Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað S íðustu þrjú ár eru bestu ár ævi minnar. Ég hef aldrei átt minni pening og aldrei þurft að hafa eins miklar áhyggj- ur af fjármálum. Þrátt fyr- ir það er ég samt hamingjusöm því ég er frjáls frá sadistum og vondum mönnum. Ég á mig sjálf ,“ segir Guð- rún Elísabet Bentsdóttir, einstæð móðir í Breiðholti. Tugir þúsunda lásu lýsingar af raunum hennar fyrir jól. Guðrún Elísabet brotnaði saman á fatamarkaði Fjölskylduhjálpar. Fyrr um daginn hafði hún sótt dóttur sína kalda og blauta í skólann þar sem hún hafði ekki haft efni á að kaupa vetrargalla. Ótrúleg tilfinning Guðrún segir samtal sjálfboðaliða Fjölskylduhjálpar við dóttur sína hafa haft mikil áhrif á hana. „Við vor- um úti í röð við matarúthlutun og það var svo kalt að við fengum að fara inn þar sem fatamarkaðurinn er. Dóttur minni var mjög kalt og sjálf- boðaliði fer að tala við hana og spyr hvers vegna hún sé ekki betur klædd. „Við eigum ekki peninga fyrir kulda- galla,“ svarar dóttir mín. Þarna féll ég alveg saman,“ segir Guðrún. Hún tárast þegar hún lýsir atvikinu. Hún segir sjálfboðaliða Fjölskylduhjálpar hafa fundið bláar snjóbuxur og gefið dóttur sinni. „Það var ótrúleg tilfinn- ing að sjá dóttur mína taka við bux- unum. Konan bað okkur svo um að koma eftir viku því hún hefði eitt- hvað af fötum heima hjá sér sem hún gæti gefið okkur,“ segir Guðrún og útskýrir að takmörk séu fyrir því hvað megi koma oft til Fjölskyldu- hjálpar til þess að sem flestir fái ein- hverja hjálp. Guðrún virðist ekki reið út í kerfið eða vilja kenna öllum öðr- um um. Fyrri sambönd og æska hafa augljóslega haft áhrif á hana en við hverja sögu ítrekar hún að sjálfur beri maður ábyrgð á sínu lífi. Ótrúleg hlýja Guðrún segir hlýlegt viðmótið og væntumþykjuna sem henni var sýnd hjá Fjölskylduhjálp hafa skipt miklu máli. Hún segist geta rekið fátækt sína tæplega þrjú ár aftur í tíman en þá hafi hún sagt skilið við annan barnsföður sinn. Þau hafi þó verið ógift og allar eignir á hans nafni og hún því staðið uppi eignalaus með enga sjóði. Hún segist finna fyrir því að hún standi mikið ein enda séu samskipti hennar við fjölskyldu sína engin. „Það er kannski sjálfsvorkunn að segja þetta svona, en líf mitt hef- ur verið stöðug þrautaganga,“ segir Guðrún sem segist hafa tilhneigingu til þess að leita í erfið sambönd. Fékk rollu að gjöf frá kvalara sínum „Fimm ára er ég misnotuð af göml- um karli í sveitinni. Það mótaði pers- ónu mína. Þetta hljómar eins og svo mikil klisja að segja þetta en ég man hvað ég var alltaf ofsalega reið út í foreldra mína út af þessu. Ég var svo reið að þau skildu ekki sjá að eitthvað væri að í samskiptum hans við mig. Við vorum fjögur börnin á bænum, öll á svipuðum aldri en hann kom alltaf með gjafir handa mér einni. Eitt sinn kom hann og gaf mér heila rollu. Það var risastór gjöf fyrir fjöru- tíu árum síðan,“ segir Guðrún og ger- ir stutt hlé á frásögn sinni. „Ég man hvað ég hataði roll- una og kallinn. Ég var svo reið út í mömmu og pabba að sjá ekki að eitthvað væri í gangi.“ Guðrún lýsir því hvernig blanda af meðvirkni og heimilisaðstæðum hafi raunar kom- ið í veg fyrir að unnið væri úr mis- notkuninni. Veikindi móðurinnar og harðneskjulegt uppeldi hafi orðið til þess að ekki var tekist á við mál- ið. „Enginn áttaði sig á meðferðinni á mér af hendi gamla mannsins. Ég rek mín mál til misnotkunarinnar og held að þarna sé upphafið að mínum vandamálum. Það var auðvitað ekk- ert gert, ég var bara óþekki krakkinn,“ segir Guðrún. Sautján ára í sambúð „Í minni vanlíðan og, að því mér fannst, erfileikum var ég samt allt- af forsprakki á unglingsárum. Ég átti alltaf vini og flaut í gegnum skóla- gönguna. Bróðir minn sem var í skólanum á sama tíma varð hins vegar fyrir gríðarlegu einelti. Ég hef ekki hugmynd um hvað olli því. Ég var lítil, feit og rauðhærð og fékk að vera í friði. Hann var myndardreng- ur, grannur og lærdómsfús en ég hef aldrei séð annað eins einelti. Ég man hvað ég lamdi frá honum – á hverjum degi nánast,“ segir Guðrún og bæt- ir við að hún hafi alltaf verið frekar frökk í grunnskóla. „Kannski er það í beinu framhaldi af minni innréttingu að ég byrjaði að búa með manni þeg- ar ég var sextán ára.“ Sambýlismaður Guðrúnar var fimmtán árum eldri en hún. „Það sagði enginn neitt við þessu,“ segir hún til að leggja áherslu á meðvirkni hennar og annarra í kringum hana. „Fyrst gekk allt vel en svo eignaðist ég mitt fyrsta barn. Þá sautján ára göm- ul. Hann varð hreinlega að öðrum manni. Mér fannst lífið bara búið á þessum tíma. Sautján ára með barn í erfiðu sambandi og þjáðist af fæðing- arþunglyndi,“ segir Guðrún en gerir hlé á frásögninni þegar dóttir hennar kemur inn í eldhús. Stúlkan, sem er heima þennan morgun vegna veik- inda, virðist forvitin. Guðrún biður hana um að hafa ofan af fyrir sjálfri sér á meðan viðtalið stendur yfir. Sautján ára og nýbökuð móðir leigði hún ásamt eiginmanni sínum jörð, stutt frá bæ foreldra hans. Að- spurð hvernig þau hafi kynnst í ljósi mikils aldursmunar þeirra segir hún að leiðir þeirra hafi legið saman, en hann hafi vanið komur sína á bæinn og hafi þannig fylgst með uppvexti hennar. Stöðug hræðsla „Ég var alltaf svo logandi hrædd þeg- ar við vorum saman,“ heldur hún áfram. Guðrún gerir hlé á frásögn sinni. „Mér fannst ég alltaf þurfa að ganga úr skugga um að það sæ- ist að ég hafi verið á ferð yfir daginn og verið að gagni. Ég var vön að færa til hluti og jafnvel drasla til í eldhús- inu svo það liti út eins og ég hafi ver- ið upptekin allan daginn.“ Oft þeg- ar hún var við það að bugast segist Guðrún hafa leitað til ömmu sinnar. „Hún átti sjálf ekkert auðvelt líf og ég fann það stundum á samtölum okkar að henni fannst eins og ég ætti bara að geta þolað þetta. Ég skrönglaðist því alltaf til baka.“ Þrátt fyrir þessa lýsingu Guðrúnar á samtölum við ömmu sína er augljóst að hún tal- ar af hlýju til hennar. „Seinna kaup- um við hjónin jörð, vel rekið og stórt kúabú, en leigðum áfram jörðina sem við höfðum áður. Þrátt fyrir það held ég áfram að vinna við skúringar og að keyra skólarútu. Þarna er ég eitthvað í kringum 25 ára. Þetta var allt of mik- ið. Seinna fórum við að taka við börn- um frá félagsmálastofnun.“ 1. september 1994 „Ég fór frá honum sama dag og síð- asta barnið frá félagsmálastofnun fór. Það var fyrsta september 1994. Þá pakkaði ég niður í tösku, settist upp í bíl og keyrði til Reykjavíkur.“ Guð- rún fór þá til vinkonu sinnar í nokkra daga til að hugsa sig um. Erfiðast seg- ir hún hafa verið að skilja barnið sitt eftir. Hún hafi ekki verið í ástandi til að taka hann með sér. „Vinkona mín hefur stöðugt fengið að finna fyrir tortryggni vegna þess að hún hjálp- aði mér,“ segir Guðrún og bætir við að fjölskylda hennar hafi raunar litið á vinkonu hennar sem vandamálið. „Hún var búin að segja mér í mörg ár að ég ætti ekki að lifa þessu lífi.“ Endaði á geðdeild „Ég varð að skilja strákinn minn tímabundið eftir í sveitinni. Það var rosalega erfitt. Ég gat ekki tekið hann með enda átti ég hvergi heima. Mér fannst fjölskyldan mín ekki vilja mig, ég bjó raunar í bílnum mínum og til skiptis hjá hinum og þessum vinum.“ Guðrún segir að þarna hafi hún end- að á geðdeild og fyrst verið skráð sem öryrki. „Það gerðist í kjölfar taugaáfalls að læknar mínir aðstoðuðu mig við að komast á örorkubætur. Ég kunni illa að tala um það sem hafði gerst og stóð frammi fyrir öllu sem ég hafði upplifað,“ segir Guðrún sem kynntist seinni maka sínum stuttu eftir skiln- aðinn eða í miðri hringiðunni eins og hún orðar það. „Hann var svo blíður og góður við mig. Allt í einu mátti ég versla án þess að vera logandi hrædd yfir því að vera of lengi, versla vitlaust eða of mikið. Fátæk en frjáls n Brotnaði saman hjá Fjölskylduhjálp og las um það í fjölmiðlum n Var misnotuð fimm ára n 16 ára í sambúð með helmingi eldri manni Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Kannski sjálfs- vorkunn að segja þetta svona, en líf mitt hefur verið stöðug þrautaganga Einstæðingar hafa það verst Öryrkjar og einstæðir foreldrar eru þeir samfélags- hópar sem mest eiga á hættu að búa við fátækt. Öryrkjar sem lifa á óskertum bótum frá Trygginga- stofnun eiga erfitt með að ná endum saman. Bæturnar duga þeim ekki til framfærslu auk þess sem lyf eru dýr og oft ekki mikið niðurgreidd. Öryrkjar hafa oftar en ekki litla möguleika á að bæta kjör sín með hlutastarfi. Um leið og tekjur þeirra aukast skerðast bæturnar. Að því leyti sker hópurinn sig úr frá öðrum hópum. Segja má að fátækt hópsins sé stöðug og án undankomu. Þetta kemur fram í skýslu Rauða krossins um þá hópa sem mest standa höllum fæti hér á landi. Niðurstaða skýrslunnar er að fimm hópar standi verst í íslensku samfélagi. Það eru: atvinnuleitendur, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar, innflytjendur, öryrkjar og börn og ungt fólk sem skortir tækifæri. Tekið er fram að ekki séu allir sem tilheyra þessum hópum í vanda en hættan sé meiri. Helmingur einstæðra í leiguhúsnæði Séu húsnæðismál einstæðra foreldra skoðuð kemur í ljós að helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði. Það er töluvert yfir meðaltali hér á landi en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni búa um tuttugu prósent Íslendinga í leigu- húsnæði. Hagstofan segir tæplega ellefu þúsund einstæða foreldra hér á landi. Á heimilum þeirra eru skráð rúmlega fjórtán þúsund börn undir átján ára aldri. Félagsleg einangrun algeng „Öryrkjar með börn á framfæri eiga sérstaklega erfitt með að ná endum saman. Félagsleg einangrun er algeng meðal öryrkja. Margir í þessum hópi búa við margskonar erfiðleika eins og fötlun og geðraskanir,“ segir í skýrslunni. „Að mati viðmælenda eru einstæðar mæður hópur sem þarf að styðja við en mikilvægt er að vanmeta ekki aðstæður einstæðra feðra sem ekki eru með börnin sín og búa við bág kjör. Þeir eru oft í lélegu og/eða litlu hús- næði og eiga því erfitt með að hafa börnin hjá sér. Aðstæðurnar leiða til þess að þeim líður illa, eru einmana og félagslega einangraðir,“ segir í skýrslunni. „Afleiðingar fjárhagslegrar fátæktar eru margþættar. Margir viðmælendur benda á að fátækir lifi við félags- lega einangrun og að fólk sem lifir við fátækt taki oft lítinn þátt í menningar- og félagslífi. „Fólk dettur út úr samfélaginu,“ segir barnaverndarstarfsmaður sem vitnað er í í skýrslu Rauða krossins. Fátækt á Íslandi Öryrkjar og ein- stæðir foreldrar standa illa og eiga mest á hættu að búa við fátækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.