Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 32
32 Viðtal 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað G uðrún Eva og eigin- maður hennar Mar- teinn Þórsson eignuð- ust sitt fyrsta barn 16. nóvember. Guðrún Eva var sett þann 22. nóvem- ber en var sett af stað nokkr- um dögum fyrr. Þau eignuð- ust tí marka stúlku og heilsast þeim báðum vel. Það var mikil tilhlökkun á heimilinu aðeins fáeinum dögum áður þegar blaðamaður hitti Guðrúnu Evu á heimili hjónanna við sjávar- síðuna í Reykjavík. „Það er fínt að vera samtaka í því að eignast fyrsta barn. Ég er fyrst og fremst forvitin. Hef ekki hugmynd um hvernig heim ég er að stíga inn í, hef heyrt bæði hryllingssög- ur og rómantískar sögur,“ segir hún þar sem hún stendur í eld- húsinu í íbúð þeirra Marteins. „Ég hef ákveðið að best sé að leyfa þessu öllu saman að ger- ast náttúrulega svo ég ætla að bíða átekta og ég leyfi mér ekki að gera mér miklar hugmyndir um hvernig lífið muni breytast. Ég veit bara að það gerir það.“ Langamma hennar, Mín- erva Jósteinsdóttir, er fædd 27. nóvember og Guðrún Eva hugsaði um að halda í sér þangað til. „Mig er búið að dreyma um að halda í mér þangað til,“ seg- ir hún og brosir. „Ég missti af því að hitta hana, hún dó fjór- um árum áður en ég fæddist, ég hefði gjarnan viljað hitta hana. Það er falleg tilviljun þegar það gerist að börn fæðast svona næstum því eins og öðrum til heiðurs.“ Áhættuatriði á háum hælum Guðrún Eva býr yfir náttúru- legri fegurð. Það má líkja henni við konu málaða af Botticelli. Engum þætti það tilgerðarleg líking því þannig er það bara. Hún er á háum hælum. Gyllt- um leðurskóm með háum hæl. Og hún er ansi léttstíg á þeim. Tók á móti blaðamanni og skokkaði svo á hælunum upp þröngan háan stigann upp í stofuna. Snarast á þeim í hringi í eldhúsinu að laga kaffi. Svo- lítið eins og hún sé með ósýni- legan dansfélaga í eldhúsinu. Aðdáunarverð áhættuatriði. Hún segist alvön að vera á háum hælum. Getur ekki hugsað sér annað. „Ég fór niður á lágbotna skó þegar ég var komin með smábumbu af því mér fannst samfélagið ætlast til þess af mér,“ segir hún glettin. „En mér leiddist það. Ég er vön að stika á hælum en ekki að trítla klofstutt um,“ segir hún og hlær. Vann 10 tíma á dag í 10 mánuði Guðrún Eva og Marteinn eru nú í óðaönn að undirbúa komu dótturinnar í heiminn. Enginn tími vannst til þess fyrr á árinu og því má segja að allt sé á síðasta snúningi. Það get- ur enginn sagt að rithöfundar séu værukært draumórafólk að minnsta kosti ekki sá sem hef- ur kynnst hamhleypunni Guð- rúnu Evu. „Við vorum svona að taka við okkur því annirnar í ár hafa slegið öll met. Lokatörn- in var rosaleg löng og ég var að niður lotum komin. Ég er ekk- ert mikið að ýkja þegar ég segi að ég hafi tekið 10 tíma törn á dag í 10 mánuði. Skaparinn kom líka út í Þýskalandi í ágúst og tók sitt pláss því auðvitað þurfti að fylgja honum eftir með kynningu. Tveimur dög- um eftir að ég skilaði inn hand- ritinu að Allt með kossi vekur, með grátstafinn í kverkunum af þreytu, var ég svo komin upp í flugvél á leið á bókamessuna í Frankfurt. Þar fór ég svo upp á svið nokkrum sinnum á dag.“ Andsetin af látnum ættingja í Frankfurt Guðrúnu Evu gekk vel á bóka- messunni í Frankfurt og góður rómur var gerður að kynningu hennar þar. Ættingjar hennar sem fylgdust með sögðu hana hafa borið óvenjumikinn svip af Mínervu langömmu sinni. Eins og þar væri hún komin lifandi. „Kannski var ég andsetin af látn- um ættingja, það er að minnsta kosti ráðgáta hvernig ég komst í gegnum þetta,“ segir hún. „En síðasta kvöldið þá var komið nóg. Þá horfði ég brostnum aug- um út í sal meðan tveir höfund- ar fengu að láta ljós sitt skína alveg óáreittir af mér. Ég hugs- aði með mér. Eitt gigg í vaskinn á móti 30 sem lukkuðust vel, ég verð bara að sætta mig við þann ágæta árangur.“ Guðrún Eva fór þó ekki að gráta eins og barnshafandi kon- um er tamt. Hún fer að skelli- hlæja þegar hún er spurð hvort hún sé ein af þeim sem grætur af viðkvæmni. Kannski yfir sæt- um gömlum konum eða litlum börnum að syngja í kór? „Mér er laust tárið, sést það svona vel á mér? En ég græt sjaldan af harmi. Ég græt talsvert af því að verða snortin og af gleðilegu uppnámi.“ Fullorðnum er ekki klappað á kollinn Guðrún Eva er alin upp í Vesturbænum, Mosfellssveit, á Kirkjubæjarklaustri og í Garði í Gerðahreppi. Hún átti ljúfa æsku að eigin sögn og á góð- ar minningar úr uppvextin- um. „Á yfirborðinu var æskan flókin,“ útskýrir hún og segir frá því að það sé vegna þess að hún hafi oft flutt og fjölskyldan sé nútímalega samsett. Hún á bæði stjúpsystkini og hálf- systkini. „En ég hafði allt til alls. Naut ástar og það var tal- að við mig og allt sem skipti máli var þar. Ég var alveg rosa- lega þægt barn. Það er örugg- lega ekki hægt að skrifa um mig skemmtilega barnabók. Ég er ekki endilega stolt af því en ég var þægðin og tillitssem- in uppmáluð. Ég er ein af þeim sem þreifst ágætlega í skóla- kerfinu. Umbunarkerfið átti ágætlega við mig, læra heima, gera sitt og fá svo klapp á koll- inn. Svo reyndar þegar maður er vaxinn úr grasi þá er þetta ekki jafnþægilegt. Þá gagnast engum að vera þægur. Full- orðnum er ekki umbunað fyrir að vera þægir og þeim er ekki klappað á kollinn. Ég þurfti að læra að standa með sjálfri mér, stappa niður fæti og máta mig í hlutverk frekjunnar. En mér er það samt ekki mjög tamt. Það er lærð hegðun. En allir þurfa að læra sínar lexíur. Náttúru- legu frekjurnar þurfa til dæmis að læra að dempa sig og sýna temmilega siðfágun.“ Hætt komin sem barn Það vita fáir aðrir en innvígðir að Guðrún Eva var hætt kom- in þegar hún var tveggja ára. Blaðamaður fékk fregnir af því að hún hefði verið milli heims og helju. Hvað gerðist? „Ég fékk heilahimnubólgu þegar ég var tveggja ára. Amma var hjúkrunarkona og kom víst oft grátandi heim af vöktum vegna þess að það var faraldur og börn dóu í fanginu á henni. Móðir mín hafði því varann á þegar ég veiktist. Hún var vak- andi yfir einkennum og ugg- andi. Henni fannst ég hafa skipt um persónuleika. Glaða og væra barnið var eins og allt annað barn. Læknir kom heim og sagði móður minni að slaka á, gaf mér hitalækkandi og ætlaði að láta þar við sitja. En móðir mín, ljónynjan, lét sér ekki segjast. Hún fór með mig upp á spítala þar sem læknarnir vildu reka hana heim. Það tókst þeim alls ekki. Það hefði aldrei átt að finna upp orðið móðursýki því það hefur alltaf verið notað gegn konum til ills og oftast að ósekju. Hún var svo ákveðin að hún hreinlega tróð mér í fangið á lækni sem sá þá loks að ég var orðin hnakkastíf. Það munaði víst aðeins nokkrum klukku- stundum að ég hefði týnt líf- inu. Ég hef síðan hitt þennan mann og tekið í höndina á honum. Hann var kynntur fyrir mér sem maðurinn sem bjarg- aði lífi mínu,“ segir Guðrún Eva og hlær. „Þetta er nefnilega svolítið kómískt því í fjölskyld- unni hefur lífsháskasaga mín verið sögð nokkuð oft. Foreldr- ar mínir og ættingjar hafa þurft að létta á hjarta sínu. Sem betur fer var ég ekki of- vernduð í kjölfar þessa. Enda á ekki að ofvernda börn, þau hafa ekki gott af því. Smáveg- is leyndardómur og frjálsræði er svo nauðsynlegt í uppvext- inum. Jújú, svo hef ég auðvitað komist oftar í hann krappan eftir þetta, eins og flestir, auð- vitað,“ segir hún leyndardóms- full. „Lífið er hættulegt. Allir hafa frá sínum ævintýrum að segja, ef gengið er á þá. En það er óþarfi að leggja allar raun- ir lífsins á nákomna. Sér í lagi þegar allt fer vel að lokum.“ Flutti að heiman 16 ára Guðrún Eva trúir því reyndar ætíð að allt fari vel að lokum. „Sem betur fer,“ segir hún. „Því ég er kvíðin. Með svona kvíða- sjúkdóm eins og svo margir. Kvíðinn háir mér stundum en ég á auðveldara með að glíma við hann vegna þess að ég trúi því alltaf innst inni að allt fari vel. Þetta er svona trú, eins og að vera með kórsöng í hjart- anu.“ Hún hefur enda alltaf gert það sem hún vill. Hún flutti snemma að heiman. Aðeins sextán ára flutti hún úr Garði til Reykjavíkur. „Unglingurinn var búinn að fá nóg af smábænum og vildi í borgina. Mér fannst ég tilbúin að flytja að heiman og hugsa um mig sjálf. Ég milli- lenti nú samt í stofusófanum hjá pabba. Byrjaði í Kvenna- skólanum og tók fyrsta árið þar. Svo varð ég þreytt á sófanum og þetta var því þjófstart. Ég flutti aftur í Garð og tók eitt ár í framhaldsskóla í Keflavík. Ég fann mig alls ekki þar og flutti aftur í bæinn. Þá var það á rétt- um tíma, ég komin á þann ald- ur að ég gat snapað mér vinnu. Ég náði mér í vinnu á Kaffi List og kláraði menntaskólann og leigði í kommúnum hér og þar.“ Lærði spænsku á kaffihúsi Þetta var á miðjum tíunda ára- tugnum. Enn örfá kaffihús í Reykjavík sem seldu gott kaffi. „Skrýtið að muna þann tíma,“ segir hún. „Allt í einu hefur maður lifað tímana tvenna,“ segir hún og hlær. „Ég gekk inn í Spanjólamenninguna og bambóleíó-stemninguna sem var þar á kvöldin. Ég var þar í fjögur ár meira og minna. Þetta er eini alvöruvinnustaðurinn sem ég hef unnið eitthvað á, þar sem ég hef svona komist inn á vinnustaðinn eins og stofnun ef svo má taka til orða. Orðið ein af þeim! Ég lærði hrafl í spænsku og allt, gerði það ósjálfrátt því hún var allt í kringum mig. Það er kannski svolítið skrýtið að segja frá því en þannig var það. Ég lærði spænsku á kaffihúsi.“ Heppin að fá að upplifa fátækt í friði Þegar Guðrún Eva hafði ákveð- ið að leggja fyrir sig ritstörf gerði hún það með rómantík- ina í botni. „Ég las Paul Auster, Hand to Mouth, þar sem hann segir frá harki sínu sem ungur höf- undur, og lifði á loftinu í nokk- ur ár, eða þannig,“ segir hún og brosir. „Ég bjó smátt og lifði afar spart. Keypti núðlusúpur og baunir og annað stúdenta- fæði. Ég fékk algjört rómantískt kikk út úr því að telja stundum krónurnar og eiga bara fyrir brauðhleif og núðlum. Auð- vitað á ég fjölskyldu sem hefði ekki tekið í mál að ég sylti. En það var sem betur fer enginn sem var svo ofurumhyggju- samur að vera alltaf snuðrandi í skápunum mínum.“ Erfitt að vera hafnað Forleggjarinn í bókaútgáfunni Bjarti hafnaði Guðrúnu Evu þegar hún heimsótti hann um tvítugt með sitt fyrsta hand- rit. „Ég skrifaði mína fyrstu skáldsögu þegar ég var 18 ára. Hún var ekki um neitt, en svo sem ágætlega skrifuð og stíl- uð. Undir miklum áhrifum Betty Blue og Tvöföldu lífi Veróniku,“ segir hún og hlær. „Jú, auð vitað var erfitt að vera hafnað. Það er erfitt fyrir alla. Forleggjarinn hugsaði sig nú alveg um en sagði mér svo að ég væri ekki tilbúin. En ég gafst nú ekki upp. Ætlaði að sanna mig og skrifaði tvær smásögur. Í stað þess að halda bara áfram að skrifa þá fór ég strax með þessar sögur og heilsaði aft- ur upp á forleggjarann,“ segir hún og brosir. Ég var kannski líka bara í leit að mentor. Það er alltaf verið að segja við ungt fólk að það eigi að vera það sjálft. En það veit ekkert um sjálft sig þannig að það er ekki sanngjörn krafa. Forleggjarinn sagðist myndu skoða sögurnar og hafa svo samband við mig. En ég sagði þá við hann: Þær eru rosalega stuttar, má ég ekki bara bíða á meðan þú lest þær? Ótrúlega ósvífið. En ég held hann hafi áttað sig á því að ég var aðallega bara vankunnandi um það hvernig hlutirnir ganga almennt fyrir sig í bransanum. Svo hann samþykkti það og las þær og ég beið á meðan með öndina í hálsinum. Svo sagði hann loks: „Frábært. Tuttugu svona og ég gef út bók.“ Við áttum síðan frábært samstarf í mörg ár eftir það. Fimm fyrstu bækurnar mínar komu út hjá Bjarti.“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Grátgjarnar og hugrakkar konur sem fara um allt á háum hælum sigra heiminn. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur er ein þess­ ara kvenna. Hún átti von á sínu fyrsta barni eftir fáeina daga og var enn á háum hælum þegar blaðamaður DV hitti hana. Hún gefur sig þó ekki alfarið kvenlegri mýkt því hún skrifar í alfahrútsstellingu. Með fætur uppi á borði. Við fórum í heimsókn til Guðrúnar Evu og ræddum við hana um lífsháska, örlagabletti og eldheita ást. Upplifði ást í einu hvelli „Þessi stelling örvar víst tes­ tósterónframleiðslu. „Það munaði aðeins nokkr­ um klukkustundum að ég hefði týnt lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.