundarstöðum í Ólafsfirði. Móðir Kristínar var Sigríður Ásbjörnsdóttir, b. í Melshúsum Ásbjörnssonar. Móðir Ásbjörns var Málfríður Ásmundsdóttir, Jörgenssonar Hansson Klingenberg, ættföður Klingenbergsættar. Hulda var dóttir Kristins Jóhanns, bifreiðastjóra í Reykjavík Helgasonar, í Gili í Fljótum Hafliðasonar, í Skála- hnjúk Hafliðasonar. Móðir Helga var Guðrún Helgadóttir, í Beinhöll Árna- sonar. Móðir Kristins var Kristín Sig- ríður Eiríksdóttir, b. á Stórubrekku Bjarnasonar. Móðir Kristínar Sigríðar var Kristín Ólafsdóttir frá Hornbrekku í Ólafsfirði. Móðir Huldu var Helga Marín, borg- arljósmóðir í Reykjavík, en hún kom á fót fæðingarheimilinu í Reykjavík og stofnaði heimilishjálpina og starfrækti hana á eigin vegum í þrjátíu ár, auk þess sem hún stundaði verslunarrekstur árum saman. Helga var dóttir Níelsar, b. á Æsustöðum, bróður Magnúsar ríka á Grund. Móðir Helgu Marínar var Sigurlína Rósa, einn af stofnendum líknarfélags í sinni sveit og einn aðalhvatamaður- inn að byggingu Kristneshælis. Sigur- lín Rósa var dóttir Sigtryggs, á Úlfsá og í Æsustaðagerði Sigurðssonar og Frið- rikku Sigríðar Friðriksdóttur frá Bald- ursheimi. Á rni er fæddur í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og tók gagnfræðapróf frá Flens- borgarskólanum. Árni stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði, lauk vél- virkjaprófi þaðan 1962 en verklegt nám í vélvirkjun stundaði hann í Vél- smiðju Hafnarfjarðar. Árni starfaði í Vélsmiðju Hafnar- fjarðar allt til 1972. Hann hóf þá störf hjá Ísal í Straumsvík og starfaði þar til loka starfsferilsins, árið 2008, eða í þrjátíu og sex ár. Árni lék handknattleik með meist- araflokki Fimleikafélags Hafnarfjarð- ar, FH, í yfir fimmtán ár og varð marg- faldur Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Hann tók síðan virkan þátt í ýmsum félagsstörfum FH um langt árabil. Fjölskylda Árni kvæntist 15.6. 1963 Lilju Guð- jónsdóttur, f. 19.10. 1944, sjúkraliða. Foreldrar Lilju: Guðjón Ingólfsson fiskmatsmaður, og Aðalheiður Frí- mannsdóttir gæslukona sem bæði eru látin en þau fluttu frá Skagaströnd til Hafnarfjarðar 1952. Synir Árna og Lilju: Guðjón Árna- son, f. 5.2. 1963, iðnrekstrarfræðingur hjá Vinnumálastofnun í Hafnarfirði, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Hafdís Stefánsdóttir bankastarfs- maður og eiga þau tvö börn, Árna Stefán og Hildi Rún; Magnús Árna- son, f. 24.2. 1964, bankastarfsmaður hjá Arion banka í Hafnarfirði, búsett- ur í Hafnarfirði en kona hans er Ragn- heiður E. Ásmundsdóttir kennari og eiga þau fjögur börn, Lilju Björgu, Arnar Helga, Ásdísi Ingu og Magnús Fannar; Jónas Árnason, f. 1.8. 1969, slökkviliðsmaður og húsasmiður, bú- settur í Hafnarfirði en kona hans er Berglind Adda Halldórsdóttir snyrti- fræðingur og eiga þau tvo syni, Hall- dór Inga og Kristófer Mána. Systkini Árna: Guðjón Rúnar Guð- jónsson, f. 19.5. 1940, fórst í flugslys- inu á Srí Lanka 1978, flugmaður en hans kona var Sigríður Alexanders- dóttir og eignuðust þau þrjú börn; Auður Guðjónsdóttir, f. 2.5. 1943, verslunarmaður, búsett í Hafnarfirði en maður hennar er Guðbjartur Þor- móðsson og eiga þau tvö börn. Foreldrar Árna voru Guðjón Árna- son, f. 22.2. 1909, d. 1990, vélstjóri, og Magnúsína Katrín Guðjónsdóttir, f. 21.6. 1912, d. 1974. Þau bjuggu í Hafn- arfirði. Ætt Guðjón var sonur Árna Jónatansson- ar og Ingibjargar Cýrusdóttur frá Hell- issandi. Magnúsína var dóttir Guðjóns Magnússonar, skósmiðs í Hafnarfirði, og Guðrúnar Einarsdóttur. Auður Eir Guðmundsdóttir Leiðsögumaður á Akureyri Árni Ingi Guðjónsson Vélvirki í Hafnarfirði Arnór Bjarki Blomsterberg Nemi í guðfræði við Háskóla Íslands Sæmundur Hreinn Gíslason Bifreiðasmiður Sveinbjörg Rut Pétursdóttir MSc-nemi í alþjóðaviðskiptum 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 60 ára sl. fimmtudag 70 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.