Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Tónlist fyrir sálina Önnur plata rauðhærðu gyðjunnar í Florence and the Machine, Ceremonials, er komin út. Á plötunni eru 12 lög og 2 þeirra hafa verið vinsæl í haust; What the Water gave me og Shake it out. Fallega rómantísk og drungaleg í senn og hæfir skammdeginu fullkomlega. Villtur ilmur Nýr ilmur frá Calvin Klein er með þeim vinsælari ytra um þessar mundir. Ilmurinn heitir Shock og er innblásinn af æsku, partíum og villtri hvatvísi. Upprunalega ilmvatnsflaskan er lökkuð hvít fyrir hana og svört fyrir hann og með neonlitu letri í veggjakrotsstíl. Herferð Benetton vekur athygli UNHATE-stofnunin, stofnuð af fataframleiðandanum Benetton, hefur að markmiði að berjast gegn hatri. Nú hefur stofnunin sett af stað víðtæka alheimsherferð gegn hatri og fordómum. Efnt verður til haturslauss dags, þar sem uppákomur verða haldnar í 50 borgum víðs vegar um heim og er verkefni fataframleiðandans afar metnaðarfullt. Auglýsingaherferð þeirra hefur einnig vakið verðskuldaða athygli en í henni kyssast leiðtogar landa sem eiga í deilum ljúfum kossi. Magdalena til Sjanghæ Magdalena Sara sem bar sigur úr býtum í Elite-keppn- inni hér á landi í vor, mun þann 24. nóvember taka þátt í alþjóðlegu keppninni í Sjanghæ. Magdalena hefur verið áberandi á undanförn- um mánuðum í fyrirsætu- störfum. Fylgjast má með henni á heimasíðu keppn- innar og greiða henni at- kvæði á elitemodels.com. L jósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og hönnuðurinn og tísku- teiknarinn Hildur Yeoman opnuðu sam- an sýningu í Hafnarborg sem byggir á hugmyndum þeirra úr tískuheiminum. Þær hafa báðar verið áberandi í hönn- un og tísku hér á landi sem og erlendis og hafa unnið fjölda- mörg verkefni saman. Hildur og Saga settu upp vinsæla sýningu í Kling & Bang í fyrra, Álagafjötra. Öll verk þeirrar sýningar seld- ust upp og handbragð þeirra vakti verðskuldaða athygli. Einkennandi fyrir hand- bragð þeirra eru skærir litir, rómantík, íslensk náttúra og nostalgía. Þær blanda í verk sín íslenskri handverkshefð og tíðaranda í tísku. Áhrifa gætir úr umhverfi þeirra, kvikmyndum, tónlist og ævin týrum. „Við byrjuðum á því að hugsa um undirdjúpin og ýmsar tengingar við djúp- in í sögnum og þróuðum svo hugmyndir okkar áfram. Út- koman varð sú að grunn- stef sýningarinnar tilheyr- ir heiminum undir yfirborði sjávar. Sá heimur er dimmur og kaldur en jafnframt eru formin mjúk og líðandi,“ segir Hildur. Sjö ára kvenfyrirmynd Þær fjalla einnig um kraft- miklar kvenpersónur á sýn- ingu sinni. Taka samstarfið lengra og gera þeim skil í lif- andi innsetningu. „Við feng- um vinkonur okkar til að sitja fyrir sem gefa okkur innblást- ur. Ein af þeim er lítil frænka mín, aðeins sjö ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur er hún góð fyrirmynd því að hún stendur alltaf fullkomlega með sjálfri sér. Svo er Margrét vinkona hennar Sögu. Hún er barnshafandi en það er ekki aðalatriði myndarinnar. Stolt hennar og tignarleiki er aðal- atriðið.“ Ekkert kvennaföndur Samstarf þeirra tveggja hefur verið blómlegt. „Saga hafði samband við mig eftir að hafa séð efni eftir mig á netinu og í framhaldinu bað ég hana um að taka myndir af fyrstu fylgihlutalínunni minni. Ég hafði einnig verið að fylgjast með henni og ljósmyndirnar sem hún var að taka fannst mér áhugaverðar og fallegar. Þannig byrjaði okkar sam- starf og við höfum unnið mik- ið saman síðan þá.“ Margir spyrja hvar mörk- in liggi milli tísku og listar, hver er hugmynd Hildar um þetta málefni? „Ég lít á það sem við erum að gera sem tísku og það er gaman að henni sé hleypt inn á söfn. Þetta er ekkert kvennafönd- ur, þetta er stór skapandi iðn- aður sem við erum öll að nota og erum í á hverjum degi. Við erum að reyna að skapa heim með sýningunni okkar sem við viljum að áhorfand- inn stígi inn í. Það vill oft loða við tískuna að hún sé mikið yfirborð. Við Saga erum með Hamskiptum að kafa lengra ofan í djúpið og sýna aðra hlið tískunnar.“ Hildur er þekkt fyrir fylgi- hlutalínur sína sem hún selur í Kronkron. Hún hefur fengið umfjöllun í mörgum tísku- tímaritum heims, nýlega var fjallað um Cherry Bomb í W- Magazine og Eurowoman. „Við búum á lítilli einangraðri eyju og því gleðst ég alltaf yfir því að fá umfjöllun í erlend- um tískutímaritum.“ kristjana@dv.is Á sýningunni Ham- skipti er varpað ljósi á samvinnu þeirra Hildar Yeoman fatahönnuðar og tískuteiknara og Sögu Sigurðar- dóttur ljósmyndara sem eiga að baki ólíkan feril úr tísku- heiminum. Hildur segir frá samvinn- unni og sterkum kvenfyrirmyndum. Skærir litir og rómantík Hildur Yeoman Hildur Yeoman (f. 1983) útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 ásamt því að hafa verið í starfsnámi hjá Jona than Saunders í London og Yazbukey í París 2004. Hildur hannaði fylgihlutalínu þar sem hún setur hefðbundið handverk í nýtt samhengi. Lín- an samanstendur af litríkum hálsmenum, höfuðskrauti og töskum sem taka á sig form púðluhunda og annarra dýra. Hún frumsýndi aðra fatalínu sína, Cherry Bomb, á Reykjavík Fashion Festival (RFF) 2011 og hlaut mikið lof fyrir. Saga Sigurðardóttir Saga Sigurðardóttir (f. 1986) býr og starfar í London þar sem hún lauk nýverið BA-prófi í tísku- ljósmyndun í London College of Fashion. Samhliða náminu hefur hún hefur unnið fjölbreytt verkefni og skapað sér sérstöðu í faginu. Hún hefur unnið með fjölda ólíkra hönnuða á stuttum ferli og ljósmyndir eftir hana hafa birst í stórum tísku- tímaritum á borð við Dazed and Confused, Dazed Digital og Topshop 214. Ljósmyndir Sögu einkennast af persónulegum stíl með mikilli frásagnargleði þar sem birtist forvitnilegt fólk umvafið litríkri hönnun. Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Hálsmen úr silki og flaueli Fæst í Kronkron á 28.900 krónur. Vinsælt Hekluðu töskurnar eftir Hildi hafa slegið í gegn og eru oft uppseldar. Þær má fá í KronKron á 33.000 krónur. Ævintýra- legur heimur Hildur og Saga leitast við að skapa sérheim og í þetta skipti er það heimur gyðja og goðsagna. Heitt og litríkt í vetur: Feldkragar af öllum gerðum Frida Giann- ini, yfirhönn- uður Gucci, sló tóninn í níutíu ára afmælislínu tískuhúss- ins. Feld- kragar hafa slegið í gegn. Bæði áfastir á kápum og jökkum en líka lausir sem má binda á yfirhafnir til að gefa þeim nýjan svip. Helst í litum ef marka má áherslur Gi- annini. Kate Moss er iðulega í falleg- um loðflíkum og leikkonan Kate Bosworth sást með fal- lega loðtösku á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.