Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 64
Brosti hann í gegnum tárin? Bubbi mærir Ólaf n „Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið sig að mínu mati frábærlega í embætti,“ segir Bubbi Morthens í nýjum pistli. Bubbi er greinilega mjög hrifinn af forset- anum sem hann segir að hafi forð- að þjóðinni frá stórfelldum hremm- ingum. „Hann er einn sá besti ef ekki besti talsmaður þjóðarinnar á erlendum vettvangi,“ segir Bubbi. Framganga forsetans á erlendum vettvangi hefur oft orkað tvímæl- is og nýverið sagði Heimir Már Pétursson að forsetinn væri að marka sér sína eigin utanríkisstefnu sem væri beinlínis hættu- leg og skaðaði ís- lenska hagsmuni á erlendum vett- vangi. Óheppilegur viðmælandi n Af öllum lögfræðingum landsins var Sigurður G. Guðjónsson fenginn sem álitsgjafi í Kastljósið á fimmtu- daginn til að tala um aðkomu Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlits- ins, að aflandsfélögum Landsbank- ans á Guernsey fyrir einkavæðingu bankans. Sigurður er náinn sam- verkamaður þekktra auðmanna sem verið hafa til rannsóknar hjá FME og sérstökum saksóknara – Pálma Har- aldssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurjóns Árnasonar meðal annarra – og hefur oft gagnrýnt rannsóknir á hruninu opinberlega. Nú síðast mælti hann með því að embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður. Þessari ákvörðun mætti því líkja við það að fá Björn Bjarnason til að tjá sig opinber- lega um Jón Ásgeir Jóhannesson, Ólaf Arnarson um Davíð Odds- son eða Hannes Hólm- stein Gissurarson um Þorvald Gylfason. Sem sagt: Galin ákvörðun. Sigurður G. er hlut- drægur og ómarktækur þegar kemur að flestum málum sem tengjast hruninu. Tár úr steini n Mikla athygli vakti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, klökknaði þegar hann tal- aði um málaferli landsdóms gegn Geir H. Haarde. Bjarni sagði að allir sjálfstæðismenn og þúsundir Ís- lendinga stæðu með Geir í málinu. „Við styðjum þig öll.“ Eftir að Bjarni beygði af bað hann Geir afsökunar á því og sagði að þetta hefði „ekki átt gerast“. Geðshræring Bjarna var hins vegar ekki mjög sannfærandi. Fyrr í ræðunni hafði Bjarni mært Davíð Oddsson sem „farsælasta for- sætisráðherra seinni tíma“ og talað um það sem pólitíska aðför þegar honum var ýtt út úr Seðlabank- anum í ársbyrjun 2009. Ekki er nú einhugur um þessa skoðun Bjarna. Taktík Bjarna, að mæra fyrrver- andi formenn flokksins, er auðvi- tað vænleg til árangurs en spurningin er, líkt og fyrri daginn, hvort Bjarni meini það sem hann segir eða segi eingöngu það sem hann telur sig eiga að segja. Þ etta hefur bara gengið dúnd- urvel og fólk virðist bara vera ánægt með þetta,“ segir söng- konan Guðmunda Elíasdótt- ir um endurútgáfu á ævisögu sinni, Lífsjátningu. Bókin er nú komin út á kilju en hún hefur verið illfáanleg í mörg ár. Af þessu tilefni hélt söng- konan útgáfuteiti í bókabúð Máls og menningar við Skólavörðustíg á fimmtudagskvöldið. Þegar DV bar að garði hafði talsverður fjöldi fólks lagt leið sína í búðina til að fá bók- ina áritaða af Guðmundu sem er hin sprækasta, komin á tíræðisald- ur. Hún var ánægð með móttökurn- ar sem bókin hefur fengið og þakk- lát að eigin sögn. Lífsjátning er skrifuð af Ingólfi Margeirssyni og kom fyrst út fyrir um þrjátíu árum. Bókin vakti gríð- arlega athygli þegar hún kom fyrst út enda segir Guðmunda á afar einlægan og opinskáan hátt frá lit- ríkum æviferli sínum. Ingólfur lést fyrr á þessu ári en hafði stuttu áður gengið frá endurútgáfu á bókinni. Hann ritaði í hana eftirmála þar sem hann fer í gegnum það sem hefur á daga Guðmundu drifið síð- ustu þrjátíu árin. Í eftirmála bók- arinnar segist Ingólfur vonast til þess að endurútkoma bókarinnar „… muni opna augu ungs fólks og margra annarra fyrir hinu litríka lífi Guðmundu Elíasdóttur.“ viktoria@dv.is „Hefur gengið dúndurvel“ n Guðmunda Elíasdóttir efndi til útgáfuteitis Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 18.–20. nÓvEMBER 2011 133. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Góð ljón á góðu verði umhverfisvæn og áreiðanleg Ertu í leit að hentugum bíl sem veldur þér ekki vonbrigðum þegar þú ert kominn á þjóðveginn? Ertu í leit að fágun, áreiðanleika og nútíma þægindum á verði sem þú hefur efni á. Þá eru Peugeot 107 og 206+ raunhæfir kostir sem koma þér á óvart hvað varðar öryggi, sparneytni og lágan rekstrarkostnað. Komdu og kynntu þér 107 og 206+, vel tamin ljón sem leika við hvern fingur. ** Eldsneytiseyðsla og CO2 útblástur eru miðuð við blandaðan akstur. * M ið að v ið ó ve rð tr yg gð an b íla sa m ni ng ti l 8 4 m án að a í í sl en sk um k ró nu m , 7 0% lá ns hl ut fa ll og 8 ,9 5% v öx tu m . H lu tfa lls ta la k os tn að ar e r 9 ,7 5% . A uk ab ún að ur á 2 06 +: Á lfe lg ur . Verð frá kr. 2.080.000 Bílasamningur kr. 23.851 á mán.* 107 Eldsneytiseyðsla: 4,6L/100km** CO2 útblástur: 103g/km Verð frá kr. 2.590.000 Bílasamningur kr. 29.627 á mán.* 206+ HDi-dísel Eldsneytiseyðsla: 4,0L/100km** CO2 útblástur: 104g/km Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 www.peugeot.is Hress Guðmunda er afar þakklát fyrir þær viðtökur sem bókin hefur fengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.