Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 26
26 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Sandkorn Í sland er plagað af blóðsugufaraldri. Þær sjúga sér næringu úr íbúum landsins daginn út og inn. Vogunar- sjóðirnir sem keyptu föllnu, íslensku bankana fyrir slikk, eru oft kallaðir hrægammar, en það er rangnefni. Við erum ekki hræ og þeir ekki gammar. Hrægammar nærast á leifum hinna látnu. Í því felst endanleiki. En aðferð blóðsugunnar er ekki eyðing, heldur yfirtaka. Takmark þeirra er að sjúga eins mikla peninga út úr íslensku efna- hagslífi og þeir geta. Virði bankanna hefur til dæmis aukist um rúmlega 100 milljarða eftir hrun, en 70% af því hefur farið til kröfuhafanna. Tugir milljarða streyma út úr landinu á hverju ári með þessum hætti. Þetta er aðeins líffræðileg hliðstæða við samband Íslendinga og banka eins og það hefur þróast. Peningahagkerfið er sýndarveruleiki sem táknar raun- veruleikann sem liggur að baki. Þar er raunverulegri orku okkar umbreytt í peninga með vinnu. Sparnaður okkar er geymd orka sem við notum til að framfleyta okkur á elliárunum, lifa af áföll og og leita hamingjunnar. Blóð- sugur peningahagkerfisins sjúga þessa orku úr okkur. Bankarnir sjúga peninga af fólki með ýmsum hætti. Þetta gerist með því að fólk tapar sparnaði sínum þegar verðtryggingin hækkar lánin. Pening- ar sem fólk geymir á óverðtryggðum bankabókum í bönkunum eru með neikvæða raunvexti. Þegar fólk fer með afganginn af peningunum sínum til að kaupa í verslunum, þarf að borga hærra verð fyrir vörurnar, svo verslunin geti borgað bankaskattinn sem er kall- aður vextir. Fram hafa komið tölur sem sýna fram á að 20–25 prósent af tekjum fari í afborganir og vexti hér á landi. Blóðsugur, eins og bankar, eru mis- kunnsamar upp að vissu marki. Fæstar blóðsugur drepa mann. Sumt fólk er lifandi dautt í meðferð sem kölluð er skuldaaðlögun. Þar birtist tilgangur blóðsugunnar tærastur. Hún passar að fólkið örmagnist ekki alveg, því þá fær bankinn ekki meira. Blóðsugan hlekkj- ar fólk frekar niður, sviptir það frelsi og hámarkar það magn sem hún getur sogið úr manneskjunni án þess að reka hana í þrot. Sumir gætu sagt að ríkið væri líka blóðsuga, því eftir allt saman leggur ríkið skatt á okkur og sýgur markvisst til sín hluta af tekjunum. En virkni ríkis- ins er í lykilatriðum öðruvísi. Það sér um sameiginlegar framkvæmdir og heldur úti þjónustu sem skilar sér aftur til okkar, svo lengi sem spilling er ekki við lýði sem beinir fé frá ríkinu til vina og valdamanna. Blóðsugur skila ekki til baka með sama hætti. Skatttekjur til ríkisins skila sér aftur inn í hagkerfið. Það er munurinn. Eða réttara sagt, það var munurinn. Nú er það hins vegar orðið þannig að blóðsugurnar hafa tekið yfir ríkið. Stór hluti af skatttekjum okkar fer líka til blóðsuganna. Helmingur fyrirtækja hefur verið yfirtekinn, þannig að hálf þjóðin vinnur í raun hjá bönkunum. Hvort sem bank- arnir eiga fyrirtækið eða ekki má gera ráð fyrir því að stór hluti af tekjum þess fari í að borga bönkunum vexti og afborganir, í staðinn fyrir að fara í að hækka laun starfsfólks. Samkvæmt forstöðumanni hag- fræðisviðs Landsbankans græða stóru bankarnir þrír svo mikið, að þeir myndu borga upp hallann af ríkis- sjóði á næsta ári með arðgreiðslunum sínum. Á sama tíma eru sífellt fleiri ríki á Vesturlöndum að verða lifandi dauð í vítahring vaxta og skulda. Stöð- ugt meira af skattfé fer í að borga vexti af skuldum. Veruleg hætta er talin á efnahagshruni á heimsvísu vegna ofur- skulda. Þetta hefur ekki alltaf verið svona og getur varla verið svona til lengdar. Í gegnum tíðina hefur verið litið á samband banka og þjóðfélags- þegna sem samvirkni, þar sem sam- eiginlegir hagsmunir ráða för; að bankinn láni peninga út til fólks og fyrirtækja með frjálsan vilja og hvetji þannig til framkvæmda og tekjusköp- unar. Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon starfa ennþá eftir þeim veruleika að um samvirkni sé að ræða. En slóðin sýnir hvers eðlis sam- bandið er orðið. Háspenna vegna formanns n Háspenna helgarinnar felst í því hvort Hönnu Birnu Kristjánsdóttur tekst að skáka Bjarna Bene- diktssyni úr formanns- stólnum. En þótt Bjarni sigri í einvíg- inu má búast við tíðindum í framhaldinu. Þannig mun Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, meintur stuðningsmaður Hönnu Birnu, lenda endan- lega úti í kuldanum. Þá mun staða þingflokksformannsins, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, verða erfið. Hún hefur ekki treyst sér til að lýsa yfir stuðn- ingi við Bjarna og uppgjör er þar í vændum, ef Bjarni verð- ur áfram. Bankastjóri vill fjölmiðil n Fjölmiðlafyrirtæki á Ís- landi eru sum hver í miklum vanda og er búist við miklum tíðindum á næstu mánuðum. En þótt gefi á bátinn eru alltaf einhverjir til í að hefja slíkan rekstur. Hópur gamalla, brott- rekinna Moggamanna er nú kominn á stúfana undir for- ystu Brynjólfs Helgasonar, fyrr- verandi aðstoðarbankastjóra Landsbankans. Ætlunin mun vera að stofna vefblað sem á að lifa á auglýsingum. Talið er að startið kosti nokkur hundr- uð milljónir. Bingi rannsakaður n Rannsóknarnefnd sem á að kanna meinta spillingu og afglöp innan Orkuveitunnar er komin af stað í vinnu sinni. Reikn- að er með tíðindum þegar menn hafa náð að sauma saman söguna. Sérlega þykir athyglisvert að draga fram í dagsljósið það sem gerðist í kringum REI. Þar þykir þáttur Björns Inga Hrafnssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns, vera áhugaverður ekki síður en náins bandamanns hans og fyrirmyndar, Alfreðs Þor- steinssonar, sem einhverjir telja upphafsmann að öllu ruglinu sem felldi fyrirtækið. Lögga með níu líf n Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri þykir eiga níu líf í starfi. Á valdatíma Sjálfstæð- isflokksins var hann í skjóli harðlínuafla flokksins sem ljáðu ekki máls á að láta hann fara. Stofnunin blés enda út á þeim tíma. Erf- iðara hefur verið um vik hjá Haraldi eftir að Samfylkingin komst til valda. Hann hefur lent í ýmsum hrakningum eins og þeim að vera sakaður um spillingu við innkaup til embættisins. Það mun vera nokkuð útbreidd skoðun að Samfylkingin vilji Harald út og Arnar Jensson, starfs- maður Europol, taki við embættinu. Alþingismenn ættu að fara vikulega í Skemmtigarðinn Maður situr eins og þræll Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, fannst Alþingi ekki veita af smáskemmtun. – DV Tónlistarmaðurinn Toggi sem ætlar að vera duglegur að árita plötur. – mbl.is Blóðsugur á Íslandi„Blóðsug- ur, eins og bankar, eru mis- kunnsamar upp að vissu marki H eimsbyggðinni vegnar betur á heildina litið en margir kynnu að halda af fréttum að dæma. Afríku, Asíulöndum og Suður- Ameríku fleygir fram, og þar býr miklu fleira fólk en í okkar heims- hluta. Frá aldamótunum síðustu hafa þróunarlöndin tekið miklum framför- um. Vöxtur framleiðslunnar þar hefur verið ríflega tvöfalt meiri en í ríku lönd- unum. Lýðræði er víðast hvar í sókn, einræði og afturhald eiga í vök að verj- ast. Bilið milli ríkra landa og fátækra fer minnkandi, þótt bilið milli ríks og fátæks fólks í hverju landi fyrir sig hafi víða farið vaxandi. Hvað brást? Þótt heimsbyggðinni í heild fari fram, hefur ýmislegt farið úrskeiðis á okkar slóðum. Hverju það sætir er ekki gott að segja. Hvernig stendur t.d. á því, að for- setaframbjóðendur repúblikana nú eru nær allir úti að aka nema einn (Mitt Romney, fyrrum ríkisstjóri í Massa- chusetts) eða kannski tveir. Hinir vita ekki einföldustu atriði, þeir andmæla þróunarkenningunni og gata í eigin stefnuskrá. Þeir virðast kæra sig koll- ótta um vanþekkingu sína, sumir þeirra segjast hlynntir kjarnorkuárásum, pynt- ingum á stríðsföngum og þannig áfram. Illa er komið fyrir helzta forusturíki hins frjáls heims, þegar annar stærsti stjórnmálaflokkurinn getur ekki boðið betur en þetta og hefur meiri hluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og gæti jafnvel komizt aftur inn í Hvíta húsið. Hvernig gat það t.d. gerzt, að Banda- ríkjastjórn fór í stríð í Írak 2003 og lækk- aði skatta um leið? Þegar stjórnarherrar fara í stríð, eiga þeir að hækka skatta og biðja almenning heima fyrir að færa fórnir til að undirstrika alvöru málsins. En Íraksstríðið var stríð hinna alvöru- lausu og ábyrgðarlausu, og Bandaríkja- menn héldu áfram að safna skuldum, þar til stórir bankar og sum önnur helztu fyrirtæki landsins komust í þrot. Hryggjarstykkið í bandarísku atvinnu- lífi, General Motors, brast og þurfti á ríkisaðstoð að halda; ríkið eignað- ist fjórðung hlutabréfa í fyrirtækinu. Stjórnmálastéttin hefur gengið erinda sérhagsmunahópa og ýtt undir ójöfnuð án þess að blikna. Bush yngri forseti sagðist eiga tvo vinahópa, ríkisbubba og auðmenn. Ísland, Írland, Grikkland, Ítalía Ábyrgðarleysisvandinn er ekki bundinn við Bandaríkin. Brezka ríkisstjórnin þurfti einnig að bjarga bönkum í stórum stíl, og Írland sér nú fram á mörg mögur ár vegna bankavandræða. Það mega Írar þó eiga, að þeir eru búnir að tjarga og fiðra sinn repúblikanaflokk, Fi- anna Fáil, eins og írski prófessorinn Peadar Kirby benti á í sjónvarps- viðtali um daginn. Frá 1932 hafði Fianna Fáil nær alla þræði í hendi sér og sat að völdum í 61 ár af 79. Flokkurinn stundaði haftabúskap í 40 ár undir kjörorðinu stétt með stétt (kannast nokkur við það?) og hélt landinu í lamandi fátækt, losaði síð- an tökin við inngöngu Írlands í ESB 1973 og gekk of langt með því m.a. að sleppa beizlinu af bönkunum. Fianna Fáil missti þrjá fjórðu hluta fylgis síns í þingkosningum fyrr á þessu ári og er nú vart nema svipur hjá sjón. Grikkland? Getur ekki staðið skil á skuldum ríkisins. Ítalía? Einnig langt leidd. Spilling festi rætur Ísland, Írland, Grikkland, Ítalía: hvað eiga þau sammerkt þessi fjögur lönd, sem misstu stjórn á fjármálum sínum? Evruna? Nei. Óhagstæð ytri skilyrði? Nei. Óheppni? Nei. Þessi lönd eiga það sammerkt, að þau leyfðu spill- ingu að festa rætur. Spillingin á Ír- landi, Grikklandi og Ítalíu blasir við öllum og er almennt viðurkennd. Opinber rannsóknarnefnd fann for- mann Fianna Fáil 1979–1992 og for- sætisráðherra sekan um mútuþægni. Silvio Berlusconi er ekki lengur for- sætisráðherra Ítalíu (svo er alþjóðleg- um fjármálamörkuðum fyrir að þakka, þeim er ekki alls varnað). Berlusconi getur því varla lengur látið breyta lögum landsins sér í hag eftir smekk og þörfum og mun því eftirleiðis eiga á brattann að sækja fyrir dómstólum. Danmörk, Finnland, Noregur, Sví- þjóð, Þýzkaland, Austurríki, Holland, Belgía, Pólland og flest önnur Evr- ópulönd eiga ekki í neinum sérstök- um efnahagsvandræðum. Þar héldu menn áttum. Heimur í hönk? Kjallari Þorvaldur Gylfason „Þessi lönd eiga það sammerkt, að þau leyfðu spillingu að festa rætur. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.