Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað „Það er allt farið“ n Sigrún Pálína missti dýrin sín og búslóð í bruna V ið erum bara í sjokki. Hund- inn vorum við búin að eiga í níu ár.“ Sigrún Pálína Ingvars- dóttir og eiginmaður henn- ar Alfreð Wolfgang Gunnars- son urðu fyrir því áfalli á fimmtudag að íbúðin sem þau leigðu eyðilagð- ist í eldsvoða. Dýrin þeirra, hund- ur og köttur, drápust vegna reykeitr- unar. Sigrún Pálína segir að líklegast hafi kötturinn, Ásta, rekið sig í takka á eldavél og kveikt á henni þegar hún stökk þangað upp og út frá því kvikn- að í tuskum. Í kjölfarið braust eldur- inn út. „Það var hræðilegt að koma að þessu og vita ekki hvort þau lifðu það af eða ekki.“ Nágranni þeirra hafði fundið brunalykt og kannaði mál- ið. Þegar hann bankaði á dyr íbúðar- innar fékk hann engin svör, ekki einu sinni hundsgelt, en þau hjónin voru ekki heima. Lögreglan var um það bil að brjóta niður hurðina þegar Sigrúnu bar að garði. Hún lofasamar viðbrögð danska slökkviliðsins og lögreglunnar sem og tryggingafélagsins. Lögreglan hafi verið mjög samúðarfull og skiln- ingsrík þegar hún kom heim. „Ég fékk náttúrulega bara algjört taugaáfall. Þeir voru frábærir – hvernig þeir veittu áfallahjálp á staðnum var ómetanlegt. Þetta eru dýr sem maður elskar og er búinn að eiga lengi.“ Fjölskyldunni var komið fyrir á hóteli og skaðinn verður bættur að öllu leyti, nema dýrin auðvi- tað, þau verða aldrei bætt. Sigrún Pálína og fjölskylda standa í flutningum og því hafði hluti búslóð- arinnar þegar verið fluttur í aðra íbúð. Það sem var í íbúðinni sem brann er hins vegar allt ónýtt. „Það er allt farið bara,“ segir hún. astasigrun@dv.is Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Hræðilegur dagur Sigrún Pálína segir þetta hafa verið skelfilega aðkomu, sér- staklega þar sem hún vissi ekki hvort dýrin sín hefðu lifað þetta af. mynd RóbeRt ReyniSSon É g á allavega fyrir tveimur þriðju af greiðslunni af hús- inu,“ segir Ragna Erlendsdótt- ir, móðir Ellu Dísar, sem var stödd á Barnaspítalanum við Great Ormond Street í London þeg- ar DV náði tali af henni. Greint var frá því í síðustu viku að Ragna hefði ekki efni á því að greiða leigu af hús- næði sem hún var búin að finna fyr- ir fjölskylduna rétt fyrir utan Lond- on. Hún sagðist hafa verið svikin um endurgreiðslu á sjúkrahúskostnaði dóttur sinnar frá tryggingunum. En það voru peningar sem hún gerði ráð fyrir. Á miðvikudaginn fékk hún hins vegar þær fréttir að töluverður pen- ingur hefði safnast í símasöfnun til styrktar Ellu Dís sem hrundið var af stað fyrir áramót. Það kom Rögnu ánægjulega á óvart. 800 þúsund krónur úr síma- söfnun „Ég er rosalega þakklát og ánægð. Ég hélt að símasöfnunin hefði ekkert gefið af sér og var búin að gefa upp alla von og orðin mjög leið í hjart- anu.“ Allar upplýsingar um söfn- unina höfðu verið sendar á gamalt netfang hjá vinkonu hennar því bár- ust þær Rögnu svona seint. Hún þarf að leggja út sex mánaða fyrirframgreidda leigu, um 1,2 millj- ónir íslenkra króna, til að fá umrætt húsnæði. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Ragna hefur söfnuðust að minnsta kosti 800 þúsund krón- ur frá almenningi í símasöfnuninni. ella dís betri eftir aðgerð „Það sem best er samt er að Ella Dís er ný stelpa og líður ótrúlega vel,“ segir Ragna. Eftir að hafa veikst skyndilega og þurft að leggjast inn á gjörgæslu fór Ella Dís í aðgerð þar sem öndunarvélin, sem hún er bundin við, var tengd með slöngu í gegnum barkann á henni. Slang- an lá áður niður í gegnum kokið og olli svo miklum bólgum og ertingi að öndunarvegurinn var við það að lokast. „Það er allt jákvætt hjá Ellu Dís núna þannig að það að fara út er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Ragna segir þetta ljós í myrkrinu í öllu mótlætinu. eldri dæturnar farnar heim Ragna hefur gist á hótelum og gisti- heimilum í úthverfum London síðan hún fór frá Íslandi þann 22. desemb- er síðastliðinn og sá fram á að lenda í húsnæðisvandræðum. Peningarn- ir úr söfnuninni eru henni því kær- komnir, þrátt fyrir að eitthvað vanti upp á. Tvær eldri dætur Rögnu eru farnar aftur til Íslands í bili á meðan hún gengur frá húsnæðismálum þar ytra. Það gekk ekki áfallalaust hjá Rögnu að komast úr landi með Ellu Dís, en í fyrstu tilraun var hún stöðvuð af fulltrúum barna- verndaryfirvalda á Keflavíkurflug- velli og henni meinað að fara úr landi. Barnalæknar á Barnaspítala Hringsins töldu Ellu Dís of veika til að fljúga. Ragna var ósammála þeim og fékk vottorð hjá Sverri Bergmann, heila- og taugalækni, sem séð hefur um dóttur hennar síðastliðið ár, upp á að hún hefði heilsu til að ferðast. Ella Dís styrkt um tæpa milljón n ella dís fór í aðgerð í London n Ragna segir að henni líði miklu betur núna n Þarf að leggja út 1,2 milljónir fyrir húsnæði n Hélt að símasöfnunin hefði ekkert gefið af sér Þakklát Ragna er ánægð og þakklát fyrir stuðning almennings, en að minnsta kosti 800 þúsund krónur hafa safnast í símasöfnun til styrktar Ellu Dís. „Það sem best er samt er að Ella Dís er ný stelpa og líður ótrúlega vel Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Jóni Ásgeiri stefnt vegna láns: Segir ferlið eðlilegt „Það þarf að taka öllu með mikl- um fyrirvara sem kemur frá þessu pari sem skipar slitastjórn Glitnis, dæmin sanna það,“ segir Jón Ás- geir Jóhannesson í svari við fyrir- spurn DV um stefnu slitastjórn- arinnar vegna 15 milljarða króna kúluláns sem veitt var Baugi í des- ember 2007. Til stendur að stefna Jóni, Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, auk allra fyrr- verandi stjórnarmanna vegna lánveitingarinnar og krefjast 6,5 milljarða króna í skaðabætur. RÚV greindi frá því að slitastjórnin væri með gögn sem talin væru sýna fram á aðkomu Jóns Ásgeirs að lánveitingunni en hann var for- stjóri Baugs og stjórnarformaður í FL Group, sem átti stærstan hlut í Glitni og því setið beggja vegna borðs ef rétt reynist. Jón segir í svari við fyrirspurn DV að engar sannanir þurfi fyrir því að Baugur hafi fengið þetta lán. Það liggi fyrir. Hann segir hins vegar málið hafa farið fyrir stjórn Glitnis á sínum tíma, en stjórnar- formaður bankans og forstjóri FL Group hafi ekki tekið þátt í um- ræðu um það. Hann segir að Kaupþing og Landsbanki hafi áður veitt Baugi algjörlega sambærileg lán og vísar til fjárhagslegs styrks félagsins út frá ársreikningi. Í ljós muni koma að Baugur tapaði á Glitni en ekki öfugt. Jón Ásgeir segir að hinu víkj- andi láni hafi verið ráðstafað með þeim hætti að Glitnir veitti Baugi lánið í lok desember 2007 með gjalddaga eftir 5 ár. Í árslok var 11.450 milljónum af láninu haldið sem bundinni bankainnstæðu hjá Glitni en 3.550 milljónir voru greiddar út til Baugs. „Eða 1% af efnahagsreikningi Baugs.“ „Á árinu 2008 voru svo greidd- ar um 5.000 milljónir til Baugs en hluti af því var til að gera upp önn- ur lán hjá bankanum og peninga- markaðssjóðum bankans.“ Lánið hafi aldrei verið greitt að fullu að sögn Jóns. Framkvæmdastjórn Baugs Group hafi annast þessa lántöku og tugir tölvupósta sýni að ferlið var eðlilegt í alla staði. Hann segist enn fremur ekkert boðvald hafa haft yfir Glitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.