Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 13.–15. janúar 2012 Laus við samviskubitið skorðum á heimilinu. En ég neita því ekki að ég get átt mjög auðvelt með að aðskilja hlutina. Ég er kannski að rífast við einhvern í símanum á með- an ég keyri í vinnuna en þegar ég mæti truflar það mig ekkert. Í þess- ari vinnu þýðir líka ekki að vera með of mikla tilfinningasemi. Það þýðir ekkert helvítis kjaftæði!“ segir Marta María og hlær. Harmleikur á sjó Marta Marta er náin pabba sínum og upplifði mikla vanlíðan í kjölfar sjó- slyssins sem Jónas var dæmdur fyr- ir að hafa valdið en í slysinu týndu tveir farþegar hans lífi. „Þetta var al- gjör harmleikur. Ég tók samt strax þá ákvörðun að halda áfram að horfa fram á við þótt ég hafi reynt að veita pabba og stjúpmóður minni eins mikinn stuðning og ég gat. Það er ekki hægt að breyta því sem orðið er. Það lenda allir í einhverju og ég þekki enga manneskju sem hefur farið í gegnum ævina án þessa að kljást við erfið verkefni. Verkefnin eru sannar- lega misstór. Ég er sannfærð um að það skiptir ekki alltaf höfuðmáli hvað gerist hjá fólki heldur hvernig við vinnum úr því.“ Smartland stendur ekki undir nafni Marta María segir vaxandi þroska og erfiðleika í efnahagslífinu hafa leitt til þess að hún hafi endurskoð- að margt í lífi sínu. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og fallegum hlutum og á stundum erfitt með að sofna því ég er að hugsa um það sem mig langar til að breyta og bæta. Á góðæristímanum hafði ég að at- vinnu að gera fallegt í kringum fólk. Þetta er því alveg löggildur smekk- ur,“ segir hún og skellir upp úr. „Það er samt skrítið að ég, sem hef verið að skapa og gera fallegt í kringum mig í öll þessi ár, vilji nú einfalda líf- ið. Ég fæ hálfgerða köfnunartilfinn- ingu út af öllu dótinu í bílskúrnum hjá mér og er að reyna að trappa mig niður,“ segir hún og bætir við að hún sé dugleg að gefa og henda. „Ég veit ekki hvað veldur. Að einhverju leyti þroski en svo tekur lífið breyt- ingum. Þegar maður lifir nánast á vinnustaðnum þarf heimilið að vera praktískt. Á ganginum þurfa helst að vera skápar fyrir hvern fjölskyldu- meðlim svo það sé hægt að taka sig til á fljótlegan máta. Ég er alltaf að reyna að hafa heimilið skipulegt en það gengur ekki alltaf. Óskar Magn- ússon [útgefandi Morgunblaðsins, innsk. blaðamanns] segir Smart- land ekki standa undir nafni. Hann skilur þetta ekki. Hann hélt að hann hefði ráðið konu í vinnu sem væri alltaf með Ajax-brúsann á lofti. Ég er hins vegar farin að henda blöðum í bunka og taka til á skrifborðinu þeg- ar ég heyri í honum frammi. Svona eins og óþekkur krakki.“ Ekki dýr í rekstri Hún segir eflaust marga telja hana dýra í rekstri en að það sé ekki endi- lega satt. Ekki lengur, það er að segja. „Þegar maður er ungur langar mann til að eiga allt í heiminum. Ég geng í gallajakka sem ég keypti mér árið 2000 og hef enga þörf fyrir að eiga tvennar eins gallabuxur. Ég þarf ekki að kaupa mér nýjar á meðan ég passa í þessar og það er miklu meiri áskorun. Hins vegar er miklu minni verðmunur á því sem er vandað og gott og svo hinu, núna eftir kreppu. Það borgar sig því oft að kaupa það sem er vandað. Ég er farin að hugsa betur um og fara betur með það sem ég á og ætli það sé ekki afleið- ing hækkandi aldurs og efnahags- kreppu. Manninum mínum finnst ég eflaust óstöðvandi kaupfíkill enda lagði ég í vana minn að reikna ósjálfrátt 30% afslátt af hlutunum áður en ég sagði honum frá inn- kaupum. En ég er löngu hætt því.“ Netið er framtíðin Aðspurð segist hún ekki eiga neitt draumadjobb. „Maðurinn minn grínast oft með að það blundi í mér sjónvarpsstjarna. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera í sjón- varpi enda erum við að fara af stað með nýja þætti í mbl Sjónvarpi þar sem fólk, sem sigrast hefur á offitu, segir sögu sína. Minn draumur var alltaf að fá að riststýra glanstímariti og það var mikið stuð að fá að prófa það. Í dag finnst mér netið vera mál- ið. Miðað við nethegðun fólks bend- ir allt til þess að flestir fjölmiðlar verði komnir í þetta form innan fárra ára. Ekki veit ég hvað fram- tíðin ber í skauti sér en yfirmaður minn, Gylfi Þór Þorsteinsson, biður mig reglulega um að slaka á og anda með nefinu svo hann missi mig ekki í vinnu á dekkjaverkstæði,“ segir hún og skellihlær.   „Femínistar ættu miklu frekar að vera að pönkast í körl- um en kynsystrum sín- um og hætta að gera lítið úr áhugamálum vinkvenna sinna. Misstór verkefnin Marta María reyndi að einbeita sér að framtíðinni um leið og hún stóð við hlið pabba síns eftir sjóslysið hörmulega. MYND Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.