Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 62
Þ etta verður geðveikt skaup! Ég er alveg viss um það. Mér líð- ur svona eins og þegar við skrifuðum skaup- ið árið 2009 en það þótti mjög vel heppnað,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona sem skrif- ar Áramótaskaupið í ár ásamt, Sævari Sigurgeirssyni, Bald- vini Z., Hjálmari Hjálmarssyni, Gunnari Birni Guðmundssyni og Erni Úlfari Sævarssyni. Þrátt fyrir tilraunir blaða- manns vill Anna Svava ekkert gefa upp um innihaldið. „Ég er ekki bundin þagnarskyldu en ég vil ekkert segja. Það er ekk- ert gaman. Það er eins og að segja að þú fáir bíl í jólagjöf en það komi í ljós hvernig hann verður á litinn.“ Hún segir af nógu að taka. „Síðustu ár voru náttúru- lega svo rosaleg og ég hélt að það hefði ekki mikið gerst en þegar maður fer að rýna í árið kemst maður að því að það moraði allt í skandölum og öðru skemmtilegu,“ segir Anna Svava sem viðurkenn- ir að hún sé alls ekki svo vel að sér í þjóðfélagsumræð- unni. „Þjóðmálin eru ekki mín sterka hlið en ég reyni að fylgjast með, sérstaklega þegar eitthvað stórt gerist. Þá skrifa ég niður í bók svo ég muni. Annars veit Örn Úlfar allt. Hann er bæði fynd- inn og fróður. Allt í einum pakka,“ segir hún og bætir við að hann og Hjálmar séu gjörsamlega með allt á hreinu. „Þeir segja mér hvað var að gerast, hver sagði hvað og við hvern og svo búum við til brandarana úr því. Ég er samt með aðra hluti á hreinu og vissi til dæmis að Ásdís Rán hefði opnað búð í Búlgaríu en það vissu þeir ekki. Skaupið er nefnilega ekki bara póli- tískt grín. Bleika deildin verð- ur að fá að vera með og þar er ég vel að mér.“ Anna Svava segir sam- starfið hafa gengið vonum framar. „Við kláruðum að skrifa rétt áður en tökur hófst en svo fáum við aukadag í tökum til að bæta við ef eitt- hvað stórt gerist. Þessi hópur er mjög góður saman og þetta hefur gengið svakalega vel. Nú stefnum við bara að því að fara saman á tjúttið þegar við höfum klárað okkar verk.“ indiana@dv.is 62 Fólk 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Með bleiku deildina á hreinu Leikkonan Anna Svava er ein af þeim sem skrifar Áramótaskaupið en þetta er í þriðja skiptið sem hún kemur að því. n Anna Svava ánægð með Áramótaskaupið n Skrifar skaupið en veit ekkert um þjóðmálin Skaupið verður geðveikt! Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán–fim 8.00–18.00 föst 8.00–18.30 ÞVOTTAHÚS Ein elsta starfandi efnalaug hér á landi Skaupið Mikil leynd hvílir jafnan yfir efnis­ tökum Áramóta­ skaupsins ár hvert. Hárprúð eins og pabbinn „Maður er bara ekki búinn að vera í sambandi síðustu daga, maður er svo gjörsam- lega í skýjunum,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson tón- listarmaður sem eignaðist sitt fyrsta barn 9. nóvember. Eyþór Ingi og kærasta hans, Soffía Ósk Guðmundsdóttir, fengu litla stúlku en Soffía Ósk gekk rúmlega viku fram yfir. „Prinsessan lét aðeins bíða eftir sér en hún átti að koma í heiminn fyrsta nóvember. Þetta gekk samt allt rosalega vel og það ríkir þvílík hamingja á heimilinu. Maður hefur bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að eyða nógu miklum tíma með henni. Hins veg- ar fæ ég reglulega sendar myndir af henni í símann,“ segir Eyþór Ingi sem er á fullu að æfa í Hörpu þessa dagana en þar tekur hann meðal annars þátt í afmælis- tónleikunum Bjartar vonir vakna og Freddie Merc- ury-heiðurstónleikum. Auk þess er hann nýr meðlimur Todmobile en hljómsveitin mun halda tónleika í kvöld, föstudagskvöld, þar sem leikið verður bæði nýtt efni og gamalt. „Maður hoppar því á milli æfinga langt fram á kvöld en fær svo smátíma á kvöldin til að dúllast með stelpuna,“ segir Eyþór og bætir við að sú stutta, sem hefur ekki enn fengið nafn, sé hárprúð eins og pabbinn. „Hún er með svo mikið hár! Ljósmæð- urnar voru mjög hissa og sögðust aldrei hafa séð ann- an eins lubba. Það er bara skemmtilegt og það aldrei að vita nema hún eigi eftir að hrista hárið í takt við tónlist- ina með pabba sínum.“ indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.