Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað spennu á milli þeirra. „Ég þekki hann ágætlega og hef aldrei vitað til þess að hann sé ofbeldisfullur. Það getur verið dólgur í honum og hann á náttúrulega ekki að drekka vín en það er samt ekkert svona.“ Ónafngreindur lögreglumaður sem DV ræddi við sagði að Edda Sif hefði ekki verið stórslösuð en að meintri árás hefði verið lýst sem grófri. Tók vel á móti henni Í lok ágúst greindi Edda Sif sjálf frá vináttu sinni við Hjört í sam- tali við DV og sagði að hann hefði tekið mjög vel á móti sér þegar hún mætti til starfa. „Maður þarf að finna fréttirnar, vinna þær og klippa. Á fyrsta degi er þetta mikið álag, það er margt að læra og kapp- hlaup að ná því á réttum tíma. Ég hugsa stundum um það hvernig mér hefði liðið hefði ég ekki starf- að fyrir Sjónvarpið áður. Ég þekkti forritin sem eru notuð í vinnslunni úr störfum mínum sem skrifta og það hjálpaði. Engu að síður var ég komin upp í matsal með félaga mínum Hirti Júlíusi íþróttafréttamanni og sat þar stjörf og horfði út í loftið og snerti varla á matn- um. Hjörtur leit á mig og spurði hvort mér litist svona illa á þetta og hvort það væri ekki í lagi með mig.“ Fylgt á bráðamóttökuna Líkt og fyrr segir átti atvikið sér stað á Grand Hótel. Þeg- ar líða fór á kvöldið heyrðu gestir í boðinu einhvern skarkala og urðu þess var- ir að Hjörtur hvarf á brott og sömuleiðis Edda Sif sem fór samkvæmt heim- ildum DV upp á bráðamót- töku í fylgd annars starfs- manns RÚV. Hann vildi þó ekkert láta hafa eftir sér þeg- ar DV náði tali af honum og sagðist ekki ætla að kommentera á það þar sem hann vildi ekki tjá sig um það sem gerðist í einkalífi sínu. Þar sem atvikið átti sér stað á og við salernin sáu fáir hvað gerðist. Þó gæti svo farið að annar íþróttafrétta- maður, Haukur Harð- arson, verði kallaður sem vitni í málinu en hann vildi ekki stað- festa það. „Því miður. Við ákváðum að tala ekki við neina fjöl- miðla,“ sagði Hauk- ur og bætti því við að hann teldi það lang- best fyrir alla. Eins og aðrir bentu á er málið allt hið erfiðasta fyrir íþróttadeildina þar sem hefur ríkt sterk og góð liðsheild. Ofbeldi aldrei ásættanlegt Annar sagði að málið allt væri hið agalegasta fyrir stofn- unina. Þetta væri flók- in staða og sár fyrir marga sem þar starfa. „Þetta tekur líka á tæknimennina. Það er RÚV-hjarta í þeim öllum. Þetta er bara leiðindamál,“ sagði einn og ann- ar bætti því við að það myndi senni- lega vera samstaða um að þegja málið í hel. „RÚV sem stofn- un er mjög annt um friðhelgi einka- lífsins. Þar sem þetta er í þokkabót dóttir útvarps- stjórans þykist ég nokkuð viss um að það verði reynt að láta þetta liggja í láginni.“ Viðkomandi taldi þó mikilvægt að ofbeldi væri ekki þaggað niður eða umborið, af hvað tagi sem það væri. „Hvort sem hún átti upptök- in eða hann, þá er ofbeldi aldrei ásættanlegt. Þarna var um yfirmann íþrótta- deildar að ræða og íþróttamenn eiga að vera fyrirmyndir varðandi drengskaparlund en maður leggst varla lægra en að berja annan ein- stakling, ef það var það sem gerð- ist. En það skiptir varla máli hvort hann sló hana, hrinti henni eða löðrungaði því það hefur verið nóg fyrst hún fékk áverkavottorð. Hún hefði aldrei fengið áverkavottorð ef það hefði ekki séð á henni. Það er aldrei í lagi.“ „Við erum öll í áfalli“ Aðrir sögðu að flestir sýndu því skilning að Hjörtur hefði verið lát- inn fara. „Þetta er ekki það sem RÚV sem vinnustaður er.“ Allir sem DV ræddi við áttu það sameiginlegt að vera í sjokki vegna málsins og sögðu að al- mennt væri samstarfsmönnum brugðið. Þeim stæði ekki á sama. „Við erum öll í áfalli.“ Þeir þekkja Hjört ekki af öðru en góðu. „Þetta er ljúfur drengur sem gott er að vinna með,“ sagði einn. „Hann er sjálfsöruggur og áberandi,“ sagði annar og sá þriðji sagði að Hjörtur væri toppmaður. „Ég þekki hann ekki af öðru.“ Enn annar lýsti honum sem ungæðislegum íþróttastrák. Þá benti einn á að þetta væri erfitt þar sem allir væru vinir og öllum liði illa. Fær knús þegar hún kemur Edda Sif hefur ekki mætt til starfa síðan þetta gerðist. Nokkrir höfðu áhyggjur af því að málið gæti stað- ið henni fyrir þrifum þegar hún kemur aftur. Allir voru sammála um að hún hefði staðið sig vel í starfi og ætti heima á skjánum. „Af því að það er talað um þessi vensl þá verð ég að taka það fram að hún stendur sig mjög vel. Það má ekki horfa bara á kunningjasam- félagið heldur verið líka að líta á hæfileikana og hún hefur þá. Það var tímabært að fá konu í íþrótt- irnar og þegar upp er staðið finnst mér ekkert að því að hún sé þarna. Það má heldur ekki refsa fólki fyrir uppruna sinn.“ Edda Sif sagði eitt sinn að hún hefði alltaf haft áhuga á íþróttum og henni þætti gaman að vinna á fréttastofunni þar sem hún starf- aði við hlið fólks sem hefði metn- að fyrir starfi sínu. „Þetta er gef- andi starf og ég er alveg húkkt á því,“ sagði hún þá. „Hún hef- ur okkar stuðning og við knús- um hana þegar hún kemur,“ sagði einn samstarfsfélaginn. „En þetta er svo hræðilegt, ímyndaðu þér hvernig þetta verður fyrir hana. Íþróttahreyfingin heldur með sín- um mönnum og Hjörtur er inni í þeirri klíku.“ Enda er hann mjög góður íþróttamaður og íþrótta- fréttamaður sem nýtur virðingar á skjánum. „Þeir þekkja Hjört nátt- úrulega betur en hana. Þetta er svo mikið karlavígi, þetta íþrótta- fréttastarf. Þess vegna var svo gaman að sjá konu fá þessa stöðu.“ Og eins og einn sagði: „Á endan- um fennir yfir þetta eins og allt annað.“ Mikill markvarðahrellir Áður en Hjörtur vakti athygli fyrir góða frammistöðu á sjónvarpsskjánum var hann þekktur meðal knattspyrnuáhugamanna fyrir afrek sín á knatt- spyrnuvellinum. Hjörtur hóf feril sinn hjá Skallagrími í Borgarnesi og þótti strax ljóst að hann væri mjög efnilegur. Á sínu fyrsta tímabili í efstu deild, árið 1997, skoraði hann fimm mörk fyrir Skallagrím í þrettán leikjum. Félagið féll reyndar úr deildinni en Hjörtur hélt áfram að spila með félaginu í fyrstu deildinni. Sum- arið 1999 varð hann markahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 19 mörk og fór svo að hann gerði samning við ÍA að tímabilinu loknu. Hjörtur lék þar við góðan orðstír í sjö ár og varð til að mynda markakóngur deildarinnar árið 2001 með fimmtán mörk í átján leikjum. Það tímabil urðu Skagamenn einmitt Íslandsmeistarar í knattspyrnu. Hirti gekk ekki jafn vel að hrella markverði and- stæðinga sinna eftir þetta tímabil og á næstu sex tímabilum með ÍA skoraði hann samtals nítján mörk í 76 leikjum fyrir Skagaliðið. Fyrir tímabilið 2007 ákvað Hjörtur að róa á önnur mið og fór svo að hann færði sig yfir til Þróttar sem þá var í fyrstu deild. Hjörtur virðist hafa haft gott af því að breyta um umhverfi því hann varð markakóngur fyrstu deildarinnar þetta tímabilið með 18 mörk í 21 leik. Þróttarar komust upp í efstu deild og hélt Hjörtur áfram að leika með félaginu þar, eða allt til ársins 2009 að hann skipti yfir í Selfoss. Þar þótti hann leika ágætlega, skoraði sjö mörk í tíu leikjum en ákvað að ganga aftur í raðir Skagamanna eftir aðeins eitt tímabil með Selfyss- ingum. Sumarið 2010 skoraði Hjörtur 7 mörk í 21 leik með Skagaliðinu og sum- arið 2011 skoraði hann 15 mörk í 18 leikjum og varð í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Í haust ákvað Hjörtur að ganga í raðir Víkinga sem leika í fyrstu deildinni. Hann var þó ekki með í leiknum sem fór fram á fimmtudags- kvöld. Leggur sig alltaf 100% fram Knattspyrnumaður sem þekkir vel til Hjartar segir í samtali við DV að þó að Hjörtur verði seint talinn í hópi með bestu knattspyrnumönnum Íslands hafi hann ávallt lagt sig hundrað prósent fram fyrir þau félög sem hann hafi leikið fyrir. Þá hafi hann lagt áherslu á að halda sér í góðu líkamlegu formi sem endur- speglast í árangri hans í sumar þegar hann skoraði 15 mörk með Skagaliðinu í fyrstu deild þrátt fyrir að vera á 37. aldursári. Hirti er einnig lýst sem miklum baráttumanni inni á vellinum sem kunni að láta finna fyrir sér. Viðmælandi DV segir að hann hafi þó aldrei haft það orð á sér að vera grófur inni á vellinum þó hann hafi oft látið finna hressilega fyrir sér. Frá árinu 2001 hefur Hjörtur fengið fjögur rauð spjöld inni á knattspyrnuvellinum sem þykir ekki mikið sé tekið mið af þeim fjölda leikja sem Hjörtur hefur leikið, en þeir eru vel á þriðja hundrað. Kallaði leikmann „Tyrkjadjöful“ Þó svo að Hirti sé ekki lýst sem grófum leikmanni hefur hann látið skapið hlaupa með sig í gönur. Sumarið 2006 þegar Hjörtur lék með ÍA var hann dæmdur í tveggja leikja bann fyrir uppákomu milli hans og Guðmundar Viðars Mete, varnarmanns Keflavíkur, í leik á milli liðana. Þá kallaði Hjörtur Guðmund „Tyrkjadjöful“ en faðir Guðmundar er af tyrkneskum ættum. Þá sagði Hjörtur honum að koma sér heim. Málið var litið mjög alvarlegum augum enda eiga kynþáttafordómar aldrei að líðast í knattspyrnunni frekar en annars staðar. Hjörtur kom fram í Kastljósi vegna málsins þar sem hann útskýrði sína hlið á yfirvegaðan hátt. Hann sagði að Guðmundur hefði fyrr í leiknum hótað sér öllu illu og kallað móður hans hóru. Hann sagðist engu að síður sjá eftir þessu og bað hann Guðmund afsök- unar í kjölfar málsins. Þrátt fyrir það var Hjörtur óánægður með að fá tveggja leikja bann og sagðist hafa vonað að hann fengi aðeins áminningu. einar@dv.is„Það er svo klikkað að hann er rekinn, einn, tveir og þrír. Bara út af því að hún fékk áverka- vottorð. Í óþægilegri stöðu Ráðning Eddu var umdeild á sínum tíma. Nú þykir allt þetta mál enn viðkvæmara og erfiðara en ella þar sem um dóttur Páls er að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.