Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 28
26 | Viðtal 11.–13. nóvember Helgarblað Eins má spyrja hvað sé rangt við þessar minningar og hvern- ig annað fólk geti fullyrt að þær séu rangar. Hvernig getur fólk vitað hvort eitthvað óeðli- legt fari fram á milli föður og barns? Við vitum til dæmis að fólk stundar kynlíf en við vitum sjaldnast af því þegar það gerir það.“ Skelfingu lostin kona hringdi Hún áttar sig heldur ekki á því af hverju hún ætti að ljúga þessu, hver tilgangurinn væri. „Ef ég væri að ljúga, af hverju væri ég þá ekki löngu búin að segja þessa sögu? Ég skil þetta ekki,“ segir Guðrún Ebba og hristir höfuðið. „Hvaða skila- boð erum við að senda? Við vit- um að fullt af fólki fylgist með þessu máli. Ein kona hringdi í mig í gær, skelfingu lostin og sannfærð um að enginn myndi trúa sér eftir Kastljósið. Hún var ein af þeim sem pabbi meiddi. Önnur kona hringdi hrædd og reið í Drekaslóð,“ ráðgjafarmið- stöð fyrir þolendur hvers lags ofbeldis. Guðrún Ebba segist ekki geta neytt nokkurn mann til að trúa sér. Það sé ekki skylda neins að gera það. Sjálf kýs hún hins vegar að trúa þeim sem stíga fram og deila reynslu sinni af ofbeldi. „Til dæmis þeim konum sem voru á Bjargi. Ég las frásagnir þeirra og skýrslu vistheimilisnefndarinnar og tek þeirri niðurstöðu að það séu meiri líkur en minni á að þær hafi orðið fyrir einhverju. Meira þarf ég ekki að vita. Ég kýs einn- ig að trúa konunum í Krossin- um.“ Þurfti engan sérfræðing til Hún kemur sér betur fyrir í sóf- anum. „Það er náttúrulega búið að nota nokkra möguleika sem hægt var að hrekja. Fyrst var því haldið fram að ég væri ekki alkóhólisti. Síðan var sagt að ég væri geðveik. Eldri dóttir mín er læknir og var búin að taka geðk- úrsana þegar þetta kom upp. Hún spurði hvaða geðveiki ég væri þá með því það er ekkert til sem heitir óskilgreind geð- veiki. Var ég með geðhvarfa- sýki eða hvað? Nei. Á þessum tíma hef ég heldur aldrei verið greind þunglynd eða fengið lyf til að hjálpa mér með svefninn. Ég er auðvitað óvirkur alkó- hólisti sem glímdi við búli- míu og áfallastreituröskun. En ég varð ekki fyrir neinu áfalli áður en ég fór í meðferð og veit ekki alveg hvað er verið að tala um þegar því er haldið fram. Jú, ég var í slagtogi við mann sem var kannski ekki æskileg- ur félagsskapur,“ segir Guðrún Ebba og hlær, „en ég var bara með honum í nokkra mánuði og hann hafði ekki mikil áhrif á mig. Hann kom engum hug- myndum í kollinn á mér um að ég væri alkóhólisti. Enda þurfti engan sérfræðing til að sjá það að ég væri alki.“ Drakk daglega Hún hlær þegar hún segir að það sé kannski spurning um falskar minningar. „Afneitun- in varðandi kynferðisofbeldið er kannski eins og afneitunin varðandi alkóhólismann. Alk- inn sér vandann ekki sjálfur og þeir sem eru í kringum hann loka líka augunum fyrir því. Ég drakk daglega. Ég var til dæmis mjög drukkin síðustu jólin sem ég átti heima hjá mömmu og pabba árið 2002. Auðvitað var ég ekki alltaf ofurölvi en ég gat ekki verið án áfengis. Enda höfðu stelpurnar mín- ar ekki nokkra trú á því að ég næði bata frá áfengisneyslunni. Þær eru hins vegar mjög stolt- ar af mér núna,“ segir Guðrún Ebba og brosir. „Það er mjög fallegt. Og varðandi falskar minn- ingar þá má það alveg koma fram að fyrstu árin sem ég gekk til sálfræðings var ég ekki að vinna markvisst með ofbeld- ið heldur snerist meðferðin fyrst og fremst um að ná aftur tengslum við dætur mínar og byggja upp traust.“ Elín vildi vernda hana „Það má líka koma fram að það notar enginn sálfræðingur hér á landi þessar aðferðir. Það þekk- ist ekki mál sem tengist fölsk- um minningum svo ég veit ekki hvað þessum prestum gengur til annað en að sá efasemdaf- ræjum. Þetta gerist samt ekki í einhverju tómarúmi og sum- ir hafa sagt að þessar greinar prestsins og sálfræðingsins um falskar minningar hafi verið að- dragandinn að yfirlýsingunni frá fjölskyldunni minni,“ seg- ir Guðrún Ebba en tekur það fram að hún viti ekki hvort það sé rétt. Hún hefur allavega aldrei heyrt fjölskylduna nota þess- ar skýringar áður. „Þau hafa aldrei sagt þetta við mig. Ég talaði síðast við Skúla um jólin 2008 og mömmu í vor. Elín tal- aði reyndar við systur mína sem nefndi þetta þá en Elín sagði mér ekki frá því fyrr en seinna af því hún taldi of sárt fyrir mig að heyra það og vildi vernda mig fyrir því. Síðan fékk hún bréf frá frænku minni þar sem þessar hugmyndir voru reifaðar.“ Hætti að deyfa sig og fór að muna Eitt af því sem sálfræðingurinn Reynir Harðarson gagnrýndi í máli sínu um falskar minn- ingar var að sálfræðingur Guð- rúnar Ebbu hefði spurt hvort hún hefði orðið fyrir einhverju í æsku. „Ása er rosalega var- kár sálfræðingur og spyr aldrei beinna spurninga. Hún spyr hvernig æska mín hefur verið og eitthvað þess háttar. Það var ekki einu sinni hjá henni sem fyrstu minningarnar komu upp. Þær komu upp hjá fjölskyldu- ráðgjafa kirkjunnar sem ég fór nokkrum sinnum til. Af því að þá var ég búin að vera edrú í nokkrar vikur og var hætt að deyfa mig. Mest kom þó til mín þegar ég hætti að kasta upp. Þá var ég borgarfulltrúi og átti stundum tíma fyrir sjálfa mig, var kannski ein heima og fékk sár minningabrot.“ Allt sem upp hefur komið verið rökrétt og í samhengi við annað í hennar lífi. „Ég hef allt- af vitað að þessi minning var þarna einhvers staðar. Líkt og þegar þú hittir manneskju sem var með þér í barnaskóla og spyrð þig hvernig þú hafir getað gleymt henni. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað sem stingi verulega í stúf við mitt líf, ég man ekki eftir geimverum eða morðum.“ Bendir svo á að hún hafi eytt átta árum af sínu lífi í sjálfs- hjálp og heilu ári í að skrifa bók um reynslu sína. „Það er ver- ið að gera rosalega lítið úr mér með þessum skýringum. Ég er ekki viljalaust verkfæri og var reyndar rekin úr meðferð fyrir stjórnsemi,“ segir Guðrún Ebba og hlær. „Á þessum tíma hef ég verið í borgarstjórn, formað- ur nefndar um endurskoðun grunnskólalaga, tekið þátt í að stofna Blátt áfram og Drekaslóð og sinnt kennslu.“ Æfingar til að framkalla falskar minningar Hún heldur áfram og segir þessar skýringar úr lausu lofti gripnar. „Enda sá ég að sálfræð- ingnum brá þegar Pétur Tyrf- ingsson, formaður sálfræðinga- félagsins, kom fram af fullum þunga og fordæmdi þessar að- dróttanir og hann áttaði sig á al- varleika málsins. Um leið breyttust skýr- ingarnar á því hvernig þessar fölsku minningar eiga að hafa orðið til,“ segir hún. „Fyrst var talað um viðtalsmeðferð. Svo var sagt að ég hefði lesið mér til og gert æfingar sem kölluðu fram falskar minningar.“ Guð- rún Ebba getur vart varist hlátri, fáránleikinn er slíkur. „Tveimur árum eftir að ég fór að vinna með þessar minn- ingar keypti ég bókina Cou- rage to Heal. Þar eru æfingar en ég gerði þær aldri. Hins veg- ar fannst mér frábært að lesa um það hvers maður getur bú- ist við af fjölskyldunni ef maður greinir frá kynferðisofbeldi. Það þarf að tala um það að með því að segja frá sifjaspellum getur maður kallað á útilokun.“ Blítt ofbeldi Í átta ár hefur hún þurft að verja sig og standa með sjálfri sér, vera sinn helsti bandamaður. „Í átta ár hef ég heyrt mismunandi útgáfur af því hvernig ég er en samt hef ég alltaf haldið áfram. Eflaust vonaðist fólk til að ég myndi fara að hætta þessu, láta af þessari vitleysu,“ segir Guð- rún Ebba. „En það skiptir öllu máli að ég hafi ekki hætt. Ég er allt önnur kona núna en ég var áður. Mér líður ekki illa á al- mannafæri lengur. Skömmin er farin. Ég er samt ekki komin á endastöð, en ég vissi að ég þyrfti að vera nógu sterk til að þola það opinberlega að vera sögð geðveik, lygari eða með falsk- ar minningar. Ég er alveg nógu sterk til þess. Ég get kannski dottið niður í kvíða eða ótta en ég þarf ekki að deyfa mig, drekka, kasta upp eða halda við einhvern mann. Og í fyrra sann- aði ég það fyrir sjálfri mér að ég get lifað af án þess að vinna yfir- vinnu. Í raun er það bara léttir að fá þetta upp á yfirborðið því þetta er ekki það versta sem ég hef þolað og stuðningurinn er gríð- arlegur. Þetta er bara blítt of- beldi. Ég trúi því líka að maður sé eins sjúkur og leyndarmálin. En það skiptir ofsalega miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig og gefa sér tíma.“ Þráði afsökunarbeiðni Hún hefur líka fengið gríðar- legan stuðning. „Ég hef endur- nýjað samband mitt við frænd- systkini mín sem áttuðu sig ekki á því að þau hefðu tekið afstöðu með afskiptaleysi og skilja ekki hvað þau voru að spá. Mér þykir vænt um það. Eins hringdi æskuvinur hans pabba í mig og sagðist taka hatt- inn ofan fyrir mér. Æskuvinkona mín hringdi og sagðist muna eftir því þegar hún gisti heima og pabbi kom að sækja mig um nóttina. Hún hélt að alltaf að ég hefði átt að passa Skúla. Fólk hefur sagt að ég skuli ekki voga mér að hætta núna. Það er flott áskorun. Ég hef fengið rosalega skýr skilaboð, bæði frá prestum og fólki í kringum mig, að láta þetta ekki buga mig heldur bera höfuðið hátt, því ég er í sannleikanum. Þetta breytir engu. Það breytir ekki sannleikanum þótt einhver segi eitthvað annað um mig. Auðvitað hefur það áhrif á mig en ég er ekki eins og ég var, ég festist ekki í óttanum og kvíðan- um. Ég trúi því að sá æðri mátt- ur sem ég trúi á finni bestu leið- ina út úr þessu. Það er heldur ekki veikleika- merki að biðja um hjálp eða viðurkenna að líf mitt hafi ekki verið hundrað prósent eða fullt af andstæðum. Það dregur ekki úr trúverðugleika mínum. Það er heldur ekki hægt að segja að af því að pabbi var svona maður þá geti hann ekki hafa átt þetta í sér. Þetta getur gerst í öllum fjölskyldum. Staða og virðing getur verið skálka- skjól fyrir ofbeldi. En ég bið Guð að taka frá mér óraunhæf- an ótta og óraunhæfar vænt- ingar. Ég velti því til dæmis fyr- ir mér hvort ég ætti að segja frá því í bókinni að ég þráði það að pabbi væri góður við mig og þráði að heyra hann segja fyrir- gefðu. Sumir skilja ekki hvernig ég gat hugsað mér það, en hann var pabbi minn og var oft góður við mig. Þó að ég hafi verið beitt kynferðisofbeldi var lífið ekki einn táradalur. Lífið var stund- um skemmtilegt. Ég kann að lifa í sársauka og gleði.“ „Eða eru það falskar minn- ingar að ég leitaði í menn sem voru giftir eða höfðu vald yfir mér og ég var háð með einum eða öðr- um hætti? Spurning um ákvörðun Ólafur hampaði Guðrúnu Ebbu og lét mikið með hana. Hún segir að það geri sifjaspell svo flókin, að í gerandanum býr ekki annaðhvort gott eða vont heldur hvort tveggja. Það sé því alltaf spurning um ákvörðun hvort fólk trúi frásögn þolandans eða ekki. Samherjar Guðrún Ebba myndi ekki vilja fara í gegnum þetta ferli aftur þótt samstarfið hafi gengið vel, vegna þess að Elín spurði stundum svo hvassra spurninga ð Guðrún Ebba fékk fyrir hjartað. Elín hefur samt reynt að verja Guð- rúnu Ebbu og sagði henni ekki frá samtali sínu við systur hennar fyrr en seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.