Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 13.–15. janúar 2012 Helgarblað
B
ent fæddist í Árósum í Dan-
mörku. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1943 og B.Sc.E.-
prófi frá Wharton School of
Finance and Commerce við
Pennsylvaniu-háskóla í Fíladelfíu í
Bandaríkjunum 1945.
Bent hóf störf í viðskiptaráðuneyt-
inu 1947, var deildarstjóri og fulltrúi
skömmtunarstjóra 1947–50, fulltrúi
hjá póst- og símamálastjóra 1950–53,
starfsmaður Metcalfe Hamilton og
síðar Hedric Grove á Keflavíkurflug-
velli 1953–57, fulltrúi hjá Rafmagns-
veitum ríkisins 1957, deildarstjóri
þar 1961 og fjármálastjóri þar 1978–
84. Hann hefur síðan stundað ýmis
verðbréfaviðskipti.
Bent var trúnaðamaður Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur og
ASÍ á Keflavíkurflugvelli 1954–57,
sat í stjórn Skrifstofu- og verslunar-
mannafélags Suðurnesja og LÍV og
hefur setið í ýmsum nefndum á veg-
um iðnaðarráðuneytisins. Þá hefur
hann setið í stjórnum ýmissa hluta-
félaga.
Bent hefur stofnað þrjá sjóði
sem starfræktir eru innan Háskóla
Íslands. Sá fyrsti var stofnaður til
minningar um Óskar Þórðarson og
er veitt úr honum til náms í barna-
lækningum. Annar sjóðurinn var
stofnaður til minningar um Þorstein
Sch. Thorsteinsson og Bergþóru Pat-
ursson en úr honum er veitt til náms
í lyfjafræði, en þriðji sjóðurinn er
stofnaður í nafni Bents og konu hans,
Margaret, og er veitt út honum til
höfuðs einelti. Þá stofnaði hann sjóð
við Landspítala háskólasjúkrahús
sem veitt er úr til hjarta- og lungna-
sjúkdóma.
Bent og eiginkona hans dvöldu
oft langdvölum yfir vetrartímann í
Orlando í Bandaríkjunum á árunum
1995–2002.
Fjölskylda
Bent kvæntist 23.6. 1946 Margaret
Ritter Ross Wolfe, f. 18.7. 1924, svæf-
ingarhjúkrunfræðingi. Hún er dóttir
Charles D. Wolfe, verslunarmanns í
Greenville í Ohio í Bandaríkjunum,
og Caroline Ritter Faust einkaritara.
Börn Bent og Margaret: Gunnar
Bent Sch. Th., f. 13.4. 1947, skipstjóri
í Reykjavík, og á hann þrjú börn; Sus-
an Auður Sch. Th., f. 1.9. 1950, fé-
lagsfræðingur í Odense í Danmörku;
Carole Ann Sch. Th., f. 22.3. 1952,
leikskólakennari, búsett í Kópavogi
og á hún einn kjörson; Guðrún Mar-
grét Sch. Th., f. 28.3. 1958, námsráð-
gjafi á Selfossi, gift Símoni Ólafssyni
verkfræðingi og eiga þau eina dótt-
ur; Ósk Sólveig Sch. Th., f. 20.7. 1960,
bankastarfsmaður, búsett í Kópa-
vogi, og á hún þrjú börn; Þorsteinn
Sch. Th., f. 28.7. 1961, stýrimaður,
búsettur í Reykjavík og á þrjú börn;
Ástríður Þóra Sch.Th., f. 16.8. 1970,
lögfræðingur hjá ESA í Brussel en
maður hennar er Karl Einarsson við-
skiptafræðingur.
Systir Bents, sammæðra: Auður
Helga, f. 26.3. 1931, d. 22.4. 1991, var
auglýsingastjóri hjá Ríkissjónvarpinu.
Hálfbróðir Bents, samfeðra:
Gunnar, f. 29.5. 1923, d. 13.6. sama ár.
Kjörbörn Þorsteins og k.h., Berg-
þóru Patursson, eru Sverrir Sch. Th.,
f. 18.6. 1928, jarðfræðingur á Höfn í
Hornafirði; Unnur Sch. Th., f. 18.9.
1930, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Bents voru Þorsteinn
Scheving Thorsteinsson, f. 11.2.
1890, d. 23.4. 1971, lyfsali í Reykjavík-
urapóteki, og Guðrún Sveinsdóttir, f.
1.3. 1892, d. 18.8. 1967, húsmóðir.
Ætt
Bróðir Þorsteins var Magnús, faðir
Davíðs Sch. Th. framkvæmdastjóra.
Þorsteinn var sonur Davíðs Sch. Th.
læknis í Reykjavík, hálfbróður Péturs
Jens Th., kaupmanns og útgerðar-
manns á Bíldudal. Davíð var sonur
Þorsteins Th., verslunarstjóra á Þing-
eyri og b. í Æðey, Þorsteinssonar.
Móðir Þorsteins lyfsala var Þór-
unn Stefánsdóttir Stephensen,
prófasts í Vatnsfirði, Péturssonar
Stephensen, pr. á Ólafsvöllum, Stef-
ánssonar Stephensen, amtmanns á
Hvítárvöllum Ólafssonar, stiftamt-
manns í Viðey, ættföður Stephen-
senættar. Móðir Stefáns í Vatnsfirði
var Gyðríður, systir Sigríðar, ömmu
Jósefínu, ömmu Matthíasar Johann-
essen skálds, og systir Þuríðar, lang-
ömmu Vigdísar Finnbogadóttur.
Gyðríður var dóttir Þorvalds, pr. og
skálds í Holti, Böðvarssonar, pr. í
Holtaþingum, Högnasonar presta-
föður á Breiðabólstað, Sigurðssonar.
Móðir Þórunnar var Guðrún, systir
Páls Melsteð sagnfræðings. Guðrún
var dóttir Páls Melsteð amtmanns
og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur, amt-
manns á Möðruvöllum, Þórarins-
sonar, ættföður Thorarensenættar,
Jónssonar. Móðir Önnu Sigríðar var
Ragnheiður Vigfúsdóttir Sch., sýslu-
manns á Víðivöllum, Hanssonar
Sch., klausturhaldara þar Lauritz-
sonar, sýslumanns á Möðruvöllum,
ættföður Scheving-ætta.
Guðrún, móðir Bents, var systir
Maríu Jóhönnu, móður Jóns Skag-
an sóknarprests. Guðrún var dótt-
ir Sveins, útvegsb. á Hrauni á Skaga,
Jónatanssonar, b. á Þangskála, Jón-
atanssonar, b. í Víkum, Ólafssonar.
Móðir Sveins var María Magnúsdótt-
ir, b. á Fjalli á Skagaströnd, Jónsson-
ar, pr. í Vesturhópshólum, Mikaels-
sonar. Móðir Guðrúnar Sveinsdóttur
var Guðbjörg Jónsdóttir, hreppstjóra
á Hóli á Skaga, Rögnvaldssonar.
Bent heldur upp á daginn í faðmi
fjölskyldunnar.
S
veinn fæddist í Ytra-Kálfs-
skinni og ólst þar upp. Hann
lauk landsprófi frá Lauga-
skóla, stundaði nám við Rysl-
inge Hojskole í Danmörku,
lærði húsasmíði í Reykjavík, lauk
sveinsprófi 1959 og öðlaðist meistara-
réttindi 1962.
Sveinn hefur stundað húsasmíði
og búskap í Ytra-Kálfsskinni frá 1959,
hefur starfrækt ferðaþjónustu að Ytri-
Vík frá 1983 og síðar jafnframt í Kálfs-
skinni, ásamt fjölskyldu sinni, stofnaði
Sportferðir ehf. ásamt sonum sínum
1994, var einn af stofnendum Tréverks
hf. á Dalvík 1962 og byggingarfélags-
ins Kötlu ehf. 1985. Þá hefur hann
stundað kennslu við Árskógarskóla.
Sveinn sat í stjórn ungmenna-
félagsins Reynis, var formaður þess,
sat í stjórn og var formaður UMSE, sat
í stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar 1969–84 og var formaður 1973–84,
búnaðarþingsfulltrúi 1978–94, Stétt-
arsambandsfulltrúi 1979–84, sat í
hreppsnefnd Árskógshrepps 1970–94
og var oddviti 1985–94, sat í bæjar-
stjórn Dalvíkurbyggðar 1998–2002,
var skólanefndarformaður Árskógar-
skóla í aldarfjórðung, formaður
Fræðsluráðs Eyjafjarðarsýslu 1968–74
og safnaðarfulltrúi Stærri-Árskógs-
kirkju í nokkur ár.
Sveinn var formaður Félags frí-
merkjasafnara á Akureyri og frí-
merkjafélagsins Akka á Dalvík og ná-
grenni, sat í stjórn Félags íslenskra
frímerkjasafnara og Landssam-
bands íslenskra vélsleðamanna, rit-
stýrði blaðinu Vélsleðanum í tvö ár,
sat í stjórn Sparisjóðs Árskógsstrand-
ar 1980–90, í stjórn Sparisjóðs Svarf-
dæla frá 1993–2004 og formaður hans
frá 1995 og hefur setið í stjórn ýmissa
hlutafélaga, s.s. Ferðaþjónustu bænda
ehf.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 30.8. 1958 Ásu Mar-
inósdóttur, f. 9.2. 1932, ljósmóður.
Foreldrar hennar voru Marinó Steinn
Þorsteinsson, bóndi í Engihlíð á Ár-
skógsströnd, og Guðmunda Ingibjörg
Einarsdóttir ljósmóðir.
Börn Sveins og Ásu: Jón Ingi
Sveinsson, f. 5.6. 1959, framkvæmda-
stjóri hjá Kötlu ehf., búsettur í Kálfs-
skinni, kvæntur Guðbjörgu Ingu
Ragnarsdóttur skrifstofumanni og eru
börn þeirra Ásrún Ösp, Sveinn Elías
og Einar Oddur; Margrét Sveinsdóttir,
f. 27.9. 1960, framkvæmdastjóri eign-
astýringar Arion banka, búsett á Sel-
tjarnarnesi, gift Óla Birni Kárasyni,
vþm. og framkvæmdastjóra, og eru
börn þeirra Eva Björk, Kári Björn og
Ása Dröfn; Erla Gerður Sveinsdóttir, f.
15.4. 1966, læknir, búsett í Garðabæ,
gift Geir Borg, þróunarstjóra hjá Gag-
arin ehf. og eru synir þeirra Jökull Elí
Borg og Björn Víkingur Borg; Marinó
Viðar Sveinsson, f. 11.9. 1971, fram-
kvæmdastjóri Sportferða ehf. en fyrrv.
sambýliskona hans er María Braga-
dóttir hjúkrunarfræðingur, og er sonur
þeirra Gabríel Daði.
Langafabörn Sveins eru Anton
Dagur Björgvinsson, f. 11.4. 2008, og
Jón Alex Sveinsson, f. 14.11. 2010.
Hálfsystkini Sveins, samfeðra:
Brynhildur Jónsdóttir, f. 24.6. 1916, d.
6.7. 2008, var garðyrkjukona, búsett í
Hveragerði; Gunnhildur, f. 24.6. 1916,
d. 17.10. 2001, bjó á Árskógsströnd og
í Keflavík; Helga Steinunn, f. 2.2. 1921,
búsett í Hrísey; Bergrós, f. 2.2. 1921,
búsett í Hafnarfirði; Einar, f. 12.11.
1922, d. 26.10. 2006, var útfararstjóri,
búsettur í Kópavogi; Þórey, f. 30.8.
1927, d. 21.1. 2008, fiskvinnslukona og
leiðbeinandi, búsett á Árskógsströnd.
Foreldrar Sveins: Jón Einarsson,
f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1981, bóndi í
Ytra-Kálfsskinni, og k.h., Jóhanna Mar-
grét Sveinbjarnardóttir, f. 4.12. 1893, d.
16.12. 1971, húsfreyja.
Ætt
Jón var bróðir Steingríms Eyfjörð,
læknis á Siglufirði. Jón var sonur Ein-
ars, b. á Hömrum og á Bakka í Öxna-
dal, bróður Jónasar í Stóragerði, afa
Magnúsar ráðherra, Baldurs, rektors
KHÍ, og Halldórs Þormar sýslumanns
Jónssona. Einar var sonur Jóns, b. á
Barká Ólafssonar, bróður Einars, lang-
afa Einars Olgeirssonar alþm. Einar
var einnig afi Sigríðar, langömmu Stef-
áns Baldurssonar, fyrrv. þjóðleikhús-
stjóra. Móðir Einars á Hömrum var
Þórey Gísladóttir, systir Myrkár-Helgu.
Móðir Jóns var Rósa Loftsdóttir, b.
á Skáldalæk, bróður Hallgríms, lang-
afa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
SÍS. Loftur var sonur Hallgríms, b. á
Stóru-Hámundarstöðum Þorláksson-
ar og Gunnhildar Loftsdóttur. Móðir
Rósu var Guðrún Jónsdóttir.
Jóhanna Margrét var systir Sigur-
veigar, ömmu Sigurjónu, konu Hall-
dórs Ásgrímssonar, fyrrv. forsætis-
ráðherra. Jóhanna Margrét var dóttir
Sveinbjörns, b. á Hillum Björnssonar,
og Hallfríðar Sigvaldadóttur.
Sveinn verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Sveinn Elías Jónsson
ferðaþjónustubóndi í Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd
Bent Hillman
Sveinn Scheving
Thorsteinsson
fyrrv. fjármálastjóri Rafmagnsveitna ríkisins
90 ára sl. fimmtudag
80 ára á föstudag
Henny Hermannsdóttir
danskennari
H
enný fæddist í Reykjavík.
Hún hefur dansað frá því
hún man eftir sér. Á barns-
aldri og unglingsárunum
stundaði hún nám í sam-
kvæmisdönsum hjá föður sínum
jafnhliða tólf ára námi í klassískum
ballett og jassballett við Þjóðleik-
húsið.
Eftir gagnfræðapróf stundaði hún
nám í danskennslu á Íslandi, við Carl-
sens Institut í Kaupmannahöfn 1967,
í London 1968 og aftur í Carlsens
Institut þar sem hún lauk prófum.
Hún kenndi síðan dans við Dansskóla
Hermanns Ragnars til 1997.
Henný starfaði hjá Loftleiðum við
flugafgreiðsluna á Keflavíkurflug-
velli 1971–74, var flugfreyja hjá Loft-
leiðum og síðar Flugleiðum 1973–
82 með hléum, rak tískuverslun í
Reykjavík í fimm ár og var fararstjóri
hjá Sunnu á Mallorca sumarið 1977.
Henný var kjörinn Miss Young
International á samnefndri fegurð-
arsamkeppni í Tokyo 1970 og fór í
þriggja mánaða sýningarferð til Ástr-
alíu í kjölfar þess. Hún er einn af að-
alstofnendum Módelsamtakanna og
starfaði við tískusýningar hér á landi
í u.þ.b. tuttugu ár.
Henný sat í stjórn Danskennara-
sambands Íslands um árabil og hef-
ur starfað í ýmsum nefndum á veg-
um Dansráðsins.
Fjölskylda
Fyrsti maður Hennýjar er Guðmund-
ur S. Kristinsson,
f. 28.12. 1936, d.
22.1. 1993, flug-
afgreiðslumaður.
Dóttir
Hennýj ar og
Guðmundar er
Unnur Berg-
lind, f. 3.12. 1977,
danskennari og
grunnskólakennari, búsett í Suður-
Afríku, en maður hennar er Daniel
Frances Jeppi, strútabóndi og lög-
fræðingur og er sonur þeirra Daniel
Frances.
Annar maður Hennýjar var
Gunnar Árnason, f. 14.2. 1957, d.
23.5. 1997, sýningarstjóri.
Sonur Hennýjar og Gunnars er
Árni Henry, f. 26.9. 1982, ráðgjafi hjá
Sjóvá, búsettur í Kópavogi, en sam-
býliskona hans er Anna Lára Sigurð-
ardóttir, starfsmaður hjá Credit Info
og eru börn hans Alexander Svavar,
f. 7.12. 2000, og Henny Lind, f. 8.5.
2011.
Eiginmaður Hennýjar er Bald-
vin Berndsen, f. 27.2. 1943, fram-
kvæmdastjóri. Foreldrar hans:
Ewald Berndsen, f. 30.8. 1916,
d. 8.4. 1998, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, og k.h., Jóhanna Sigríður
Baldvinsdóttir, f. 1916, d. 2.3. 2005,
húsmóðir.
Börn Baldvins eru Baldvin Örn,
f. 3.7. 1962, framkvæmdastjóri en
kona hans er Berglind Helgadóttir og
eiga þau þrjú börn; Jóhanna Sigríð-
ur, f. 26.4. 1964, stöðvarstjóri; Ragn-
ar Baldvin, f. 26.2. 1976, skristofu-
stjóri, búsettur í Bandaríkjunum en
kona hans er Jen Fernandez; Margrét
Lára, f. 21.8. 1979, skrifstofustjóri í
Bandaríkjunum en maður hennar
er Patrick Amos; Ewald, f. 12.5. 1981,
veitingastjóri, búsettur í Bandaríkj-
unum.
Bræður Hennýjar: Arngrímur,
f. 1.12. 1953, framkvæmdastjóri Ís-
lenskra ævintýraferða, búsettur í
Reykjavík; Björn, f. 26.8. 1958, rekstr-
arfræðingur, búsettur í Garðabæ.
Foreldrar Hennýjar: Hermann
Ragnar Stefánsson, f. 11.7. 1927, d.
10.6. 1997, danskennari í Reykjavík,
og k.h., Unnur Ingeborg Arngríms-
dóttir, f. 10.1. 1930, danskennari og
framkvæmdastjóri Módelsamtak-
anna.
Ætt
Hermann var sonur Stefáns Sveins-
sonar frá Hvammstanga, verkstjóra
á Kirkjusandi, og Rannveigar Ólafs-
dóttur.
Unnur er dóttir Arngríms,
skólastjóra Melaskólans Kristjáns-
sonar, b. á Sigríðarstöðum, bróðir
Helgu, móður Jóns Péturssonar,
prófasts á Kálfafellsstað. Kristján
var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöð-
um Kristjánssonar og Elísabetar
Þorsteinsdóttur. Móðir Elísabetar
var Guðrún Jóhannesdóttir, b. í
Leyningi Halldórssonar. Móðir
Arngríms var Unnur Jóhannsdótt-
ir, b. á Skarði í Grýtubakkahreppi
Bessasonar. Móðir Unnar Arn-
grímsdóttur var Henny Othelie, f.
Helgesen, í Bergen, húsmóðir.
60 ára á föstudag