Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Svona hættir þú að reykja 1. Veldu tiltekinn dag til að hætta, gjarna tvær vikur fram í tímann. n Reynslan sýnir að líklegast er að fólki takist að hætta að reykja ef það er vel undirbúið. Mjög gott er að gera samning við sjálfa(n) sig. Hengdu samninginn upp á áberandi stað, t.d. á ísskápinn. 2. Skrifaðu upp allar ástæðurnar fyrir því að þú vilt hætta að reykja. n Fjórir af hverjum fimm sjá eftir að hafa byrjað að reykja. Helstu ástæð- urnar hjá flestum fyrir því að vilja hætta að reykja eru heilsan, börnin og fjárhagurinn. n Farðu nákvæmlega yfir það í hug- anum hvaða ástæður þú hefur til að hætta að reykja. Skrifaðu þær hjá þér, til dæmis í dagbók. Það hjálpar þér að efla viljann til að hætta. Röksemdirnar geta líka hjálpað þér til að halda staðfestunni. n Vertu rökvís og nákvæm(ur), t.d.: „Ég vil hætta að reykja vegna þess að ég vil geta tekið upp barnið mitt án þess að það snúi sér undan út af reykingalykt- inni.“ 3. Haltu skrá yfir þær sígarettur sem þú færð þér, hvers vegna þú færð þér hverja sígarettu og hvernig hún bragðaðist. n Í reykingaskrána getur þú fært hve- nær, hvar og hvers vegna þú reykir. Hvað varð til þess að þú kveiktir þér í seinustu sígarettu? n Skráðu líka hversu vel eða illa reykur- inn bragðaðist. Var þetta sígaretta sem þú hefðir vel getað verið án? n Taktu vel eftir og vertu alveg heiðarleg(ur) gagnvart sjálfum/sjálfri þér þegar þú færir reykingaskrána. Það hjálpar þér að skilja hvers vegna þú reykir og hvernig þínar reykingavenjur eru. 4. Smáfækkaðu sígarettunum fram að lokareykingadeginum. n Með því að reykja færri sígarettur dregur þú úr nikótínmagninu sem berst inn í líkamann. Ef neyslan minnkar, t.d. niður í þrjá fjórðu þess sem hún var, getur það létt líkamanum umskiptin til muna. Það getur líka átt sinn þátt í að minnka fráhvarfseinkennin þegar þú leggur reykingarnar á hilluna. 5. Gakktu á skjön við eigin reykinga- venjur, reyktu á öðrum tímum og annars staðar en vanalega. n Láttu reykingarnar ekki fara fram samtímis öðru sem þú gerir, t.d. að lesa blöðin, tala í símann, drekka kaffi, horfa á sjónvarpið o.s.frv. Sláðu á frest sígar- ettunni eftir matinn. Prófaðu að reykja á öðrum tímum og öðrum stöðum en vanalega. Skiptu um sígarettutegund. 6. Vertu tilbúin(n) með áætlun um hvað þú ætlar að gera þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. n Reykingaþörfin gengur vanalega yfir á nokkrum mínútum. Undirbúðu hvað þú ætlar að gera í staðinn fyrir að reykja þegar reykingaþörfin knýr dyra. Reykingaþörfina má yfirvinna á ýmsan hátt: Beindu athyglinni að einhverju öðru þar til reykingaþörfin er gengin um garð. n Fáðu þér ávöxt að borða. n Dragðu andann djúpt og rólega og ímyndaðu þér að þú berist á brim- bretti eftir öldufaldi. n Fáðu þér vatnsglas að drekka, gjarna með sítrónusneið úti í. Mörgum finnst vatn slá á reykinga- þörfina. n Bragðið af sítrusávöxtum, pipar- mintu, mentóli eða saltlakkrís getur slegið á reykingalöngunina. n Farðu í stutta gönguferð. Líkams- hreyfing er hreinasta afbragð þegar fólk hættir að reykja. Ráð fRá ReyklauS.iS J óhanna Kristjánsdóttir, verkefn- isstjóri ráðgjafar í reykbindindi hjá embætti Landlæknis, segir reynslu einstaklinga sem hætta að reykja vera afar misjafna. Nokkrar leiðir séu færar til að hætta að reykja og upplifunin fari mikið eftir því hvaða leið er valin, eftir því hversu fíknin er sterk og hvaða gerð nikótíns um er að ræða. „Til okkar á reyklaus.is leita ein- staklingar á öllum aldri, frá 13 ára aldri jafnvel. Það eru margar leiðir til þess að hætta að reykja,“ segir Jóhanna. „Sumum hentar að slökkva í sígar- ettunni og kveikja ekki í henni aftur. En þótt það henti einhverjum þá er betra að fara hægar í sakirnar. Það er heilsu- samlegra fyrir líffærin og líkamann að trappa sig niður. Svo er stór hópur sem vill nota nikótínlyf og sumir nota reyk- leysislyf, sem gefa mjög góðan árang- ur, til að hætta.“ Reykleysislyf virka Jóhanna segir umrædd lyf alveg ný af nálinni. „Reykleysislyfin eru upphaf- lega fundin upp sem þunglyndislyf. Þau virkuðu hins vegar aldrei sem slík. Hins vegar höfðu þau þá aukaverkun að fólk hætti að reykja. Það er vegna þess að lyfið kemur í veg fyrir sendingu nikótíns til heila. Það gefur því enga virkni og verður tilgangslaust.“ Jóhanna nefnir að það geti verið tvíeggjað sverð að nota nikótínlyf. „Nikótínlyf virka ef þau eru notuð á réttan máta í skipulagðri meðferð. Best virkni næst ef sú meðferð er að hámarki 12 vikur. Staðreyndin er hins vegar sú að margir verða háðir tygg- jóinu. Við hjá reyklaus.is erum með marga einstaklinga í ráðgjöf sem hafa jafnvel notað nikótíntyggjó í 10–15 ár og eru búnir að eyðileggja slímhúðina í munninum. konur nota munntóbak Embætti landlæknis hefur áhyggjur af útbreiðslu reyklauss tóbaks svo sem munn- og neftóbaks. Jóhanna seg- ir að nú mælist fyrst notkun kvenna á munntóbaki. „Notkun meðal kvenna hefur ekki mælst fyrr en nú og er 1%. Þessu tóbaki fylgir mun meiri fíkn og hún er algeng hjá yngri aldurshópum. Þetta er alvarleg þróun.“ n Best að trappa sig niður n Reykleysislyfin eru öflug n Margir verða háðir nikótíntyggjói n Reyklaust tóbak vaxandi vandi Sex ráð til reykleysis 1. Hvað líður langur tími frá því þú vaknar þar til þú færð þér fyrstu sígarettuna? a. Minna en 5 mínútur b. 6~30 mínútur c. Hálf til ein klukkustund d. Meira en ein klukkustund 2. finnst þér erfitt að reykja ekki þar sem reykingar eru bannaðar? a. Já b. Nei 3. Hvaða sígarettu vildir þú síst vera án? a. Þeirrar fyrstu þegar ég vakna b. Mér er alveg sama 4. Hvað reykir þú margar sígarettur á dag? a. 10 eða færri b. Hálfan til einn pakka c. Einn til einn og hálfan pakka d. Meira en einn og hálfan pakka 5. Reykir þú meira á morgnana en yfir daginn? a. Já b. Nei 6. Reykir þú líka þegar þú ert veikur, til dæmis með hálsbólgu? a. Já b. Nei Hversu sterk er fíknin? Kannaðu hversu háð(ur) þú ert nikótíni og svaraðu spurningunum hér að neðan. lausn: 1. a: 5 b:3 c:2 d:1 2. a:10 b:0 3. a:10 b:2 4. a:2 b:5 c:10 d:15 5. a: 5 b:2 6. a:10 b:0 0–5 stig Nikótínfíknin er ekki sterk hjá þér. Hjá þér er það máttur vanans og það að reykja með öðrum sem ræður mestu um að þú reykir. 6–10 stig Nikótínfíkn þín er miðlungs sterk. Hún er greinilega meira löngun í nikótín en vani. 11–15 stig Nikótínfíkn þín er á háu stigi. Þú ættir jafn- vel að nota einhver hjálparmeðul þegar þú hættir að reykja. Þetta er allt í hausnum á þér Reykleysislyf virka vel vegna þess að þau koma í veg fyrir að nikótín sendi skilaboð til heila. Það missir því virkni sína. Margir háðir nikótín- tyggjói Jóhanna segir marga sem koma í ráðgjöf og vilja losna við nikótíntyggjó hafa notað það í 10 ár eða lengur. D ibs!“ sagði vinkona mín hátt og snjallt upp í eyrað á mér þegar myndarlegi maðurinn mætti í partíið. Við höfðum báðar haft augastað á honum, en hún varð fyrri til. „Nei, þetta virkar ekki svona,“ vældi ég. „Jú, víst,“ sagði hún glaðhlakkalega og skálaði við mig út í loftið. Ég snéri mér fýld undan. Málið var afgreitt. Hún „dibsaði“ manninn á undan og ég varð því að gjöra svo vel að halda mig til hlés í þessari baráttu. „Dibs“, sem á íslensku myndi líklega útleggjast sem „pant!“, er mjög merkileg regla. Sérstaklega fyrir þær sakir að hún er ein af fáum reglum sem viður- kenndar eru á mark- aðnum. Sá sem pantar fyrst á rétt- inn og þeir sem spila heiðarlega sætta sig við það. Eini gallinn á þessari gullnu reglu er að sá sem pantaður er hefur ekkert um það að segja. É g var mjög sein að tileinka mér þessa reglu. Eins og flest annað þegar kemur að kjöt- markaðnum. Áðurnefnd vin- kona hefur leikið þennan leik í nokkurn tíma með góðum árangri og alltaf sit ég eftir með sárt ennið, og án manns. Hún birtist meira að segja á Facebook-spjallinu dag- inn og pantaði alla íslenska menn sem líkjast ákveðnum erlendum leikara. Án þess að hafa hugmynd um hvort þeir væru yfir höfuð til. Þá var mér nóg boðið. Ef ég ætlaði einhvern tíma að standa uppi sem sigurvegari þá varð ég að grípa til minna ráða. Sem ég gerði. É g byrjaði varlega til að læra inn á tæknina. Pantaði menn sem ég hvort eð er átti tilkall til vegna aldurs og fyrri starfa. „Dibsaði“ nokkra fyrrverandi kær- asta bara til öryggis, alveg án þess að ætla mér að gera nokkuð í mál- unum. Þegar það var frá var ég til í slaginn og gat farið að panta fyrir al- vöru. Ég er mikil keppnismann- eskja og þegar ég hætti mér af stað í einhverja svona leiki þá tek ég þá alla leið. Sig- ur eða ekkert. Ég var fljót að ná ótrúlegum panthraða á börunum. Skannaði staðina, fann áhugaverðu menn- ina og „dibs!“. Færnin kom vin- konunum í opna skjöldu en þær urðu að gjöra svo vel að sætta sig við stöðuna. Ég spilaði eftir regl- unum. Í partíi um daginn gekk ég þó of langt, enda æst og örvæntingar- full. „Ég dibsa alla menn sem koma í þetta partí!“ gargaði ég. Og þar við sat. Þannig hélt ég heilu partíi í gíslingu. Stelpurnar máttu ekki sýna neinum mönnum á svæðinu áhuga og þeir höfðu ekki hugmynd um það. Ég valdi bara þann sem mér leist best á og þær sátu fýldar eftir, eins og ég forðum daga. Daginn eftir fékk ég símtal frá einni vinkonunni sem var ekki hress. Hún talaði fyrir hönd hóps- ins sem svipti mig réttindunum til að panta. Ég er því aftur á byrjun- arreit – verð að stóla á að ég verði pöntuð eða einfaldlega gefast upp. Að „dibsa“ menn Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.