Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 n Hald lagt á 17 tonn af marijúana í vel útbúnum göngum Þ etta er skelfileg tilfinning. Það að meðlimir hreyfingar- innar hafi verið handteknir eða teknir úr umferð þýð- ir ekki að málinu sé lokið.“ Þetta segir Jerzy Montag, þingmað- ur Græningja á þýska þinginu. Nafn Montags var á svokölluðum dauða- lista þýsku nýnasista- og hryðju- verkasamtakanna NSU (þ. Natio- nalsozialistischer Untergrund). Á listanum voru nöfn 88 einstaklinga; stjórnmálamanna, þingmanna og fulltrúa tyrkneskra og múslímskra samtaka í Þýskalandi. Ótrúleg atburðarás DV fjallaði um málið á miðviku- dag en samtökin sem um ræðir eru grunuð um að hafa staðið að banka- ránum og morðum á að minnsta kosti tíu einstaklingum árin 2002 til 2007; átta tyrkneskum innflytjend- um, grískum ríkisborgara og þýskri lögreglukonu. Morðin á Tyrkjun- um voru nefnd Döner-morðin, vegna þess að tvö fórnarlömb seldu Döner-kebab. Lögregla komst á snoðir um málið eftir að öflug sprenging varð í íbúðar- húsi í borginni Zwickau í austurhluta Þýskalands 4. nóvember síðastlið- inn. Nokkrum klukkustundum áður höfðu tveir menn, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt, framið bankarán í borginni Eisenach. Lögregla fann bifreið mannanna skömmu síðar í ljósum logum. Þeir höfðu kveikt í bif- reiðinni og framið sjálfsvíg. Menn- irnir bjuggu í umræddu húsi í Zwick- au ásamt konunni sem grunuð er um að hafa sprengt það í loft upp, Beate Zschäpe. Talið er að ætlun Beate þegar hún sprengdi húsið hafi verið að eyði- leggja sönnunargögn. Lögregla fann hins vegar skotvopn og DVD-diska í húsinu. Skotvopnin höfðu verið not- uð við morðin á einstaklingunum tíu og á DVD-diskunum var lýst yfir ábyrgð á morðunum. „Mjög brugðið“ Rannsókn lögreglu undanfarna daga hefur leitt ýmislegt í ljós, meðal ann- ars umræddan dauðalista eins og þýskir fjölmiðlar kalla listann. Þýska blaðið Der Spiegel segir að lögregla rannsaki nú hvers vegna listinn var búinn til og hvort markmiðið hafi ver- ið að taka hvern og einn á listanum úr umferð. Miðað við þau ódæði sem hreyfingin hefur á samviskunni þyk- ir það að minnsta kosti ekki ólíklegt. Fjöldi nafna á listanum, 88, þykir þó ekki vera nein tilviljun. Talan er vinsæl meðal nýnasista en hún er eins konar stytting á orðtakinu „Heil Hitler“, en H er áttundi stafurinn í stafrófinu. Þýska blaðið Berlin’s Tagesspiegel greindi fyrst frá listanum á miðviku- dag og kom fram í umfjöllun blaðsins að hann hafi líklega verið settur sam- an árið 2005 – að minnsta kosti hluti hans. Auk þingmannsins Montags er nafn Hans-Peters Uhl, þingmanns kristilegra demókrata í Bæjaralandi, á listanum. Montag, sem hefur barist opinber- lega gegn hægri öfgamönnum, segist óttast um öryggi sitt í samtali við Der Spiegel. „Mér var mjög brugðið þegar ég sá að nafnið mitt var á listanum. Ég velti því fyrir mér hvað ég hafi gert til að verðskulda að vera á honum,“ segir Montag. Lykilvitnið Aðeins ein manneskja getur svar- að því hvers vegna listinn var settur saman. Það er Beate Zschäpe sem gaf sig fram við lögreglu þremur dög- um eftir að hafa sprengt húsið í Zwic- kau. Enn sem komið er hefur hún ekki viljað svara neinum spurning- um við yfirheyrslur hjá lögreglu. Lög- regla lítur á hana sem lykilvitni í mál- inu enda er hún líklega sú eina sem getur gefið upplýsingar um morðin sem framin voru árin 2002 til 2007. Hvað fyrrnefndan lista varðar er ekki hægt að útiloka neitt, að sögn lög- reglu. Lögregla óttast þó – og telur sig hafa rökstuddan grun um – að þeir sem voru á lista hópsins hafi verið í raunverulegri hættu. „Mér var mjög brugðið þegar ég sá að nafnið mitt var á listanum. Ég velti því fyrir mér hvað ég hafi gert til að verðskulda að vera á honum. Dauðalisti nýnasista n Samtökin NSU settu saman lista sem innihélt nöfn 88 manna n Þingmaður á listanum óttast um öryggi sitt Húsið í Zwickau Hér sést húsið sem Beate sprengdi í Zwickau. Hún gaf sig fram þremur dögum síðar. MyNd ReUteRS Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ódæðismenn Hér sést Beate ásamt þeim Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt. Mundlos og Böhnhardt frömdu sjálfsvíg 4. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.