Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 2
D ularfullar símhringingar berast í sí og æ til Neyðar- línunnar frá gömlum mann- lausum sveitabæ á Snæ- fellsnesi. Gunnar Jónsson, eigandi bæjarins, býr að jafnaði í Garðabænum en dvelur þó nokkuð á bænum ásamt konu sinni þar sem þau eru með hesta og reka jafnframt ferðaþjónustu. Draugar hringja á hjálp Þar sem bærinn er mannlaus löngum stundum og ekkert sím- tæki er á staðnum, er ekki skrýtið að Gunnar segi að gamni sínu að draug- arnir á bænum hljóti að vera að leita eftir einhvers konar aðstoð. Líklegri skýring er þó að línan sem liggur að bænum sé biluð, en Gunnar er ósátt- ur við þjónustu Símans en hann seg- ir fyrirtækið neita að fella niður þau gjöld sem hann hefur greitt þrátt fyrir að hafa látið loka fyrir númerið fyrir tveimur árum. Rukkað fyrir lokað númer „Það var fyrr í mánuðinum sem ég var að kaupa mér nýjan síma hjá Sím- anum að konan sem afgreiddi mig skoðaði símanúmer sem eru skráð á mig að hún sagði í gríni að mér þætti greinilega gaman að tala í símann, þar sem hún sá á tölvuskjánum hjá sér mikla notkun á þeim símum sem skráðir eru á mig. Ég kannaðist nú ekki við það og við nánari athugun kom í ljós að þetta gamla númer sem ég hafði látið loka fyrir tveimur árum var að hringja út í sífellu.“ Þrátt fyrir að Gunnar hafi látið loka númerinu var hann rukkaður fyrir notkun og vildi hann fá niður- fellingu á gjöldum númerinu tengdu. „Mér var þverneitað um það og því bað ég um að frá yfirlit yfir hringd símtöl og sá að það hafi verið hringt 17 sinnum í Neyðarlínuna frá því í júlí. Það kostar ekkert að hringja í 112 en þeir eru búnir að vera að rukka mig um afnotagjöld af símanum í allan þennan tíma sem hann átti að vera lokaður og neita að endurgreiða mér.“ Enginn á línunni Gunnar hafði samband við Neyðar- línuna til að vita hvort einhver þar gæti gefið skýringu á þessum hring- ingum og fékk þau svör að síminn sem hringt væri úr væri bilaður, en hann hringdi alltaf öðru hvoru, iðulega að nóttu til. Enginn sé á lín- unni og aldrei hafi verið send hjálp á staðinn. Hringingar af þessu tagi séu ekki einsdæmi. Þar sem ekkert símtæki er á bænum liggur bilunin sennilega í línunni sem númerið er tengt við. „Það hlýtur að vera línan sem er biluð, annars verð ég líklega að kalla til miðil,“ segir Gunnar og hlær. Þrátt fyrir að um lágar upp- hæðir sé að ræða er Gunnar ósátt- ur við að eiga að borga fyrir númer sem á að vera lokað og bendir á að þessi bilun hljóti að vera á ábyrgð Símans. „Þegar ég talaði aftur við starfsmann Símans og sagði hon- um hvað hvað þeir hjá Neyðarlín- unni höfðu sagt mér sagði hann að sér þætti ótrúlegt að síminn gæti hringt án þess að vera í sambandi. Ég sagði honum að það þætti mér líka, en það væri ekki á mínum veg- um að komast að því hvað væri að og það væri alls ekki á minni könnu að borga fyrir síma sem ekki er til staðar.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, kannaðist ekki við málið og gat ekki svarað blaða- manni áður en blaðið fór í prent- un. 2 | Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Unga móðirin send í raflost Styrmir Gunnars- son, fyrrverandi ritstjóri, fjallar um sjúkra- sögu eiginkonu sinnar, Sigrúnar Finnbogadótt- ur, í nýrri bók sem ber heitið Ómunatíð, saga um geðveiki. DV fjallaði um málið á miðvikudag en Sigrún hefur verið lögð 11 sinnum inn á geðdeild. Hún var greind með geðklofa en síðar með geðhvarfasýki. „Heimili okkar lokaðist smátt og smátt […] Við höfð- um ekki áhuga á að fá fólk í heim- sókn,“ segir Styrmir meðal annars í bókinni en Sigrún var meðal annars send í raflostmeðferð þegar hún var ung. Handboltahetja í vanda Slitastjórn Kaup- þings hefur stefnt hand- knattleiks- manninum og þjálfaranum Júlíusi Jónas- syni fyrir dóm. DV fjallaði um málið á mánu- dag en málið snýst um lán vegna hlutabréfakaupa. Eins og kunn- ugt er felldi stjórn Kaupþings niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í bank- anum sjálfum eftir hrunið. Fjölmörg sambærileg mál eru nú til meðferðar en alls fengu um 80 starfsmenn lán hjá bankanum upp á alls um 50 millj- ónir króna, til þess að kaupa bréf í bankanum sjálfum. Sterabylgja á Íslandi Mikil aukn- ing hefur orðið í innflutn- ingi á sterum hingað til lands samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Nýlega lagði lögregla hald á mikið magn stera í sendingu sem kom með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum DV innan úr vaxtarræktar- og kraftlyft- ingaheiminum er töluvert mikið um steranotkun á meðal vaxtarræktar- og kraftlyftingafólks sem stendur fyrir utan Kraftlyftingasamband Íslands. Benda þeir á að keppendur í vaxtar- rækt séu mjög sjaldan lyfjaprófaðir. Fréttir vikunnar í DV Konan send Líf styrmis Gunnarssonar tóK KoLLsteypu w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 16.–17. nóvember 2011 miðvikudagur/fimmtudagur 13 2 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . í rafLost n Geðsýkin stýrði öllu n Eiginkonan varð skyndilega geðveik n „Annað skipti meira máli en fánýtur frami“ 10 „Konan mín æddi um íbúðina Tugmilljóna arður vekur spurningar Skilar Kristján arðinum? 3 8 Milljarðar frá Íslandi til vogunarsjóða n „Nú vitum við ekki hvað verður“ n Enginn fylgist með breytingunum Peningar renna út úr hagkerfinu Fluttur til Kína 2–3 Fasteignakóngurinn Jákup 75 milljarða maðurinn í uppgjöri 6 Sjálfstæðis- konur titra vegna Hönnu Birnu 4 Geir boðið í Skemmti- garðinn Mugison saknar strákanna 23 22 Sundlaugarvörður sagður taka myndir 2 | Fréttir 14. nóvember 2011 Mánudagur M ikil aukning hefur orð- ið í innflutningi á ster- um hingað til lands sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem haldinn var á föstudaginn í tengslum við umfangs- mikið smyglmál sem kom upp um miðjan október síðastliðinn. Í þeirri sendingu, sem kom hingað í gámi með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi, var meðal annars að finna 8.800 metenólón-steratöflur, 1.800 testósteróntöflur og mikið magn af stungulyfjum. Þessi lyf falla undir vefjaaukandi karlkynshormón sem eru ólögleg hér á landi. Ástæða til að vara við sterum „Við höfum séð þetta í auknum mæli í okkar málum. Það er greinilega mik- il neysla á sterum og hún er oft sam- hliða neyslu á fíkniefnum. Þetta virð- ist fara ansi mikið saman,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því mikla magni stera sem er í umferð og birtingarmynd þeirra undanfarið. Sterunum er sérstaklega haldið að ungu fólki, að sögn Karls Steinars, og telur hann fulla ástæðu til að vara ríkulega við neyslu á slíkum efnum. Reglulega lyfjaprófað Kraftajötunninn Hjalti Úrsus Árna- son þekkir kraftlyftingaheiminn út og inn og hann segist persónulega ekki hafa orðið var við aukna steraneyslu í kringum sig. „Ég held að þetta séu meira þeir sem eru að æfa heima hjá sér eða eru bara í gymminu,“ segir Hjalti í samtali við DV. Hann starfar með Kraftlyftingasambandi Íslands sem er innan vébanda Íþróttasam- bands Íslands þar sem keppend- ur eru reglulega lyfjaprófaðir. Hjalti segir tugi lyfjaprófa hafa verð gerða á keppendum innan Kraftlyftingasam- bandsins á þessu ári en engin vanda- mál hafi komið upp hingað til. „Þarna eru glæpa menn að verki“ „Þetta hefur alltaf verið eitthvað til staðar. Ég starfa sjálfur með líkams- ræktarstöð og ég skal hundur heita ef einhver er á lyfjum hjá mér, í stöð- inni minni,“ segir Hjalti sem telur að þeir sem keppa innan hefðbundinna íþróttagreina hér á landi noti ekki stera. Hann er þó sammála lögreglunni um að nauðsynlegt sé að hafa áhyggj- ur af auknum innflutningi á sterum. „Þarna eru glæpamenn að verki sem eru að flytja inn önnur eiturlyf. Þess vegna er komið svolítið nýtt konsept í gang og það er verið að dreifa þessu á meðal þeirra sem eru í eiturlyfjum og til þeirra sem eru ekkert að lyfta held- ur bara að reyna að styrkjast án þess að fara á æfingar.“ Mikið um stera í vaxtarrækt Samkvæmt nafnlausum heimildar- mönnum DV innan úr vaxtarrækt- ar- og kraftlyftingaheiminum er tölu- vert mikið um steranotkun á meðal vaxtarræktar- og kraftlyftingafólks sem stendur fyrir utan Kraftlyftinga- samband Íslands. Benda þeir á að keppendur í vaxtarrækt séu mjög sjaldan lyfjaprófaðir. Líkt og Hjalti þekkja heimildarmennirnir ekki til einstaklinga innan Kraftlyftinga- sambandsins sem neyta stera. Einn heimildarmannanna sagði að flest- ir steranotendur sprautuðu efninu beint í vöðva en tækju það ekki inn í töfluformi. Að sögn er það gert til að minnka líkur á lifrarskemmdum sem er ein aukaverkun steranotkunar. Auka ekki vöðvamassa fyrir íþróttir Miðað við upplýsingar frá lögreglunni og innan úr kraftlyftinga- og vaxtar- ræktarheiminum virðist svo vera sem steranotkun sé einna helst að aukast hjá fíkniefnaneytendum og þá sér- staklega ungu fólki. Þeir einstaklingar eru í fæstum tilfellum að auka vöðva- massa sinn til að ná betri árangri í íþróttum. Þá virðist steranotkun einn- ig vera landlæg í vaxtarrækt og kraft- lyftingum þrátt fyrir að heimildar- menn hafi ekki orðið varir við mikla aukningu þar. Menn leita að „quick fix“ „Það eru ákveðnar væntingar um það hvernig þú átt að líta út og hvað er flott og fínt og eftirsóknarvert. Þarna kemur einhvers konar tæki eða með- al til þess að fullnægja þessum vænt- ingum eða til að stytta þér leið. Menn eru alltaf að leita að svona „quick fix“,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði aðspurður hvað geti ýtt fólki út í steranotkun. Hann vill meina að útlitsdýrkun og kraftalegar fyrir- myndir eins og Gillzenegger, Jón stóri og fleiri, sem ungt fólki hafi í umhverfi sínu geri það eftirsóknarvert að verða stór, stæltur og sterkur. Sterarnir stytti leiðina að þeim markmiðum. Helgi segir þetta vissulega vera áhyggju- efni, sérstaklega hvað ungt fólk varð- ar, enda sé þá oft um að ræða einstak- linga með ómótaða sjálfsmynd í leit að eftirsóknarverðum fyrirmyndum. Umræða um stera nauðsynleg „Við erum með pillur til að megra okkur, pillur til að sofa, pillur til að gleðja okkur. Þetta er það umhverfi og sterarnir passa inn í þá mynd. Ster- arnir eru tæki til að koma þér í þetta form án þess að þú þurfir sjálfur að hafa fyrir því,“ segir Helgi sem telur nauðsynlegt að meiri umræða um steranotkun fari fram og skaðlegar af- leiðingar hennar. Hann bendir á að aukaverkanir geti verið hættulegar og erfiðar en er viss um að þeir sem noti stera að staðaldri telji sig geta komist hjá þeim með einhverjum leiðum eða haldið þeim í skefjum. „Þeir halda að þeir kunni að nota þetta og megi nota þetta svona en ekki hinsegin, og þá geti menn náð þessu markmiðum án þess að auka- verkanir hafi of mikil áhrif. Ég er alveg viss um að það er ákveðinn kúltúr í kringum þessa neyslu.“ Fólk getur orðið stórhættulegt Helgi segir steraneyslu í raun vera fal- ið vandamál og því sé mikil hætta á að misáreiðanlegar sögur um notkun þeirra og aukaverkanir gangi manna á milli. Hann bendir jafnframt á að ekkert opinbert eftirlit sé með sterum, enda sé um ólöglegt efni að ræða, og því viti kaupendur í raun ekkert hvað þeir eru að fá í hendurnar. Helgi segir líka mikilvægt að hafa í huga að notkun stera samhliða áfengis- og fíkniefnaneyslu, sem virðist vera að færast í aukana sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu, geti verið stórhættuleg. „Þetta getur gert það að verkum að ef menn eru að drekka og eru á sterum þá verða þeir árásargjarnir og fleira. Ein- staklingar, sérstaklega þeir sem eru veikir fyrir, geta auðveldlega snapp- að við ákveðnar kringumstæður.“ Helgi bendir á að einstaklingar í slíku ástandi, sem einnig eru orðnir stærri og sterkari vegna neyslunnar, geti verið stórhættulegir. Sterum haldið að ungu fólkin Innflutningur á sterum hefur stóraukist hér á landi n Aukin steranotkun á meðal fíkniefnaneytenda n Félagsfræðingur segir útlitsdýrkun gera það eftirsóknarvert að vera stór og stæltur „Einstaklingar, sér- staklega þeir sem eru veikir fyrir, geta auð- veldlega snappað við ákveðnar kringumstæður. Aukaverkanir stera n Eistu karlmanna geta minnkað n Bólur í andliti n Ofvöxtur á hári. Konum getur vaxið hár í andliti og víðar um líkam- ann, svo sem á bringu og maga n Karlmönnum geta vaxið brjóst n Árásar- og ofbeldishneigð n Lifrarskemmdir og lifrarkrabba- mein n Aukin hætta á hjarta- og æðasjúk- dómum, þar á meðal heilablóðfalli n Notendur vefaukandi stera geta orðið andlega háðir þeim. Þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar eru algeng fráhvarfseinkenni þegar notkun er hætt. HeIMIld: VísIndAVeFUR HÁskólA íslAnds Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Eftirsóknarvert að vera stælturEgill Einarsson, betur þekktur undir nafninu Gillz eða Þykki, prýðir forsíðu símaskrárinnar 2011. Hann stendur þar sperrtur á stuttbuxunum einum fata og hnyklar vöðvana. Sú ákvörðun fyrirtækisins Já að setja Gillz á forsíðuna var mjög umdeild og ekki bætti úr skák þegar upp komst að myndin hefði verið lagfærð í myndvinnsluforritinu Photoshop. Vöðvarnir á Gillz voru stækkaðir og mittið grennt til að gera hann ennþá spengilegri. Símaskráin liggur líklega inni á langflestum heimilum á Íslandi enda um nauðsynlegt uppflettirit að ræða. Það er því ljóst að „photoshop-aður“ Gillz blasir daglega við ansi mörgum. Eins og Helgi Gunnlaugsson félagsfræðingur bendir á þá gera kraftalegar fyrirmyndir og útlitsdýrkun það eftirsóknar-vert að vera stæltur og sterkur. Það er óhætt að segja að sú ákvörðun að gera Gillz enn stæltari en hann er í raun, með aðstoð tölvuforrita, gefi ranga mynd af því hvernig vöðvamassa er hægt að ná upp með venjulegri líkamsrækt. Verið er að vekja óraunhæfar væntingar um árangur af hefðbundinni þjálfun. Áhyggjuefni Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir ungt fólk leita sér fyrirmynda í umhverfi sínu. Útlitsdýrkun geri það eftirsóknarvert að vera stór og stæltur. sterar Heimildarmaður DV segir að flestir steranotendur í vaxtarræktar- og kraftlyftingabransanum sprauti sterum beint í vöðva til að koma í veg fyrir lifrarskemmdir. Hvað tákna merki flokkanna? JÚLÍUS DREGINN fyRIR Dóm F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 14.–15. nóvember 2011 mánudagur/þriðjudagur 13 1. t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . ÖNNUR haNDboLtahEtJa Í vaNDa n Ástsæla handboltakempan Júlíus Jónasson í sigti bankans n Fékk kúlulán hjá Kaupþingi n Flutti húsið yfir á konuna 8 14 10 ráð til að forðast kvef w w w . d v . i s n Jón stóri háður neyslu stera n Sterum er haldið að ungu fólki Sterabylgja á Íslandi 2–3 fÉKK ÖNDUNaR- StoPP EftIR StERaNEySLU Lögga áfram að störfum eftir kæru fyrir barnaníð Ríkissaksóknari neitar að veita upplýsingar 4 18 12 Íslendingar flytja í skattaparadís DV heimsótti hina undarlegu fjármálamiðstöð í Zug í Sviss 10–11 Írakskar stúlkur hverfa sporlaust í mansal Fjölni stefnt „Þetta er fáránlegt“ 4 1 2 3 Guðmundur á Núpum: Þarf að borga 76 milljónir Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Guðmundur A. Birgisson, einnig þekktur sem Guðmundur á Núpum, skuli greiða Landsbankan- um 76 milljónir króna. Guðmundi var gefið að sök að hafa stofnað reikning í útibúi bankans árið 1997. Tólf árum síðar, eða í janúar 2009, námu inni- stæðulausar færslur á reikningnum rúmum 76 milljónum króna. Dómurinn var felldur í desem- ber í fyrra en Guðmundur áfrýjaði til Hæstaréttar sem kvað upp úrskurð sinn á fimmtudag. Þarf hann að auki að greiða stefnanda 800 þúsund krónur í málskostnað, að meðtöld- um virðisaukaskatti og málflutnings- þóknun. Guðmundur krafðist sýknu og byggði kröfu sína á því að hann hefði hvorki beðið um né heimilað stærst- an hluta af færslum á umræddum tékkareikningi. Hann lagði fram þá kröfu til vara um sýknu að fyrst þyrfti að útkljá á milli skilanefndar bankans og hans hvort kröfurnar á hendur honum væru réttmætar. Þá væri krafa stefnanda fyrst dómtæk. Hæstiréttur hafnaði kröfum Guð- mundar og staðfesti dóm héraðs- dóms. n Biluð lína hringir í 112 n Lokað var fyrir númerið fyrir tveimur árum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Það hlýtur að vera línan sem er biluð, annars verð ég líklega að kalla til miðil. Á Snæfellsnesi Bóndabærinn er á Snæfellsnesi en eigandi hans, Gunnar Jónsson, borgar fyrir símþjónustu þrátt fyrir að ekkert símtæki sé til staðar. Anarkistamerki á Alþingishúsinu Á fimmtudagskvöld var ungur karl- maður handtekinn fyrir að valda skemmdum á Alþingishúsinu. Heimildir DV herma að maðurinn tilheyri ekki Occupy Reykjavík-mót- mælahreyfingunni, heldur var hann þar í hópi ungmenna sem voru við drykkju við þinghúsið. Lögregla var kölluð að Austurvelli og handtók hún manninn eftir að hafa ásamt þingvörðum kannað myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem eru við þinghúsið. Maðurinn hafði krotað „Fuck the system“ á þinghúsið og merkt það merki anarkista. Dularfullar hringingar Yfirlit Hér sjást svo ekki verður um villst símhring- ingarnar í neyðarlínunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.