Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Blaðsíða 35
en bætir við að framtíðin ein leiði í ljós hvort drengurinn fari að for­ dæmi áa sinna. „Það stóð ekki til hjá Gumma. Hann var bara tónlistar­ maður og heimspekingur sem ætlaði sér ekkert endilega í pólitík. Það er aldrei að vita hvað fólki dettur í hug. Börnin gera bara það sem þau vilja gera.“ Aðspurð segist hún ekki telja að eiginmaðurinn gangi með forsætis­ ráðherrann í maganum. „Ég held að það sé ekkert stórt markmið hjá hon­ um, án þess að ætla að tala fyrir hans hönd. Ef það gerist þá er það bara gaman en ef það gerist ekki verður samt gaman.“ Steingrímur Hermannsson lést á síðasta ári en Alexía fékk að kynn­ ast tengdaföður sínum sem hún segir hafa verið magnaðan karakter. „Steingrímur var ákveðin goðsögn á mínu heimili og ég man hvað ég var stressuð þegar ég hitti hann og tengdamömmu í fyrsta skiptið. Þá hittum við þau á Kletti, þar sem við giftum okkur. Stressið gufaði hins vegar upp á tveimur mínútum enda voru þau bara venjulegt fólk sem var komið í heita pottinn að naga harð­ fisk innan stundar. Sonur okkar fékk að hitta afa sinn og það var okkur mikið gleðiefni. Hann hafði verið svo veikur meðan á meðgöngunni stóð en sem betur fer fékk hann ný lyf og lifði lengur. Það verður ómetanlegt fyrir son okkar að eiga myndir af sér með Steingrími afa,“ segir hún en Jó­ hannes Hermann var tæplega eins árs þegar afi hans lést.“ Baráttan við barnleysið Alexía og Guðmundur höfðu reynt í nokkur ár að eignast barn þegar Jó­ hannes Hermann kom í heiminn. „Við vönduðum okkur svo mikið að búa hann til,“ segir hún en bætir við að þau hafi leitað sér hjálpar hjá Art Medica. „Við fórum í glasa meðferð og tækni og hitt og þetta leiðindast­ úss en ekkert gekk. Svo ákváðum við að taka okkur pásu og fórum í sum­ arfrí til Kaliforníu og leigðum okkur rauðan blæjubíl. Við nutum lífsins og komum ófrísk heim. Að vera ófrísk er það skemmtilegasta sem ég hef reynt og líka það að fæða barn. Ég vona svo virkilega að ég verði það hepp­ in að fá að eignast fleiri börn í fram­ tíðinni,“ segir hún og viðurkennir að barnleysið hafi reynt á þau. „Þetta var alveg ógeðslega erfitt og ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir hvað það tók mikið andlega á fyrr en eftir á. Þetta var ekki góður tími. Maður var í endalausri baráttu við sjálfan sig en það gerðist aldrei neitt,“ segir hún en bætir við að samband þeirra Guðmundar hafi styrkst við erfiðleik­ ana. Enn fremur segist hún ekki hafa átt erfitt vitandi að hann hefði get­ að eignast barn með annarri konu. „Læknarnir fundu ekkert að okkur og þótt dóttir hans væri ekki mitt blóð fannst mér hún hjálpa frekar en hitt. Hún var ljósið í baráttunni.“ Hún segist aldrei munu gleyma stundinni þegar hún gerði sér grein fyrir að hún væri ófrísk. „Gummi virð­ ist stundum vita lengra en nef hans nær, líkt og mamma hans og amma sem er 102 ára mögnuð kona. Hann var alveg viss að ég væri ófrísk en ég þvertók fyrir það. Svo tók ég prufu og þá kom það í ljós. Ég hafði oft séð þetta augnablik fyrir mér og hélt að við myndum gráta af gleði en þar sem við lifum á tæknitímum fórum við strax og náðum í tölvuna og skoðuð­ um vefsíðu Clear Blue uppi í rúmi til að vera viss um að þetta væri rétt. Svo var það bara endalaus gleði.“ Þjóðverjinn á heimilinu Hún segist finna sig vel í móður­ hlutverkinu og segir enga vinnu jafnast á við það hlutverk. „Það er svo hrikalega gaman að vera með svona flotta skemmtikrafta eins og börnin inni á heimilinu. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi, enda­ laus þroski í gangi og ný verkefni að takast á við,“ segir hún og bæt­ ir við að þau bæði njóti sín í botn í fjölskyldulífinu. „Gummi er svaka­ legur pabbi og leggur mikið upp úr því að lesa með börnunum á kvöld­ in. Það sem hann hefur helst kennt mér er þessi gullna regla í upp­ eldinu, hjónabandinu og lífinu al­ mennt en það er að velja sínar orr­ ustur. Það þarf ekki að gera stórt mál úr öllu. Hann er já­pabbinn og ég er nei­mamman og er stundum kölluð Þjóðverjinn á heimilinu. Ég vil hafa hlutina svona og svona og vil að allt sé tipptopp en hann nær að róa mig niður og það er gott.“ Þegar hún er beðin um að spá í framtíðina segist hún vona að fjöl­ skyldan verði hamingjusöm. „Ég sé Gumma fyrir mér aktífan í pólitík­ inni og mig í leiklistinni. Svo gæti ég alveg hugsað mér að við yrðum bændur úti á landi eða rækjum hót­ el. Hvað sem það verður er dagurinn í dag góður og ég reyni að lifa fyrir hann. Við fjölskyldan förum mikið út í sveit þar sem við erum að byggja gestahús ásamt systkinum Gumma. Hann er svo mikill smiður og ég verð aldrei jafn skotin í honum og þegar hann er á fullu í vinnu. Fjölskyldan, eiginmaðurinn, sonurinn og fóstur­ dóttirin gera mig hamingjusama og það er ótrúlegt hvað lífið leikur við mig þessa dagana. Það er alltaf eitt­ hvað nýtt að gerast,“ segir hún og kinkar kolli þegar hún er innt eftir því hvort hún sé enn jafn ástfangin. „Algjörlega. Kannski af því að ég er svo nýgift. Ég verð ennþá hálfkjána­ leg og fæ kitl í magann þegar ég sé hann. Það er svo gaman. Lífið er svo skemmtilegt.“ n Heillaðist af karlmennsku hans m y n d S ig tr y g g u r A r i Viðtal 35Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 „...þótt dóttir hans væri ekki mitt blóð fannst mér hún hjálpa frekar en hitt. Hún var ljósið í baráttunni. Sátt við lífið Alexía Björg leikur í Kirsuberjagarðinum í Borgarleikhúsinu auk þess sem hún túlkar hinn unga graða Nonna. Hún segir móðurhlutverkið skemmtilegra en öll önnur hlutverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.