Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Síða 22
22 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Magnús Kristinsson, útgerðarmað- ur úr Vestmannaeyjum og eigandi útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins, heldur útgerðarfyrirtæki sínu í Eyj- um þrátt fyrir að Landsbanki Íslands þurfi að afskrifa hjá honum, og fé- lögum honum tengdum, skuldir sem nema um 50 milljörðum króna, líkt og DV greindi frá síðla árs 2009. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Al- þingis skuldaði Magnús rúmlega 70 milljarða króna við bankahrunið um haustið 2008. Frá því í ársbyrjun 2007 og þar til bankahrunið skall á fékk Magnús rúmlega 48 milljarða króna að láni hjá Landsbankanum og var stærsti hluti þessara lána notaður til hluta- bréfakaupa, í Kaupþingi, Stoðum og Landsbankanum. Magnús var sömuleiðis eigandi Toyota-umboðs- ins á Íslandi. Í skuldauppgjöri Magnúsar felst að á næstu árum þurfi hann að greiða skilanefnd Landsbank- ans til baka þau lán sem hann var í persónulegum ábyrgðum fyrir með hagnaði sem skapast í rekstri Bergs- Hugins. Persónulegar ábyrgðir Magnúsar námu um 1.500 milljón- um króna eða svo. Magnús var hins vegar ekki í persónulegum ábyrgð- um fyrir langmestum hluta þeirra lána sem afskrifa þurfti hjá honum. Landsbanki Íslands á einungis 12. og 13. veðrétt í einu af þremur fiski- skipum útgerðarfélags Magnúsar og þann fiskveiðikvóta sem þeim fylgir. Íslandsbanki á hina veðréttina. Þetta kemur fram á veðbókarvott- orðum skipanna þriggja, Smáeyjar, Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Hugmynd skilanefndarinnar á bak við samkomulagið við Magn- ús byggist líklega á því að nefndin geti fengið mest upp í kröfur sínar á hendur Magnúsi á þennan hátt, með því að láta hann greiða hluti lánanna niður á næstu árum, frekar en að ganga að honum og setja hann í þrot. Íslandsbanki myndi þá eiga tilkall til eigna Bergs-Hug- ins á undan skilanefnd Landsbank- ans. Magnús verður því í vinnu fyrir bankann á næstu árum, ef svo má segja. Magnús heldur hins vegar eftir mörgum verðmætum eignum, svo sem eins og sumarhúsi í Biskups- tungum og verðmætum bifreiðum, í gegnum eignarhaldsfélagið Tungu ehf. sem skráð er á lögmann Magn- úsar, Þórarin V. Þórarinsson. Meðal þeirra eigna sem Landsbankinn tók af Magnúsi í skuldauppgjörinu var hins vegar þyrla hans af gerðinni Bell 430 sem hann flaug á á milli lands og Eyja fyrir hrunið 2008. Ólafur Ólafsson, fjárfestir og aðal- eigandi fjárfestingarfélagsins Kjalars, þarf ekki að greiða Arion banka um 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tók- ust á milli félags hans og bankans fyrr á árinu. Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðla- skiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir íslenska efna- hagshrunið 2008. Heildarskuldir Kjalars námu 151 milljarði króna í lok síðasta árs. Þrátt fyrir þetta skuldauppgjör heldur Ólafur eftir flutningafyrirtækinu Samskipum sem skuldaði 7 milljarða króna í lok árs 2010. Þær eignir sem Arion banki fær upp í þessa 77 milljarða skuld nema um 13,5 milljörðum króna. Um er að ræða þriðjungseignarhlut í út- gerðarfélaginu HB Granda – stærsta einstaka kvótaeiganda á Íslandi – auk um sex milljarða króna í formi skuldabréfa og reiðufjár. Liður í skuldauppgjörinu er sömuleiðis að Kjalar fellur frá fyrirhuguðum mála- ferlum á hendur bankanum vegna gjaldmiðlaskiptasamninganna. Ólaf- ur telur því væntanlega að hann sé ekki að sleppa við neinar skuldir við Arion banka þar sem hann hafi átt réttmæta kröfu á hendur bankanum. Því sé í reynd um eins konar skulda- jöfnun að ræða. Ólafur er ennþá stóreignamaður á Íslandi. Auk Samskipa á hann um- talsvert af fasteignum, meðal annars á Suðurlandsbraut, bifreiðaumboðið Öskju og fasteignina sem hýsir það, sem og eignarhlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti í Borgarnesi. Þær arð- greiðslur sem Ólafur fékk út úr Kaup- þingi á árunum fyrir hrunið gera það líka að verkum að Ólafur á fjármuni til að kaupa upp eignir hér á landi. Ólafur er búsettur í Sviss en á ein- býlishús hér á landi sem hann notar þegar hann dvelur á landinu. Færeyingurinn Jákup á Dul Jacob- sen, eigandi turnsins við Smára- torg, Korputorgs, Rúmfatalagersins, Glerártorgs og Ilva svo eitthvað sé nefnt, vinnur nú að skuldauppgjöri við lánardrottna sína, Arion banka og Landsbankann. Samkvæmt rann- sóknarskýrslu Alþingis skuldaði Jákup 470 milljónir evra, nærri 100 milljarða króna samkvæmt skýrsl- unni, bankahruninu 2008. Uppgangur Jákups í viðskipta- lífinu hér á landi var ævintýralegur. Hann stofnaði Rúmfatalagerinn í Færeyjum árið 1986 þegar hann var 25 ára gamall. Þar áður hafði Jákup unnið fyrir sér sem sjómaður. Ják- up opnaði svo Rúmfatalagerinn hér á landi árið 1987. Ári síðar opnaði hann svo verslun á Akureyri. Árið 2004 voru verslanir Rúmfatalagers- ins orðnar 38 talsins – ein í Fær- eyjum, 20 í Kanada, fjórar á Íslandi og 13 í Eystrasaltslöndunum. Jákup gerðist svo enn stórtækari og fór inn á önnur svið viðskipta, eins og bygg- ingar og rekstur fasteigna, sem hann fjármagnaði að hluta með lánum frá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Frá ársbyrjun 2007 og fram að banka- hruninu 2008 hækkuðu áhættu- skuldbindingar félaga Jákups í ís- lenska bankakerfinu um 70 milljarða króna. Jákup heldur ennþá stjórnar- formennskunni í stærsta fyrirtæki sínu, fasteignafélaginu SMI, sam- kvæmt nýjustu samþykktum félags- ins sem eru frá því í september. Liður í skuldauppgjöri hans gæti verið að Arion banki og Landsbankinn breyti kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé, með tilheyrandi afskriftum þar sem félag Jákúps er ekki eins mikils virði og útistandandi skuldir. Jákúp gæti svo hugsanlega haldið eignarhlut í félaginu eftir þetta. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjár- festir og aðaleigandi samheitalyfja- fyrirtækisins Actavis, gekk frá flóknu skuldauppgjöri við lánardrottna sína í fyrrasumar. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er Björgólfur ofarlega á lista yfir stærstu skuldara landsins með rúmlega 70 milljarða skuldir við íslenska banka. Hæstu skuldir Björgólfs Thors eru hins vegar við Deutsche Bank sem fjármagnaði yfirtöku hans á Actavis. Langverð- mætasta eign Björgólfs er hluturinn í Actavis en hann á líka símafyrirtækið Nova, pólska farsímafyrirtækið Play, hlut í gagnaverinu Verne Holdings og hlut í tölvuleikjafyrirtækinu CCP svo eitthvað sé nefnt. Skuldauppgjör Björgólfs Thors snýst að miklu leyti um hversu hátt verð fæst fyrir Actavis þegar fyrir- tækið verður selt að nokkrum árum liðnum. Í uppgjörinu felst að lánar- drottnar Björgólfs, Deutsche Bank, Landsbankinn, suðurafríski Stand- ard-bankinn og fleiri aðilar, fá sam- tals um 5 milljarða evra, meira en 750 milljarða króna á núvirði, af sölu- verði Actavis. Deutsche Bank fær 3,5 milljarða í sinn hlut og innlendir og erlendir kröfuhafar, meðal annars Landsbankinn, skipta með sér 1,5 milljörðum evra. Ef söluverð Actavis verður hærra en þessir 5 milljarðar evra munu Björgólfur Thor og lykil- starfsmenn Actavis fá 30 prósenta hluta af söluandvirðinu þegar búið er að taka þessa 5 milljarða evra frá sem ákveðið er að fari til áðurnefndra kröfuhafa hans. Tökum dæmi. Ef Actavis verður selt fyrir meira en 5 milljarða evra, til dæmis fyrir 7 milljarða, munu Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn Actavis fá 30 prósent af 2 milljörð- um evra, eða um 600 milljónir evra, rúmlega 90 milljarða króna. Björg- ólfur Thor fær 80 prósent af þess- ari upphæð sem gerir 480 milljónir evra, eða um 74 milljarða króna. Ef Actavis verður selt á 9 milljarða evra verður hlutdeild Björgólfs nærri 150 milljarðar króna. Sem dæmi um verðmæti Actavis var fjögurra millj- arða evra tilboði í fyrirtækið hafnað í fyrra. Heimildarmaður DV segir að þrátt fyrir þessi ákvæði í skuldaupp- gjöri Björgólfs Thors sé óhjákvæmi- legt að afskrifa þurfi milljarða króna af skuldum hans með tíð og tíma og hugsanlegt er að nú þegar hafi hluti þessara skulda verið afskrifað- ur. Hvað sem því líður þá er Björg- ólfur Thor ennþá eignamikill og get- ur hagnast verulega á sölu Actavis. Einn heimildarmaður DV segir jafn- framt, í framhjáhlaupi, að greiðslur Björgólfs Thors til ráðgjafanna sem unnu með honum að skuldaupp- gjörinu hafi numið um 1,5 milljörð- um króna. Talskona Björgólfs Thors, Ragnhildur Sverrisdóttir, segir að þessar upplýsingar séu trúnaðarmál en að það sé „vel í lagt“ að segja að Björgólfur hafi greitt 1.500 milljónir fyrir ráðgjöf í uppgjörinu. Ólafur Ólafsson Sleppur við 64 milljarða og heldur Samskipum 63,5 milljarðar Björgólfur Thor Afskriftir óhjákvæmilegar óráðið Jákup á Dul Jacobsen Færeyingur í 100 milljarða skuldauppgjöri óráðið Magnús Kristinsson Heldur útgerðinni eftir tugmilljarða afskriftir 50 milljarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.