Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 64
Gerum hús að heimili Opið Mánudaga–föstudaga kl. 10 –18 Laugardaga kl. 10–17 Sunnudaga kl. 13–17 Tekk-Company Kauptúni Sími 564 4400 www.tekk.is F A B R I K A N 20% 20% NÝ HÚSGAGNALÍNA ÚR TEKKI FRÁ KERTI, SERVÍETTUR OG ELDSPÝTUR FRÁ HEKLU afsláttur af öllum húsgögnum frá ethnicraft afsláttur Gerum hús að heimili Opið Mánudaga–föstudaga kl. 10 –18 Laugardaga kl. 10–17 Sunnudaga kl. 13–17 Tekk-Company Kauptúni Sími 564 4400 www.tekk.is F A B R I K A N NÝ HÚSGAGNALÍNA ÚR TEKKI FRÁ KERTI, SERVÍETTUR OG ELDSPÝTUR FRÁ HEKLU afsláttur af öllum húsgögnum frá ethnicraft afsláttur Guðmundur ráðagóði? Stýrir fjármögnun Vaðlaheiðarganga n Guðmundur Ólason, fyrrverandi for- stjóri eignarhaldsfélagsins Mile- stone, er einn aðalráðgjafi íslenska ríkisins varðandi byggingu Vaðla- heiðarganga. Forstjórinn fyrrver- andi er starfsmaður fyrirtækjaráð- gjafar MP Banka sem vinnur fyrir ríkið að skipulagningu byggingar ganganna. Eitt af því sem Guð- mundur gerir er að veita ríkinu ráðleggingar um fjármögnunina á verkinu. Forsendur ríkisins fyrir arðsemi Vaðlaheiðarganga eru því að hluta forsendur Guðmundar. Guðmundur hefur verið til rann- sóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara út af viðskiptum Mile- stone með bótasjóð tryggingafélagsins Sjóvár. Steingrímur Wernersson bar því við í yfirheyrslum hjá saksóknara að Guðmundur hefði stýrt fjárfestingum með bótasjóð Sjóvár. Hugtak vikunnar n Hugtak vikunnar í umræðunni er sálfræðihugtakið „falskar minn- ingar“. Þetta er ekki nýtt hugtak en það var stimplað eftirminnilega inn í umræðuna í vikunni í Kastljósþætti af bróður Guðrúnar Ebbu Ólafsdótt- ur og hafa ýmsir gárungar leikið sér með það í kjölfarið. Hugtakið getur verið öflugt vopn í baráttunni við drauga fortíðarinnar á ýmsum víg- stöðvum. Þannig geta hagsmunaðilar í einstökum málum notað hugtakið til afneita óþægilegum vitnisburði annarra án þess þó að væna þá um beinar lygar. Ósannindi sem einhver heldur fram eru þannig ekki meðvit- uð heldur geta þau byggt á „fölskum minningum“. Viðkomandi heldur því ekki aðeins fram ósann- indum á grundvelli „falskra minninga“ heldur eru vopnin líka slegin úr höndum hans með því að hann sé ómarktæk heim- ild þar sem andlegt jafnvægi skorti. PR-menn Íslands takið eftir! Frjálslyndi Framsóknar n Gunnar Bragi Sveinsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, birti grein í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann gagnrýndi Eirík Berg- mann Einarsson stjórnmálafræðing harðlega fyrir að kenna flokk hans við þjóðernisöfgahyggju. Þing- manninum var mikið niðri fyrir í greininni og sagði hann málflutn- ing Eiríks Bergmann meðal annars vera „ósmekklega“ og „ógeðslega“ „móðgun“. Gunnar Bragi reynir svo að færa rök fyrir því að Framsókn- arflokkurinn sé í eðli sínu frjáls- lyndur. Hann lýkur greininni á stað- hæfingunni; „Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmað- ur.“ Samkvæmt þessu ættu allir framsóknar- menn að vera frjáls- lyndir og allir frjáls- lyndir menn ættu að geta fundið sig í flokknum. Þetta eru ný tíð- indi. V ið erum á sjö manna bíl,“ segir Kastljóss- og Útsvars- stjarnan Þóra Arnórsdóttir aðspurð hvort fjölskyldan lendi nokkuð í vandræð- um þegar þau ferðast öll saman, en hún telur sjö og von er á áttunda fjöl- skyldumeðlimnum með vorinu. Að sögn Þóru eru hún og maður henn- ar, Svavar Halldórsson fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, þó ekki farin að íhuga kaup á stærri bíl, enda á hún ekki von á sér fyrr en 8. maí og því nægur tími til stefnu. Þóra og Svavar eiga miklu barnaláni að fagna en þau eiga saman tvö börn; Halldór Narfa sex ára og Nínu Sólveigu þriggja ára. Þá á Svavar þrjár dætur frá fyrra hjónabandi. Þóra viðurkennir að oft sé mikið fjör á heimilinu þegar allir fjölskyldumeðlimir eru þar saman- komnir. Fjörið mun því að öllum lík- indum aukast enn frekar þegar enn eitt barnið bætist í hópinn. Parið mun hafa fært samstarfsfélögum sínum á Ríkisútvarpinu gleðitíðindin í síðustu viku. Það er óhætt að segja að Svavar hafi staðið í stórræðum síðustu vik- ur og mánuði en hann hefur þurft að berjast við útrásarvíkinga fyrir dóm- stólum vegna fréttaflutnings af mál- um þeirra. Hann var í vor sýknaður í meiðyrðamáli sem Pálmi Haraldsson í Fons höfðaði gegn honum. En Pálmi höfðaði skömmu síðar annað mál gegn honum sem ekki hefur enn ver- ið dæmt í. Þá var Svavar nýlega sýkn- aður í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar lætur útrásarvíkingana þó greinilega ekki slá sig út af laginu og heldur sínu striki, bæði í frétta- mennsku og barneignum. solrun@dv.is Fjör á heimili Þóru og Svavars n RÚV-par á von á barni í vor Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 11.–13. nÓVEmBER 2011 130. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Barnalán Svavar og Þóra eiga von á sínu þriðja barni saman í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.