Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 14
41 árs Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks springur eftir REI-málið. 20 ára Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. (1986) 25 ára BA-gráða í stjórnmálafræði frá HÍ. (1991) 28 ára Fær starf sem sérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu. (1994) 36 ára Kjörin borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk árið 2002. Flokkurinn fékk rúm 40% atkvæða í Reykjavík. (2002) 38 ára Vara- maður í stjórn Landsvirk junar frá 2004 þar til 2006. 42 ára Oddviti Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík 43 ára 64% ánægð með störf Hönnu Birnu. (2009) 45 ára Býður sig fram til formanns Sjálf- stæðisflokksins. 81,8% segjast treysta Hönnu Birnu.* (2011) 38 ára Endur- kjörin borgar- fulltrúi 2006. Sjálfstæðis- flokkur fær 42,9% fylgi. 41 árs Varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og sest í stjórn Faxaflóa- hafna. (2007) 33 ára Verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokks árið 1999 og gegnir því starfi til 2006. 29 ára Fram- kvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðis- manna árið 1995. Gegnir því starfi til ársins 1999. Hanna Birna Kristjánsdóttir fædd 12. október 1966 18 ára Verzlunar- skólapróf frá Verzlunar- skóla Íslands (1984) 27 ára Mastersgráða í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgar-háskóla. (1993) 29 ára Sest í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1995. Situr jafn- framt í stjórn hverfafélags sjálfstæðis- manna í Austurbæ og Norðurmýri. (1995) 38 ára Sest í borgarráð Reykjavíkur. (2003) 39 ára Tekur sæti í skipulagsráði, framkvæmda- ráði og mennta- málanefnd borgarinnar. (2005) 40 ára Verður for- seti borgar- stjórnar árið 2006 og gegnir því embætti til 2008. 42 ára Tekur við embætti borgarstjóra 21. ágúst af Ólafi F. Magnússyni. (2008) 44 ára Lætur af embætti borgarstjóra eftir kosningar. (2010) 14 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað „Alþýðan gegn ættinni“ n Kosið til formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudag n Bjartsýni ríkir í herbúðum stuðningsmanna Bjarna og Hönnu Birnu n Stjórnmálafræðingur segir formannskjörið snúast um ásýnd flokksins Þ að kemur í ljós á sunnudag hvort Bjarni Benediktsson verði áfram formaður Sjálf- stæðisflokksins eða hvort Hanna Birna Kristjánsdótt- ir verði fyrsta konan í 82 ára sögu flokksins til að gegna formennsku. Landsfundur flokksins hófst í Laug- ardalshöll á fimmtudag en kosið verður til formanns eftir hádegi á sunnudag. Skoðanakannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga sýna að Hanna Birna nýtur meiri stuðnings meðal almennra sjálfstæðismanna en Bjarni. Þannig sýndi könnun sem Viðskiptablaðið birti á miðvikudag að 61,4% stuðningsmanna flokksins styðji Hönnu Birnu en Bjarni njóti stuðnings 38,6% sjálfstæðismanna. Aðrar kannanir hafa sýnt það sama. Það er hins vegar í höndum lands- fundarfulltrúa flokksins að kjósa sér formann en vel á annað þúsund manns eiga seturétt á landsfundin- um. Bjartsýni hjá báðum Heimildir DV herma að mikil bjart- sýni ríki í herbúðum beggja aðila. Þannig hafa nánustu stuðnings- menn Bjarna greint þá fulltrúa sem eiga seturétt á landsfundinum og telja þeir að hann njóti stuðnings allt að sextíu prósenta þeirra, sam- kvæmt heimildum DV. Að sama skapi ríkir ekki síður mikil bjart- sýni í herbúðum Hönnu Birnu. Hún hefur að undanförnu verið í funda- ferð í kringum landið þar sem hún hefur hitt flokksmenn og rætt við þá um framboðið og framtíð Sjálf- stæðisflokksins. Fundaferðin þykir hafa tekist vel og telur Hanna Birna sig hafa unnið marga flokksmenn á sitt band. Af þessu að dæma virð- ast bæði Bjarni og Hanna Birna vera bjartsýn fyrir sunnudaginn þó þau séu væntanlega bæði búin undir sigur og tap. Samvinnupólitík og átakapólitík „Það er mjög erfitt að átta sig á því hvernig þetta fer. Eftir því sem mað- ur heyrir virðist þetta vera mjög tví- sýnt,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, þegar hann er beðinn um að spá í spilin um formannskjör- ið. Birgir segir að kjörið á sunnudag snúist ekki um breytingar á grund- vallarstefnu flokksins. Kjörið snúist um að velja flokknum ásýnd. „Þetta er spurning um mat lands- fundarfulltrúa á því hvort þeirra hafi meiri kjörþokka, Bjarni eða Hanna Birna,“ segir Birgir og bætir við að í grunninn snúist baráttan um þrjú atriði: „Í fyrsta lagi um það hvort karl eða kona verði formaður, í öðru lagi er þetta spurning um alþýðuna gegn ættinni,“ segir hann og útskýr- ir að Hanna Birna hafi stillt sér upp með hinu „venjulega“ fólki á meðan Bjarni sé maður með stóra ætt og komi af viðskiptajöfrum og stórlöx- um úr Sjálfstæðisflokknum. Í þriðja lagi snúist þetta um nálgun þeirra í pólitískum deilumálum, samvinnu- pólitík gegn átakapólitík. „Það getur vel verið að það sé stærsta atriðið í þessu fyrir sjálf- stæðismenn. Ég held til dæmis að hún sé umdeild meðal sjálfstæðis- manna, sú taktík sem Hanna Birna hefur beitt, meðal annars í borgar- stjórn,“ segir Birgir og bætir við að margir séu hrifnari af því að láta sverfa til stáls og viðurkenna aldrei að andstæðingurinn geti haft eitt- hvað til síns máls. Hanna Birna að- hyllist samvinnupólitík en Bjarni átakapólitík. „Ég held að þau standi dálítið sitt hvorum megin í því.“ Líkir stjórnmálamenn Eins og sést hér á opnunni eru Bjarni og Hanna Birna langt í frá gjörólíkir stjórnmálamenn. Hanna Birna hef- ur raunar viðurkennt það sjálf, en það gerði hún eftir að Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og stuðningsmaður Bjarna, sagði að hann skildi ekki framboð Hönnu Birnu til formanns. „Til- gangur framboðs míns er sá einn að styrkja Sjálfstæðisflokkinn. Hvað varðar málefnaáherslur hef ég áður sagt að ég er í sama flokki og Bjarni Benediktsson og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Ég lít svo á að okk- ar hugmyndir eigi samleið og okkar lífsskoðanir séu þær sömu,“ sagði Hanna Birna við Morgunblaðið. Birgir tekur undir þetta. „Þau eru á svipuðum aldri og að mörgu leyti mjög lík. Þetta eru ekki gjörólíkir einstaklingar.“ Kostir og gallar Hanna Birna hefur allan sinn stjórn- málaferil verið í borgarmálunum og hefur því allt annan bakgrunn en Bjarni sem setið hefur á Alþingi frá árinu 2003. Henni hefur verið lýst sem miklu borgarbarni sem kjósi helst að fara ekki út fyrir borgar- mörkin. Aðspurður hvort þetta kunni að vinna gegn henni þegar á hólminn er komið á sunnudag segir Birgir að það þurfi ekki endilega að vera. „Það sem þetta þýðir er að hún hefur ekki verið í forystu flokks- ins og er ekki bendluð við fortíðina með sama hætti og Bjarni. Hann er með fortíð í viðskiptum og hef- ur verið inni á þingi og þingið nýt- ur mjög lítils trausts. Plúsinn fyrir Hönnu Birnu er sá að kjósendur úti í bæ bendla hana ekki við það. Það getur hins vegar unnið gegn henni inni á fundinum þar sem þú ert með miklu virkari fótgönguliða sem eru starfandi í flokknum. Það getur ver- ið að þeir meti reynsluna af lands- málunum meira og taki hana fram yfir skoðanir einhverra úti í bæ sem vilja frekar einstakling með hreinan skjöld,“ segir Birgir að lokum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Úttekt Snýst um ásýnd Birgir segir að ómögu- legt sé að spá fyrir um hver fari með sigur af hólmi. Hann segir að formannsbaráttan snúist um ásýnd flokksins, ekki breytingar á grundvallarstefnu hans. „Þetta er spurning um mat lands- fundarfulltrúa á því hvort þeirra hafi meiri kjörþokka, Bjarni eða Hanna Birna. * SKv. Könnun MMR í oKtóBeR 2011 Hörð barátta Það kemur í ljós á sunnudag hvort Hanna Birna Krist- jánsdóttir eða Bjarni Benediktsson verður formaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.