Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 36
36 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað R agnheiður fæddist á Akra- nesi en ólst upp í Mosfellsbæ og á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún var í Varmárskóla í Mos- fellsbæ og í Barnaskóla á Kleppjárns- reykjum í einn vetur. Á grunnskólaár- unum var hún auk þess einn vetur á Hólum í Hjaltadal og annan vetur í Danmörku. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófum 2001, stund- aði síðan nám í ferðamálafræði á Hólum í Hjaltadal og síðar við Kenn- araháskóla Íslands og lauk þaðan prófum sem grunnskólakennari árið 2009. Ragnheiður starfaði á Nautastöð Bændasamtakanna á Hvanneyri á sumrin með námi. Hún er nú kennari við Hólabrekkuskóla í Breiðholti en er í fæðingarorlofi sem stendur. Ragnheiður hefur starfað í ung- mennafélaginu Íslendingi og tekið þar m.a. þátt í uppsetningu á leikriti. Þá tók hún þátt í æskulýðsstarfi hesta- mannafélaganna Harðar og Faxa. Fjöskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Þorkell Guðjónsson, f. 6.4. 1973, tölvu- og veiðimaður. Dætur Ragnheiðar og Þorkels eru Inga Vildís Þorkelsdóttir, f. 25.9. 2003; Hulda Þorkelsdóttir, f. 21.5. 2006; Iðunn Þorkelsdóttir, f. 26.12. 2010. Systur Ragnheiðar eru Sigrún Sveinbjörnsdóttir, f. 6.4. 1987, nemi við Háskóla Íslands og prjónakona; Kristrún Sveinbjörnsdóttir, f. 29.9. 1992, nemi og fitness-prinsessa; Klara Sveinbjörnsdóttir, f. 29.3. 1994, nemi og hestakona. Foreldrar Ragnheiðar eru Svein- björn Eyjólfsson, f. 27.11. 1959, for- stöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti í Borgarfirði, og Inga Vildís Bjarnadóttir, f. 17.1. 1964, félagsráð- gjafi. R agnar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ og síðan í Gautaborg í Sví- þjóð. Hann var í Varmárs- kóla og barnaskóla í Gautaborg, lauk grunnskólaprófi í Gautaborg og stundaði nám við Borgarholts- skóla í þrjú ár. Ragnar hóf störf hjá Öryggis- miðstöðinnni árið 2003 og starf- aði þar til 2007. Hann hefur starfað hjá Happdrætti Háskóla Íslands frá 2007. Fjölskylda Sonur Ragnars og Rósalindar Krist- jánsdóttur er Daníel Darri Ragnars- son, f. 6.12. 2005. Bræður Ragnars eru Emil Helgi Valsson, f. 16.12. 1978, rafeindavirki hjá Nortek, búsettur í Reykjanesbæ; Arnar Ingi Valsson, f. 22.7. 1986, raf- virki hjá Olíudreifingu, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Ragnars eru Valur Helgason, f. 2.8. 1956, bifreiðasmið- ur, búsettur í Mosfellsbæ, og Hall- dóra Kristín Emilsdóttir, f. 14.8. 1960, sjúkraliði á Eir. R akel fæddist í Reykjavík en ólst upp á Kiðafelli í Kjós. Hún var í Ásgarðsskóla í Kjós og í Klébergsskóla á Kjalarnesi, stundaði nám við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi 2003, stundaði síðan nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 2008 og er nú að ljúka MA-prófi í fjöl- skyldumeðferð. Rakel starfaði á dagdeild átrask- ana við Landspítalann sl. nokkur ár en starfrækir nú eigin stofu sem fjöl- skylduráðgjafi. Rakel hefur starfað með samtök- um um líkamsvirðingu sem hingað til hafa verið óformleg en stendur nú til að stofna sem formleg samtök. Fjölskylda Eiginkona Rakelar er Bjarney Gunn- arsdóttir, f. 29.4. 1983, íþróttafræð- ingur. Dóttir Rakelar og Jóhanns Bjarna- sonar er Heiðdís Anna Jóhannsdótt- ir, f. 30.3. 1999. Dóttir Rakelar og Bjarneyjar er Þórey Edda Bjarneyjardóttir, f. 16.2. 2011. Systkini Rakelar eru Hrafnhild- ur Björk Sigurbjörnsdóttir, f. 27.8. 1979, ljósmyndari, búsett í Reykja- vík; Hjalti Andrés Sigurbjörnsson, f. 10.11. 1987, vélvirki, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Rakelar eru Sigurbjörn Hjaltason, f. 10.6. 1958, bóndi að Kiðafelli í Kjós, og Bergþóra Andrés- dóttir, f. 21.9. 1959, ferðaþjónustu- bóndi að Kiðafelli. J óhannes fæddist í Syðra-Lang- holti og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1954 og stundaði nám við Kenn- araháskóla Íslands 1982–83. Þá sótti hann ýmis kennaranámskeið og fékk réttindi sem svæðisleiðsögumaður 1993. Jóhannes var bóndi í Syðra-Lang- holti 1954–80. Hann var kennari við Flúðaskóla 1961–94, hótelstjóri við Hótel Flúðir 1985–87 og hefur, ásamt konu sinni og fleirum úr fjölskyld- unni, rekið ferðaþjónustu í Syðra- Langholti í vaxandi mæli frá 1986. Jóhannes var fyrsti formaður Mímis, félags menntaskólanema á Laugarvatni 1952–53, var formað- ur Héraðssambandsins Skarphéð- ins 1966–76, sat í stjórn Ungmenna- félags Hrunamanna í nokkur ár og í varastjórn Ungmennafélags Íslands 1963–69. Hann var fulltrúi UMFÍ í stjórn Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde 1976–80 og for- maður landsmótsnefndar vegna 16. landsmóts UMFÍ 1978 á Selfossi. Jóhannes var formaður Kennara- félags Suðurlands 1980–82, formað- ur Ferðamálasamtaka Suðurlands 1987–95, sat í Ferðamálaráði Íslands 1987–99 og í stjórn Upplýsingamið- stöðvar ferðamála 1989-93. Jóhannes sat í fyrstu stjórn Land- verndar frá stofnun 1969–75, var for- maður skólanefndar Héraðsskólans á Laugarvatni 1969–80, formaður sjálfstæðisfélagsins Hugins í upp- sveitum Árnessýslu 1992–2001, fyrsti forseti Kiwanisklúbbsins Gullfoss 1985–86, svæðisstjóri Sögusvæð- is 1989–90 og sat í stjórn Hafnar hf. 1985–91. Jóhannes hefur stundað íþróttir frá unglingsaldri og keppt á héraðs- mótum Skarphéðins í ýmsum grein- um árlega frá 1949, nú síðustu árin aðallega í golfi. Jóhannes var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1970, heiðurskrossi ÍSÍ 1976 og kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ 1990. Hann hlaut gullmerki FRÍ 1975, gullmerki UMFÍ 1981, heiðursfána HSK, Hér- ðassambandsins Skarphéðins, 1990 og er heiðursformaður þess frá 2011. Jóhannes hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og var ritsjóri Skarp- héðinssíðunnar í blaðinu Suður- landi í nokkur ár. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 5.11. 1954 Hrafn- hildi Svövu Jónsdóttur, f. 5. 11. 1934, ferðaþjónustubónda. Foreldr- ar hennar eru Sigurbjörg Th. Jóns- dóttir og Jón Sigfússon sem lengst af bjuggu á Sauðárkróki. Börn þeirra Jóhannesar og Hrafn- hildar eru Hilmar Jóhannesson, f. 18.4. 1955, búfræðingur og bóndi í Syðra-Langholti, kvæntur Fanneyju Þórmundsdóttur en þau eiga fjög- ur börn; Sigmundur Jóhannesson, f. 25.9. 1957, bóndi í Syðra-Langholti, var kvæntur Önnu Mary Snorra- dóttur, f. 12.11.1960, d. 30.5.1992 og eignuðust þau tvær dætur en nú býr Sigmundur með Kristínu Evertsdótt- ur; Sigurbjörg Jóna Jóhannesdóttir, f. 5.1.1959, verslunarmaður í Hafn- arfirði, gift Ólafi Ó. Stephensen og eiga þau þrjú börn; Snorri Freyr Jó- hannesson, f. 11. 3. 1965, rafvirki í Syðra-Langholti en sambýliskona hans er Vigdís Furuseth og eiga þau tvö börn; Gunnar Þór Jóhannesson, f. 30.10. 1967, búsettur á Flúðum, BA í íslenskum fræðum, nú fangavörður við Bitru, kvæntur Arndísi Eiðsdóttur og eiga þau fjögur börn; Anna Lára Jóhannesdóttir, f. 17.12.1969, flug- freyja og hjúkrunarfræðingur, búsett í Mosfellsbæ og á hún tvö börn; Ás- dís Erla Jóhannesdóttir, f. 2. 6. 1972, ferðafræðingur og hótelstjóri við Hótel Mývatn á Skútustöðum, gift Yngva Ragnari Kristjánssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Jóhannesar: Alda Sig- mundsdóttir, f. 10. 4. 1930, d. 18. 11. 1931; Alda Kristjana Sigmunds- dóttir, f. 17.6.1933, húsfreyja í Dalbæ II í Hrunamannahreppi; Sigurgeir Óskar Sigmundsson, f. 16.3. 1938, d. 9.2.1997, kaupmaður á Grund á Flúðum; Sigurður Sigmundsson, f. 16.3.1938, blaðamaður, búsett- ur í Dalbæ I í Hrunamannahreppi; Sverrir Sigmundsson, f. 13. 9. 1944, bifreiðastjóri, búsettur að Vogum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar Jóhannesar voru Sig- mundur Sigurðsson, f. 8. 3. 1903 á Litla-Kálfalæk í Mýrasýslu, d. 12. 3. 1981, bóndi, oddviti og búnaðar- þingsfulltrúi í Syðra-Langholti, og Þuríður Anna Jóhannesdóttir, f. 24. 3. 1902 að Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 18. 2.1997, húsfreyja. Ætt Sigmundur var sonur Sigurðar, b. í Miklholti í Hraunhreppi Sigmunds- sonar, b. á Litla-Kálfalæk Ólafssonar, b. í Knarrarnesi Jónssonar, langafa Sigurðar, skálds frá Arnarholti. Móðir Sigmundar Ólafssonar var Guðbjörg Sigmundsdóttir. Móðir Sigurðar í Miklaholti var Steinunn Bjarnadótt- ir, b. á Litla-Kálfalæk Bjarnasonar, og Bjargar Hallmundardóttur. Móðir Sigmundar í Syðra-Lang- holti var Kristjana Bjarnadóttir, b. í Arnarstapa í Álftaneshreppi Sigurðs- sonar, b. á Háhóli Jónssonar. Móðir Bjarna í Arnarstapa var Helga, syst- ir Sigurðar, b. í Miklaholti í Hraun- hreppi, langafa Ingibjargar Þorbergs, söngkonu og tónskálds. Sigurður var einnig afi Helga Hjörvar, rithöfundar og útvarpsmanns, Lárusar Salóm- onssonar, lögreglumanns, glímu- kappa og hagyrðings, Gunnars Úrs- usar aflraunamanns og Haralds pípulagningamanns, föður Auðar rithöfundar. Helga var dóttir Horna- Salómons, b. í Hólakoti í Álftanes- hreppi Bjarnasonar. Þuríður Anna var systir Finns Lúðvíks, föður Steinars J. Lúðvíks- sonar rithöfundar. Þuríður Anna var dóttir Jóhannesar, b. á Fremri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu Kristófers- sonar, b. í Tjarnarkoti í Húnavatns- sýslu, bróður Gunnars, b. í Valdarási, langafa Friðriks Sophussonar, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forstjóra Lands- virkjunar, og Guðmundar Gunn- arssonar, formanns Rafiðnarð- arsambandsins, föður Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu. Krist- ófer var sonur Gísla, b. í Tjarnarkoti Þórðarsonar, og Kristínar Jónsdótt- ur. Móðir Jóhannesar var Þuríður Gunnarsdóttir, b. á Mýrum í Vestur- Húnavatnssýslu Marteinssonar, og Önnu Sveinsdóttur. Móðir Þuríðar Önnu var Þuríður Jóhannesdóttir, b. á Mjóahóli í Döl- um Hálfdánarsonar, b. á Vatnshorni og á Rifi á Snæfellsnesi Hálfdánar- sonar. Móðir Jóhannesar var Sigríð- ur Sigmundsdóttir. Móðir Þuríðar Jóhannesdóttur var Guðríður Guð- mundsdóttir, vinnumanns í Sælings- dalstungu Jónssonar. Móðir Guðríð- ar var Þuríður Jónsdóttir. J ósef Aron fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Múlakampinum. Hann stundaði nám í Höfðaskóla og Réttarholtsskóla. Jósef fór ungur að vinna fyrir sér, starfaði hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga um skeið, var síðan í fisk- vinnslu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og starfaði síðan á hverfisstöðvum hjá Reykjavíkurborg um tveggja ára skeið. Hann starfaði síðan hjá ÁTVR á Bæjar- hálsi í fjögur ár og starfaði hjá flutn- ingafyrirtækinu JP um skeið. Jósef hefur verið aðdáandi Elvis Presley frá átta ára aldri. Hann stofnaði Íslenska aðdáendaklúbb Elvis Presley árið 2000, ásamt eiginkonu sinni og tengdamóður, og hefur verið formað- ur klúbbsins síðan en klúbburinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í fyrra. Jósef hóf að syngja Elvislög og koma fram í Elvisgervi skömmu fyrir aldamót. Hann hefur notið sífellt meiri vinsælda sem Elvis-söngvari, kemur fram nokkrum sinnum í mánuði og er bókaður langt fram á næsta ár. Hann hefur skemmt fólki á öllum aldri og af ýmsu tilefni en kemur auk þess oft fram til að skemmta þeim sem minnst mega sín. Fjölskylda Jósef Aron kvæntist 1.2. 1999 Ragn- heiði Öddu Þorsteinsdóttur, f. 12.1.1957, húsmóður. Foreldrar hennar eru Þorsteinn Pálsson bíla- málari og Guðrún Jónsdóttir, hús- móðir í Reykjavík. Dóttir Jósefs Arons og Ragnheiðar Öddu er Lísa María Jósefsdóttir, f. 5. 2. 2001. Dætur Jósefs Arons frá fyrri sam- búð eru Helga Dögg Jósefsdóttir, f. 2.8. 1989; Anna María Jósefsdóttir, f. 18.11.1994. Hálfsystkini Jósefs Arons, samfeðra, eru Erna Óladóttir, f. 7. 4. 1963, bóndi í Mjóafirði; Ragnar Ólason, f. 17. 7. 1964, starfsmaður hjá Eflingu, búsettur í Reykjavík; Kolbrún Óladóttir, f. 19.8. 1965, verkakona í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini Jósefs, sammæðra, eru Ólína Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 28.12. 1965, húsmóðir í Vestmanna- eyjum; Sigurður Pétur Jónsson, f. 2.8.1982, strætisvagnastjóri, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Jósefs Arons eru Óli Adolfsson, f. 7.3.1941, bílstjóri á Eyr- arbakka og á Spáni, og Þorgerður Pét- ursdóttir, f. 20.6. 1944, d. 6.11. 2005, var húsmóðir í Reykjavík. Fósturforeldrar Jósefs Arons frá ell- efu ára aldri voru Helga Veturliðadóttir og Þórður Andrésson. Jóhannes Sigmundsson Ferðaþjónustubóndi og fyrrv. kennari við Flúðaskóla Jósef Aron Ólason Skemmtikraftur og formaður Íslenska aðdáendaklúbbs Elvis Presley Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Grunnskólakennari í fæðingarorlofi Ragnar E. Valsson Þjónustufulltrúi hjá Happdrætti Háskóla Íslands Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir Fjölskyldumeðferðarfræðingur 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 80 ára á föstudag 50 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.