Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 28
Ári á undan okkur öllum 28 Viðtal 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað V ið Grófina í miðborg Reykjavíkur stend- ur eitt stakt hús. Þar inni er að finna ein- stakan mann sem í dag gegnir hlutverki miðborg- arstjóra. Hann heitir Jakob Frí- mann Magnússon. Einnig verið þekktur á lífsleiðinni sem Kobbi Magg, Jobbi Maggadon og Jack Magnet. Tónlistarmaður, póli- tíkus og Stuðmaður. Jakob Frí- mann hefur sent frá sér ævisögu sína, Með sumt á hreinu, þar sem hann talar tæpitungulaust um ævi sína fram að þessu og dregur ekkert undan. Dagurinn sem viðtalið er tekið er dagur ís- lenskrar tungu. Tilviljun reyndar en skemmtileg þó því Jakob tal- ar íslensku betur en flestir og var þennan dag, ásamt Stuðmönn- um, í þann mund að taka á móti viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðherra fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. „Þessi viðurkenning er ánægjuefni fyrir mig og alla í minni sveit því það er sameig- inleg trú okkar allra að íslenska tungan sé bara hornsteinn alls sem við stöndum fyrir hérna. Án hennar værum við eins og hver annar borpallur og plebejism- inn væri tröllríðandi húsum. Ís- lensk tunga er merkilegasta list- form sem ég hef kynnst. Það er eitt listform sem kemst nálægt henni sem tjáningarform og það er ameríski djassinn sem varð til á síðustu öld við samruna evr- ópskrar hljóðfræði, afrísks og suðuramerísks hreinþokka og þeirrar geggjunar sem var ekki öll stunduð innan ramma lag- anna. Bæði þessi listform kalla á viðvarandi nám þannig að ég lít á mig sem lærisvein í íslensku tungutaki og landamæralausri djasstónlist. Á báðum sviðum á ég gríðarlega margt ólært og það er spennandi tilfinning að vera ekki kominn með allt á hreint, heldur bara sumt,“ segir Jakob Frímann. Á eitt ár inni Jakob Frímann dvaldi til fimm ára aldurs hjá afa sínum og ömmu á Akureyri. Afi hans var merkismaðurinn Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri. Þar segist Jakob hafa lært ágætlega að tala en þegar foreldrar hans fluttust heim frá Bandaríkjun- um hófst námið fyrir alvöru. „Þá hófst ákveðið aðhald og leiðrétt- ingarferli við sérhvern vott af þágufallssýki. Síðan var ég send- ur í tímakennslu hjá ömmusyst- ur minni, Sigríði Magnúsdótt- ur, en hún og systur hennar, bráðskarpar og skemmtilegar, bjuggu saman að Hringbraut 81. Þar öðlaðist ég ákveðið forskot í íslensku, reikningi og skrift,“ segir Jakob. „Ég lít svo á að ég búi enn að þessu eina ári, því það setti mig á undan jafnöldrum mín- um bæði í skólakerfinu og við fermingu. Þetta er árið sem ég er enn að lifa, því eftir stúdents- próf þegar ég loksins fékk frelsi til að ástunda tónlist og tengda tilraunastarfsemi, átti ég eitt ár inni. Auðvitað var ætlast til þess að ég notaði það ár til að víkka sjóndeildarhringinn en kæmi svo aftur heim og færi í lækna- deild Háskólans. En anatómían er enn rykfallin á borðinu hjá mér og nú freista ég þess ekki að lækna neinn nema þá helst sjálfan mig, og þá af hvers kyns órum og áráttu auk þess sem ég lít auðvitað á tónlistina sem afar heilandi mátt,“ segir Jakob. Alltaf inni að spila „Foreldrar mínir voru frábær hjón á meðan þeirra hjóna- band entist. Þau voru samstíga í málvernd og áhuga sínum á djassi og allri tónlist,“ segir Jak- ob. Bæði voru þau menntuð í klassískri tónlist og segir Jakob aldrei hafa neitt annað komið til greina en hann hæfi píanó- nám strax sex ára gamall. Sem og hann gerði. „Þegar unglings- árin gengu í garð neyddist ég til að sitja inni og spila á meðan jafnaldrar mínir voru úti að spila fótbolta eða gera eitthvað annað skemmtilegt,“ segir Jakob. Þessu sér hann ekki eftir í dag enda var það á endanum þessi agi í bland við hæfileik- ana sem varð til þess að Jakob fékk að ferðast um allan heim á vængjum tónlistarinnar. „Þetta mun ég aldrei geta þakkað for- eldrum mínum nógsamlega. Ávinningurinn var ekki einung- is sá að dýrka og fá að gæla við tónlistargyðjuna heldur er það svo að þegar maður sest við hljóðfærið og byrjar að spila þá líður úr manni öll streita og all- ar heimsins áhyggjur. Tónlistin hefur því verið mér ómetanleg.“ Ætlaði að verða bóndi Jakob hefur lengi haft mikið dálæti á náttúrunni og stofn- aði til að mynda Græna herinn. Það var líka á vit náttúrunnar sem hann hugðist hverfa eftir stúdentsprófið en Jakob lang- aði að verða bóndi. Foreldrar hans gáfu honum tækifæri til að kynnast búskaparháttum í fjórum mismunandi löndum; Þýskalandi, Danmörku, Skot- landi og auðvitað á Íslandi. „Ég get aldrei þakkað foreldrum mínum nógsamlega fyrir þetta því hugur minn stóð sterklega til að verða bóndi í Svarfaðar- dal. Þetta var jú auðvitað á hin- um rómantísku og síðar hippa- árum,“ segir Jakob. Landbúnaðurinn heillaði Jakob ungan. „Mig langaði vissulega að rækta kartöflur og rófur, mjólka kýr og huga að sauðfé. Þetta fannst mér spenn- andi á þessum árum en síðar varð ég fyrir eins konar raunsæ- iseldingu og ákvað frekar að ger- ast geisladiskabóndi. Í stað þess að stunda landbúnað hóf ég að stunda andbúnað. Það merkir að virkja fallvötnin milli eyrn- anna á sjálfum sér, að fæða og þróa hugmynd, hlutgera hana og koma að lokum í verð sem lif- andi er af,“ segir Jakob. Leigðu óvart hjá eitur- lyfjasala Við tölum aftur um þetta ár sem Jakob á inni. Árið eftir að hann útskrifast úr menntaskóla, ári á undan jafnöldrum sínum. Hvað gerðist þetta merka ár? „Ég fékk að láta drauminn um hljóm- sveitarmennsku rætast,“ segir Jakob en fram að því höfðu for- eldrar hans sett honum stólinn fyrir dyrnar og meinað honum allt hljómsveitarstand. „Foreldr- ar mínir höfðu markvisst staðið gegn þeim áformum mínum af ótta við að gjálífi öldurhúsaspil- aranna yrði mér fjötur um fót. Eftir á að hyggja var þetta afar klókt af foreldrum mínum því ella hefði ég að líkindum hætt í skóla, og orðið ótæplega öl- kær gutlari á krám og dagað þar uppi,“ segir hann. „Örlögin leiddu mig og hljómsveitina Rifsberja sem taldi þá nokkra meðlimi Stuð- manna til Bretlands því okkur var í raun meinað að starfa hér heima þar sem við vorum með breskan trommuleikara. Það var búið að gefa okkur fyrirheit um spilamennsku á Bretlandseyjum en það stóðst ekki og því urðu menn að bjarga sér. Meðal annars við að þrífa salerni gyðingafrúa og að af- ferma grænkálhausa á græn- metismarkaði í Covent Garden. Við leigðum litla kytru í norð- vesturhluta Lundúna. Sá staður líktist helst lestarstöð, svo mik- ill mannfjöldi gekk þar inn og út en að auki hélt leigusali okk- ar mikið af gæludýrum í húsinu. Við komumst um síðir að því að þetta var ein af höfuðstöðv- um eiturlyfjadreifingar í Lund- únum. Gæludýrin voru mikið á flakki um húsið og virtust nokk- uð samtaka í að gera stykkin sín einkum í bæli Tómasar Tómas- sonar,“ segir Jakob og skellir upp úr. Tók sæti Eltons „Þarna úti datt ég fljótlega inn í það að leika með Pete Banks, stofnanda Yes, og Phil Collins, stofnanda Genesis,“ segir Jak- ob um lífið í Bretlandi. „Báðir spiluðu svo á mínum plötum í kjölfarið eftir að ég fór að gera sólóplötur. Svo fór ég að túra um Bretland og síðar Bandarík- in með Long John Baldry. Hann hafði verið með ekki kornunga Rod Stewart og Mick Jagger í ba- kröddum hjá sér og Elton John á píanó. Ég tók við af mannin- um sem tók við af Elton. Þarna voru þessir menn orðnir mega- stjörnur og leituðust mjög við að hjálpa sínum gamla vini sem hafði uppgötvað þá. Það var Baldry sem leiddi mig til Ameríku þar sem ég átti upphaflega að leika með hon- um á þriggja vikna túr sem end- aði í þrettán vikum,“ segir Jakob en túrinn skilaði honum til Los Angeles og þar bauðst honum vinna skömmu síðar. Næstu sex árin dvaldi hann vestan hafs en heima var hópur fólks sem hann saknaði. „Ég var reyndar alltaf heima á Íslandi á sumrum, ég dauðsaknaði ævinlega minna góðu vina úr MH, Stuðmanna, og reyndi að gera hvað ég gat til að halda þeim samböndum lif- andi með verkefnum á borð við Með allt á hreinu. En á sama tíma var ég að vinna mínar sóló- plötur,“ segir Jakob Frímann. Verðandi forseti gaf leyfi Jakob var byrjaður í háskóla- námi þegar hann fór að ferðast um Ameríku með hinum víð- fræga Baldry. Hann var þá á öðru ári í nýstofnaðri félags- vísindadeild Háskóla Íslands en þar kenndi Ólafur Ragn- ar Grímsson nokkur sem síðar varð, eins og allir vita, forseti Ís- lands. Ólafur gaf Jakobi leyfi til að fara í ferðina sem átti að vara nokkrar vikur en varð á endan- um mun lengri. Jakob ber for- setanum góða söguna. „Ólaf- ur Ragnar var virkilega flottur kennari eins og hann er flottur í öllu sem hann tekur sér fyr- ir hendur enn í dag. Hann kom inn á slaginu þegar tíminn átti að byrja og messaði í fjörutíu og fimm mínútur án þess vefj- ast nokkru sinni tunga um tönn. Honum varð tíðrætt um „kosn- ingavélar“ Bandaríkjaforseta sem þá var nýyrði. Þetta var ef til vill vísbending um að hann væri þá þegar byrjaður að hugsa um „kosningavélar“ Íslandsforseta. Svo gekk hann út þegar tím- inn var búinn. Það var sumsé með hans góðfúslega leyfi og svo Jónasar Kristjánssonar, rit- stjóra Dagblaðsins, að ég fékk að skjótast burt í þessa þriggja vikna ferð en ég vann á blaðinu með skóla á þessum tíma,“ segir Jakob. „Ég hafði fyrir rælni tek- ið með mér nokkur eintök af sólóplötu minni Horft í roð- ann. Ýmsum þótti nokkuð var- ið í þá plötu og fékk ég því fljót- lega samning um að gera tvær djassskotnar plötur fyrir War- ner Brothers-útgáfuna. Sú fyrri var Special Treatment þar sem ég fékk að velja úr miklu úrvali hljóðfæraleikara. Seinni platan kom reyndar út hjá öðru fyrir- tæki og síðar Jack Magnet sem kom út hjá JVC. Skömmu síð- ar gerði ég hljómplötuna A historical glimpse of the fut- ure. Á henni fékk með mér Alan nokkurn Howart og nefndi tvíeykið Magnetics og ferðuð- umst við víða um heima með nýstárlega raftónlist. Þetta voru góðir tímar eins og ég hef iðu- lega átt í tónlistinni. Tónlistin er svo dásamlegt viðfangsefni vegna þess að hún á sér engin endimörk,“ segir Jakob. Bubbi, Kjarval og Laxness Á umræddri tónleikaferð Magn- etics um Íslands minnist Jakob þess er Bubbi nokkur Morthens gekk inn á sviðið í brúðarkjól er Jakob flutti brúðarmarsinn en að því loknu tók Bubbi svo nokkur lög í fullum brúðar- skrúða. Jakob hefur mikið álit á Bubba Morthens og gengur svo langt að segja hann sé á góðri leið með að verða eins konar táknrænt svar hryntónlistar- innar við konungum hinna list- greinanna. „Bubbi er svo ótrúlega sífrjór og afkastamikill að helst minnir á Laxness og Kjarval,“ segir Jak- ob. „Ég var í samkvæmi um dag- inn þar sem var verið að lesa upp úr veiðibókinni hans. Ég hef lítinn áhuga á veiði og því síður veiðibókum en ég kolféll fyrir þessum upplestri og er búinn að kaupa mér bókina. Þetta er svo skínandi fagur texti. Ýmsir hafa einblínt á gloppótta stafsetn- ingu Bubba en slíkt finnst mér algjört aukaatriði sem prófarka- lesarar yfirfara. Það er tilfinning- in fyrir textanum og lýsingarnar sem skipta öllu máli. Ég hygg að hann eigi eftir að láta enn meira að sér kveða á þessum vett- vangi,“ segir Jakob Frímann. Heppinn að ramba hvert á annað Sé eitt hlutverk sem öðru fremur mun einkenna Jakob Frímann til lokadags er það hlutverk Stuð- mannsins. Hann hefur verið svo heppinn að vera hluti af þess- ari hljómsveit sem öll þjóðin Stuðmaðurinn, miðborgarstjórinn og athafnaskáldið Jakob Frímann Magnússon hefur lifað tímana tvenna hvort sem um er að ræða í tónlistinni eða einkalífinu. Hann hefur spilað með mörgum af stærstu stjörnum heims, er hluti af vinsælustu hljómsveit Íslands eflaust fyrr og síðar og einnig hefur hann elskað konur og glatað þeim, nema einni. Hann greinir opinskátt frá lífi sínu í nýútkominni ævisögu sinni, Með sumt á hreinu, en hann settist niður með Tómasi Þór Þórðarsyni og ræddi meðal annars um tónlistina, bóndadrauminn, ástina og áfengisbölið sem eyðilagði fjölskyldu hans. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Viðtal „Í stað þess að stunda landbúnað hóf ég að stunda andbúnað Spilað með þeim frægu Listi yfir fræga tónlistarmenn sem Jakob hefur spilað með er langur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.