Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Starfsmenn stálu úr Bónus n Eftirlitsmyndavélar komu upp um þá R annsókn lögreglunnar á Akur­ eyri á þjófnaði verslunarstjóra í Bónus virðist hafa komið upp um tvo aðra starfsmenn versl­ unarinnar. Vikublaðið Akureyri grein­ ir frá þessu. Starfsmennirnir þrír hafa allir verið reknir og kærðir fyrir þjófn­ að en mál þeirra tengjast ekki. Eftir­ litsmyndavélar komu upp um verkn­ aðinn en þjófnaður verslunarstjórans er talinn vera stórfelldur. Hann hefur játað brotin að sögn blaðsins en hann komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir að stela úr skápum gesta í líkams­ ræktarstöð í Reykjavík. Í samtali við DV segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri fyrir­ tækisins, að þjófnaðurinn hafi verið mikið áfall. Þegar blaðamaður spurði hvort verslunin fylgdist ekki með saka­ vottorðum starfsmanna sagði hann: „Við höfum haft það þannig að fólk hefur fengið tækifæri hjá okkur. Við trúum á það góða, en því miður í þessu tilfelli var sú trú ekki á rökum reist. Þess vegna er þetta mikið áfall.“ Í Akureyri vikublaði segir að orð­ rómur um að steikum hafi verið stolið úr Bónus og þær seldar á veitingahúsi í bænum eigi ekki við rök að styðjast. DV leitaði eftir viðbrögðum hjá Bónus þegar málið kom fyrst upp. Þá fengust engin svör hjá Bónus og þver­ tekið var fyrir að þjófnaðurinn hefði átt sér stað. Guðmundur segir það vera vegna stefnu fyrirtækisins um starfs­ menn. „Við tjáum okkur helst ekki um svona einstök mál. Þetta er starfs­ mannamál og partur af öryggismálum og við erum almennt ekki að bera það mikið á torg,“ segir Guðmundur. astasigrun@dv.is Opið alla daga frá 14.00-17.00 Louisa Matthíasdóttir „Hin tæra sýn“ 1963-1990 Sölusýning í Studio Stafni Ingólfstræti 6 studiostafn.is SÍÐASTA SÝNINGARHELGI F asteignafélag Ólafs H. John­ son, skólastjóra og eiganda Menntaskólans Hraðbraut­ ar, hefur verið tekið til gjald­ þrotaskipta vegna skulda við Arion banka. Félagið, sem heitir Faxafen ehf., er eigandi skólahús­ næðis Hraðbrautar að Faxafeni 10 í Reykjavík. Héraðsdómur Reykjavík­ ur er skiptabeiðandi í málinu – sá aðili sem fór fram á að félagið yrði sett í gjaldþrot. Skiptastjóri er Skúli Bjarnason hrl. Félagið er annað af tveimur eign­ arhaldsfélögum í eigu Ólafs H. John­ son sem komst í umræðuna um mið­ bik síðasta árs eftir að DV greindi frá tugmilljóna króna arðgreiðslum sem Ólafur hafði tekið sér út úr fé­ lögum sem tengdust skólanum. Annars vegar var um að ræða nærri 60 milljóna króna arðgreiðslur út úr rekstrarfélagi menntaskólans, Hrað­ braut ehf., á árunum 2005 til 2008 og hins vegar 105 milljóna króna arð­ greiðslur út úr Faxafeni ehf. á sama tímabili. Menntaskólinn Hraðbraut er fjármagnaður að 80 prósents leyti með opinberu fé og að 20 prósentum með skólagjöldum. Jafnframt greindi DV frá því að Ólafur hefði lánað fjár­ muni út úr þessum félögum sem not­ aðir hefðu verið til fjárfestingarverk­ efna, meðal annars í Skotlandi. Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar Eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir skrifaði Ríkisendurskoðun svarta skýrslu um starfsemi Hraðbrautar þar sem Ólafur var gagnrýndur fyrir að taka tugi milljóna króna í arð út úr skólanum og fyrir að lána þaðan álíka upphæðir til fjárfestingarverkefna. Niðurstaðan í skýrslunni er sú að Hraðbraut hafi ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða út arð. Skýrsl­ an var unnin að beiðni menntamála­ ráðuneytisins. Jafnframt var sagt frá því að Hraðbraut hefði fengið of háar fjárveitingar frá ríkinu og að kenn­ arar skólans hefðu fengið laun sem voru undir lögbundnum kjarasamn­ ingum. Eitt af deiluefnum Ólafs og kennara skólans snerist meðal ann­ ars um það hvort heimila ætti kenn­ urum skólans að ganga í Kennara­ samband Íslands. Menntamálaráðuneytið gerði tímabundinn samstarfssamning við Hraðbraut út skólaárið 2011–2012 en þetta var gert til að fyrsta árs nem­ endur í skólanum gætu lokið námi – Hraðbraut býður upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs. Menntamála­ ráðuneytið hefur útilokað áfram­ haldandi skólastarf í Hraðbraut eftir þetta skólaár á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Heimildir DV herma að Ólafur sé hins vegar ennþá að reyna að fá nýjan samstarfssamn­ ing við menntamálaráðuneytið og tók hann inn nýnema á yfirstandandi skólaári. 630 milljóna króna skuldir Samkvæmt ársreikningi Faxafens ehf. fyrir árið 2010 skuldaði félagið Arion banka nærri 630 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið tap­ aði 54 milljónum króna í fyrra og var eigið fé félagsins neikvætt um nærri 270 milljónir króna. Í síðasta mánuði stefndi Arion banki eignarhaldsfélagi Ólafs fyrir dóm, líkt og DV greindi frá, en ætla má að skólastjórinn hafi mótmælt því að setja ætti Faxafen ehf. í þrot. Héraðs dómur Reykjavík­ ur virðist ekki hafa tekið undir sjón­ armið hans. Þessi þróun þýðir að skólahús­ næði Menntaskólans Hraðbraut­ ar í Faxafeni er nú í eigu þrotabús Faxafens ehf. og þar af leiðandi eign kröfuhafa félagsins, meðal annars Arion banka. n Fasteignafélag Hraðbrautar gjaldþrota n Skólabyggingin í eigu kröfuhafa n 105 milljóna arður greiddur út úr félaginu„Heimildir DV herma að Ólafur sé hins vegar ennþá að reyna að fá nýjan samstarfssamning við menntamálaráðuneytið. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 2003 0 2004 0 2005 10 milljónir 2006 30 milljónir 2007 40 milljónir 2008 25 milljónir Samtals 105 milljónir Arðgreiðslur út úr Faxafeni ehf. Félag Ólafs í Hraðbraut í þrot Fasteignafélagið í þrot Fasteignafélag Ólafs H. Jo- hnson, skólastjóra og eiganda Menntaskólans Hraðbrautar, hefur nú verið sett í þrot. Ekkert bruðl „Við trúum í það góða,“ segir framkvæmdastjóri Bónuss. Landsfundur hafinn: Bjarni boðar afskriftir Fertugasti landsfundur Sjálfstæð­ isflokksins hófst á fimmtudag og flutti Bjarni Benediktsson, for­ maður flokksins, ræðu á fundin­ um þar sem hann sagði flokkinn þurfa að halda áfram að styrkja stöðu sína. Landsfundur helgar­ innar ætti að verða ansi viðburða­ ríkur þar sem Hanna Birna Krist­ jánsdóttir hefur boðið sig fram gegn Bjarna í formannsembættið. Í ræðu sinni sagði Bjarni að flokksmenn mættu til fundar­ ins fullir eldmóðs og gleði. Sagði hann einnig að á fundinum myndu flokksmenn skerpa stefn­ una, móta sýnina og leggja drög að þeim verkum sem flokksmenn vissu að yrðu Íslandi til heilla. Þá sagðist hann vilja draga umsókn um Evrópusambandsaðild til baka og fylgja þar með stefnu lands­ fundar í fyrra. Bjarni sagði ráða­ leysi vinstri stjórnarinnar vera orsök atvinnuleysis og slæmrar stöðu íslenskra heimila og gerði hann lítið úr þeirri skjaldborg sem ríkisstjórnin hefði lofað og sagði norræna velferðarstefnu kalla fram árlegt hrun yfir heimilin. Lausnin á vanda heimilanna væri meiri afskriftir, lægri skattar, gjöld og álögur og fjölbreyttari lána­ möguleikar. Logandi feiti Slökkvilið höfuðborgarsvæð­ isins var kallað að íbúðar­ húsi í Laufbrekku í Kópavogi á fimmtudagskvöld. Kvikn­ að hafði í feiti í potti og var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á staðinn. Nokkur reykur var í húsinu og aðstoðaði slökkviliðið íbúa við reykræstingu. Vert er að hvetja fólk til að yfirfara öryggisbúnað eins og slökkvitæki og reyk­ skynjara nú þegar hátíð ljóss og friðar fer senn í hönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.