Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað hefst 29. nóvember kl. 19.35–20.45 Félag Magnúsar gjaldþrota n Þriggja milljarða gjaldþrot Sólmon F járfestingafélag fjárfestisins Magnúsar Ármann hefur ver­ ið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið, sem heitir Sólmon, skuldaði rúma þrjá milljarða króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Sjálfur hafði Magnús búist við þessu en í ársreikningi félagsins sagði að stjórnin ætti í viðræðum við lánardrottna en tækist ekki að semja við þá um skuldirnar væri ekki annað í stöðunni en að setja félagið í þrot. Af ársreikningi Sólmon kemur fram að félagið fjárfesti mikið í fram­ virkum samningum með hlutabréf en tap félagsins á árunum 2007 til 2009 af slíkum samningum nam rúmum tveimur milljörðum króna. Framvirk­ ir samningar ganga út á að menn veðji um að gengi ákveðinna bréfa hækki á ákveðnu tímabili. Magnús var einn af útrásarvíkingunum en hann fjárfesti meðal annars með Hannesi Smára­ syni í ýmsum félögum. Hann átti stór­ an hlut í FL Group í gegnum félög á borð við Materia Invest og Sólmon auk þess að vera einn stærsti hluthaf­ inn í sparisjóðnum Byr. Sólmon er eignalaust félag og virð­ ist sem það hafi verið stofnað í þeim tilgangi að eiga í viðskiptum með hlutabréf í FL Group. Eigið fé félagsins var neikvætt um 3,6 milljarða sam­ kvæmt síðasta ársreikningi þess auk áðurnefndra þriggja milljarða skulda. Líklegt verður að teljast að Magnús hafi gert framvirka samninga með hlutabréf í FL Group en hlutabréfa­ verðið í því félagi hrundi í árslok 2007 og markaði það upphafið að íslenska efnahagshruninu. adalsteinn@dv.is Útrásarvíkingur Magnús Ármann var stærsti eigandinn í sparisjóðnum Byr en hann fjárfesti einnig í FL Group. Göngin ekki talin standa undir sér Hagfræðingur sem starfar í stjórn­ sýslunni telur að rekstur Vaðlaheiðar­ ganga muni ekki standa undir af­ borgunum af lánum sem nota á til að fjármagna göngin. Þetta kemur fram í vinnuskjali frá hagfræðingnum sem þingmenn hafa aðgang að varðandi byggingu ganganna. Fyrirliggjandi tilboð í byggingu ganganna nemur 9,3 milljörðum króna. Nafn hagfræð­ ingsins liggur ekki fyrir. Orðrétt segir í niðurstöðu hag­ fræðingsins um málið, en stefnt er að því að fjármagna bygginguna með tvenns konar konar lántökum, jafn­ greiðsluláni og svokölluðu „cash sweep láni“, sem er annað orð yfir kúlulán: „Ekki er því hægt að gera ráð fyrir því að reksturinn standi undir afborgunum af afborgunum jafngreiðslulánsins hvað þá að hann skili afgangi til að greiða eingreiðslu hlutann.“ Umhverfis­ og samgöngunefnd Alþingis ákvað í vikunni að láta Ríkis­ endurskoðun endurmeta þær for­ sendur sem liggja til grundvallar þeirri arðsemisgreiningu sem unnin hefur verið um Vaðlaheiðargöng. Gagnrýni hagfræðingsins sem um ræðir hér snýr að þessum forsendum. Til stendur að greiða niður kostnað­ inn við göngin með veggjöldum upp á 1.000 krónur og að göngin muni standa undir sér ef um 90 prósent af þeirri umferð sem nú fer um Víkur­ skarð fari um þau. Hagfræðingur­ inn gagnrýnir meðal annars þessar forsendur. „Áætluð meðalumferð ofmetin. Áætluð umferð er 90% af meðal umferð á dag allt árið en eðli­ legra er að reikna með meðalumferð yfir vetrartímann þar sem tímasparn­ aður er eingöngu 10 mínútur við að fara um göngin og sumarumferð mun væntanlega ekki sjá sér hag í að fara um göngin. Reiknað er með 1.163 bílum í stað u.þ.b. 700 bílum sem er meðalumferðin yfir veturinn.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármála­ ráðherra sagði á fundi um byggingu ganganna í vikunni að hann teldi óþarft að ráðast í frekari greiningar á arðsemi ganganna. „Við teljum að þessar forsendur séu eins traustar og getur verið […] Af hálfu fjármála­ ráðuneytisins sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunar­ samningi þannig að hægt sé að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa.“ Ekki var einhugur um þetta mat Steingríms í umhverfis­ og samgöngunefnd og þótti tilefni til að vísa málinu til Ríkis­ endurskoðunar. Niðurstaða hennar mun líklega liggja fyrir eftir helgi. ingi@dv.is K arl Wernersson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi eign­ arhaldsfélagsins Milestone, mun að öllum líkindum halda lyfjaverslunum Lyfjum og heilsu samkvæmt skuldauppgjöri sem hann er að vinna að við Íslands­ banka. Skuldauppgjörið mun líklega fela í sér skuldaafskriftir hjá Lyfjum og heilsu og eða móðurfélagi þess, Aurláka ehf. Þetta herma heimildir DV. Lyf og heilsa er með á milli 30 og 35 prósenta markaðshlutdeild á lyfja­ markaðnum á Íslandi. Heimildarmaður DV segir um málið: „Ef það er ekki búið að ganga frá uppgjörinu nú þegar þá er Íslands­ banki við það að ganga frá samningi við Kalla Werners um skuldauppgjör sem meðal annars felur í sér að hann haldi Lyfjum og heilsu.“ Lyf og heilsa skuldaði um 1.700 milljónir króna í árslok 2009 og Aurláki ehf. skuldar Íslandsbanka um 3 milljarða króna. Heimildir DV herma að ekki sé búið að ganga endanlega frá skuldaupp­ gjörinu en að það sé á lokametrum og því verði lokið innan einhverra vikna í síðasta lagi. Skuldauppgjör Karls hefur verið lengi í vinnslu sam­ kvæmt heimildum blaðsins. Til umræðu hefur komið innan Ís­ landsbanka að taka Lyf og heilsu af Karli upp í þessar skuldir en nú virð­ ist sem hinn kosturinn verði ofan á: Að Karl fái að halda lyfjaverslunum. Eitt af því sem deilt hefur verið um í viðræðunum er hvort Karl eigi að koma með eiginfjárframlag inn í fyr­ irtækið í uppgjörinu eða ekki, sam­ kvæmt heimildum DV. Samkomulag gert eftir hrun Karl og bróðir hans, Steingrímur Wernersson, komust að samkomu­ lagi við Íslandsbanka í mars 2009 um að bankinn tæki hlutabréf þeirra, sem þeir eiga í gegnum Aurláka ehf., í lyfjaverslunum að veði vegna skuld­ ar þeirra við bankann. DV greindi frá þessu samkomulagi í febrúar í fyrra. Lánasamningur þeirra við Íslands­ banka, sem var frá árinu 2004, rann þá út og þurfti að endurnýja lána­ samninginn við bankann. Þetta var gert með því að veðsetja bréf Aurláka í Lyfjum og heilsu fyrir skuldunum. Reynt að rifta sölunni Ári áður, í mars 2008, hafði Aur­ láki eignast Lyf og heilsu með 3,4 milljarða króna viðskiptum við eitt af dótturfélögum Milestone, L&H eignarhaldsfélag. Lyf og heilsa er eina stóra eignin sem eftir er í við­ skiptaveldi þeirra Wernersbræðra en meðal þess sem þeir hafa misst frá bankahruninu 2008 er Sjóvá, Askar, Avant og eignarhlutur í Glitni. Aurláki greiddi ekkert fyrir Lyf og heilsu árið 2008 heldur tók félagið yfir 2,5 millj­ arða skuld L&H eignarhaldsfélags við Glitni, sem í dag heitir Íslandsbanki. Þar að auki voru 900 milljónir króna greiddar með skuldajöfnun með við­ skiptakröfum sem keyptar voru í skattaskjólinu Sey chelles­eyjum. Í kaupsamningnum á milli L&H eign­ arhaldsfélags og Aurláka kom fram að fyrrnefnda félagið veitti því síðar­ nefnda seljendalán sem greiðast skyldi „við fyrsta hentugleika“. Þessi upphæð var svo greidd með áður­ nefndri skuldajöfnun. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, hefur höfðað rift­ unarmál út af sölu Lyfja og heilsu til Aurláka ehf. Riftunarmálið er höfðað á þeim forsendum að Milestone hafi ekki verið gjaldfært – tæknilega gjald­ þrota – á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað og að því hafi salan snúist um að koma eignum undan búi Milestone. 900 milljóna hagnaður Í nóvember í fyrra greindi DV frá því að Karl Wernersson hefði greitt rúm­ lega 389 milljóna króna arð út úr Lyfj­ um og heilsu og til Aurláka á árunum 2008 og 2009. Þetta kom fram í óbirt­ um ársreikningum Lyfja og heilsu sem DV hefur undir höndum. Samkvæmt þessum ársreikningum var rekstr­ arhagnaður lyfjaverslananna mjög góður bæði árin, 600 og 300 milljón­ ir króna. Rekstrartekjurnar árið 2009 námu 6,6 milljörðum króna og skuld­ irnar námu 1,7 milljörðum króna. Skilyrði voru því fyrir hendi til að greiða út arðinn. Karl sagði þá að­ spurður að arðurinn hefði runnið upp í skuldir Aurláka við Íslands­ banka. „Eins og hjá öllum fyrirtækj­ um og heimilum í landinu fer hver aukakróna sem til er til bankanna í dag,“ sagði Karl. Lyf og heilsa er því afar arðbært fyrirtæki með sterka stöðu á lyfja­ markaðnum. Svo virðist sem Karl muni halda fyrirtækinu eftir skulda­ uppgjörið við Íslandsbanka. n Er við að ljúka skuldauppgjöri við Íslandsbanka n Lyf og heilsa er með 30 til 35 % markaðshlutdeild á lyfjamarkaði n Skilaði 900 milljóna hagnaði árin 2008 og 2009 Karl heldur líklega Lyfjum og heilsu „Ef það er ekki búið að ganga frá upp- gjörinu nú þegar þá er Ís- landsbanki við það að ganga frá samningi við Kalla Werners. 504 milljóna króna greiðslum ekki rift n Riftunarmáli þrotabús Milestone á hendur Karli Wernerssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Þá var Milestone ehf. gert að greiða Karli Wernerssyni 600 þúsund krónur í málskostnað. Þrotabúið krafðist þess að fjórum greiðslum á árunum 2007 til 2009, samtals að fjárhæð rúmlega 504 milljóna króna, yrði rift. Þá var Karl krafinn um að greiða þrotabúinu rúmlega 418 milljónir króna. Héraðsdómur taldi hins vegar að frestur til máls- höfðunar hafi verið runninn út þegar þrotabú Milestone höfðaði málið 9. nóvember í fyrra. Málinu var því vísað frá dómi. Samkvæmt dómnum heldur Karl því þessum rúmlega 500 milljóna króna greiðslum sem hann var krafinn um. Þrotabú Milestone ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Heldur líklega lyfjabúðunum Karl Wernersson mun að öllum líkindum halda lyfjabúðunum Lyfjum og heilsu eftir skuldauppgjör við Íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.