Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 Dómstóll götunnar Hann er lítill maður, ekki skrímsli Að gera grín hjálpar mér Eirin Kristin Kjær er ekki reið Anders Behring Breivik og mundi vilja tala við hann. – FréttablaðiðElva Dögg Gunnarsdóttir um uppistand og húmor. – DV Heilbrigð heimska „Já, ég er búin að kaupa nokkrar gjafir.“ Soffía Gunnarsdóttir 16 ára nemi „Já, ég er aðeins farin að versla jólagjafir.“ Guðný Sigurðardóttir 44 ára leikskólakennari „Já, ég er búin að panta jólahlað- borð fyrir mig og fjölskylduna.“ Ólöf Björnsdóttir 68 ára eldri borgari „Já, ég er kominn í jólaskap.“ Ægir Þorsteinsson 15 ára forritari „Nei, ekki neitt.“ Haukur Böðvarsson 32 ára forritari Er kominn jólahugur í þig? S umt fólk hefur þannig orðspor og virðist vera svo óheppið með gáfur að það er eigin- lega ekki hægt að gera ráð fyrir aðild þess að því sem kallast heilbrigð skynsemi. Það voru svör frá slíkum gáfnaljósum sem bárust alþýðu landsins um daginn, þegar Eiríkur Bergmann ritaði ágætlega um þjófafélag Framsóknar. En að vísu hefði Eiríkur, mín vegna, mátt kveða fastar að orði. Mér hefði svosem verið sama þótt framsóknarþjófum hefði verið líkt víð mafíósa eða nýnasista; menn sem koma sér í embætti til þess eins að maka krókinn og skreyta sig og sína með þjóðrembu. Auðvitað sótti búningagredda ung- mennahreyfingarinnar fyrirmyndir til ungliða nasista. Og í ungmenna- félagsanda eiga Sambandið, SS-puls- urnar og S-hópurinn sínar rætur. Þetta vita allir sem eitthvað vita og líka þeir sem vita ekki neitt. En það er samt á færi fárra örvita að reyna að þræta fyrir þau afglöp sem þjófafélagið náði að vinna í áranna rás. Og núna er eft- irsjáin slík að fyrrverandi og núver- andi framsóknarmenn eru komnir í lið með einum alræmdasta krimma Sjálfstæðisflokksins og eru að reyna að fegra ímynd sína fyrir augliti Guðs á himnum, með því að reisa bænahús í óþökk okkar hinna. Elskurnar mínar, sjáið þið til: Fyrst rænir framsóknarklíkan þjóðarbúið í samráði við Sjálftökuflokkinn. Leið- irnar sem farnar voru eru þekktar frá ýmsum tímum, m.a. frá draumóra- mönnum 1000 ára ríkisins. Menn kyrj- uðu öllum stundum: –Við erum besta þjóð í heimi! Við kunnum að reka banka betur en annað fólk! Og svo var þetta allt gert til þess eins að hinir ríku yrðu ríkari og hinir fátæku fátækari. Búin var til þensla, allir fengu lánað, bankarnir tóku veð í eigum fólks- ins, svo var svikamyllan afhjúpuð (að nafninu til – enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar), því næst misstu margir vinnuna, verðlagið fór úr böndunum, kreppan varð ljóslifandi og bankarnir eignuðust þá skjaldborg sem heimilin í landinu höfðu áður átt. Kreppan er glæpaklíkunum að kenna; fávísum, þjóðrembum sem æða fram með græðgina eina að leið- arljósi. Og í dag sitjum við uppi með þá skömm að vera með helling himpi- gimpa á himinháum launum við að bora í nefið, en samtímis þurfum við að rukka fátækan kennara um 300.000 kall vegna krabbameinsmeðferðar. Á sama hátt og þýsk alþýða skammast sín fyrir nasistana, skamm- ast ég mín fyrir heimsk og gráðug þjóðrembusvín sem vilja helst eyða allri gagnrýninni hugsun með því að hóta fólki öllu illu. Ég verð kannski rekinn úr Háskóla Íslands fyrir að segja sannleikann. En ég segi hann samt. Arðrán varð þeim ærið brölt um Íslands fögru grundir enda flá þeir feitan gölt í Framsókn nú um stundir. Klappliðið Vel var tekið á móti formanninum Bjarna Benediktssyni þegar hann steig á svið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Landsfundarfulltrúar risu úr sætum og hylltu foringjann en alls er óvíst hvort hann leiði flokkinn inn í framtíðina eða hvort kona verði í fyrsta sinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd xxxMyndin „Mér finnst það alveg sjálfsagt mál, þetta fólk er ekkert síður þátt- takendur í lýðræðinu en þingmenn…“ Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði nýlega til að mótmælendur fengju aðgang að salernisaðstöðu Alþingis. Salerni fyrir mótmælendur? Mest lesið á DV.is 1 Jón stóri er háður sterum: Lenti í öndunarstoppi Lögregla segir sterum haldið að ungu fólki. 2 Íslenskar mæðgur hneyksla í undirfataauglýsingu Auglýsingaherferð sem íslenskar mæðgur tóku þátt í fyrir undirfataframleiðandann Lake and Stars hefur vakið mikla athygli vestra. 3 Ber brjóst, kynlíf og blótsyrði hjá The Charlies The Charlies, sem áður hét Nylon, sýnir á sér nýja hlið í nýjasta myndbandinu sínu, þar sem ber brjóst, kynlíf, blóð og blótsyrði birtast á víxl. 4 Fjölni Þorgeirs stefntFjölnir segist hafa verið svikinn og tapað á viðskiptunum. 5 Geðveik í áratugi: Unga móðirin var send í raflost Styrmir Gunnarsson segir sjúkrasögu eiginkonu sinnar. 6 Töpuðu 400 þúsund krónum vegna tafa Iceland Express Hjón sitja nú eftir um 400 þúsund krónum fátækari eftir að hafa reitt sig á þjónustu Iceland Express. 7 Dauðsfall á Hlemmi: Ítrekað komið við sögu lögreglunnar Ekkert bendir til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað og er atvikið ekki rannsakað sem slíkt. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Það sem þingmenn vilja ekki S tjórnlagaráð skilaði af sér full- mótuðu stjórnarskrárfrumvarpi til Alþingis í sumar. Tíminn sem ráðið fékk til verksins var naumt skammtaður og því gafst enginn tími til þess að kynna afurðina fyrir þjóð- inni þótt bæði vilji og fjármagn hefði verið til þess. Því var það undir Alþingi komið að kynna þetta fyrir kjósendum sínum. Forsætisnefnd fundaði um hvað gert skyldi við frumvarpið og lagði Þór Saari til að því yrði dreift inn á öll heimili til kynningar. Því var alfarið hafnað. Þess í stað var málið sett í sérskipaða nefnd sem líklega mun vinna úr því nýtt frum- varp. Óvíst er hvort það fumvarp muni eiga nokkuð skylt við frumvarp stjórn- lagaráðs. Skilafrestur að renna út Umrædd nefnd hefur núna, án þess að mikið beri á því, kallað eftir umsögnum um frumvarpið og er skilafrestur aðeins til loka nóvember. Fyrirsjáanlegt er að fáar umsagnir munu berast frá almenningi, enda hefur frumvarpið lítið sem ekkert verið kynnt og flestir hafa nóg annað við tíma sinn að gera. Jafn fyrirsjáanlegt er að LÍÚ og önnur sérhagsmunasamtök munu ráða tugi sérfræðinga til þess að skrifa um- sagnir gegn þeim greinum frumvarps- ins sem er ætlað að tryggja almannahag gagnvart þeirra sérhagsmunum. Kynntu þér frumvarpið Til að vega upp á móti dýrum umsögn- um sérhagsmunasamtaka þarf almenn- ingur, (líka þú lesandi góður) að taka sig til, kynna sér frumvarp stjórnlagaráðs og senda inn umsagnir. Annars er hætt við því að Alþingi dragi úr því allar tennur, fari að ráðum sérhagsmunasamtakanna og láti jafnframt óþægilegar greinar hverfa sem er ætlað að taka á spill- ingu eða auka ábyrgð og valddreifingu í stjórnkerfinu, enda munu fáir sakna þess sem þeir vissu ekki af. Aðhald almennings Nú finnst sjálfsagt einhverjum þing- mönnum vegið að sér og þeir séu dæmdir áður en ætlaður gjörningur á sér stað. Ég viðurkenni fúslega að í það minnsta einhverjir þingmenn vilja raun- verulega hlusta á vilja þjóðarinnar við gerð nýrrar stjórnarskrár, jafnvel þótt það skerði þeirra eigin völd eða völd eig- in flokka. En án aðhalds almennings eru líkur á að sjónarmið þeirra þingmanna verði undir. Hægt er að kynna sér frumvarpið á vef stjórnlagaráðs, stjornlagarad.is, en einnig er hægt að fá það í flottri útgáfu hjá Kaffifélaginu Skólavörðustíg, betri bókabúðum og á eymundsson.is. Auglýsing Alþingis eftir umsögnum má finna á slóðinni tinyurl.com/um- sogn og hægt er að senda umsagnir á netfangið stjornskipun@althingi.is fyrir 30. nóvember. Láttu þína rödd heyrast – þú ert þjóðin. Aðsent Ingólfur Harri Hermannsson „Fyrirsjáanlegt er að fáar umsagnir munu berast frá almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.