Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 Bað guð um góða sögu Leiðin heim frá forleggjar- anum var draumi líkust, segir Guðrún Eva. „Þvílík gleði. Ég sveif út á grænmálaða róman- tíska hjólið mitt og hjólaði í loftinu heim. Við tók svo sumar þar sem ég skrifaði alla daga og vakti heilu næturnar. Sögurnar voru gelgjulegar, dramatískar en sannarlega frá hjartanu. Ég man eftir því að eitt sinn var ég þurrausin og ég bað guð um góða hugmynd að sögu. Þá var bankað. Og sagan byrjar ein- mitt þannig: Þá var bankað.“ Smásögurnar voru gefn- ar út um haustið og safnið var kallað: Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og kom út í Neonflokki Bjarts árið1998. Síðan þá hefur Guðrún Eva starfað við ritstörf eingöngu. Vonbrigði í háskóla Þótt Guðrún Eva væri þannig séð orðin barnungur rithöfund- ur ákvað hún að ganga frekar menntaveginn. Hún var allan menntaskólann búin að hlakka til að fara í háskóla. „Ég sá háskólann fyrir mér sem samfélag fólks með ein- lægan áhuga á að fræðast í sameiningu. Ég ákvað að fara í íslenskunám. Að fara í íslensku fannst mér hljóta að henta vel sem stuðningur við skrifin. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Íslenskan var kennd snemma á morgnana, stífar dagsetning- ar á skilum á verkefnum. Mér fannst komið fram við okkur, rígfullorðið fólkið, eins og ung- linga og fór í gelgjulegt mót- þróakast af því tilefni,“ segir hún og hlær. Ég las ævisögu Helen Keller um svipað leyti og komst þá að því að hún varð fyrir álíka vonbrigðum með að háskólinn væri ekki það fræða- samfélag sem hún hafði séð fyr- ir sér áður en hún hóf þar nám.“ En Guðrún Eva ákvað að taka heimspeki sem aukagrein. „Ég hafði tekið einn áfanga í heimspeki í menntaskóla og þá las ég ritgerð eftir Jean Paul Sartre, hina frægu, mjög svo aðgengilegu ritgerð hans: Existensíalismi er húman- ismi. Ótrúlega falleg grein sem kveikti hjá mér áhuga. Auð vitað átti ég þá að skilja að ég átti að fara í heimspeki en ég hef örugglega ekki séð sjálfa mig fyrir mér sem heimspeking.“ 10 ár að klára heimspekinámið Hún skipti alfarið yfir í heim- speki og hreifst af náminu. „Heimspekin er sú grein innan háskólans sem nálgast helst að vera sá draumur okkar Helenar um háskólasamfélagið. Í heim- speki er nemendum gert að hugsa sjálfstætt þó skólakerf- ið sé búið að jarða sjálfstæða hugsun. Ég skil alveg hversu erfitt er að gæta að sjálfstæðri hugsun í grunn- og framhalds- skóla. Það þarf jú að kenna alla námsskrána og hefðirnar síga í. En að mínu mati ættum við að kenna heimspeki í grunn- og framhaldsskólum. Ég var ánægð í náminu þótt ég hefði reyndar aldrei getað sinnt því af fullum krafti. Ég var alltaf að skrifa bækur þannig að ég var alltaf að droppa út og koma aftur. Stundum þóttist ég vera alveg hætt en alltaf kom ég aft- ur.“ Tíminn leið og eftir margra ára sundurslitið nám tók Guð- rún Eva eftir því að að hún átti sáralítið eftir í gráðu. „Það var frábært að uppgötva að ég átti svona lítið eftir einmitt á tí- unda árinu í heimspeki. Við skulum bara kalla það 10 ára háskólaafmæli og á því ári út- skrifaðist ég. Ég veit ekki hvort gráðan breytir neinu, svona praktíst, en það er alltaf jafn- ánægjulegt að klára eitthvað.“ Upplifði ást í einum hvelli Marteinn kemur inn í stofu. Hann er með nokkrar útprent- aðar teikningar eftir Sunnu Sigurðardóttur úr nýrri bók Guðrúnar Evu sem hann réttir henni. Þau heilsast innilega og fallega. Umtalað er að ást þeirra sé heit og Guðrún Eva segist ekki getað neitað því að þau séu hvort öðru góð. „Við kynnumst eiginlega fyrst í gegnum bókina mína Yosoy sem er bók sem mér þykir mjög vænt um. Mar- teinn las hana og hreifst mjög og var spenntur fyrir því að gera mynd um hana og við ræddum um það. Hann var þá að reyna að sannfæra framleiðanda sinn um að gera úr henni kvikmynd. En sá var ekkert spenntur fyrir því, hafði ekki lesið bókina en heyrt að hún væri einhvers konar undarleg hryllings- saga. Svo leið heilt ár og ég var flutt í kjallarann á Vatnasafn- inu í Stykkishólmi þar sem ég skrifaði Skaparann. Mar- teinn átti leið hjá og spurði hvort hann mætti koma í kaffi. Svo mætti hann. Sumir eru þannig að þeir geta upp- lifað ástina í einum hvelli og ég er ein af þeim. Ég opnaði dyrnar og þar stóð hann með sólina í bakið. Svo eyddi ég næstu klukkustund í að dylja hversu mikið mér var brugð- ið og hvernig mér leið því þetta var bara fáránlegt. Ég þekkti manninn ekki neitt. en mér leið eins og ég elskaði hann.“ Giftu sig á örlagabletti Guðrún Eva og Marteinn gengu í það heilaga úti í Flat- ey á Skjálfanda að viðstöddum vinum og fjölskyldu síðastliðið sumar. „Það var ótrúlega fífl- djörf ákvörðun sem við tók- um og ævintýraleg í senn. Við ákváðum að gifta okkur í Flat- ey á Skjálfanda, lengst norður í ballarhafi í ísköldum júnímán- uði, og snjó varla farið að leysa.“ Eyjan er sannkallaður ör- lagablettur í lífi Guðrúnar Evu því báðir afar hennar eru ættað- ir af þessum litla depli í hafinu. Foreldrar Guðrúnar Evu höfðu ekki minnstu hugmynd um að þau væru ættuð af sama ferkíló- metranum þegar ástir tókust með þeim í Norðurkjallara MH. „Það er svo furðuleg tilvilj- un. Foreldrar föðurafa míns fluttu í land áður en hann fæddist og hinn flutti úr eyj- unni fimm ára. Byggð lagðist snemma af á þessari eyju enda skilyrði fremur óblíð. Ég vissi alla tíð að móðurafi minn væri þaðan og kann margar sögur um að hann hafi róið þaðan til fiskjar frá því hann var fjögurra ára gamall. En ég vissi ekki fyrr en fyrir stuttu síðan að hinn afi minn væri þaðan líka. Matti átti síðan þá fínu hugmynd að við giftum okkur í eynni. Það átti bara að vera lítil veisla, en vatt upp á sig, því svo margir voru til í að leggja land undir fót.“ Hjónin buðu öllum vinum sínum og vandamönnum og ætluðust ekki til þess að gestir sæu sig knúna til að mæta. „Það var ófært á vegum að- eins nokkrum vikum fyrr en við fengum fyrsta almennilega sumardaginn. Það væru ýkj- ur að segja að það hafi verið hlýtt, en það var ágætist lopa- peysuveður og lygnt með sól- arglennum. Þegar við vökn- uðum daginn eftir sneri ég mér að Marteini og sagði við hann hlæjandi: Ég trúi ekki að við höfum komist upp með þetta.“ Skrifar í alfahrútsstellingu Guðrún Eva kennir nú skap- andi skrif í listaháskólanum og segir það gefandi starf. „Ég er hamingjusöm í því hlutverki. Auðvitað er ekki hægt að kenna skapandi skrif. Mér finnst ég vera ein af þeim, komin í sam- ræðusamfélag. Það er bara hægt að útbúa vettvang þar sem fólk getur deilt með sér reynslu og þekkingu. Ég læri al- veg jafnmikið og þau af þessu.“ Hún segir kennsluna vera innblástur. Sjötta skáldsaga hennar, Allt með kossi vekur, er afar frumleg. Eins og fyrri skáld- sögur hennar er hún á mörk- um raunsæis en Guðrún Eva fer aðrar slóðir en hún hefur áður gert því í frásögnina blandast myndasögur. „Ég var lengi að velta vöngum yfir því hvern- ig ég gæti leyst úr ákveðinni flækju og nánast stökk upp í loft þegar mér varð loksins ljóst að frásögnin kallaði á myndasög- ur, því einn af aðalkarakterun- um er myndasagnahöfundur. Ég setti mig svo í samband við Sunnu sem er mikill snillingur á sínu sviði.“ „Megnið af þessari bók, og raunar líka Yosoy og Skap- aranum, skrifaði ég í þessari stellingu, segir Guðrún Eva og setur fæturna upp á borð og tölvuna í kjöltuna. „Um dag- inn las ég svo í einhverju blaði að þessi stelling örvar víst tes- tósterónframleiðslu hjá bæði körlum og konum. En ég get eiginlega ekki virkjað testós- terónframleiðsluna með þess- um hætti lengur, segir Guðrún Eva og hlær og bendir á bumb- una. En ég held grínlaust að það sé mjög gott að vera bæði kynin þegar maður er að skrifa.“ „Ég þekkti manninn ekki neitt en mér leið eins og ég elskaði hann Í lífshættu sem barn Móðir Guðrúnar Evu bjargaði lífi hennar. Hún lét engan segja sér að fara heim með tveggja ára fárveikt barn. „Það hefði aldrei átt að finna upp orðið móðursýki því það hefur alltaf verið notað gegn konum til ills og oftast að ósekju,“ segir Guðrún Eva. myndir SiGtryGGUr ari jóHannSSon „Kannski var ég andsetin af látnum ættingja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.