Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 22
22 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Magnús Kristinsson, útgerðarmað- ur úr Vestmannaeyjum og eigandi útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins, heldur útgerðarfyrirtæki sínu í Eyj- um þrátt fyrir að Landsbanki Íslands þurfi að afskrifa hjá honum, og fé- lögum honum tengdum, skuldir sem nema um 50 milljörðum króna, líkt og DV greindi frá síðla árs 2009. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Al- þingis skuldaði Magnús rúmlega 70 milljarða króna við bankahrunið um haustið 2008. Frá því í ársbyrjun 2007 og þar til bankahrunið skall á fékk Magnús rúmlega 48 milljarða króna að láni hjá Landsbankanum og var stærsti hluti þessara lána notaður til hluta- bréfakaupa, í Kaupþingi, Stoðum og Landsbankanum. Magnús var sömuleiðis eigandi Toyota-umboðs- ins á Íslandi. Í skuldauppgjöri Magnúsar felst að á næstu árum þurfi hann að greiða skilanefnd Landsbank- ans til baka þau lán sem hann var í persónulegum ábyrgðum fyrir með hagnaði sem skapast í rekstri Bergs- Hugins. Persónulegar ábyrgðir Magnúsar námu um 1.500 milljón- um króna eða svo. Magnús var hins vegar ekki í persónulegum ábyrgð- um fyrir langmestum hluta þeirra lána sem afskrifa þurfti hjá honum. Landsbanki Íslands á einungis 12. og 13. veðrétt í einu af þremur fiski- skipum útgerðarfélags Magnúsar og þann fiskveiðikvóta sem þeim fylgir. Íslandsbanki á hina veðréttina. Þetta kemur fram á veðbókarvott- orðum skipanna þriggja, Smáeyjar, Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Hugmynd skilanefndarinnar á bak við samkomulagið við Magn- ús byggist líklega á því að nefndin geti fengið mest upp í kröfur sínar á hendur Magnúsi á þennan hátt, með því að láta hann greiða hluti lánanna niður á næstu árum, frekar en að ganga að honum og setja hann í þrot. Íslandsbanki myndi þá eiga tilkall til eigna Bergs-Hug- ins á undan skilanefnd Landsbank- ans. Magnús verður því í vinnu fyrir bankann á næstu árum, ef svo má segja. Magnús heldur hins vegar eftir mörgum verðmætum eignum, svo sem eins og sumarhúsi í Biskups- tungum og verðmætum bifreiðum, í gegnum eignarhaldsfélagið Tungu ehf. sem skráð er á lögmann Magn- úsar, Þórarin V. Þórarinsson. Meðal þeirra eigna sem Landsbankinn tók af Magnúsi í skuldauppgjörinu var hins vegar þyrla hans af gerðinni Bell 430 sem hann flaug á á milli lands og Eyja fyrir hrunið 2008. Ólafur Ólafsson, fjárfestir og aðal- eigandi fjárfestingarfélagsins Kjalars, þarf ekki að greiða Arion banka um 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tók- ust á milli félags hans og bankans fyrr á árinu. Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðla- skiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir íslenska efna- hagshrunið 2008. Heildarskuldir Kjalars námu 151 milljarði króna í lok síðasta árs. Þrátt fyrir þetta skuldauppgjör heldur Ólafur eftir flutningafyrirtækinu Samskipum sem skuldaði 7 milljarða króna í lok árs 2010. Þær eignir sem Arion banki fær upp í þessa 77 milljarða skuld nema um 13,5 milljörðum króna. Um er að ræða þriðjungseignarhlut í út- gerðarfélaginu HB Granda – stærsta einstaka kvótaeiganda á Íslandi – auk um sex milljarða króna í formi skuldabréfa og reiðufjár. Liður í skuldauppgjörinu er sömuleiðis að Kjalar fellur frá fyrirhuguðum mála- ferlum á hendur bankanum vegna gjaldmiðlaskiptasamninganna. Ólaf- ur telur því væntanlega að hann sé ekki að sleppa við neinar skuldir við Arion banka þar sem hann hafi átt réttmæta kröfu á hendur bankanum. Því sé í reynd um eins konar skulda- jöfnun að ræða. Ólafur er ennþá stóreignamaður á Íslandi. Auk Samskipa á hann um- talsvert af fasteignum, meðal annars á Suðurlandsbraut, bifreiðaumboðið Öskju og fasteignina sem hýsir það, sem og eignarhlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti í Borgarnesi. Þær arð- greiðslur sem Ólafur fékk út úr Kaup- þingi á árunum fyrir hrunið gera það líka að verkum að Ólafur á fjármuni til að kaupa upp eignir hér á landi. Ólafur er búsettur í Sviss en á ein- býlishús hér á landi sem hann notar þegar hann dvelur á landinu. Færeyingurinn Jákup á Dul Jacob- sen, eigandi turnsins við Smára- torg, Korputorgs, Rúmfatalagersins, Glerártorgs og Ilva svo eitthvað sé nefnt, vinnur nú að skuldauppgjöri við lánardrottna sína, Arion banka og Landsbankann. Samkvæmt rann- sóknarskýrslu Alþingis skuldaði Jákup 470 milljónir evra, nærri 100 milljarða króna samkvæmt skýrsl- unni, bankahruninu 2008. Uppgangur Jákups í viðskipta- lífinu hér á landi var ævintýralegur. Hann stofnaði Rúmfatalagerinn í Færeyjum árið 1986 þegar hann var 25 ára gamall. Þar áður hafði Jákup unnið fyrir sér sem sjómaður. Ják- up opnaði svo Rúmfatalagerinn hér á landi árið 1987. Ári síðar opnaði hann svo verslun á Akureyri. Árið 2004 voru verslanir Rúmfatalagers- ins orðnar 38 talsins – ein í Fær- eyjum, 20 í Kanada, fjórar á Íslandi og 13 í Eystrasaltslöndunum. Jákup gerðist svo enn stórtækari og fór inn á önnur svið viðskipta, eins og bygg- ingar og rekstur fasteigna, sem hann fjármagnaði að hluta með lánum frá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Frá ársbyrjun 2007 og fram að banka- hruninu 2008 hækkuðu áhættu- skuldbindingar félaga Jákups í ís- lenska bankakerfinu um 70 milljarða króna. Jákup heldur ennþá stjórnar- formennskunni í stærsta fyrirtæki sínu, fasteignafélaginu SMI, sam- kvæmt nýjustu samþykktum félags- ins sem eru frá því í september. Liður í skuldauppgjöri hans gæti verið að Arion banki og Landsbankinn breyti kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé, með tilheyrandi afskriftum þar sem félag Jákúps er ekki eins mikils virði og útistandandi skuldir. Jákúp gæti svo hugsanlega haldið eignarhlut í félaginu eftir þetta. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjár- festir og aðaleigandi samheitalyfja- fyrirtækisins Actavis, gekk frá flóknu skuldauppgjöri við lánardrottna sína í fyrrasumar. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er Björgólfur ofarlega á lista yfir stærstu skuldara landsins með rúmlega 70 milljarða skuldir við íslenska banka. Hæstu skuldir Björgólfs Thors eru hins vegar við Deutsche Bank sem fjármagnaði yfirtöku hans á Actavis. Langverð- mætasta eign Björgólfs er hluturinn í Actavis en hann á líka símafyrirtækið Nova, pólska farsímafyrirtækið Play, hlut í gagnaverinu Verne Holdings og hlut í tölvuleikjafyrirtækinu CCP svo eitthvað sé nefnt. Skuldauppgjör Björgólfs Thors snýst að miklu leyti um hversu hátt verð fæst fyrir Actavis þegar fyrir- tækið verður selt að nokkrum árum liðnum. Í uppgjörinu felst að lánar- drottnar Björgólfs, Deutsche Bank, Landsbankinn, suðurafríski Stand- ard-bankinn og fleiri aðilar, fá sam- tals um 5 milljarða evra, meira en 750 milljarða króna á núvirði, af sölu- verði Actavis. Deutsche Bank fær 3,5 milljarða í sinn hlut og innlendir og erlendir kröfuhafar, meðal annars Landsbankinn, skipta með sér 1,5 milljörðum evra. Ef söluverð Actavis verður hærra en þessir 5 milljarðar evra munu Björgólfur Thor og lykil- starfsmenn Actavis fá 30 prósenta hluta af söluandvirðinu þegar búið er að taka þessa 5 milljarða evra frá sem ákveðið er að fari til áðurnefndra kröfuhafa hans. Tökum dæmi. Ef Actavis verður selt fyrir meira en 5 milljarða evra, til dæmis fyrir 7 milljarða, munu Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn Actavis fá 30 prósent af 2 milljörð- um evra, eða um 600 milljónir evra, rúmlega 90 milljarða króna. Björg- ólfur Thor fær 80 prósent af þess- ari upphæð sem gerir 480 milljónir evra, eða um 74 milljarða króna. Ef Actavis verður selt á 9 milljarða evra verður hlutdeild Björgólfs nærri 150 milljarðar króna. Sem dæmi um verðmæti Actavis var fjögurra millj- arða evra tilboði í fyrirtækið hafnað í fyrra. Heimildarmaður DV segir að þrátt fyrir þessi ákvæði í skuldaupp- gjöri Björgólfs Thors sé óhjákvæmi- legt að afskrifa þurfi milljarða króna af skuldum hans með tíð og tíma og hugsanlegt er að nú þegar hafi hluti þessara skulda verið afskrifað- ur. Hvað sem því líður þá er Björg- ólfur Thor ennþá eignamikill og get- ur hagnast verulega á sölu Actavis. Einn heimildarmaður DV segir jafn- framt, í framhjáhlaupi, að greiðslur Björgólfs Thors til ráðgjafanna sem unnu með honum að skuldaupp- gjörinu hafi numið um 1,5 milljörð- um króna. Talskona Björgólfs Thors, Ragnhildur Sverrisdóttir, segir að þessar upplýsingar séu trúnaðarmál en að það sé „vel í lagt“ að segja að Björgólfur hafi greitt 1.500 milljónir fyrir ráðgjöf í uppgjörinu. Ólafur Ólafsson Sleppur við 64 milljarða og heldur Samskipum 63,5 milljarðar Björgólfur Thor Afskriftir óhjákvæmilegar óráðið Jákup á Dul Jacobsen Færeyingur í 100 milljarða skuldauppgjöri óráðið Magnús Kristinsson Heldur útgerðinni eftir tugmilljarða afskriftir 50 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.