Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 15
33 ára Alþingis- maður fyrir Sjálf- stæðisflokk. (2003) 39 ára Styrkja- málið kemur upp. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði fengið leynistyrki frá FL Group og Lands- banka upp á um 50 milljónir króna. 39 ára Samkvæmt skoðanakönnun Gallup í desember nýtur Sjálfstæðis- flokkur stuðnings 32% kjósenda. (2009) 40 ára Endur- kjörinn formaður á landsfundi í júní. Fær 63% atkvæða en Pétur H. Blöndal 30%. (2010) 41 árs Fær mótframboð til formanns frá Hönnu Birnu. Aðeins 18,2% segjast treysta Bjarna.* Bjarni Benediktsson fæddur 26. janúar 1970 19 ára Stúdent frá MR. (1989) 21 árs Sest í stjórn Hugins, fé- lags ungra sjálf- stæðismanna í Garðabæ. (1991) 25 ára Lögfræðingur frá HÍ. (1995) 27 ára Lög- fræðingur hjá Eimskip. (1997) 23 ára Formaður Hugins. (1993) 29 ára Lögmaður á Lex lögmanns- stofu. (1999) 39 ára Kjörinn for- maður Sjálfstæðis- flokks eftir að Geir H. Haarde hættir. Fær tæp 60% atkvæða en mótfram- bjóðandinn Kristján Þór Júlíusson fær tæp 40%. (2009) 39 ára Sjálfstæðisflokkur undir forystu Bjarna tapar 9 þingmönnum í Alþingis- kosningunum 25. apríl og fær 23,7% atkvæða. 40 ára Vafnings- málið sem DV hefur fjallað um kemur upp í febrúar. (2010) 41 árs Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í september segjast 36% myndu kjósa Sjálfstæðisflokk. (2011) 27 ára LL.M.-gráða (e. Master of Laws) frá Miami School of Law. (1997) 37 ára Endurkjörinn á þing árið 2007 í SV- kjördæmi. Flokkurinn fær þar 42,6% fylgi. Formaður utanríkis- málanefndar til 2009. 33 ára Formaður allsherjarnefndar til ársins 2007. Á sæti í fjárlaganefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og utanríkis- málanefnd. Ríkisútgjöld aukast verulega. 38 ára Er þingmaður Sjálfstæðis- flokks þegar hrunið skellur á. (2008) Fréttir 15Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 „Alþýðan gegn ættinni“ n Kosið til formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudag n Bjartsýni ríkir í herbúðum stuðningsmanna Bjarna og Hönnu Birnu n Stjórnmálafræðingur segir formannskjörið snúast um ásýnd flokksins Bjarni Ben. Hanna Birna ESB Þrátt fyrir að hafa áður verið tiltölulega hlynntur Evrópusambandinu fylgir hann nú þeirri línu sem flokkurinn ályktaði um á síðasta landsfundi, að draga beri umsóknina til baka. Hanna Birna er afdráttarlaust á þeirri skoðun að draga beri aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. Ísland eigi þangað ekkert erindi. Gjaldmiðlamál Þrátt fyrir að vera á móti aðild að ESB, vill hann skoða þann möguleika að taka upp annan gjaldmiðil. Hann sagði þó nýlega í Sprengisandi á Bylgjunni að á meðan útflutningur yrði meiri en innflutningur yrði krónan aldrei vandamál. Hefur sagt að íslenska krónan henti Íslendingum best og að hana eigum við að hafa áfram sem gjaldmiðil. Hefur þó sagt að næstu þrjú til fimm árin ætti að skoða hvort aðrir kostir séu betri. Að sinni sé slíkt ekki í sjónmáli. Skuldir heimilanna Bjarni hefur allan þingflokkinn að baki sér í þeim efnahagstillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram. Í þeim kemur meðal annars fram að sá möguleiki eigi að vera í boði að skila lyklunum að húsnæði sem viðkomandi stendur ekki undir fjárhagslega, án þess að lánastofnunin geti sótt á hann frekar. Þetta er ef til vill það mál sem þau Bjarna greinir helst á um. Hanna Birna hefur meðal annars ritað grein þar sem hún sagði að ekki væri sanngjarnt að hvetja fólk til þess að skila lyklunum að húsum sínum, þegar aðrir fengju miklar afskriftir en haldi heilu lyklakippunum. Almennt um stjórnmál Bjarni hefur ekki talað sérstaklega fyrir breyttum vinnubrögðum í stjórnmálum enda hefur hann setið á Alþingi í átta ár, eða frá árinu 2003. Þá þarf varla að taka fram að sá orðrómur að Hanna Birna vilji taka til í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur ekki fallið í kramið hjá Bjarna eða öðrum þingmönnum flokksins. Eins og margoft hefur komið fram hefur Hanna Birna beitt sér fyrir breyttri menningu í stjórnmálum, þar sem meira samráð eða samvinna sé á milli flokka. Fyrir þessu hefur hún beitt sér í borgarmálunum. Spurst hefur út að hún sé þeirrar skoðunar að taka þurfi til í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Um þetta eru þau ósammála Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson neituðu því á dögunum að svara spurningum um helstu þjóðfélags- málefnin. Hanna Birna hefur sagt að þar sem þau séu samherjar í pólitíkinni; bæði í Sjálfstæðisflokknum, hafi þau í grunninn sömu gildi að leiðarljósi. Í nokkrum atriðum hefur þó birst skoðanaágreiningur. Þó skal tekið fram að Hanna Birna er að nokkru leyti óskrifað blað hvað ýmis málefni varðar. Stuðningsmenn Bjarna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Ólöf Nordal, þingmaður og varaformaður flokksins Friðrik Sophusson, fyrrverandi ráðherra Illugi Gunnarsson, þingmaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar Daníel Jakobsson, bæjastjóri Ísafjarðar Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði Jens Garðar Helgason, forseti bæjar- stjórnar í Fjarðabyggð Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps Guðni Einarsson, oddviti í Vík Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra Páley Borgþórsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum Einar K. Guðfinnsson þingmaður Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi í Árborg Magnús Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóri í Hafnarfirði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra Áslaug María Friðriksdóttir, formaður Hvatar og varaborgarfulltrúi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Stuðningsmenn Hönnu Birnu Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi ráðherra Pétur Blöndal, þingmaður Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Fanney Birna Jónsdóttir, fyrrverandi for- maður Heimdallar Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Séra Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Jórunn Frímannsdóttir, varaborgarfulltrúi Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokks- formaður Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjar- stjóri Óvíst Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra* Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi ráðherra* Geir Sveinsson, varaborgarfulltrúi Gísli Marteinn Baldursson * LíKLEGA StUðNINGSMENN BJARNA Stuðningsmennirnir * SK V. K ö N N U N M M R í O K tÓ B ER 2 0 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.