Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 13.–15. janúar 2012 n Telja að dúkkur geti styrkt sjálfstraust krabbameinssjúkra barna Skýjakljúfar boða kreppu n Kínverjar byggja helming allra háhýsa n Hagfræðingur segir að hrun í kjölfar byggingar háhýsa sé í raun rökrétt Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Burj Khalifa 828 m Byggingarár: 2010 Staður: Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum Hæðir: 160 Sears-turninn 442 m Byggingarár: 1974 Staður: Chicago, Bandaríkjunum Hæðir: 110 Taipei 101 508 m Byggingarár: 2004 Staður: Taipei, Taívan Hæðir: 101 Guangzhou West Tower 438 m Byggingarár: 2009 Staður: Guangzhou, Kína Hæðir: 103 World Financial Center 492 m Byggingarár: 2008 Staður: Shanghai, Kína Hæðir: 101 Jin Mao byggingin 421 m Byggingarár: 1999 Staður: Shanghai, Kína Hæðir: 88 Petronas- turnarnir 452m Byggingarár: 1998 Staður: Kuala Lumpur, Malasíu Hæðir: 88 Two Inter- national Finance Centre 415 m Byggingarár: 2003 Staður: Hong Kong Hæðir: 96 Greenland Financial Center 450 m Byggingarár: 2009 Staður: Nanjing, Kína Hæðir: 66 Trump International Hotel 415 m Byggingarár: 2009 Staður: Chicago, Bandaríkjunum Hæðir: 96 1 6 2 7 3 8 4 9 5 10 Hæstu byggingar heims Hér gefur að líta 10 hæstu byggingar heims. Hafa ber í huga að hér eru ekki tekin inn í önnur há mannvirki eins og sjónvarps- og útvarpsturnar. Saksóknari myrtur í dómsal Rúmlega þrítugur starfsmaður saksóknaraembættisins í Bæjara- landi í Þýskalandi var skotinn til bana í dómsal á fimmtudag. Árásarmaðurinn, 54 ára karlmað- ur, hafði verið ákærður fyrir að standa ekki skil á tugum milljóna króna í skatt. Dómstóll hafði fund- ið manninn sekan og var verið að kveða upp dóm í málinu þegar at- vikið átti sér stað. Hann átti yfir sér allt að fimm ára fangelsi. Árásin á fimmtudag er ekki sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er í dómsal í Þýskalandi. Á undan- förnum árum hefur öryggisgæsla í dómsölum verið hert til muna en samkvæmt þýskum fjölmiðlum var ekki leitað á manninum áður en hann fór inn í dómsalinn. Obama rakar inn seðlum Kosningasjóður Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, hefur tútnað ört út undanfarin miss- eri. Obama býr sig nú undir harða baráttu gegn fulltrúa repúblikana um hylli bandarísks almennings fyrir komandi forsetakosningar. Á síðustu þremur mánuðum ársins 2011 söfnuðust 68 milljónir dala, eða 8,5 milljarðar króna, í sjóð- inn. Allt árið 2011 söfnuðust 220 milljónir dala, eða 27,3 milljarðar króna. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs safnaði Mitt Romney, sem þykir líklegur til að hljóta út- nefningu repúblikana, 56 milljón- um dala, eða tæpum sjö milljörð- um króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.