Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 11.–13. nóvember Helgarblað Vissi að konan var ekki gaur Grínistinn eldhressi, Pétur Jóhann Sigfússon, talar um ástina í nýjasta hefti Monitor en hann kynntist núverandi konu sinni á samskiptavefn­ um Myspace á sínum tíma en ekki er langt síðan þau eign­ uðust sitt fyrsta barn saman. Pétur segir í viðtalinu að hann hafi verið búinn að sjá hana áður en hann fór að tala við hana á netinu. „Ég kynnt­ ist henni á netheimum, svo ég vissi alveg að hún væri ekta, að hún væri ekki gaur eða eitthvað svoleiðis. Hún var reyndar alveg ótrúlega skemmtileg á netspjallinu,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Elti klipparann á milli landa Hárgreiðslumaðurinn Böðv­ ar Þór Eggertsson hefur um árabil verið einn af vinsæl­ ustu hárgreiðslumönnum landsins. Böddi, eins og hann er kallaður, er fluttur til Svíþjóðar og því hafa fjöl­ margir kúnnar hans þurft að finna sér nýjan klippara. Söngkonan Helga Möller hlýtur að vera einn af dygg­ ustu viðskiptavinum Bödda því Helga lét flutningana ekki stöðva sig frá því að komast í stólinn til Bödda. Helga var nefnilega í Kaupmannahöfn á dögunum og gerði sér lítið fyrir og skaust í klippingu til Bödda sem býr nú í Malmö. Magnesíum- æði á Íslandi Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason segir í Face­ book­færslu að í stað bumbubana og fótanudd­ tækis komi magnesíum og D­vítamín. Sölvi er ekki sá eini sem nýtir sér slakandi eiginleika magnesíum­stein­ efnis og uppbyggjandi því Rakel Garðarsdóttir hjá Vesturporti tekur efnið inn í duftformi ef hún á erfitt með svefn eða er undir álagi. É g er í miklum laga­ smíðaham þessa dag­ ana og er að safna í plötu. Loksins er mað­ ur að vinna að sinni eigin músík undir eigin merkjum,“ segir tónlistarmaðurinn Pét­ ur Örn Guðmundsson en aðdáendur Péturs geta nálg­ ast lög hans á netinu. Pét­ ur sendi tvö þessara laga í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu en hann hefur verið öflugur liðsmaður bak­ radda í íslenska liðinu í Euro­ vision í gegnum tíðina. En er ekki kominn tími á hann fyrir Íslands hönd? „Ég veit ekki sem flytjandi en hugs­ anlega sem lagahöfundur. Ég vil miklu frekar koma mér á framfæri sem lagahöfundur þótt ég sé slarkfær á báðum vígstöðvum.“ Pétur Örn, sem hefur oft verið kallaður Pétur Jesú, hefur líklega aldrei verið jafn líkur frelsaranum og einmitt núna. „Ég er að safna skeggi. Ég var í Hárinu í Hörpu í sumar og ákvað að safna áfram. Ég hef aldrei verið með svona mikið skegg og mér er farið að þykja vænt um það. Það er alveg spurn­ ing hvort maður taki að sér jólasveinagigg í desemb­ er og verði fyrsti rauðhærði jólasveinninn. Svo er þetta líka gott í kuldanum. Ég er að safna mér fyrir trefli og á meðan held ég skegginu,“ segir hann og bætir við að litlu frændsystkinum hans þyki gaman að hanga í skegg­ inu. „Ég er alveg uppáhalds­ frændinn þessa dagna og er yfirleitt með þrjú til fimm hangandi börn í skegginu sem mynda skemmtilega en undarlega hálsfesti.“ Fyrsti rauðhærði jólasveinninn n Pétur Örn hefur aldrei verið jafn líkur Jesú Loksins sóló Pétur Örn er í miklum lagasmíðaham þessa dagana og ætlar að gefa út plötu undir eigin merkjum. mynd Jói B É g var rosalega mikið einn með ömmu þeg­ ar ég var lítill en amma gerði aldrei greinarmun á hverjir voru lifandi og hverjir dánir og hverjir bjuggu í álfahólum,“ segir Heiðar Jóns­ son snyrtir en eitt af störfum Heiðars er að vinna sem mið­ ill. „Skyggnigáfan hefur allt­ af verið hluti af minni tilveru. Ég hef aldrei orðið hræddur. Þetta hefur bara verið yndisleg viðbót í tilveruna,“ segir Heið­ ar sem tekur að sér litla hópa þar sem hann „andast“, eins og hann kallar það, á léttum nót­ um. „Ég andast í heimahúsum gegn vægu gjaldi,“ segir hann hlæjandi og bætir við að það þurfi ekki að veita honum ná­ bjargir á eftir. Heiðar segir sama hópinn af framliðnum fylgja honum. „Sumir þeirra voru hluti af lífi mínu en aðrir ekki. Þetta er ólíkt fólk og enginn af þeim er eitthvað líkur mér. Nema kannski amma mín. Ég hef allt­ af verið talinn líkur henni. Það muna ef til vill margir eftir Stef­ aníu á Krossum.“ Heiðar segir hópinn sinn sem betur fer kunna að meta húmor. „Ég undirbý mig alltaf áður en ég fer að vinna og þá held ég smá fund með mínu fólki þar sem við ræðum það sem við erum að fara að gera. Ég hef alveg lent í vandræðum en framliðnir hafa húmor. Ég hef aldrei hitt á leiðinlegt eða vont fólk eða fólk með váfréttir. Þetta fólk hefur svo mikið fyrir því að koma til okkar og er upp til hópa jákvætt.“ Heiðar segist oftast nota skyggnigáfuna til að skemmta. „Það er einstaka sinnum hægt að plata mig út í alvöruna en ég er miklu meiri hópvinnukarl. Ég nýt mín best í hóp. Ég er ljón og þarf að hafa hirð í kring­ um mig. Ég verð bara feiminn og ómögulegur einn á móti ókunnugri manneskju,“ segir Heiðar og bætir við að það sé allur gangur á því hvort fólk trúi á skyggnigáfu. „Það þarf ekkert að vera að ég trúi þessu sjálfur. Kannski er ég bara svona kjöftugur. Ég trúi á þetta og trúi ekki á þetta. Svona eins og við trúum á Guð almátt­ ugan. Ég spyr oft þá vantrúðu hvort þeir elski maka sinn og bið þá um að útskýra hvernig. Það er ekki hægt. Það er bara staðreynd að þeir elska hann og það sama er með þetta.“ Heiðar, sem vinnur sem flugþjónn, segist stundum grípa í gáfuna þegar lítið sé að gera uppi í loftinu. „Stund­ um biður fólkið mig sem er að vinna með mér að kíkja á eitt­ hvað fyrir sig og það er alveg hægt uppi í flugvél. Ég andast hins vegar ekki með farþegun­ um. Maður þarf að kunna sér takmörk. Sigga Klingenberg frænka mín kemur hins vegar stundum og andast með far­ þegunum og það er voðalega gaman.“ n Alltaf verið skyggn n Framliðnir með húmor n Aldrei orðið hræddur Heiðar „andast“ í heimahúsum Skyggn Heiðar segist aldrei hafa hitt vondan eða leiðin- legan framliðinn einstakling. „Ég andast hins vegar ekki með farþegunum. Maður þarf að kunna sér takmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.