Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 38
38 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað S tefán fæddist í Auðbrekku í Hörgárdal og ólst þar upp, sonur Valgeirs Árnasonar, bónda í Auðbrekku, og k.h., Önnu Mary Einarsdóttur húsfreyju. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1941. Stefán var verkstjóri hjá Reykjavíkurborg í nokkur ár að námi loknu og stundaði síðan ýmis störf fjarri heima­ högum, var verkstjóri á Keflavíkurflugvelli og síð­ ar forstjóri Leigubifreiða­ stöðvar Keflavíkur veturna 1952–61 en sinnti bústörfum í Auðbrekku á sumrin þar sem hann bjó félagsbúi, ásamt Þóri bróður sínum. Stefán var alþingismaður Norður­ landskjördæmis eystra fyrir Fram­ sóknarflokkinn í tuttugu ár, á árun­ um 1967–87. Hann hafði verið mikill stuðningsmaður og málsvari Ólafs Jó­ hannessonar, forsætisráðherra og for­ manns Framsóknarflokksins, sem lést 1984. Í aðdraganda Alþingiskosning­ anna 1987, skildi leiðir með Stefáni og Framsóknarflokknum. Hann stofnaði þá Samtök jafnréttis og félagshyggju, bauð einungis fram í Norðurlandi eystra og komst sjálfur aftur á þing fyrir Samtökin. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk í beinni útsendingu á miðju ári 1988 og var þá önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar mynduð með stuðningi Al­ þýðubandalagsins og sam­ taka Stefáns sem nægði henni til að ná meirihluta í annarri deild þingsins. Rík­ isstjórnin stóð því tæpt þar til Borgaraflokkurinn gekk til liðs við hana ári síðar. Á þessum tíma komst Stef­ án því í áhrifaríka oddaað­ stöðu og var töluvert í sviðs­ ljósi stjórnmálanna næstu misserin. Stefán sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit, var formaður Bindindisfélagsins Vakandi í Hörgárdal um árabil, var formað­ ur FUF í Eyjafirði 1949–53, formaður Framsóknarfélags Eyfirðinga frá 1965 og sat þá jafnframt í blaðstjórn Dags. Hann sat í bankaráði Búnaðarbankans 1969–90 og var formaður þess frá 1973, sat í stjórn Stofnlánadeildar landbún­ aðarins frá 1969–90 og formaður frá 1973 og í stjórn Byggðastofnunar frá 1987–90. Stefán var kvæntur Fjólu Guð­ mundsdóttur húsmóður og eignuðust þau sex börn. M atthías fæddist í Hafnar­ firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents­ prófi frá Menntaskól­ anum í Reykjavík 1951, embættis prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1957, öðlaðist hdl.­réttindi 1961 og hrl.­réttindi 1967. Matthías starfaði í atvinnumála­ ráðuneytinu 1957–58, var sparisjóðs­ stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1958– 67, starfrækti málflutningsskrifstofu í Hafnarfirði 1967–74, var alþm. Hafn­ arfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sumarþingi 1959, alþm. Reykjanes­ kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959–91, var forseti neðri deildar Al­ þingis 1970–71, var fjármálaráðherra 1974–78, viðskiptaráðherra, ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráð­ herra um norræn málefni 1983–85, utanríkisráðherra 1986–87, og sam­ gönguráðherra og samstarfsráð­ herra um norræn málefni 1987–88. Þá sinnti hann lögfræðistörfum um árabil í Hafnarfirði frá 1991. Matthías var formaður Stefnis, fé­ lags ungra sjálfstæðismanna í Hafn­ arfirði 1952–55, sat í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954–55, var formaður Orators, fé­ lags laganema við Háskóla Íslands 1955–56, sat í stjórn SUS 1955–57, var formaður fulltrúaráðs sjálfstæð­ isfélaganna í Hafnarfirði 1962–66 og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1965–91. Matthías sat í íþróttanefnd Hafn­ arfjarðar 1958–62, í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1965–83 og formaður stjórnar 1967–83 og um skeið frá 1986, sat í bankaráði Landsbanka Íslands 1961–74 og 1981–83 og í bankaráði Alþjóðabankans 1983– 85, í stjórn Einars Þorgilssonar og Co ehf. 1973–2001, var formaður Veiðifélags Flókadalsár 1973–79, sat í stjórn Tölvumiðstöðvar sparisjóð­ anna 1989 og formaður um skeið frá 1991, formaður nefndar á vegum HSÍ vegna HM á Íslandi 1995 og fulltrúi HSÍ á ársþingi Alþjóða handknatt­ leikssambandsins 1988 og 1992, for­ maður Félags fyrrverandi alþingis­ manna frá 1993 og var formaður þjóðhátíðarnefndar 50 ára lýðveldis á Íslandi 1994. Matthías var fulltrúi Íslands í Þing­ mannasamtökum Norður­Atlants­ hafsríkjanna 1963–69, 1972 og 1978, formaður íslensku sendinefndarinn­ ar 1964–68 og var forseti þingmanna­ sambands NATÓ 1967–68, forseti Norðurlandaráðs 1970–71, og 1980– 81, sat í öryggisnefnd ríkisins 1979– 83, var fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1989–91, var formaður íslensku sendinefnd­ arinnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1986 og á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópu (RÖSE) í Vínarborg 1986 og var fulltrúi Al­ þingis á stofnfundi þingmannasam­ taka RÖSE­ríkjanna í Madrid 1991. Auk þess sat hann í ýmsum nefnd­ um, innan lands og utan, sem fulltrúi Alþingis og ríkisstjórna. Fjölskylda Matthías kvæntist 10.4. 1956, Sigrúnu Þorgilsdóttur, f. 27.12. 1931, hús­ móður. Foreldrar hennar voru Þor­ gils Guðmundsson, f. 4.12. 1892, d. 26.6. 1975, kennari í Reykholti, bóndi og síðar skrifstofustjóri á Fræðslu­ málaskrifstofu ríkisins í Reykjavík, og k.h., Halldóru Sigurðardóttur, f. 2.10. 1893, d. 21.9. 1966, kennara. Börn Matthíasar og Sigrúnar eru Árni Matthías Mathiesen, f. 2.10. 1958, dýralæknir og fyrrv. alþm. og ráðherra, kvæntur Steinunni Krist­ ínu Friðjónsdóttur flugfreyju og eru dætur þeirra Kristín Unnur, f. 1996, Halla Sigrún, f. 1997, og Arna Stein­ unn, f. 2001; Halldóra Mathiesen, f. 16.12. 1960, kerfisfræðingur, gift Frosta Bergssyni og er sonur þeirra Bergur, f. 1995, auk þess sem son­ ur Halldóru frá fyrra hjónabandi er Matthías Árni Ingimarsson, f. 1983; Þorgils Óttar, f. 17.5. 1962, viðskipta­ fræðingur og fyrrv. fyrirliði íslenska handknattleikslandsliðsins og eru börn hans og fyrrv. eiginkonu hans, Bertu G. Guðmundsdóttur, Sigrún, f. 1996, og Einar Páll, f. 1998. Systkini Matthíasar voru Erna Geirlaug Mathiesen, f. 12.4. 1928, d. 12.1. 2003, húsmóðir í Reykjavík, var gift Sigurði Hjálmtýssyni bifreiðar­ stjóra; Einar Þ. Mathiesen, f. 25.6. 1935, d. 25.7. 1993, framkvæmda­ stjóri í Hafnarfirði, var kvæntur Ernu Ingibjörgu Mathiesen húsmóður. Foreldrar Matthíasar voru Árni Matthías Mathiesen, f. í Reykjavík 27.7. 1903, d. 8.4. 1946, lyfjafræðing­ ur og kaupmaður í Hafnarfirði, og k.h., Svava Einarsdóttir Mathiesen, f. á Óseyri við Hafnarfjörð 28.7. 1906, d. 23.3. 1995, húsmóðir. Ætt Árni var sonur Matthíasar Á. Mathie­ sen, skósmíðameistara í Hafnar­ firði, bróður Jensínu, ömmu söng­ kennaranna Nönnu og Svanhildar Egilsdætra. Matthías var sonur Árna J. Mathiesen, verslunarmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, pr. í Arnar­ bæli, langafa Páls í Brautarholti og Ólafs, fyrrv. landlæknis Ólafssona. Páll var einnig langafi Ólafar Páls­ dóttur myndhöggvara, Ólafs Björns­ sonar, alþm. og hagfræðiprófess­ ors, og Guðrúnar Vilmundardóttur, móður Þorsteins heimspekiprófess­ ors, Vilmundar ráðherra og Þor­ valds hagfræðiprófessors. Systir Árna var Guðrún, amma Stefaníu Guð­ mundsdóttur leikkonu, móður leik­ kvennanna Önnu, Emelíu og Þóru Borg. Árni var sonur Jóns, pr. í Arnar­ bæli Matthíassonar, stúdents á Eyri í Seyðisfirði við Djúp Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættföður Vigur­ ættar Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar, langafa Jóns forseta. Móðir Árna verslunarmanns var Ingibjörg, systir Margrétar, lang­ ömmu Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra, en bróðir Ingi­ bjargar var Grímur, langafi Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Matt­ híasar skósmiðs var Agnes, systir Vigdísar, langömmu Gests myndlist­ armanns og Ólafs hrl. Þorgrímssona. Önnur systir Agnesar var Guðrún, langamma Steindórs Einarssonar, forstjóra Steindórs, afa Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra. Agnes var dóttir Steindórs Waage, skipstjóra í Hafnarfirði, stjúpsonar Bjarna Sí­ vertsen riddara og sonar Rannveigar Filippusdóttur, pr. í Kálfholti Gunn­ arssonar. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Velding, verslunar­ manns í Hafnarfirði, ættföður Veld­ ingættar. Móðir Árna kaupmanns var Arn­ fríður Jósefsdóttir, sjómanns á Akra­ nesi Jósefssonar. Móðir Jósefs var Guðný Ísleifsdóttir, b. á Englandi í Lundarreykjadal Ísleifssonar, og Ingibjargar Árnadóttur, b. á Krossi á Akranesi Þorsteinssonar. Móðir Ingi­ bjargar var Ellisif Hansdóttir Klin­ genberg, b. á Krossi og ættföður Klin­ genbergættar. Meðal móðursystkina Matthíasar: Þorgils, faðir Einars, framkvæmda­ stjóra í Hafnarfirði, og Ragnheiður, móðir Gunnars yfirlæknis og Magn­ úsar, blaðamanns Sigurðssona. Svava var dóttir Einars, útgerðar­ manns og alþm. í Hafnarfirði Þor­ gilssonar, b. í Moldartungu í Holt­ um Gunnarssonar. Móðir Þorgils var Anna, systir Filippusar, langafa Ingigerðar, móður Guðrúnar Helga­ dóttur rithöfundar og fyrrv. Alþingis­ forseta. Anna var dóttir Þorsteins, b. á Bjólu Vigfússonar og Styrgerðar, systur Guðrúnar, langömmu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Styrgerður var dóttir Jóns, b. á Brekkum í Holtum Filippussonar, bróður Rannveigar, móður Steindórs Waage. Móðir Einars var Helga Ásmundsdóttir, b. á Syðri­Rauðalæk Gíslasonar, langamma Ásmundar Ásgeirssonar skákmanns. Móðir Svövu var Geirlaug Sigurð­ ardóttir, b. í Pálshúsum á Álftanesi Halldórssonar. Móðir Geirlaugar var Guðlaug, systir Ingibjargar, lang­ ömmu Stefáns rithöfundar og Vil­ bergs, fyrrv. skólastjóra Júlíussona. Geirlaug var dóttir Þórarins, b. í Sel­ skarði Þorsteinssonar og Geirlaugar, systur Björns, afa Þorsteins Einars­ sonar, fyrrv. skipstjóra og langafa Magnúsar Jónssonar flugstjóra. Geir­ laug var dóttir Jóns, b. á Hvaleyri Þor­ steinssonar, b. á Hvaleyri Jónssonar, leiðsögumanns Joseps Bankes. Matthías var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 17.11. sl. Matthías Á. Mathiesen Hrl. og fyrrv. alþm. og ráðherra f. 6.8. 1931 – d. 9.11. 2011 Stefán Valgeirsson Alþingismaður f. 20.11. 1918 – d. 14.3. 1998 Merkir Íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson Arnljótur Ólafsson Prestur og alþingismaður f. 21.11. 1823 – d. 29.10. 1904 A rnljótur fæddist að Auðólfs­ stöðum í Langadal, son­ ur Ólafs Björnssonar, bónda þar, og k.h., Margrétar Snæ­ björnsdóttur húsfreyju. Eiginkona Arnljóts var Þuríður Hólmfríður Þor­ steinsdóttir, systir Hall­ dóru, konu Tryggva Gunnarssonar, alþm. og bankastjóra. Arnljótur var einn þeirra sem stóðu að pereat­ inu gegn Sveinbirni Egilssyni í Lærða skólanum 1850. Hann lauk stúdentsprófi þjóðfundarárið 1851, lauk málfræðiprófi og forspjalls­ prófi við Kaupmannahafnar háskóla og las þjóðmegunarfræði sem í dag nefnist hagfræði. Hann var því fyrsti ís­ lenski hagfræðistúdentinn. Hann tók ekki lokapróf í hagfræði en lauk guð­ fræðiprófi við Prestaskólann í Reykja­ vík 1863 og var síðan prestur að Bægisá og Sauðanesi. Áður en Arnljótur kom heim frá námi var hann einkakennari sonar Blixen–Finecke baróns og ferðaðist þá með þeim feðgum víða um Suður­ Evrópu. Þá tók hann þátt í leiðangri til könnunar ritsímalögn til Íslands, árið 1860. Arnljótur sat á Alþingi nær óslitið frá 1858–1900, fyrst sem þingmaður Borg­ firðinga, þá Norðmýlinga, fyrir Eyfirðinga 1881–85 og síðan konungskjörinn. Arnljótur var at­ kvæðamikill þingmaður. Hann var andstæðingur Jóns Sigurðssonar forseta og Benedikts Sveinssonar en lagði áherslu á kröfur um fjárforræði. Þá barðist hann gegn valtýskunni. Á tímum rómantískrar þjóðfrelsis­ baráttu markaði Arnljótur sér sér­ stöðu með áhuga á landshögum, bú­ skaparhögum, fólksfjölda og öðrum hagfræðilegum og tölfræðilegum staðreyndum. Um þau mál tók hann saman skýrslur og greinargerðir. Þá samdi hann fyrsta íslenska hagfræði­ ritið, Auðfrœði, sem kom út 1880. Hann lést árið sem Íslendingar fengu heimastjórn. Merkir Íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.